Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › IROK GALLI
This topic contains 90 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.09.2005 at 19:43 #196305
Sælir.
Eitt sinn hóf ég hér umfjöllun um Irok dekkin 39,5″ og var mjög hrifinn og ættla að halda áfram hér með þá sögu sem líkust var ævintíri en virðist nú vera að snúast upp í martröð!!!!
Konan vara að kalla í mat, framhald í kvöld.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.09.2005 at 20:22 #527566
Það kom semsagt Patti á 33" dekkjum og tók þig í bakaríið. Ekki að það sé nú mikið mál að refsa þér.
Góðar stundir
23.09.2005 at 20:29 #527568Benni haltu áfram með sögukvikindið.
Hvernig er trxussinn að standa sig ertu búinn að keira ganginn út???
23.09.2005 at 21:06 #527570Þetta hlýtur að vera fimm rétta máltíð með öllu.
Vonandi verður manni ekki haldið á refresh takkanum í alla nótt!
Kv. Smári.
23.09.2005 at 21:29 #527572verði þér að góðu.
kv.Ási
23.09.2005 at 21:30 #527574Benni er trúlega farinn í vinnuferð upp í Rettartorfu. Neeeiii annars, hann nennir því ekki.
Góðar stundir.
23.09.2005 at 21:35 #52757623.09.2005 at 22:20 #527578Var búinn að skrifa langa romsu sem ekki komst inn og nenni ekki að byrja aftur núna þannig að ég klára þetta á morgunn.
Í stuttu máli þá eru þessi dekk ekki að endast baun (eru öll að springa í hliðum) og er ég búinn að taka þau undan dollunni og fara þau ekki undir aftur!
Þau hafa ekki hitnað meir en önnur dekk sem ég hef notað í gegnum tíðina og eru það m.a Mudder, GH, DC, Trexus (39,5)
Benni.
24.09.2005 at 21:30 #527580Þykir mér nú aldeilis hafa breyst hljóðið í Benna. En til þess að hafa þetta vísindilegt væri gott að vita eftirfarandi.
Hvað var búið að keyra mikið á þeim ???
Undir hvaða Toyotudruslu varstu að nota þau ???
Varstu mikið í "lin" akstri ???
Er farið að leka útum hliðarnar á þeim ?? (eins og á 44"DC)
Varstu búinn að spóla mikið inn í þeim ???
Varstu búinn að affelga oft ???
Á hvað breiðum felgu voru þau ???Patrol kveðja
24.09.2005 at 22:58 #527582Hvað var búið að keyra mikið á þeim. ca 10-15Þ
Undir hvaða Toyotueðalvagni varstu að nota þau. 120
Varstu mikið í "lin" akstri. Hvað er mikið ?
Er farið að leka útum hliðarnar á þeim ?? (eins og á 44"DC). Nei það koma littlar mjög djúpa sprungur allt að 2cm, mikklu dýpri en á DC.
Varstu búinn að spóla mikið inn í þeim ???. Aldrei
Varstu búinn að affelga oft ???. Aldrei
Á hvað breiðum felgu voru þau ???. 12.5
24.09.2005 at 23:29 #527584Sæll Benni.
var þetta bara eitt dekk eða voru öll dekkin að fara svona?.
Sorglegur endir á dekkjum sem lofuðu góðu, og stóðu sig frábærlega vel, fram að þessu.
Kveðja Halli R3636
24.09.2005 at 23:41 #527586Sæll félagi.
Þetta eru 2 dekk sem eru orðin svona slæm.
Ath. það eru myndir í albúminu mínu.
Einnig til fróðleiks þá er ekki búið nema ca 25% af munstrinu!
Ekki veit ég hvort þetta er einskorðað við aðeins þessi 2 dekk hjá mér eða ? en ég held að þeir sem eru búnir að vera að aka á þessum dekkjum ættu að líta á sín dekk og láta okkur vita hvort sé farið að springa eitthvað í og í kringum munstrið í hliðunum
Kv.
Benni
25.09.2005 at 00:17 #527588hversu gömul eru þau ?
AB
25.09.2005 at 02:27 #527590Vel innan við 2 ára….
