Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Irok 41″x16″ Radial .
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.03.2007 at 23:58 #199857
Mig langar að fá upplísingar frá þeim sem prófað hafa
Hvernig Irok 41″ dekkin koma út
Eru þau að bælast eins og til er ætlast undir ca 2,2 T bíl ?
Er léttara að keira á þeim enn td 44 DC?
Eru þau að tolla á felgunum ?
Hvernig eru þau að drífa miðað við 44″ DC ?
Fínt væri að fá framm alt sem skiftir máli og komið
hefur framm við þá reinslu sem komin er .
Kveðjur Þórir, -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.03.2007 at 09:38 #583396
Atlaru að spirja sunnlendinga hvernig dekk virka þeir setja þetta 10" breiðar felgur og vita ekkert hvernig þaug eiga að snúa eg er kominn með dekkin herna hinumeginn við fljót og hendi þeim undir pattan um leið og þú ert búinn að breikka felgurnar fyrir mig… En eg veit að það er búið að selja þessi dekk í 100 tali þannig að það væri gaman að heira hvað bíður mín.. 😮
06.03.2007 at 10:44 #583398Sunnlendingar hvað?
Erum að prófa þessi dekk undir Patrol björgunarsveitarbíl og líkar ágætlega enn sem komið er. Hafa verið að virka vel í krapanum á meðan þau ná niður úr honum þar sem þau hafa mjög gott grip. Vantar enn alvöru reynslu á hversu gott flot er í þeim en okkur finnst vanta meiri belg á þau.
Þau eru leiðinleg í hliðarhalla þar sem þau eru há og mjó og leggjast því undan hallanum sem veldur því að bíllinn skríður mikið undan hallanum og erfitt er að ráða við hann.
Erum með dekkin á 15" breiðum felgum og held ég að þau þoli ekki breiðara þar þar sem vantar alveg belginn, til samanburðar erum við með Landcruiser á 38" og 16" breiðar felgur en þau dekk þola alveg breiðara.
Dekkin virðast vera laus á felgum en það er hægt að laga með völsun á felgum.Kv. Smári sem býr sunnarlega á Suðurlandinu.
07.03.2007 at 09:05 #583400Sæll Jónas
það er nú firsta skrefið til að ég breikki felgurnar að koma með þær til mín . …….
ekki satt ?
Enn eru engar fleiri reinslusögur ?
KVEÐJA þÓRIR.
07.03.2007 at 10:16 #583402Sæll Þórir.
Er búinn að keyra á 41" (ónegld en microskorin í miðju) sl. sumar og fram yfir fyrstu snjóa í vetur.
Dekkin bældust nokkuð vel undir Pattanum mínum sem er reyndar um 3 tonn fulllestaður.
Hef trú á að þau séu full stíf fyrir 2,2 tonna bíl. Keyrði mikið í 6-7 psi á fjallvegum í sumar vegna þess hve stíf þau voru.
Flotið liggur á milli 39,5" Irok og 44" DC. Svona sem viðmið þá hefur oft verið sagt að flotið í 44" byrji í 4 psi og m.v. það byrjar flotið í 41" í 2,5 psi (allavega nýjum)
Það er heldur léttara að keyra á þeim en 44" DC á auðu malbikinu sem ræðst trúlega af minni radíus. Viðmiðið mitt er ca. 26 psi í 41" en ca. 22 psi í 44" DCÞað er gríðarlega gott grip í 41" miklu betra en í 44" DC.
Samanburður á drifgetu er alltaf erfiður og einstaklingsbundinn. Ég kem til með að keyra 41" lengri tíma á ári en t.d. 39,5" en auðvitað verður 44"DC mín aðal vetrardekk.Eg er með dekkin á 15" breiðum felgum. Hef keyrt á þeim í 0,5 psi í hliðarhalla og allavega aðstæðum og upp í 60 km hraða og engin vandamál.
