FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Irok

by Ásgrímur Stefán Reisenhus

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Irok

This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Kjartansson Einar Kjartansson 19 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.11.2005 at 21:03 #196655
    Profile photo of Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Participant

    ég starta þessum þræði vegna þess að mig langar að vita hvernig þessi dekk eru að reynast núna og að fá að vita hvort menn eða konur hafa lent í einhverjum vandamálum með dekkin .

    kv Ási

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 24.11.2005 at 21:56 #532866
    Profile photo of Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 390

    nú spyr ég aftur er ekkert að frétta eru bara allir ánægðir með þessi dekk eða eru einhver vandamál hjá einhverjum.

    kv Ási

    ps:það væri nú gott ef einhver nennir að svara þessu sem er á þessum dekkjum.





    24.11.2005 at 22:45 #532868
    Profile photo of Sigurður Sveinn Jónsson
    Sigurður Sveinn Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 217

    Sæll Ási
    Ég er einn þeirra sem keypti þessi dekk en hef því miður ekki prófað þau nema á malbikinu. Ég er búinn að keyra á þeim ca 1000km og er bara nokkuð ánægður það sem af er. Þau eru hljóðlát og vel kringlótt þannig að það er ekki hoppvandamál í þeim. Ég á hinsvegar eftir að láta skera í þau meira en ég lét gera í upphafi, þ.e eins og talað var um að þyrfti að gera, Ég lét bara mícroskera miðjuna.





    24.11.2005 at 22:48 #532870
    Profile photo of Örn Guðmarsson
    Örn Guðmarsson
    Member
    • Umræður: 2
    • Svör: 28

    Ég er á grand cherokee á svona dekkjum, vel skornum, eða þeim sem Gj járnsmíði sýndi á vefnum í hinni umræðunni. Hef lítið prófað þau í snjó en er að fara í nýliðaferðina á morgun. Alveg kringlótt dekk og enginn hávaði, eða sammála síðasta ræðumanni. Ekin sirka 2000 km og líta vel út.
    kv Ö.G.





    25.11.2005 at 08:11 #532872
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Hvaða tegundir er hægt að fá 17"





    25.11.2005 at 08:36 #532874
    Profile photo of Sigurður Freyr Árnason
    Sigurður Freyr Árnason
    Member
    • Umræður: 16
    • Svör: 84

    Sæll Ási,
    Ég verð að viðurkenna að ég er soldið hræddur við dekkin eftir þessa umræðu hérna á vefnum!

    Setti þau þó undir fyrir nokkrum vikum síðan og er búinn að keyra þau 260 km síðan þá. (3 bílar á heimilinu)

    Er það eðlilegt að það sé smá hopp þegar bíllinn er búinn að standa t.d. í 3-4 daga og þegar maður keyrir hægt að stað og heldur hraða í 20-30?
    Dekkin gera það hjá mér.. eins og það sé smá sláttur í þeim!

    Kannski er þetta ofsóknarbrjálæði í mér?

    Ég reyndi að ná í þig í gær, en kannski ekki óvitlaust að hafa alla umræðu uppá borðinu fyrir Irok!

    Annað mín dekk eru míkróskorin í miðju. Þarf að skera þau meira?

    Sigurður





    25.11.2005 at 09:06 #532876
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Sællir. Bara svona til gamans þá stendur bíllinn minn á 2 nýjum Super swamper (held TSL 38") og 2 gömlum og viti menn annað af 2 gömlu dekkjunum sprakk úti á plani eina nóttina þannig þegar ég kom út um morgunninn stóð hann á flötu og engin leið að pumpa í.
    Ég tappaði nú bara í gatið, barði hausnum í húddið og ákvað að hætta nískunni og kaupa hin 2 ný líka.
    (sem er reyndar eftir að framkvæma)

    Ívar





    25.11.2005 at 09:27 #532878
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    [url=http://www.intercotire.com/site25.php:3drdp0wf]Hér er[/url:3drdp0wf] hægt að sjá hvaða stærðir eru framleiddar. Annars hélt ég að eftir reynsluna af Ground Hawginum myndir þú hugsa þig tvisvar um áður en þú færir að skrúfa fleiri tímasprengjur undir. Nema þú sért hættur að hleypa úr 😉 Flest radial dekkin sem gerð eru fyrir stærri en 15" felgur eru gerð fyrir 50 eða 65 psi (8-10 ply rating).

