Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Intercooler í 3lítra Pattann
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2003 at 16:06 #192072
AnonymousSælir
Ég var að spigulera í að setja nýjan Intercooler í Pattann hjá mér og ég er að spá í að setja hann fyrir framan vatnskassan að því að ég held að þessi sem er þarna orginal fyrir ofan vélina geri ekkert gagn þegar það er verið að keyra hægt í þungu færi. Þá fær hann enga kælingu heldur fær hann bara allan hitann sem er onní vélarýminu. Það er hægt veit ég að fá svona kit fyrir eldri bílinn, en ég hef ekki séð neitt svona fyrir 3lítra bílinn. Endilega hafið skoðun á þessu!!!!!
Kv
Steini -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.01.2003 at 16:51 #467188
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki vifta undir kælinum original sem á að sjá um þetta þegar hægt er ekið eða allt verður heitt? kannski er nóg að setja manual rofa á hana í stað einhvers óendanlegs sensors gimmiks sem virkar aðeins þegar hitinn er +40°c eða eitthvað álíka, eða þá alls ekki.
Athugaðu að með því að setja kælirinn framan við vél þá ert þú að bæta við bunka af bognum rörum, beygjum og alls kyns rusli sem stelur örugglega einhverju og lengir biðina eftir þrýsting. Ég mundi spara fullt af aurum og setja manual stýringu á viftuna (ef hún er þarna í þessu, ég hef séð þetta viftufyrirkomulag hjá Mitsubishi, Toyota og reikna með að þetta sé svipað í Nissan) og láta "waste gate ventilinn" skynja þrýsting við soggrein en ekki við kuðung þannig að þú fáir alltaf fullann þrýsting burt séð frá hvort loftið sé heitt eða kalt.
Eins og framleiðendur ganga frá þessu original þá veit túrbínan aðeins hve mikið loft/þrýstingur fer inn að millikæli, ekki hve mikið fer út eða hve miklu millikælirinn er að afkasta til soggreinar (kallt loft = minna rúmmál = minni þrýstingur ekki satt ?) Ég er alveg viss um að margir hafa sett millikæla í fínu turbo bílana sína og gleymt því að með köldu lofti kemur fyrirferðarminna loft og vélin fær ekki jafn mörg pund inn og áður, menn aka svo um á "Turbo Intecooler" græjunni sinni með svipað mörg hestöfl og fyrir breytingar, bara aðeins kaldara loft og fyrirferðaminna veski. En það er hægt að laga þetta með einum metra af slöngu og 2 hosuklemmum í flestum tilfellum. Allavega var þetta reyndin þegar ég setti millikæli í bíl sem ég átti og sá var með mæli tengdan grein original, það var greinilega minni þrýstingur eftir að kælirinn fór í og eina leiðin til að fá hann aftur upp án þess að eiga við arminn á túrbínunni var að tengja ventilinn við soggrein. Þá virkaði draslið, + einn gír upp kamba og túrbínan söng mun hærra !Þrýsingsmælir inni í bíl er eitthvað sem allir turbo bílar ættu að hafa og þegar menn breyta einhverju þá getur einfaldur mælir hjálpað mikið til við að sjá hvort breytingarnar séu að virka eða ekki, bak, rass, tilfinninga og eyrnamælar segja aldrei satt. þú gætir líka sett enda á útihitamæli inn í soggrein og annan í rörið frá túrbínu og þá þarft þú ekki að velkjast í vafa um hvort kælirinn sem tugir verkfræðinga í japan lögðu sál sína í að hanna sé að virka eða ekki. Og þá kemur að því margsagða; "If it ain’t borken, don´t fix it"
29.01.2003 at 19:45 #467190Hmmm Góð grein. Held að það se hellings vit í henni…..
29.01.2003 at 20:53 #467192Jamm…. eitthvað til að velta fyrir sér!
Ég
30.01.2003 at 00:06 #467194Takk fyrir góð ráð varðandi Intercoolera og allt það.
Mér líst samt ekki alls kostar á að færa skynjaraslönguna fyrir wastegate ventilinn inn á grein því að túrbínan fær að puða meira og snúast hraðar en fyrr – og sennilega meira en hún var hönnuð fyrir. Annars væri ekkert "gagn" í að færa slönguna
Aðaltilangur með wastegate ventlinum er einmitt að vernda túrbínuna fyrir yfirálagi, yfirsnúningi og eigandann fyrir dýrum viðgerðum.Þeim sem finnst aflaukning mega kosta hvað sem er bendi ég á möguleikann að gera wastegate ventilinn bara alveg óvirkan með því að aftengja og blinda slönguna. Það verður sennilega mjög gaman – í stutta stund, en alveg hundfúlt á eftir.
