Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Intercooler í 3lítra Pattann
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2003 at 16:06 #192072
AnonymousSælir
Ég var að spigulera í að setja nýjan Intercooler í Pattann hjá mér og ég er að spá í að setja hann fyrir framan vatnskassan að því að ég held að þessi sem er þarna orginal fyrir ofan vélina geri ekkert gagn þegar það er verið að keyra hægt í þungu færi. Þá fær hann enga kælingu heldur fær hann bara allan hitann sem er onní vélarýminu. Það er hægt veit ég að fá svona kit fyrir eldri bílinn, en ég hef ekki séð neitt svona fyrir 3lítra bílinn. Endilega hafið skoðun á þessu!!!!!
Kv
Steini -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.01.2003 at 13:49 #467228
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já þegar þú nefnir það, þá man ég ekki betur en eigendur 2000 árgerðarinnar af Datsun hafi einmitt fengið svona "Change engine" meldingu, hvort það var ljós í mælaborðinu eða bréf frá umboðinu.
En minn gamli af Toyota gerð með 4 cyl bensín hefur bara sem prinsipp, "kemst þó hægt fari" og "live forever", enda búinn að snúast vel yfir 300 þús km og á átjánda ári og þjappan eins og hún var í frumbernsku. Change engine ljós virðist því óþarft af þeim sökum, en "Engine Running, be Patient" finnst mér góð hugmynd.
Skúli
18.03.2003 at 21:00 #467230Hefur engum dottið í hug á setja freon kældan intercooler.
þeas láta aircondision kerfið kæla cooler og fá mun betri kælingu burt fráséð ferðahraða eða lofthita ??
18.03.2003 at 21:36 #467232Það er nú á við heilan vetur í verkfræði að lesa þennan þráð frá upphafi til enda. En svona smá sögustund og reynslusaga. Þegar settur var intercooler við 2,8 l vélina í Hi-Luxinum sem ég átti once upon a time, þá setti Árni Páll við hann cooler úr Iveco framan við vatnskassa. Dálítið möndl, en ekkert óskaplega mikið. Veit ekki neitt um Patrol né hvernig þetta rúmast í honum. Hitt er svo annað mál, að maður lenti oft í hitavandamálum, einmitt þegar ekið var hægt undan vindi eða í logni og mikið puð og streð á græjunni. Coolerinn var það stór, að hann "stal" greinilega kælingu frá vatnskassanum. Næsti eigandi á eftir mér er blikksmiður (Oddgeir Sæm)og bætti bara við vatnskassann og var þar með að mestu laus við vandamálið. Allavega gengur mótorinn enn að því ég best veit og það væri gaman að frétta frá núverandi eiganda hvað er á odometernum í honum núna (KT-376?)
19.03.2003 at 11:26 #467234Það mætti líka reyna að fá meiri kraft með því að láta startarann hjálpa til.
19.03.2003 at 20:19 #467236Ég er í flestum tilfellum sammála BTH, greinilega maður sem hefur velt þessu fyrir sér
EN.. það er ALGER grundvallarmunur á því hvernig diesel og bensínvélar svara háum boost þrýstingi. BTH skýrði ágætlega hvað gerist í bensínvél sem fær of hátt boost. því má við bæta að það er e.t.v svolítið villandi að tala um of hátt boost á bensínvél. Kannski réttara að segja að boostið hafið farið yfir þau mörk sem bensínkerfið ræður við, og jafnvel bensínið sjálft miðað við þjöppuna í vélinni. Bensínvélar verða að ganga á föstu blöndu hlutfalli sem er fræðilega 14,7 hlutar lofts á móti 1 af bensíni. (massahlutfall) Við það að aftengja wastegate í torbo bensínbíl þá hækkar trukkið og svo mikið að stýringin á bensínflæðinu fer í ystu mörk og getur ekki bætt við meira bensíni (spýssarnir standa t.d fullopnir).. eftir það tekur við það ferli sem BTH lýsti. Forkveiking, bráðnir stimplar.
DIESEL hinsvegar gengur bara alls ekki á föstu blönduhlutfalli, og DIESEL vélar ELSKA MIKIÐ LOFT. Því meira því betra. Nefndur Kani hér að ofan hafði algerlega rétt fyrir sér. Of hátt boost er hugtak sem ekki er til gagnvart dieselmótor af þeirri tegund sem tíðkast í bílum…. Meira loft eykur nýtni, minnkar framleiðslu flestra mengandi loftegunda, og síðast en ekki síst, kælir brunann!! þar af leiðir lægri afgashiti (lesist brunahiti)..
