Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › INNSEND MÓTMÆLABRÉF
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Hjalti Magnússon 14 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.06.2010 at 16:32 #213303
Ég hvet alla félagsmenn til að notfæra sér mótmælarétt sinn vegna lokana.
Hér eru uppl. um skilafrestinn og netfangið sem senda á mótmælin (athugasemdir) á.Frestur til að skila athugasemdum rennur út fimmtudaginn 24. júní 2010.
Athugasemdum skal skilað skriflega til Vatnajökulsþjóðgarðs,
Klapparstíg 25-27, 4. hæð, 101 Reykjavík
eða í tölvupósti á netfangið sogv@vjp.is
með nafni, kennitölu og heimilisfangi viðkomandi.Sendið ykkar mótmælabréf og afritið svo á vefinn. STANDA SAMAN OG MÓTMÆLA.
Kveðja
Sveinbjörn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.06.2010 at 16:33 #696984
Mitt mótmæla bréf.
Ég undirritaður geri athugsemd við víðtaækar lokanir á leiðum norðan Veiðivatna og Þórisvatns, lokun á leið um Heinabergsdal, lokun á leið um Vonarskarð og lokun á leið á Virkafellsleið fyrir allri umferð nema göngufólk.
Þessar lokanir miða að því að einungis göngufólk fái notið þessara leiða en þó eru þarna fyrir ökuleiðir. Öðrum sem ekki geta gengið langar leiðir er meinuð för um þessi svæði. Á þessum svæðum er lítil sem engin hætta á gróðurskemmdum eða landskemmdum af umferð um þessar leiðir.
Ekki verður séð annað en að þarna ráði ferðinni fjárhagsleg sjónarmið ferðþjónustuaðila. Ég mótmæli harðlega að hvers kyns aðgangur að landinu verði einkavæddur og að stór hópur áhugasamra útivistaunnenda verði meinaður aðgangur að hálendi landsins
Ég hef ferðast um landið í yfir 30 ár og tel mig geta umgengist náttúru Íslands á sama hátt og gangandi vegfarandi þó ég sé akandi.
Það að skerða ferðafrelsi einstakra hópa og einstaklinga tel ég vera forkastanlegt og ekki sýna góða stjórnunarhætti þar sem fámennum hópi er veitt réttur til að ferðast um hálendi Íslands.Að mínu mati ganga þessar lokanir í berhögg við 2.gr laganna og ætti því að vísa þessu alfarið frá og byrja þessa vinnu upp á nýtt með stuðningi allra þeirra sem hagmuna hafa að gæta.
Sveinbjörn Halldórsson
kt. 170963-5399
formaður Ferðaklúbbsins 4×4ps. hægt er að nota sama bréfið ef menn vilja og bæta einhverju inn í.
24.06.2010 at 16:56 #696986Ég sendi þetta:
____________________________________________________________________________________________Ég undirritaður hef ferðast um það svæði sem fellur undir Vatnajökulsþjóðgar undanfarin 15 ár. Ég hef, að því er ég best veit, ekið alla þekkta slóða innan garðsins og einnig lagt að baki tugi þúsunda kílómetra á jökli og utan hans á snjó að vetri. Ég tel mig því þekkja svæðið bærilega og vera vel dómbær á það hvort umferð um svæði þjóðgarðsins hafi valdið náttúrunni skaða. Ég tel svo ekki vera, en ég tel einnig að viðkvæm svæði innan garðsins þoli illa þá umferð sem ætluð er um þau og þá uppbyggingu mannvirkja sem fyrirhuguð er. Þannig tel ég að skálabyggingar í Vonarskarði eigi ekki rétt á sér og ég tel að það eigi ekki að eyðileggja það svæði líkt og gerst hefur í Landmannalaugum.
Ég mótmæli því harðlega að loka eigi akvegum og slóðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs sem að eknir hafa verið í áratugi án þess að náttúran hafi borið skaða af. Þær leiðir sem um ræðir eru leiðir á Jökulheimasvæði, leið um Vonarskarð, Heinabergsdal og Vikrafellsleið. Flestar þessara leiða liggja um úfin hraun og foksanda þar sem að umferð manna, á hvern hátt sem hún er er vart merkjanleg nema í stuttan tíma eftir að farið hefur verið um. Sú upplifun að ferðast um eyðimerkurlandslag líkt og á Jökulheimasvæðinu lætur hins vegar engan ósnortin og því væri mikill skaði af því að banna slíkt, um það svæði fer engin gangandi nema allra hraustustu göngugarpar sem geta borið með sér allan búnað og vatn.