25.09.2005 at 10:53 #527592Var á svoleiðis dekkjum í nokkur ár. 2 af þeim enduðu sína lífdaga á nákvæmlega sama hátt og Benni er að lýsa hérna. Það mynduðust sprungur í mynstrinu á hliðunum. Endaði á því að þau fóru að leka út um götin. Náðu að verða svona hálfslitin. Á hinum tveimur dekkjunum sást ekkert.
ps. Hef enga reynslu af Irok eða núverandi TSL dekkjunum (hafa breyst frá því að ég átti mín).
kv
Rúnar.
25.09.2005 at 11:25 #527594mér finnst mjög gott að menn tali saman um hvað hefur komið fyrir dekkin hjá Benna ,en mér leiðist að ef eitthvað kemur fyrir dekk þá er strax sagt að það sé GALLI.hvað er galli ,Benni hefur sjálfur sagt að dekkin hafi hitnað hjá sér getur það verið vandamálið.Ég vil komast að því hvað hefur komið fyrir því menn og konur eru mjög ánægð með þessi dekk til að mynda eru 49" dekkin Irok dekk ekkert vandamál þar.
kv Ási
25.09.2005 at 11:40 #527596ég get nú ekki ýmindam mér að mikil reymsla sé komin á 49" dekkin fáir bílar og varla svo mikil keyrsla enn sem komið er ?
25.09.2005 at 12:10 #527598Framleiðendur þeirra dekkja sem við erum að nota líta ekki á það sem galla þó dekkin eyðileggist þegar þau eru notuð með minna en 3 punda þrýsting. Þessi notkun er svo langt fyrir það sem dekkin eru hönnuð fyrir.
Íslenski jeppamenn hafa hins vegar uppgvötað það að það eru til dekk sem þola svona notkun. Það að þetta eigi ekki við um öll dekk, t.d. radial dekk frá Interco (superswamper, trxus, ssr, iroc ofr.), þarf ekki að koma á óvart. Það er eiginlega miklu merkilegra að það séu til dekk eins og Mudderinn sem þola (mis)notkun okkar jafn vel og raun ber vitni.
Þar sem innri bygging radail og bias dekkja er gerólík þá er ekki hægt að draga neinar ályktanir af t.d. 49 tommu dekkum fyrir radíal dekk, eða öfugt, þó þau séu frá sama framleiðanda.
Öll dekk hitna þegar ekið er greitt með lágan þrýsting í þeim, hitinn verður meiri þegar hliðar eru þykkar, bæði vegna þess að það meiri mótstaða og því meiri hitamyndun og dekkin leiða hitann hægar til yfirborðs þar snjór eða loft kæla. Þess vegna hafa dekkin hjá Benna örugglega hitnað.
-Einar
25.09.2005 at 12:26 #527600dekk frá þessum framleiðanda hafa reynst vel hér á landi að vísu misvel t.d. trexus og parnelli reyndust ekki vel en það átti eingaungu við dekk í stærðinni 38×15.5r15 en ekki við aðrar stærðir super swamper ssr er margfalt betra dekk en mudder það er miklu betur framleitt virðist vera laust við hopp og ágalla hvað varðar þetta tæmi hjá Benna hverjar eru líkurnar að tvö dekk undir sama bílnum eru "gölluð" þegar það hafa verið seld tvö til þrjúhundruð dekk hér á landi og ekki má gleyma því að Benni seigist fara mjög vel með dekkin.
kv Ási
25.09.2005 at 13:11 #527602Hversvenga ætli það komi fyrst í ljós í stærðinni 38x 15.5 ef dekk þola ekki að vera notuð í íslenskum snjóakstri? Ætli það hafi eitthvað með það að gera að megnið af snjóakstri á radíal dekkjum er á dekkum af þeirri stærð. Hvað heldur þú Ási.
-Einar
25.09.2005 at 15:28 #527604að sjálfsögðu er þetta stærsta stærðin en hvernig stendur á því að sumir lenda í vandræðum en ekki aðrir ,ég held t.d. með trxus dekkin að ekki hafi verið um galla að ræða heldur að þau henti ekki í þá notkun sem við notum þessi dekk, það er þess vegna sem við hættum að selja þessi dekk í þessari stærð og seljum ssr dekkin sem hafa komið frábærlega út og ég hvet þig Einar að prófa þessi dekk sem og aðra.
kv Ási
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.