Til að fylgjast með bústinu er alveg gráupplagt að hafa mæli. Ég fann lítinn og nettan mæli (1 Bar) hjá þeim í Barka í Kópavogi ásamt tengi og plastslöngu. Verð ca 1000 kall. Tengdi þetta með T-stykki á lögnina sem fer í wastegate eða díselverkið, en mælisnálin sveiflaðist mikið á vissu hraðabili svo að ég útbjó lítinn "hljóðkút" úr spraybrúsa og setti á lögnina að mælinum.
Mælinn festi ég ofan á mælaborðið með festingu sem ég útbjó úr krómuðu raufarloksstykki aftan af gamalli tölvu.
Þetta þrælvirkar og kostaði sáralítið.Wolf
30.01.2003 at 08:26 #467196turbociry.com
30.01.2003 at 08:27 #467198turbocity.com
30.01.2003 at 09:10 #467200
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er enginn sérfræðingur á þessu sviði og það mál vel vera að ég hafi rangt fyrir mér, en:
Stillanleiki á waste gate er ekki aðmínu mati til að vernda túrbínuna nema þá í aukahlutverki. Þarna er hægt að fínstilla loftþrýstinginn uppá pund og gera einskonar jafnvægi á kerfið. ef til dæmis ekki væri neinn loki á kerfinu þá þyrfti túrbínan að vera í stærð sem pumpaði akkúrat réttum þrýsting á botn snúning vélarinnar, eins og er t.d. á mörgum diesel bátavélum. Þar er blásið upp undir 15 psi og jafnvel meira en hvað gerist á lægri snúning ? Nær ekkert, þá kemur að svona "Tómatsósu effect" sem er ekkert fyrst og svo allt saman í einu loksins þegar það kemur. Með því að hafa waste gate er hægt að minnka túrbínuna þannig að hún komi fyrr inn með segjum sín 8 psi og svo er það verk ventilsins að halda þeim þrýsting með því að hleypa framhjá túrbínuni þegar þrýstingurinn gerir sig líklegan til að verða of mikill. Túrbínunni er að mínu mati nokk sama hvort hún snýst á 80.000 snúningum eða 100.000 snúningum, þær þola mikið ef maður hugsar bara um það eitt að leyfa þeim að hitna rólega og kólna í 2-3 mímútur áður en drepið er á, og jú nota vandaðar olíur og síur. Fyrir ykkur sem eruð að tjúnna þetta dót og viljið endingu í túrbínuna þá setjið vatnskælda túrbínu í næst þegar þið endurnýið, þær hitna ekki eins mikið og endast mun betur.
30.01.2003 at 09:19 #467202Það er áreiðanlega rétt hafa þrýstskynarann sem sjórnar túrbínuinni við soggreinina. Þá truflar þrýstifall í millikæli og slöngum ekki stýringu túrbínunnar. þetta hefur ekkert með hitastig að gera, það verður alltaf eitthvert viðnmám í slöngum og millikæli (þessvegna er reynt að hafa þessar slöngur eins sverar og kostur er).
30.01.2003 at 09:42 #467204
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú nefnir "að bara aftengja og voða gaman í smá stund".
Þetta er algjört no-no og má ekki. Trúðu mér ég prufaði þetta á mínum gamla rauð sem var bensín turbo, en svipaðir hlutir gerast þar. Ef ventillinn er aftengdur þá pumpast inn ótrúlega mikill þrýstingur (miðað við hvað túrbínan þarf lítið að bæta við sig í heyranlegum hljóðum) þegar vélin nær snúning og gríðarlegt afl gerir sig líklegt til að gera stóra hluti, en þá kemur ægilegt kveikjuglamur sem kallast "detonation" og er það sá hlutur sem gerist þegar sjálfsíkveikja verður í eldsneyti bensínvélar (eldsneyti springur löngu áður en stimpill nær topp). Stimplum þykir ekki gott að verða undir því álagi og þola þeir þetta í mjög skamma stund og endar þetta yfirleitt með gati í miðjum stimpli. Ég er ekki viss um hvað gerist í diesel þar sem eldsneyti kemur alltaf á réttum tíma, en ég held að ka-boom-bang-klonk-klonk sé eitthvað nærri lagi. Of mikið loft á móti litlu eldsneyti er = mun meiri afgashiti = heitt hedd, stimplar, ventlar, túrbína … Vélseðamenn þekkja þetta vel, sleðinn jettaður fyrir segjum -15°c og 500-1000m hæð og svo er rennt niður einhvern dal að sjávarmáli og ofaní frostkafla í þokkabót og þá bráðna mótorarnir vegna þess að loftþrýsingur og súrefnismettun er orðin meiri en gert var ráð fyrir, og stimplar tvígegis eru ekki með olíukælingu undir stimpla eins og original turbo fjórgengisvélar en olíukæling undir stimpla er grundvallaratriði til að vélar þoli túrbínur á annað borð. Það sem menn ættu að reyna að gera er að halda sig við það sem vélarframleiðandinn mælir með í þrýsting (kanski pínulítið meira) og koma eins köldu lofti inn eins og hægt er því kalt innloft er bara gott fyrir vélina þrátt fyrir að meiri kraftur komi því samferða. Þegar ég var sem mest að grúska í þessu þá las ég einhverstaðar að fyrir hverja gráðu kaldari inn þá færð þú því kaldara út. Góður intercooler er því eitt fárra stykkja sem er "gott/gott" fyrir bæði vélina og hrossin.