Eina ástæðan fyrir því að vera með vastegate á nútíma dieselvél er að yfirsnúa ekki túrbínunni sem er höfð lítil til að hún komi fyrr inn eins og bent hefur verið á hér að ofan. Framleiðendur hafa vastegate til að tryggja lengri líftíma túrbínunnar, eða jafnvel að fyrirbyggja bráðan bana hjá henni, eftir stærð hennar og hraða. Þeir takmarka boostið líka við "skynsamleg mörk" til að minnka hávaða frá blásaranum. Takmarkið er ekki takmarka boostið inn á vélina hennar vegna.
Eins og ég hef sagt áður þá er það mín skoðun að 20 psi er bara fínt fyrir þessa diesel jálka já jafnvel 30 ef menn eru ekki smeykir við yfirsnúning á blásaranum. Það er hinsvegar olíumagnið sem er krítískt, þar liggja hætturnar, ekki í boostinu.
19.03.2003 at 21:34 #467238Sælir.
Nú er sjálfur bensíndraugurinn að ná sér á strik!
Flottur þráður og fínar útskýringar á mannamáli.
Ferðakveðja,
BÞV
21.03.2003 at 15:48 #467240Það eru jú mörk fyrir boost þrýstingi inná dísel vél, með of hátt boost ferðu að stúta heddpakkningum og það fer að blása meira niður með stimplunum og jafnvel framhjá ventlum.
Þegar það blæs meira með stimplunum þá verður smurningin þar ekki eins góð og smurolían mettast hraðar af dísel og sóti.Í sambandi við bensínvélarnar þá hafa þær auðvitað þessi physical mörk, auk þess sem að þær meiga ekki fá of veika blöndu. Hámarksafl næst við circa 12.5:1, og jafnvel sterkara í turbo bíl þar sem að meira bensín kælir brunann og minnkar afgashitann. 14.7 er allt, allt, allt of veik blanda þegar bíllinn er í botni, turbo eða ekki turbo. Turbo vélarnar eru komnar í vandræði þegar blandan nær 13:1, þá er hættan á detonation orðin veruleg, 14.7 er algert slátur.
Hins vegar næst besta sparnýtnin við um 15:1 og hreinasti bruninn við 14.7:1.
14.7-15 er fínt hlutfall á lítilli gjöf því að þá er soggreinin á góðu vakúmi og frekar lítið loft fer inná vél (og verður lítill brunaþrýstingur.)30 psi er brjálæði, þar ertu að þjappa þrefalt meira lofti inná vélina en án turbo. Það eru ekki nema sérsmíðaðir kvartmílubílar sem að þora upp á svo hátt boost, og þá með öllu rauð/gul/hvít glóandi. Og þar er keyrt á boosti í minna en 10 sekúndur, engar ferðir upp kambana eða þvert yfir jökul.
21.03.2003 at 21:10 #467242Af hverju ferðu að stúta heddpakningum við "of hátt boost" í dieselvél? Jú eitthvað blæs trúlega meira niður með stimplunum t.d í sogslaginu, en 30 psi er nú bara hlægilegir smámunir miðað við þrýstinginn sem er við sprengingu í diesel.
Vissulega fitnar sprengingin við meira boost, en það er OLÍUMAGNIÐ sem ræður því á endanum hversu öflug hún er, og þar með þrýstingi og áraun á heddpakninguna.
Það sem ég er að reyna að koma til leiðar er einfaldlega að mikið loft.. þ.e hátt boost EITT OG SÉR í DIESEL hefur engin skaðleg áhrif á vélina, og er í raun hollt fyrir hana. Það sem ég er EKKI að segja er að hátt boost, SAMFARA miklu olíumagni sé hollt, það gefur vissulega mikið afl en á kostnað endingar.
Dæmi: Typical japanskur slyddujepplingur gengur t.d á 7 psi max. Íslenska aðferðin er að setja intercooler, hækka trukkið lítillega og fara svo í olíumagnið og auka það að þeim mörkum að eigandinn skammast sín ekki mikið fyrir að keyra um á bílnum vegna sótmengunnar. Þ.e.a.s olíumagnið er skrúfað upp í efstu mörk miðað við það loft sem rellan fær. Þannig gengur íslenska aðferðin (raunar alls ekki bundið við ísland) út á að nýta það súrefni sem bíðst til fullnustu ef svo má að orði komast…. Það sem ég er að benda á er að skynsamlegar og MUN betra væri að hækka boostið miklu meira og "oflofta" vélina..því að með því lækkar afgashitinn aftur.