Með því að loka þessum leiðum er verið að gera einni tegund útivistar hærra undir höfði en annarri og jafnframt að koma í veg fyrir að mikill meirihluti áhugasamra ferðalanga geti notið þeirrar stórbrotnu náttúru sem að svæðið hefur upp á að bjóða. Það að heimila einungis umferð gangandi um þessi svæði, þar sem að slóðar eru fyrir, lokar á alla þá sem ekki hafa heilsu til að ganga með allt sitt á bakinu, það lokar á börn og eldri borgara, það lokar á fjölskyldufólk. Þegar svo er orðið þá spyr maður sig fyrir hverja er þjóðgarðurinn ? Örfáa göngumenn, ferðafélög og ferðþjónutuaðila ?
Jafnframt mótmæli ég þeim ákvæðum verndaráætlunar að þjóðgarðsverðir megi loka ákveðnum svæðum án rökstuðnings. Við þurfum ekki geðþóttaákvarðanir einstakra aðila í þessum þjóðgarði. Það hefur þegar sýnt sig að slíkar geðþóttaákvarðanir landvarða á fjallabakssvæðinu hafa valdið úlfúð og jafnvel kærum.
Ég mótmæli því einnig að akandi ferðamönnum sé ekki heimilt að tjalda á sömu stöðum og gangandi ferðamönnum. Slíkt er einfaldlega brot á jafnræðisreglu og ég efast um að það standist fyrir dómi að mismuna fólki á þennan hátt og er þess einnig fullviss að á það verður látið reyna ef þetta fer óbreytt í gegn.
Ég mótmæli því einnig að ákveðnir slóðar verði einungis opnir þeim sem hafa hagsmuni af honum vegna atvinnu. Það er ólíðandi að landið sé einkavætt og fært ákveðnum ferðþjónustufyrirtækjum á þennan hátt. Það eru gæði og verðmæti fólgin í því að fá að ferðast um landið – það á ekki að færa ferðafélögum og fyrirtækum þau verðmæti að gjöf á kostnað almennings.
Á sama hátt mótmæli ég því að ákveðnar leiðir verði einungis opin veiðimönnum á veiðitíma – slíkt er á nákvæmlega sama hátt brot á jafnræði að aðrir en vopnaðir menn með veiðileyfi upp á vasan fái ekki að ferðast um landið.
Ég mótmæli einnig öllum hugmyndum um frekari lokanir fyrir akstur á snjó og frosinni jörð í Vatnajökulsþjóðgarði sem og akstur á jökli. Nú þegar eru lagðar allt of miklar takmarkanir á akstur um jökulinn á besta ferðatíma um hann.
Ég mótmæli því einnig að ekki hafi verið haft samráð við fulltrúa allra útivistarfélaga við gerð verndaráætlunarinnar. Fulltrúar útivistarfélaga hafa á flestum stöðum verið fulltrúar Ferðafélags Íslands og einungis og augljóslega haft hagsmuni þess félags og þeirrar ferðamennsku sem þar er stunduð að leiðarljósi. Þó er það þannig að stærstan hluta ársins eru það félagsmenn jeppa- og vélsleðafélaga sem ferðast mest um jökulinn og nágrenni hans, en verndaráætlunin ber þess augljós merki að lítið samráð hefur verið haft við þá hópa.
Ég tel að sú verndaráætlun sem að liggur frami sé að mörgu leiti góðra gjald verð en hins vegar er það mikið sem að þarf að endurskoða að ég tel að að hefja eigi þá vinnu alla aftur og þá með aðkomu allra þeirra sem nota og njóta þjóðgarðsins, ekki bara fulltrúm þeirra sem hafa fjárhagslega hagsmuni af þjóðgarðinum líkt og staðreyndin er með ferðafélög, ferðaþjónustuaðila, leiðsögumenn og bændur.
Benedikt Magnússon
24.06.2010 at 17:29 #696988[b:yivit9il]Þetta er mitt innlegg, texti fenginn að láni héðan og þaðan.[/b:yivit9il]
Ég undirritaður geri athugsemd við víðtækar lokanir á leiðum norðan Veiðivatna og Þórisvatns, lokun á leið um Heinabergsdal, lokun á leið um Vonarskarð og lokun á leið á Virkafellsleið fyrir allri umferð nema göngufólk. Ég mótmæli því harðlega að loka eigi akvegum og slóðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs sem að eknir hafa verið í áratugi án þess að náttúran hafi borið skaða af.
Þessar lokanir miða að því að einungis göngufólk fái notið þessara leiða en þó eru þarna fyrir ökuleiðir. Öðrum sem ekki geta gengið langar leiðir er meinuð för um þessi svæði. Á þessum svæðum er lítil sem engin hætta á gróðurskemmdum eða landskemmdum af umferð um þessar leiðir.