30.01.2003 at 11:50 #467206
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skynjari; hiti hlýtur að skifta máli hér, allavega sé ég og minn ekki háskólaprófs heili þetta svona:
Segjum að einn líter af lofti sem er 80°c heitt þarf að komast í gegn um rör sem einhver mótstaða er í (millikælir) Mesta mótstaðan hlýtur að vera mest þar sem loftið fer inn í rörið en ekki við enda þess og á leiðinni um rörið kólnar loftið og minnkar og verður að segjum 0,9 lítrum af lofti sem er segjum 10°c heitt sem koma þá út ekki satt ? Það loft sem bíður við innganginn veit ekkert um afdrif þess sem er þegar farið inn (wastegate sensor). Til þess að fá 1 líter út um rörið af 10°c heitu lofti verðum við þá að setja inn um það 1,1 líter af 80°c heita loftinu okkar til að fá 10°c líterinn okkar út ? Að sjálfsögðu er svo einhver tregða í öllu draslinu til viðbótar við þetta, en hiti hlýtur að vera factor þarna eins og allstaðar. Semsagt, láta wastegate skynja við soggrein = Alltaf réttur þrýstingur = Langbest.
Athugasemd vegna allra háskólagenginna besservissera sem geta reiknað allt til dauða og munu sjá rautt við þessum útreikningum:
Hvort einn líter af lofti verði að 0,9l við það að kólna um 70°c veit ég ekkert um, set þetta svona upp til einföldunar.Ég sé þetta svona fyrir mér en eins og ég segi, ég er enginn sérfræðingur í þessu en einfaldast er að horfa á þetta eins og t.d. hvernig vatn rennur, eða þannig…
30.01.2003 at 12:56 #467208Fræðilega séð þá á það ekki að hafa nein áhrif á kraft að skrúfa bara intercooler í bílinn. Túrbínan dælir frá sér segum 10 psi af lofti, áður en intercoolerinn er settur í bílinn og heldur áfram að gera það eftir ísetningu. Við kólnunina í kælinum fellur þrýsingurinn og vélin fær inn á sig ca 8psi. Loftmagnið sem túrbínan dælir er áfram það sama og krafturinn sem vélin gefur ef áfram sá sami.
Reyndar er líklegt í raunverleikanum að lofmagnið aukist aðeins, vegna þrýsingsfallsins, að því gefnu að millikælirinn sé nægjanlega mótstöðulítill (einn stæðsti factor í hönnun á millikæli er loftmótstaðan í kælinum).
Ef wastegate sensorinn er færður (eða endurstilltur) þannig að þú fáir 10psi af kældu lofti inn á vélina, þá hefur loftmagnið aukist töluvert og því hægt að skrúfa upp olíuverkið samsvarandi, og fá út fullt af nýjum folum.
Þrýstimæli er fínt að hafa á mixuðum túrbínuvélum, en alls ekki nauðsinlegt. Afgashitamælir er hinsvegar nauðsynlegur að mínu mati. Það er eini mælirinn sem til er, sem segir manni hvað systemið er að gera. Svona mælar eru staðalbúnaður í flugvélum og dýrum iðnaðarvélum, og eru leiðinlega dýrir.
Einu sinni sagði mér kall sem vann á útlensku dieselverkstæði að of mikið loft (of mikill þrýsingur) dræpi sjaldan vélar, of mikill brunahiti hinsvegar bræðir stimpla og sprengir hedd (of mikið eldsneyti á móti of litlu lofti í Diesel vélum, en öfugt í bensínvélum).
Sel það ekki dýrara en ég heyrði það.
Kveðja
Rúnsi
30.01.2003 at 15:51 #467210
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að þetta sé alveg rétt með að afgashitin er það sem drepur, en hann hlýtur að lækka með því að setja "betri" Intercooler í. Hvar er hægt að fá svona mælir. Þetta er eitthvað sem er alveg nauðsynlegt að hafa.
