Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Inverter staðsetning
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.08.2008 at 01:09 #202751
Sælir,
Mig vantar hugmynd að snyrtilegum frágangi á inverter fyrir minni 220volta raftæki.
Ég vil geta stungið í samband úr framsæti að minnsta kosti einu tæki.
-Er í lagi að setja inverter inní lokað rými, t.d. hanskahólfEf einhver á myndir þá langar mig í ábendingar.
Elvar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.08.2008 at 01:28 #626952
þú kemur bara kvikindinu fyrir þar sem hann sést ekkert (skottið á bak við innréttingu þar sem ekki eru líkur á raka sem dæmi) og er ekki fyrir svo tekur þú t.d on/off takkan af eða setur bara nýjan og setur hann snyrtilega þar sem aðgengi er gott að honum til að kveikja og slökva á honum (bætir bara við snúruna) og svo færð þú þér bara millisnúru og típikal netta innstungu sem þú kemur fyrir aftur snyrtilega fyrir og getur þá haft innstungu t.d bæði framí og aftur í. Muna að ganga frá snúrum þannig að engin hætta sé að þær skerist í sundur á hvössum brúnum. Einnig er mikilvægt að hafa on/off takkan þar sem þú kemst auðveldlega í hann til að kveikja og slökva svo þú sért nú ekki alltaf með straum á þessu. Þetta er ein leiðin. Lang flestir eru með öryggi/útslátt sem gefur eftir ef eitthvað kemur uppá þannig að það á í raun ekki að skapast mikil hætta af þessu þó snúra fari í sundur eða þá raki komist í tækið. Nú ef þú ert með gangþráð þá skallt þú bara halda þig við 12 voltin svona bara til öryggis…
07.08.2008 at 09:44 #626954Almennt er ekki ráðlegt að setja orkufreka rafhluti inn í lokuð rými s.s. hanskahólf. Skortur á kælingu þetur valdið skemmdum á hlutnum og í versta falli íkveikju.
Finndu heldur einhvern svalan, þurran stað undir mælaborði eða hugsanlega frammi í vélarrými þar sem ekki er hætta á miklum óhreinindum.
Ef þetta er stór áriðill (enska inverter), t.d. 300 Wött eða þar yfir þá þarf að huga að sverleika og lengd á 12 Volta lögninni því að straumstyrkur í henni er a.m.k. 20 falt meiri en 220 Volta megin.Ágúst
07.08.2008 at 14:58 #626956setti ég minn inverter, fínt pláss þar fyrir svona dót var með aukarafkerfið líka þar þannig að ég tengdi hann bara inn á reley þar og takka í mælaborðið.
Tók síðan öskubakkan fyrir aftursætin úr og setti 2 innstungur þar (Rakaheldar úr Byko)
Samt leiðinda suð úr viftunni á honum ef maður var með slökkt á bílnum.
10.08.2008 at 00:28 #626958hefur einhver sett inverterinn í húddið?
Mér finnst það einmitt mest spennandi staðurinn því þá eru stuttir kapplar og maður heyrir ekki suðið í viftunni. Rakinn er hins vegar vandamál.
Getur skapast hætta af rakanum?
Er einhver með tillögu að lausn til að verjast raka í húddinu?Elvar
10.08.2008 at 20:04 #626960Setja hann bara afturí og græja sér svo lítið fjöltengi á góðan stað , eins og t.d undir farþegasæti frammí
10.08.2008 at 23:21 #626962Því má bæta við að rafmagn úr svona inverterum er 50Hz riðstraumur. Þarf því að pæla svolítið í hvernig lögn frá útgangi svona græju er háttað. Ef þetta er lagt meðfram t.a.m. hátalarasnúrum eða snúrum með einhverskonar stafrænum/tölvumerkjum er líklegt að það valdi truflunum. Hvort sem eitthvað er í sambandi eða ekki.
11.08.2008 at 00:41 #626964Elvar minn ertu búinn að fá þér jeppa á ný?
11.08.2008 at 09:14 #626966Það er ekki góð hugmynd að setja inverterinn í húddið, einmitt útaf raka og hita. Það getur ekki verið það lítið pláss inní bílnum að það sé ekki hægt að finna góðan stað fyrir inverter.
11.08.2008 at 14:02 #626968Ég er með 300w inverter undir sæti í mínum bíl og það er enginn hávaði frá honum. Setti í hann fjöltengi sem er auðvelt að nálgast og þetta svínvirkar.
Kv.
Dúkkan
12.08.2008 at 00:28 #626970Eftir að hafa mælt út nokkra invertera undir mis miklu álagi hef ég tekið þá ákvörðun að losa mig algjörlega við hann og fá mér frekar bara tæki fyrir 12volt. Inverterarnir er mjög varasamir og ótrúlega óstöðugir bæði hvað varða volt og riðstraumnum, ég mældi nokkra um daginn og sá sem ég er með og tveir aðrir (Nýjir í búð) sem ég mældi um dagin eru að skila þetta 200-250 voltum 50-185Hz undir engu álagi en undir 50% álagi voru þeir talsvert stöðugri en samt ekki nóg að mínu mati eða 210-243 volt og 45-64Hz sem mér finnst vera full óstöðugt á riðunum þó svo að voltin séu innan marka en þar að vera 50Hz +-5
þannig að ég legg til að menn svona aðeins skoði þetta áður en þeir fara út í mikla æfingar
Kveðja Addikr
12.08.2008 at 00:36 #626972Ég nota breytanlegan spennubreyti frá íhlutum, kostaði einhvern 5þús kr og svínvirkar, fyrir fartölvuna mína, sem flestir nota þessa invertera í. Var meiraðsegja plögg sem passaði í fartölvuna.
Eina sem þarf að hugsa um er að ef tölvur eru gerðar f. t.d. 18,5V þá er betra að stilla á 18V fremur en 19V (gengur bara á heilum) því þetta getur rokkað svolítið eftir spennunni á rafgeymunum…
.
Svo er það annað mál að þó að inverterarnir mælist illa með venjulegum mælum, bendir það þó ekki til að þeir séu eitthvað verri fyrir rafeindabúnaðinn. Flestar græjur í dag þola þetta bara mjög vel, enda switch mode spennugjafar, éta allan andskotann.
Svo er það líka, að þó að spennukúrfan sé eins og andskotinn (hafið þið skoðað svona áriðla með sveiflusjá?) þá er straumurinn bara nokkuð sínuslaga. Sem skiptir öllu máli. :>
.
Vona að þetta grauti aðeins í heilabúinu hjá ykkur. 😀
kkv, Úlfr
E-1851
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.