Ekki verður séð annað en að þarna ráði ferðinni fjárhagsleg sjónarmið ferðþjónustuaðila. Ég mótmæli harðlega að hvers kyns aðgangur að landinu verði einkavæddur og að stór hópur áhugasamra útivistaunnenda verði meinaður aðgangur að hálendi landsins. Slíkt er einfaldlega brot á jafnræðisreglu og ég efast um að það standist fyrir dómi að mismuna fólki á þennan hátt.
Ég hef ferðast töluvert um landið og tel mig geta umgengist náttúru Íslands á sama hátt og gangandi vegfarandi þó ég sé akandi.
Það að skerða ferðafrelsi einstakra hópa og einstaklinga tel ég vera forkastanlegt og ekki sýna góða stjórnunarhætti þar sem fámennum hópi er veitt réttur til að ferðast um hálendi Íslands.Að mínu mati ganga þessar lokanir í berhögg við 2.gr laganna og ætti því að vísa þessu alfarið frá og byrja þessa vinnu upp á nýtt með stuðningi allra þeirra sem hagmuna hafa að gæta.
Kristján Kristjánsson
kt.
Garðabær
24.06.2010 at 19:47 #696990Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðar Reykjavík, 24. júní 2010
Klapparstíg 25-27
101 Reykjavík
Athugasemdir við auglýsta tillögu að verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.Hellar:
Geri alvarlegar athugasemdir við lokun allra hella þjóðgarðsins fyrir umferð alls almennings, en rétt er að takmarka aðgengi að viðkvæmum hellum vegna verndarsjónarmiða, en mjög líklegt er að aðeins lítill hluti hella í þjóðgarðinum er nú fundinn og alvarlegt er að banna fólki að líta inn í hella án sýnilegrar ástæðu.
Svona allsherjarbann gengur þvert gegn 2 grein laga um Vatnajökulsþjóðgarð.Hópar:
Annað atriði sem kemur víða fram í áætluninni er hversu mikið er gert úr því að aðgreina gesti þjóðgarðsins í hópa, sem sýnast ekki mega hittast á hálendinu og þeim því stillt upp sem andstæðum fylkingum, en mín reynsla er að maður er manns gaman þá sjaldan sem fólk hittist á víðfeðmu hálendinu, en talsvert öryggi er fyrir göngufólk að ekki er mjög langt í ökutæki ef slys henda.Vaðalda og “loftnet”
Á Vaðöldu er er GSM og TETRA endurvarpi með dísilvél sem þarfnast olíuflutninga og viðhalds og er lokun á leiðinni á Vaðöldu tilgangslaus, nema ef afnema eigi fjarskiptakerfin.
Einnig má benda á að þessi vélbúnaður er án hljóðkúts og er um 90 db. Hávaði frá dísilvélinni, en ekki virðist það hafa truflað skálaverði í Dreka undanfarin 3 ár.
Hugtakið Víðerni gengur ekki upp með svona búnaði og að setja upp slíkann búnað á svæðum þar sem öllum vélknúnum ökutækjum er úthýst, vegna Víðernishugtaksins er mótmælt enda er þetta vélbúnaður sem framkallar hávaða allan sólarhringinn og kallar á reglubundna olíuflutninga.Úrgangur:
Einnig er atriði sem ég tel vanta og er hvergi krafist þess að ferðfólk er með útbúnað til að taka allann úrgang með sér, en þess er nú krafist af hundaeigendum í bæ og Borg, en í Vatnajökulsþjóðgarði eru fá svæði sem heimilt er að skilja eftir úrgang.
Fjölda leiða og slóða á samkvæmt áætluninni að loka án rökstuðnings og mótmæli ég því, enda eru fjölmargar leiðir í þjóðgarðinum sem eiga fyllilega rétt á sér og eru til að veita aðgengi að svæðum sem annars væru aðeins aðgengileg vel þjálfuðu göngufólki.Lokanir slóða á Jökulheimasvæði:
Fjölmarkir slóðar í hrauni og foksanssvæðum er lokað án ástæðu og var fjölsóttur fundur í Ásahreppi sem ályktaði um að mörgum slóðum yrði haldið opnum.
Hinsvegar er ekkert tekið tillit til þessa fundar, sem boðið var til af hálfu hreppsnefndar Ásahrepps, við gerð verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs, enda var fundirinn opinn öllum og auglýstur.