Sauð góða kanta bæði að innan og utan og lét heitgalvanhúða þær. Þegar dekkin voru sett á felgurnar fóru 2 dekk uppá í ca 47 psi og eitt dekkið í 48 psi og eitt í 50 psi. þannig að þau eru bara föst á felgunum.
Kveðja.
Elli
07.03.2007 at 12:09 #583404Takk fyrir gott svar Elli, loksins er einhver sem svarar með viti. Það hefur nefnilega verið spurt um þetta áður og engin sambærileg svör fengist.
Mig langar að forvitnast hjá þér hvað kantarnir eru háir hjá þér ??
07.03.2007 at 21:56 #583406Komdu sæll Bragi.
Það er nú ef til vill smá reynsla af mismunandi dekkjum og um leið felgum.
Varðandi 38" og upp úr hef ég haft að lágmarki 2 mm kant á felgunum. (hæð á suðu)
N.B. Dekkjaverkstæðin hafa í flestum tilfellum verið andvíg þessu en látið bara reyna á.
Standið með ykkar ákvörðun. (affelgið ekki)
Kveðja
Elli
07.03.2007 at 23:11 #583408Þakka þér firir fínt svar . Þetta svarar mörgum
spurningum og léttir vonandi mörgum valið.
Erum að bræða með okkur dekk undir Bens jeppa
Valið stendur um Irok 41" eða 44" DC.
Hann er um það bil 2,2- 2,4 tonn
Kveðja í Snjóinn. Þórir.
07.03.2007 at 23:25 #583410Þar sem minn draumabíll er G Benz, þá mæli ég með að þið setjið hann á 44", svo ég geti slefað af öfund. Á örugglega eftir að virka alveg hrikalega á svoleiðis dekkjum. Set eina áhugaverða krækju með.
http://www.4x4abc.com/G-Class/
Góðar stundir
07.03.2007 at 23:47 #583412Ég veit að þú vilt keyra á 44" allt árið.
Gott og vel.Gefum öðrum tækifæri sem vilja eitthvað annað.
Fáðu þér Hiclone og slappaðu svo af.
Kveðja Elli.
08.03.2007 at 00:15 #583414Ég vil ekki vera á 44" dekkjum allt árið. Þegar sól er komin þokkalega hátt á loft, fer maður að verða pirraður á því að miða bílnum áram á 44" gleðigúmmíum. Þá er komin tími á eitthvað betra til að keyra á.
Hvað er þetta Hiclone sem þú ert að tala um ? Nýi bjórinn sem er verið að brugga fyrir norðan ?
Góðar stundir
08.03.2007 at 10:11 #583416hafa menn einhverjar sögur af þeim. Fékk mér svoleiðis dekk um daginn undir runnerinn og ég er búinn að fara í eina ferð og fannst þau ekkert virka. Svo er ég ekki frá því að þau þoli lítið úrhleypingu, leggjast bara undan bílnum í smá halla og mér fannst ég sjá sprungur á belgnum eftir einn túr. n.b keyrði þau í 1.5 pundum í miklu púðri og mjög lítilli ferð
kv. Þorvaldur
08.03.2007 at 12:09 #583418Félagi minn er með 42" diagonal undir BroncoII. Fyrst var þetta ekki að gera sig, lögðust illa og grófu sig fljótt niður. Eftir nokkra keyrslu og smá prufutúra, þá fór hann í þorrablótsferðina í Setrið um daginn og þá virkuðu þau alveg rosalega. Það virðist sem það þurfi að tilkeyra þau til að mýkja þau aðeins. Eins virðist þurfa að beita þeim aðeins öðruvísi og sérstaklega á aflmiklum (305cc í húddinu)og léttum bílum. Hann er ekki með valsaðan né soðninn kant á felgunum en þeir hjá GVS límdu þau á felgurnar.
Hann er með 15×15" breiðar felgur og lookar rosalega vel.
Þessi dekk virðast henta betur undir þyngri bíla (2,5t+) og er ég sjálfur mikið að spá í 41" radial (sömu dekk) undir minn trukk.
49" virðist gera góða hluti á 4t+ bílum 😉
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.