Af hverju virkar að setja tölvukubba í bíla til að auka afl?? Jú einfaldlega vegna þess að framleiðendur eru farnir að nota meira loft miðað við olíu en áður. Nefndir tölvukubbar eru einfaldlega að nýta það loft með því að auka olíumagnið. Niðurstaðan er aukið afl, hærri afgashiti og ég leyfi mér að segja MUN styttri ending.
Það sem þú segir um bensínblöndu TekniQue er umdeilanlegt, þú ert greinilega með gömlu race formúluna í kollinum. Nútíma vélar ganga margar nærri 14.7:1 undir fullu álagi, það sem skiptir líka verulegu máli hér er þjapphlutfall, það tekur því varla að ræða boost á bensínvél án þess að geta þess í leiðinni hversu há þjappan er.
30 psi er brjálæði á original bensínvél, jafnvel talsvert bratt í keppni. Diesel er bara allt annað mál, það eru til bátavélar og vörubílar með yfir 30psi í þrýsting beint frá verksmiðju, kannski eru þeir framleiðendur bara brjálaðir, ég veit það ekki!
Kv
Óli bensíndraugur
21.03.2003 at 22:51 #467244Ég er bara að segja að vél með túrbínu og 30psi boost er að taka inn 3x meira loftmagn en vél án túrbínu (þar sem soggreinarþrýstingur er 0psi eða 14.5 absolute psi). Og 3x meira loftmagn í sama slagrými, þjappað niður í sama brunarými hlýtur að þýða þrefaldan þrýsting áður en olíunni er sprautað inn. Og með ‘brjálæði’ miða ég að sjálfsögðu við vél sem er ekki hönnuð fyrir þetta boost. Með tilliti til þessarar háu þjöppu sem díselvélar hafa þá er ekkert að 30psi boosti í díselvél sem er kannski með lægri þjöppu.
Ég kemst ekki nær því en að í dag séu díseljepparnir með lægri þjöppu en þeir voru með áður fyrr vegna þess að túrbínan sé farin að blása meira, og þessvegna hafa þessar vélar ekki eins gott torque á allra lægstu snúningum en alveg því mun fleiri hestöfl.
Ég veit að díselvélarnar vilja frekar hafa minna olíumagn en meira (Öfugt við bensínvélarnar), en þegar kveikiþrýstingurinn í brunarýminu er orðinn svo mikið meiri en framleiðandi gerir ráð fyrir þá duga hans pakkningar og dót kannski ekki eins vel, að maður tali nú ekki um olíuverkið sem þarf að yfirvinna þessa þrýstiaukningu til þess að koma olíunni inn í sílenderinn, það gæti þó verið factor sem skiptir litlu máli þar sem að olíuþrýstingurinn sé þegar svo mörgum, mörgum sinnum hærri en brunahólfsþrýstingurinn, þó vert að athuga.
Ef svo vill til að þetta sé tóm þvæla í mér þá bara nær það ekki lengra. Það bara hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að menn eru ekki að margfalda boostið frá framleiðandanum þegar þeir eru að fá meira afl (önnur en kostnaður við stærri túrbínu)
22.03.2003 at 11:18 #467246Gaman að þessu.
Hér eru mættir tveir rökfastir menn. Óla karlinn þekkjum við af góðu einu saman (margir flottir pistlar um tæknimál)en hinn nýji TekniQue kemur líka sterkur inn.
Hvar eru svo vélfræðingarnir okkar Jóhann Rúnar, Aron og örugglega margir fleiri? Ég skal ekki trúa öðru en að tæknimenntaðir menn á borð við S og G Ingimarssyni hafi einnig skoðað þessi mál…
Ausið nú úr skálum visku yfir okkur hina fáfróðari í þessum málum, allir vilja jú auka aflið í bílnum sínum á þann hátt að sem minnst komi niður á endingunni.
Ferðakveðja,
BÞV
22.03.2003 at 11:36 #467248
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég verð að vera sammála um þetta að hér sé virkilega fræðandi og vandaður þráður á ferðinni þar sem margir víðlesnir menn með góðan skilning á málefninu hafa lagt sitt inn. Ég hef allavega lært af þessu. Góð tilbreyting frá þessu óþolandi og virðist endalausa þvaðri um hvort Toyota sé betri eða verri en Nissan eða hvað það nú er sem virðist tröllríða hurðum og gluggum hérna ásamt margendurteknum (daglega) brettakantaauglýsingum og fleiru.
Ég vill sjá meira af svona alvöru tæknipælingum…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.