Tel ég mjög ámælisvert að ekkert er tekið mark á fundum sem opnir eru almenningi.Vegur inn í Vonarskarð fram hjá Gjallanda:
Þar segir: „Endi vegarins verði við Gjóstu..“ [tilvitnun lýkur]. Þetta er í raun lokun fyrir akstur um Vonarskarð, sem að okkar mati er óþörf aðgerð. Þessi leið liggur einungis um grjót og sanda og hverfur að mestu um veturinn, en akstur um þessa leið í Vonarskarði truflar alls ekki göngumenn gangandi á Snapadal eða á hverasvæðinu, nema þeir leyti sérstaklega eftir því.Leið sunnan Vaðöldu:
Leið sem er af F910 sunnan við Vaðöldu með Svartá er ekki uppsett í töflunni. Hún er í aðalega í sandi. Síðasti spölurinn liggur um hraun og mætti að skaðlausu loka þeim hluta, nema fyrir fötluðum. Við ármót Svartár og Jökulsár er fallegur foss er nefnist Skínandi. Sé þessi leið ekki til staðar verða afar fáir sem koma þangað.Leið norðan Dyngjufjalla: Vikrafellsleið um 45 Km löng.
Leið sem liggur frá mynni Dyngjufalladals í austur norðan Dyngjufjalla og kemur inná F910 sunnan Vikrafells og austan Dreka.
Þessi leið hefur verið ekin í hálfa öld og ekki verður séð að hún hafi orsakað skemmdir á landi, enda liggur hún um hraun og vikurjarðveg. Austast á þessari leið við Vikrafell er vikur og hverfa ummerki eftir ökutæki að mestu milli ára. Þarna ætti að stika leið til að forðast villuslóða.
Á þessari leið er mikið útsýni norður yfir útbrunann og upp til Dyngjufjalla. Á leiðinni eru margar áhugaverðar og fallegar jarðmyndanir og gil. Við Einstæðing má t.d. sjá hraundrýlaröð og kleprahraun og skemmtilegar sandsteinsmyndanir í Svartagili. Ekki eru færð nein náttúruverndarrök fyrir lokun á þessari leið og afar fátítt er að þessi leið er gengin.
Til að auka aðgengi ferðamanna, dreifa álagi og efla ferðaþjónustu þarf fleiri áhugaverðar leiðir og væri hringleið um Dyngjufjöllin kærkomin viðbót fyrir ferðamenn til að njóta svæðisins.
Vegur um gömlu vöðin á Gæsavatnaleið: (Skjálfandafljót, Rjúpnabrekkukvísl og Hraunkvísl)
Þessi leið er hluti af upphaflegri Gæsavatnaleið og var farin þar til brú kom á Skjálfandafljót norðan við Gjallanda. Þessi leið hefur menningarsögulegt gildi og ekki síður samgöngusögulegt.Akstursbann í Kverkfjöllum.
Vísað er til reglugerða um óheimilan vetrarakstur án þess að fram komi hvaða reglugerð er um að ræða. Ef um reglugerð 608/2008 er að ræða þá gerum við ekki athugasemdir við ákvæði hennar þar um. Sé þessu öðruvísi farið en þar kemur fram krefst það skoðunar.Ákvörðunarvald þjóðgarðsvarða.
Þarna er þeim gefið alræðisvald og hefur reynslan sýnt margoft að slík er afar óheppilegt og ekki holt nokkrum manni, enda eru nú þegar stofnanir sem ákveða lokun landsvæða vegna náttúruhamfara og óþarfi að að veita þjóðgarðsverði sama vald.Mannvirkjagerð.
Flestir slóðar í Vatnajökulsþjóðgarði eru ógreinilegir og sjást ekki lang að, en vegir vegagerðarinnar eru heflaðir og grafast á hverju ári vegna vatnsaga og breyta ásýnd landsins mikið.
Gert er ráð fyrir að vegagerðinn taki yfir alla vegi í þjóðgariðnum, en ekki er mynnst á skaðsemi heflunar vega og slóða. Heflun eykur sýnileika vegarins umtalsvert og þar með ásýnd landsins.
Legg ég til að vegagerð og heflun verði haldið í algjöru lágmarki innan þjóðgarsins.Takmörkun á akstri einkabíla.
Í umhverfisskýrslu kemur oftsinnis fram að takmarka beri akstur einkabíla og hvetja frekar til almenningssamgangna. Ekki koma fram frekari rök fyrir þessu ákvæði, líklega er verið að hvetja til færri og stærri farartækja.
Ekki er tekið tillit til þess að stórir bílar þurfi burðarmeiri vegi og þar með vegagerð, en léttir bílar með lágann loftþrýsting í hjólbörðum eru mun ólíklegri til að marka spor í jarðveginn.Virðingarfyllst.
Dagur Bragason
kt.