    -Einar





    25.11.2005 at 09:40 #532880
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Alveg eðlilegt að bíll hoppi pínu eftir að hafa staðið í einhverja daga. Reyndar spurning hvort það gæti ekki borgað sig fyrir þig að hafa aðeins meira loft í.

    Gæti trúað að 42" diagonal dekkið væri skemmtilegt á fjöllum, gert fyrir max 25psi, alveg eins og 49 tomman. Og maður þarf varla snjókeðjur á það til að fá grip eins og á ónefndum vinsælum klaufabörðum :) Hafa einhverjir prófað þau?

    Stóru radial dekkin eru án efa einhver bestu sumardekk sem þú getur fengið undir fullvaxna bíla, en virka örugglega ekkert vel í snjó, stíf og þung.

    Bara mínar órökstuddu skoðanir.
    kv
    Rúnar.





    25.11.2005 at 11:06 #532882
    Profile photo of Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 390

    sælir það hafa margir haft samband við mig útaf þessum dekkjum og allir eru mjög ánægðir með þessi dekk og engin vandamál.ég hvet ykkur sem eruð á þessum dekkjum að tjá ykkur um þau því á endanum er það hagur okkar allra að hafa sem mest úrval af dekkjum.Sú umræða sem átti sér um þessi dekk hér fyrr gefur ekki rétta mynd af þessum dekkjum .Við eigum þessi dekk á lager fyrir 17"felgur í 37og 39,5" radial svo á þetta í 42" ekki Radial.

    kv Ási





    25.11.2005 at 13:59 #532884
    Profile photo of Sigurður Freyr Árnason
    Sigurður Freyr Árnason
    Member
    • Umræður: 16
    • Svör: 84

    Ég gleymdi að skrifa að dekkin væru 39,5"
    það eru 30 pund í dekkjunum!

    Telst það eðlilegt? hef verið með Dick Cepek og önnur dekk og aldrei upplifað þannig í radial..

    Ási er þetta annað dekk heldur en það sem var talað um í hinum þráðnum?

    kveðja

    Siggi





    25.11.2005 at 19:54 #532886
    Profile photo of Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 390

    og í hinumþræðinum (irok galli) varðandi hvort það sé eðlilegt að þau setjist til þá skilst mér að það sé.

    kv Ási





    25.11.2005 at 23:19 #532888
    Profile photo of Steinar Jónas Kristjánsso
    Steinar Jónas Kristjánsso
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 127

    Sæll Ási,

    Smá forvitni.
    Hvenær færð þú þessi Irok dekk?

    Partnúmer: ROK-27
    Stærð: 41×14.50R16LT
    Strigalög: 8
    Dýpt: 20/32 – 11.5
    Hæð: 41.0
    Breydd: 14.2
    Felgustærð: 16×12
    MaxLoftþr: 50
    Burðargeta: 3850

    Kv.
    Steinar





    26.11.2005 at 10:59 #532890
    Profile photo of Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 390

    ég geri ráð fyrr að fá þessi dekk í jan eða febrúar.

    kv Ási





    27.11.2005 at 23:23 #532892
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    það er ekki rétt að að það séu engin vandamál með þessi dekk 39,5-13,5-15 radial. Aðal vesenið er að þau eru svo víð á felgunni að þau eru ónothæf sem snjó jeppadekk nema á breyttum felgum (völsuðum kanti, suðu eða bedlock). Svo þarf helst að skera úr þeim 2 kíló af gúmmíi til að baninn fari að hegða sér eins og radial á litlu lofti. en dekk sem er búið að modda svoleiðis er bara ansi gott. Ég og Örn Guðmarson vorum saman á svona dekkjum um helgina í nýliðaferð i Nýadal mér fannst þau bara virka nokkuð vel en færið var reyndar eins og best verður á kosið og kannski ekki mikið að marka það. Það eru sjálfsagt margir ánægðir kúnnar hjá þér sem nota þessi dekk bara í vega keyrslu en ég held að allir sem reina að nota þau óbreytt á tveimur pundum lendi bara í leiðindum og það eru bara slíkir kúnnar að lesa þennan spjallþráð
    Umræðan sem var í gangi[url=https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/5605]
    hér á þessum þræði[/url] var bara að gefa nokkuð rétta mynd af þessu en þar er samt ekki tekið á aðal veseninu sem er að þau eru of laus á felgunni.
    kv Guðmundur