Steini
30.01.2003 at 16:33 #467212
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vill bara láta ykkur vita að það er ekki Intercooler vifta á 3litra patrolnum.
Kveðja Guðbjartur
30.01.2003 at 16:36 #467214
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þegar ég var að föndra við turbo þá fékk ég mælir hjá http://www.westach.com og kostaði hann kominn heim um 8500 kr. borgað með VISA og sent í venjulegum flugpósti.
30.01.2003 at 16:57 #467216
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég tel að það geti töluvert verið til í speguleringum Steina, að við ákveðnar aðstæður geti Intercoolerinn (þegar hann er staðsettur á þennan hátt), breyst í andhverfu sína og orðið Interheater, þrátt fyrir viftu. Spurningin er hvort þetta sé það mikið afl sem tapast að það réttlæti dýrar aðgerðir.
Ég hef þó séð á netinu að til eru ?kit? þar sem verið er að skipta út original Intercooler með öðrum stærri og betur staðsettum með tilliti til kælingar. Í því tilfelli fyrir einverja Turbo Intercooler sportbíla, einnig eru menn að úða vatni yfir þá til að fá betri kælingu, en það virkar sjálfsagt ekki vel í frosti.
Ég held að fyrsta skrefið sé að setja upp mæli og fylgjast með hitastiginu á loftinu sem kemur frá Intcoolernum og sjá hvort þetta sé reyndin að hitastigið hækki við þessar aðstæður og þá hve mikið.
OE
30.01.2003 at 17:58 #467218Það splundraðist einu sinni hjá mér interheater-hosa í svona 3.0 Pjattrollu, með viðeigandi reykmerki og hjartslætti. Tengdum framhjá kælinum. Fann engan aflmun á bílnum á eftir, en sennilega ekkert að marka það þar sem túrbínan greindist síðar með mikilmennskubrjálæði (hélt ‘ún væri í rallý-pjattrollu , ef svoleiðs fyrirbæri eru þá yfirleitt til).
Eftir að aðeins hóværari túrbína var sett í bílinn, hætti "change engine" ljósið að loga stöðugt, og bíllinn missti pínu snerpu.
Það er hægt að ná einhverjum auka folum út úr þessari vél. Hvort það er skynsamlegt yfir höfðuð er hinsvegar spurning. Hún er svo mikið tjúnnuð fyrir.
Kveðja
Kátur togogítamaður.ps. Ég keypti afgashitamæli frá isspro í gegnum einhverja vefsíðu og fékk frænda til að koma með hann heim. Kostaði held ég í kringum 12.000 kr þá, ætti að vera ódýrari núna.
VDO selur einnig svona mæla.
31.01.2003 at 11:06 #467220
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég ætla ekkert að vera með leiðindi Kátur, en þú mismælir þig svo skemmtilega hérna að ofan þar sem þú talar um "change engine" ljósið, en ætlaðir væntanlega að skrifa "cheack engine". Ég stressa mig yfirleitt ekkert óskaplega yfir ljósinu sem segir mér að tékka á vélinni, en ef það myndi kveikna ljós í mælaborðinu sem segði að ég ætti að skipta um vél í bílnum myndi mér nú bregða við … en kannski hugsa svo að aksturstölvan sé skynsamari en maður hefði búist við >o)
Kv -Skúli
31.01.2003 at 13:26 #467222
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En "change engine" ljós væri ógeðslega fyndið miðað við harmleikinn í sambandi við vélar þessa bíla.
31.01.2003 at 13:36 #467224
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvort er betra að eiga Patról með "Change Engine" ljósi eða Musso með "Game Over" ljósi???
Eru yfir höfuð einhver ljós í Toyotu?? Er það ekki bara óþarfa bruðl og álag á vélina (sem má varla við mikilli mótstöðu) að fara að kveikja á perum í tíma og ótíma??
Þeir ættu kannski að hafa "Engine Runnig, be Patient" eða "
31.01.2003 at 13:38 #467226
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvort er betra að eiga Patról með "Change Engine" ljósi eða Musso með "Game Over" ljósi???
Eru yfir höfuð einhver ljós í Toyotu?? Er það ekki bara óþarfa bruðl og álag á vélina (sem má varla við mikilli mótstöðu) að fara að kveikja á perum í tíma og ótíma??
Þeir ættu kannski að hafa "Engine Runnig, be Patient" eða "Vehicle Starting to Move, be Patient" eða bara "BE PATIENT" ljós.
Það snjóar fyrir utan gluggan!!!!!!!
KVeðja
Siggi_F
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.