Keilugranda 4
107 Reykjavík
24.06.2010 at 20:33 #696992Góðan dag
Ég er mjög á móti því að takmarka umferð um þá vegi og svæði sem stendur til skv. verndaráætluninni. Mér þykir það ósanngjarnt og óréttlátt að meina almennum íslenskum ferðamönnum að aka vegi sem eru til staðar og eru skýrir og greinilegir en leyfa engu að síður ferðaþjónustuaðilum að aka þessa vegi, með því er verið að gefa fáum rétt til að gera eitthvað sem allir hafa getað gert hingað til og vegirnir verða þá hvort eð er áfram til staðar……………… Bara ekki fyrir allaheldur fáa útvalda.
Annað mál er síðan það að í dag eru þessi svæði nokkuð ósnortinn sbr. t.d. Vonarskarð og Vikrafellsleið. Þar er alla jafna ekki mikil umferð og álag á landinu því lítið og náttúruperlur njóta sín í sinni upprunalegu mynd ef frá eru taldir einstaka vegslóðar. Sú uppbygging sem stefnt er að veldur mun meiri skaða á náttúrunni en er í dag. Í dag höfum við nokkra slóða og það er allt og sumt. Hinsvegar er stefnt á landvarðahús, þjónustumiðstöðvar, fræðslusetur, gestastofur, upplýsingaskillti o.s.frv, einnig á ég von á að sumsstaðar verði gönguleiðir afmarkaðar með girðingum, köðlum eða tré-göngupöllum. Þetta allt er margfallt meira rask og inngrip heldur en er í dag og hætta er á að svæðið verði líkara Skaftafelli, Landmannalaugum og Geysi í stað þess að vera fáfarið og sæmilega ósnortið.
Annað mál er síðan akstur á sjálfum Vatnajökli. Mér þykir það út í hött að ætla að banna akstur vélknúinna ökutækja á vissum svæðum á jöklinum. Með því er verið að þjóna hagsmunum örfárra en skerða ferðafrelsi margra. Ég hef nokkuð oft ekið yfir Vatnajökul og á ferðum mínum hef ég undantekningarlaust hitt aðra jeppamenn og stundum sleðamenn. Hinsvegar héf ég aðeins einu sinni hitt fólk á gönguskíðum, það voru útlendingar sem voru um 10 km frá Grímsfjalli. Mér hefur sjaldan verið tekið jafn vel á fjöllum og af þessum mönnum, þeir voru örþreittir og báðu okkur um að taka meiginhluta farangurs síns í bílana og skilja eftir í skálanum á Grímsfjalli. Ég giska á að fyrir hvern einn sem gengur yfir jökulinn séu þeir nokkur hundruð sem aka yfir hann á vélknúnum ökutækjum.
Eftirfarandi er klippt út úr kafla 2.2. í verndaráætluninni (Lagarammi):
"Einnig eiga lögin að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningarminjum…."
Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig það að loka þessum vegum/slóðum þjóni þeim tilgangi að auðvelda umgengni um svæðið. Ég get ekki séð betur en að þarna sé verið að brjóta lög sem síðast voru endurskoðuð á alþingi árið 1999!!!
Að lokum er best að taka fram að ég er ekki einhver gallharður jeppamaður sem skeytir ekkert um hagsmuni þeirra sem kjósa að ganga frekar en að sitja í bíl. Ég hef alla tíð stundað útivist af ýmsum toga og þar á meðal eru fjallgöngur og reiðhjólaferðir. Ég er félagi í Björgunarsvetinni Ársæli og tilheyri þar undanfarahóp/fjallabjörgunarhóp og sá hópur gengur út á göngur og klifur við allar mögulegar aðstæður.
Í ljósi ofangreindra atriða vona ég innilega að þið endurskoðið verndaráætlunina með það að leiðarljósi að allir geti notið svæðisins. Það eiga ekki allir peninga til að borga ferðaþjónustuaðilum til að fara með sig um svæðið og eins er gríðarstór hópur fólks sem einfaldlega getur ekki gengið langar vegalengdir og ætti því ekki nokkurn kost á að skoða svæðið.
