Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › inverter ca 600w
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Marteinn Pétursson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.01.2009 at 12:16 #203684
er að fara kaup mér inverter ca 600w, hvar er best og ódýrast að versla þetta, er eitthvað sem verður að varast
kv Heiðar U-119
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.01.2009 at 13:25 #639596
fer bara í n1 verslunina
kv Heiðar U-119
30.01.2009 at 18:27 #639598Sá svona í Verkfæralagernum, sem er núna þar sem elko var, þeir voru með einhverjar gerðir.
30.01.2009 at 22:24 #639600Af biturri reynslu þá mæli ég með að þú kaupir eitthvað vandað merki en ekki eitthvað no name elko / N1 rusl. Er búinn að kaupa svoleiðis sem að dó eftir smá hristing í bílnum. ekki bara einn heldur tveir.
Fékk mér svo inverter sem að Nesradío er að selja og hann hefur ekki klikkað. Ég man ekki nafnið en hann var sagður einn sá vandaðasti á markaðnum og kostaði líka eftir því en hefur líka virkað árum saman í jeppanum hjá mér.
Benni
30.01.2009 at 23:05 #639602Rotor.is
sýnist vera með góða vöru og hefur áhuga á að varan hans sé góð.
Ábni spennulaus
31.01.2009 at 00:12 #639604Sælir. Fyrir um 5 árum keypti ég svona 300 vatta inverter hjá Skorra sem var þá við Bíldshöfðann nánast beint á móti Bílanausti og er kannski enn. Það er búið að nota þetta tæki heilmikið og ekkert hefur bilað. Kv. Olgeir
31.01.2009 at 10:03 #639606600w og var keyptur fyrir ca 6 árum í Íhlutum í Skipholti.
þá kostaði hann eitthvað um 20 þús sem var heldur ódýrara en annað sem ég hafði skoðað þá, en ég þurfti náttúrulega 24v í gamla krúserinn.
Kv Beggi
31.01.2009 at 20:34 #639608sælir kíkti á rotor.is spurning um að tala við þá, það voru engin verð á vefnum, kíkti líka á vefin hjá skorra en fann enga invertera þar,skoða þetta á mánudag
kv Heiðar U-119
31.01.2009 at 22:28 #639610Á góðri íslensku heitir þetta víst áriðill.
fann þetta hjá skorra.
http://www.skorri.is/skrar/Lj%f3s%20og% … 202009.pdfbara 300w á listanum þarna.
Fann hjá artic trucks 500w.
http://www.artictrucks.is/Forsida/Vorur … magnsvorur
En hvað hafa menn verið að taka stóra convertora í bílana hjá sér. Er ekki 300W nóg fyrir flest það sem menn eru að nota þetta í
31.01.2009 at 23:32 #639612Ég átti einhvern tíman 150W áriðil sem ég keypti að mig minnir í Bílanaust og hann dugði fínt til að keyra fartölvu eða hlaða myndavélar en hann entisti nú ekki lengi.
Núna er ég með 300W áriðil úr Nýherjabúðinni í Borgartúni en þeir eru með fínar vörur, hann kostar 10.500 kr í netversluninni.
kv
Agnar
01.02.2009 at 18:21 #639614Sælir allir
Ég tek undir það að það borgar sig örugglega ekki að kaupa ódýrasta Inverterinn. Þeir ódýru hafa verið gjarnir á að blia og einnig hafa þeir oft hitnað gríðarlega.
En til hvers 600w? Ég sé nú ekki beint tilgang með því. 200 – 300w er yfirdrifið til að keyra fartölvu og öll helstu hleðslutæki og það mest af því á sama tíma. Mín skoðun er sú að ef á að fara í stóran Inverter, þurfi að fara í allavega 1000w til að geta keyrt t.d. lítil handverkfæri. 600w duga varla til þess, jafnvel þó verkfærið sé stimplað 500 – 600w. Það virðist sjaldan vera sama watt og watt í þessum efnum. En auðvitað geta menn svo haft einhverjar sérstakar þarfir fyrir þetta afl.
Agnar bendir á Inverter sem er til hjá Nýherja. Hann er 300w og getur gefið peek 500w ef ég man rétt. Þeir hafa komið vel út og talsvert verið selt af þeim.
.En annað. Ég get ekki verið sammála þessu nafni áriðill. Auðvitað býr tækið til riðstraum, en það gerir miklu meira. það breytir spennunni frá 12 í 220v. og býr til einhverskonar sínusbylgju. (sem er reyndar kassalaaga, ekki að það skipti neinu máli) Þetta nafn segir ekki nema helminginn af sannleikanum.
.Kv.
Emil Borg
01.02.2009 at 18:30 #639616ætlaði einmitt að spurja að þessu,,hvort 600w væri bara bull, er bara hugsa um tölvu og til að hlaða batteríið í myndavélinni, spurning að fara í stærri og fá sér hraðsuðuketill og öbba
kv Heiðar U-119
01.02.2009 at 18:42 #639618Sæll Heiðar
Jú, 600w er algert bruðl fyrir þetta sem þú þarft. 150w er svona í lægri kantinum en myndi sleppa. Þú þarfti ekki að fara mikið hærra en það.
Kv.
Emil
01.02.2009 at 21:20 #639620Áriðill er kanski ekki svo slæmt nafn ef litið er til virkninar en ef að menn eru ekki sáttir við það þá er "Riðill" kanski réttara. Ef ég man rétt þá búa lang flestir af inverterum til kassabylgju en þeir sem búa til góða sínusbylgju kosta ca. tífalt meira í dollurum en þessir hefðbundnu. 300w á $40 í kassabylgu en 400w á $400 í sinusbylgju.
01.02.2009 at 21:31 #639622Veit að þetta fæst hjá Fálkanum Suðurlandsbraut
Kassa og sínus bylgjur og rúmlega 1KW.
Voru með þá á góðu verði.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.