    29.11.2005 at 16:46 #532894
    Profile photo of Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 390

    þessi dekk eru ekki víðari á felgu heldur en önnur dekk en aftur á móti ef menn eru að nota þessi dekk á 12" breiðar felgur eða stærri þá þarf helst að hafa ásoðin kant eða einhverja aðra lausn enda eru þessi dekk framleid fyrir 10" breiðr felgur.Varðandi að þetta séu ekki snjó dekk þá er það alrangt vegna þess að það eru sem betur fer margir jeppa menn sem hafa samband við mig bæði með góðar og slæmar fréttir og hafa þeir flestir verið ánægðir með þau í snjó .

    kv Ási





    29.11.2005 at 19:49 #532896
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    á felgunni en flest önnur dekk og eru ónothæf til úrhleypinga nema með bedlock suðu eða völsun á felgukantinum það skiptir litlu sem engu máli hvort felgan er 8,10,12 eða 14 tommu.
    Vonandi þarf ég bara ekki svara mikið fleiri svona auglýsingum
    Kv Guðmundur





    29.11.2005 at 23:07 #532898
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ási, þessar umkvartanir um að þau séu laus á felgunni er eitthvað sem þú hlýtur að hafa heyrt. Ég veit dæmi þess að þau hafi verið að snúast í felgunni í átökum og mikil vandræði að koma þeim á felguna við affelgun, jafnvel að menn hafi gefist upp á að nota þau og einn veit ég um sem er á þessum dekkjum sem fer ekki undir 10 pund vegna affelgunarhættu. Þetta eru auðvitað ekki einu dekkin sem hafa verið að snúast í felgunni, en það þarf að viðurkenna vandamálið til að taka á því.

    Kv – Skúli





    29.11.2005 at 23:11 #532900
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Komdu sæll Ási.

    Fékk mér 39,5" Irok fyrir rúmu ári og er búinn að keyra þau ca: 12.000 km. Þau hafa reynst mér vel í þjóðvegaakstri, hljóðlát og ekkert hopp, skopp eða titringur, einnig mjög góð innanbæjar.

    Í snjó fannst mér þau góð og standa 38" GH og Mudder heldur framar í floti og all miklu betur í gripi. Prófaði dekkin með allt niður í 0,5 psi og fannst mér þau fljóta betur eftir því sem þau eldust, reyndar fannst mér að lágmarksþrýstingur væri orðinn 1,5 psi en 2 psi þegar að þau voru alveg ný.

    Er með dekkin á 14" breiðum felgum með soðnum köntum og heitgalvanhúðaðar. Alveg klárt mál að það þarf mikið til að þau affelgist á þannig felgum.

    Eftir umræðuna á netinu um daginn sem Benni startaði skoðaði ég betur dekkin og eru sprungur að myndast við takkana sem ég tel að séu samsskonar og rætt var um í spjallinu.

    Ég tel að forða megi dekkjunum frá frekari sprungum ef skorið verði í dekkin eitthvað á svipaðan hátt og "gummij" kom með á fyrri þræði.

    Spurningin er því sú, ætlar GVS eða söluaðilar úti á landi að skera í dekkin okkur eigendum Irok 39,5" að kostnaðarlausu?

    [b:2iedpu81][url=http://gallery.vma.is/elias/leirdalsheidi/:2iedpu81]Myndir úr einum 39,5" prufutúrnum[/url:2iedpu81][/b:2iedpu81]

    Kveðja.
    Elli





    29.11.2005 at 23:20 #532902
    Profile photo of Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 390

    hvort haldið þið að sé vandamálið að dekkið sé mjót 13´5 eða það sé laust á felgu ég hef nú sett allar tegundir dekkja á felgu og mér finnst þessi dekk ekkert lausari en önnur en aftur á móti segi ég mönnum sem setja þessi dekk á breiðari en 12" felgur að setja kant.

    ég spyr er það eitthvað óeðlilegt að dekk snúist í áttökum ?

    að lokum þakka ég þessa umræðu vegna þess á þessu læri ég mest og þegar þið hafið samband.

    kv Ási





    29.11.2005 at 23:24 #532904
    Profile photo of Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 390

    það væri gott að fá að sjá þessi dekk hjá þér því einsog ég hef sagt þá vil vinna með ykkur en ekki á móti hafðu bara samband á morgun.

    kv ÁSI





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.