Kveðja;
Freyr Þórsson
Flyðrugrandi 12, 107 Reykjavík
210786-3849
r-3671 (félagsnúmer í 4×4 klúbbnum)
24.06.2010 at 21:28 #696994Þetta sendi ég. Því besta frá Benna stolið og heilmiklu bætt við frá eigin hjarta:
Ég undirritaður elska land mitt og hef ferðast um það og notið þess akandi, gangandi, á allskonar skíðum, vélsleða, snjóbíl, fjallahjóli og sjókayak undanfarin 20 ár. Allar þessar tegundir útivistar gefa manni nýja sýn á landið, nýja upplifun, og get ég ekki sagt að nein þeirra sé merkari eða lakari en önnur, og engin getur komið í staðin fyrir aðra. Því mótmæli ég þeirri skerðingu og mismunum á ferðafrelsi fólk, sem verið er að setja inn með lokunum á akvegum og slóðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
Ég mótmæli því harðlega að loka eigi akvegum og slóðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs sem að eknir hafa verið í áratugi án þess að náttúran hafi borið skaða af. Þær leiðir sem um ræðir eru leiðir á Jökulheimasvæði, leið um Vonarskarð, Heinabergsdal og Vikrafellsleið. Flestar þessara leiða liggja um úfin hraun og foksanda þar sem að umferð manna, á hvern hátt sem hún er er vart merkjanleg nema í stuttan tíma eftir að farið hefur verið um. Jökulheimasvæðið hentar illa til gönguferða, þungt undir fót, foksandur mikill og nánast vatnslaust. Takmörkun akandi umferðar þar er því í raun almenn takmörkum á allri umferð um svæðið. Takmörkun sem er með öllu tilgangslaus.
Vonarskarð er stórt. Þar hefur legið akvegur um áratuga skeið án nokkurra vandamála og get ég ekki skilið hvernig hann á að verða að vandamáli í framtíðinni. Þarna er nóg pláss fyrir bæði gangandi sem og þá sem ekki eiga möguleika á margra daga gönguferðum.Með því að loka þessum leiðum er verið að gera einni tegund útivistar hærra undir höfði en annarri og jafnframt að koma í veg fyrir að mikill meirihluti áhugasamra ferðalanga geti notið þeirrar stórbrotnu náttúru sem að svæðið hefur upp á að bjóða. Ég er faðir tveggja ungra barna í dag sem njóta ferðalaga okkar sýst minna en ég. Með þessum lokunum er stórlega verið að takmarka möguleika mína til þess að ferðast með börnum mínum um svæðin, og þar af leiðandi er verið að draga úr áhuga mínum á því að ferðast um þar. Vil ég meina að svipað gildi um stóran hlut þeirra ferðalanga sem um svæðið ferðast í dag, og munu gera í framtíðinni. Ástæðurnar geta verið ýmiskonar, enda augljóst að mikill hluti ferðamanna sem koma mun í þjóðgarðinn hefur ekki líkamlega getu (eða einfaldlega áhuga) til margra daga gönguferða með búnað. Með þessu er því verið að fækka þeim ferðamönnum sem hafa áhuga á að ferðast um garðinn og hlítur það að vera andstætt markmiðum hans sem og hagsmunum allra hagsmunaðila. Það að halda þessum leiðum opnum hefur þar að auki engin áhrif á ferðamöguleika okkar sem viljum ganga um svæðið. Það er hægt að útfæra endalaust margar skemmtilegar gönguleiðir án þess að til árekstra komi enda liggja allar skemmtilegustu gönguleiðirnar þar sem bílar almennt komast ekki.
Jafnframt mótmæli ég þeim ákvæðum verndaráætlunar að þjóðgarðsverðir megi loka ákveðnum svæðum án rökstuðnings. Við þurfum ekki geðþóttaákvarðanir einstakra aðila í þessum þjóðgarði. Það hefur þegar sýnt sig að slíkar geðþóttaákvarðanir landvarða á fjallabakssvæðinu hafa valdið úlfúð og jafnvel kærum.
Ég mótmæli því einnig að akandi ferðamönnum sé ekki heimilt að tjalda á sömu stöðum og gangandi ferðamönnum. Slíkt er einfaldlega brot á jafnræðisreglu og ég efast um að það standist fyrir dómi að mismuna fólki á þennan hátt og er þess einnig fullviss að á það verður látið reyna ef þetta fer óbreytt í gegn.
Ég mótmæli því einnig að ákveðnir slóðar verði einungis opnir þeim sem hafa hagsmuni af honum vegna atvinnu. Það er ólíðandi að landið sé einkavinavætt og fært ákveðnum ferðþjónustufyrirtækjum á þennan hátt. Það eru gæði og verðmæti fólgin í því að fá að ferðast frjáls um landið, hluti af lífsgæðum okkar íslendinga, – það á ekki að færa ferðafélögum og fyrirtækum þau verðmæti að gjöf á kostnað almennings.
Á sama hátt mótmæli ég því að ákveðnar leiðir verði einungis opin veiðimönnum á veiðitíma – slíkt er á nákvæmlega sama hátt brot á jafnræði að aðrir en vopnaðir menn með veiðileyfi upp á vasan fái ekki að ferðast um viðkomandi svæði.
Ég mótmæli einnig öllum hugmyndum um frekari lokanir fyrir akstur á snjó og frosinni jörð í Vatnajökulsþjóðgarði sem og akstur á jökli. Nú þegar eru lagðar allt of miklar takmarkanir á akstur um jökulinn á besta ferðatíma um hann. Slíkar lokanir eru með öllu tilgangslausar. Þoli einstaklingur ekki að sjá hjólför í snjó eða fjölskyldufólk á ferðalagi á jökli, þá er það vandamál sem viðkomandi á að eiga við sjálfan sig. Slíkt sálfræðilegt vandamál einstaklings á ekki að nota sem afsökun til að banna öðrum að ferðast. Sjálfur hef ég sem betur fer ekki orðið var við þetta sjónarmið hjá því göngufólki sem ég hef hitt á jökli, þvert á móti. Því skil ég ekki löngunina hjá sumum að loka stórum svæðum jökulsins fyrir vélknúinni umferð.
Ég mótmæli því einnig að ekki hafi verið haft samráð við fulltrúa allra útivistarfélaga við gerð verndaráætlunarinnar. Fulltrúar útivistarfélaga hafa á flestum stöðum verið fulltrúar Ferðafélags Íslands og einungis og augljóslega haft hagsmuni þess félags og þeirrar ferðamennsku sem þar er stunduð að leiðarljósi. Þó er það þannig að stærstan hluta ársins eru það félagsmenn jeppa- og vélsleðafélaga sem ferðast mest um jökulinn og nágrenni hans, en verndaráætlunin ber þess augljós merki að lítið samráð hefur verið haft við þá hópa, og fær maður á tilfinninguna að markmiðið sé frekar að útiloka þessa hópa frá svæðinu.
Ég hvet alla hlutaðeigandi að setjast aftur að vinnuborðinu og í þetta sinn með opnari huga og meiri samstarfsvilja en áður. Landið okkar er algjörlega einstakst á heimsvísu og með öllu ólýðandi að aðeins einstaklingum með áhuga á ákveðinni tegund ferðamennsku verði heimilt að njóta þess til fulls.
25.06.2010 at 00:54 #696996Kóperaði bréfið þitt Kristján og sendi inn, Kv. Logi Már.
25.06.2010 at 08:26 #696998Hér er mitt framlag
24. júní 2010
Til Þeirra er málið varðar
Efni: Mótmæli vegna fyrirhugaðra lokana á slóðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
Vatnajökuls Þjóðgarður, fyrir hvað stendur þjóðgarður. Í mínum huga stendur þjóðgarður fyrir garð þar sem þjóðin getur átt góðar stundir í. En nú stendur til að breyta þessari skilgreiningu og nafnorðið þjóð verði brytjuð niður í þjóðfélagshópa, þar sem nokkrum þjóðfélagshópum verður afhentur þessi sameiginlegi garður, þar má nefna bændur, fyrirtækjum sem hafa þénustu af túristum og öðrum sem ráðamönnum hugnast.
Stærstum hluta landsins verður svo eingöngu fyrir gangandi fólk, sem segir að þeir sem hafa getu til langrar göngu eru þeir einu sem fá að njóta. Hinir sem hafa ekki þrek, búa við skerta göngugetu eða eru fatlaðir fá ekki að njóta þess sem í garðinum býr. Þetta er tekið frá þeim vegna áeggja undarlegrar tilhneigingar á að banna allt nema það sem hentar fyrir fáa útvalda.
Hver eru rökin fyrir því að banna ferðalöngum sem eru á faratækjum að tjalda þar sem hentar en ef ferðalangurinn er á gönguferð má viðkomandi tjalda þar sem hentar.
Hver eru rökin fyrir því að útvalinn ferðafélög megi aka slóða en hinn venjulegi ferðalangur ekki. Ef ég ætlað að ferja fjölskyldu mína fyrir gönguferð, t.d. Heinabergsdal, má ég það ekki heldur verð ég að borga útvöldu ferðafélagi fyrir það.
Hver eru rökin fyrir því að göngumenn, íslenskir eða erlendir, megi ganga um fjöll og firnindi að vori sem sumri stigandi niður viðkvæman mosa og annan gróður en veiðimaður sem fer um þegar jörð er frosin og gróðurskemmdir í lagmarki er bannaður aðgangur.
Hver eru rökin fyrir því að loka Vonarskarði, undirritaður sér engin rök önnur en að Ferðafélag Íslands og jafnvel önnur álíka félög, fái landið til einkanota. Þar fái engin að fara um nema að setja aur í þeirra bauk. Einu rökin sem ég hef heyrt er að göngufólk þykir vélahljóð leiðinlegt, nema þegar verið er að flytja það á staðinn. Hvar er réttlætið gagnvart þeim hópum sem ekki eru fráir á fæti, fá þeir aldrei að njóta þeirra fallegu náttúru sem var einu sinni sameign þjóðarinnar.
Það sem ég vil mótmæla sérstaklega er að í staðin fyrir að vinna með þeim ÞJÓÐfélagshópum sem hafa nýtt og notið landsins hingað til, til að skipuleggja hvernig landið er best varið með merkingum, stikun og t.d. tilkynningarskiltum, þá er það bara bannað. Sem Verkfræðingur sé ég að ráðamenn með Ráðherra í farabroddi, treystir sér ekki, hvað þá þjóð sinni, til samstarfs um góða umgengni um landið.
Félagsskapur, sem undirritaður er meðlimur í, hefur farið ótal ferðir á eigin vegum til sáningar, stikunar á slóðum, ferlun á slóðum ofl.. Félagskapurinn hefur boðið fram aðstoð sína í frekari vinnu án endurgjalds en yfirvöld hafa slegið á hendur okkar. Er einhver heil brú í svona hugsunargangi.
Ef þeir sem þetta bréf lesa hafa komið upp á hálendi íslands síðastliðin ár þá hafa þeir hinir sömu tekið eftir skiltum þar sem ferðaklúbburinn 4X4 hefur sett upp við flestar leiðir inn á hálendið og er örugglega til í frekari samvinnu í þeim efnum.
Ég ætla að gera skilgreiningu, á hvað ekki er þjóð að áliti umhverfisráðuneytisins sem félagi minn skrifaði, að mínum.
Þjóð stendur ekki fyrir hestamenn.
Þjóð stendur ekki fyrir stangveiðimenn.
Þjóð stendur ekki fyrir göngufólk á eigin vegum.
Þjóð stendur ekki fyrir hreyfihamlaða.
Þjóð stendur ekki fyrir jeppa menn.
Þjóð stendur ekki fyrir fuglaskoðara.
Þjóð stendur ekki fyrir þá sem ferðast á mótorhjólum.
Þjóð stendur ekki fyrir fjallahjólamenn.
Þjóð stendur ekki fyrir vélsleðamenn.
Þjóð stendur ekki fyrir veiðimenn.
Þjóð stendur ekki fyrir fjölskyldufólk.Fyrir hvað stendur þjóð þá?
Þjóð stendur allavega ekki fyrir íslenskan almenning, íslenska ferðamenn sem vilja ferðast í eigin landi.
Mótmæli:
Ég, undirritaður, mótmæli hér með þessari ferðafrelsissviptingu og mismunun á skiptingu gæða landsins á milli þjóðfélagshópa þar sem fámennur hópur fær afnot af landinu sem fellur innan Vatnajökulsþjóðgarðs en stærsti hluti íslenskrar þjóðar fær ekki notið.
Ég mótmæli því einnig að íslendingar fæddir og uppaldir í þessu landi verði sviptir nýtingu lands og gæða í formi veiða og náttúruskoðunar.
Ég mótmæli því einnig að náttúruskoðun og upplifunin sem því fylgir er tekin af íslendingum sem hafa skerta hreyfigetu.Ég mótmæli því einnig að Umhverfisráðuneytið grípi til lokana á slóðum sem eknir hafa verið um langa hríð, eingöngu er virðist vegna vöntunar á getu til að skipuleggja akstur um hálendi Íslands.
Ég fer fram á að fyrirhugaðar lokanir á slóðum verði frestað eða hætt við og að “þjóðin“ fái að koma frekar að þessu verkefni. Þar með gæti fundist sátt um nýtingu landsins.
Ef ekki verður tekið tillit til þessara athugasemda þá fer ég fram á að “Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs” fari í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hin Íslenski almenningur fær lokaorðið í þessum gjörningi.
Með vinsemd og virðingu ,
Valur Sveinbjörnsson
Kt: xxxxxx-xxxx
Rekstrarverkfræðingur
Brekkuhlíð 14
221 Hafnarfirði
25.06.2010 at 10:28 #697000Þetta sendi ég inn:
Ég vil hér með koma á framfæri mótmælum við ýmis ákvæði verndaráætlunar Vatnajökulþjóðgarðs.
2. Grein laga um Vatnajökulsþjóðgarð:
Markmið verndunar.
Markmiðið með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Auðvelda skal almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins.
Verndarstig einstakra svæða eða landslagsheilda innan Vatnajökulsþjóðgarðs skal taka mið af verndarmarkmiðumÝmislegt í Verndaráætluninni stangast á við 2. grein laga um Vatnajökulsþjóðgarð :
Sem dæmi má nefna:
Víðtækar lokanir á leiðum norðan Veiðivatna og Þórisvatns. Þessar lokanir eru ákveðnar án rökstuðnings. Þetta eru því geðþóttaákvarðanir sem eru andstæðar 2. grein laganna.
Lokun á akstursleið um Heinabergsdal nema göngufólki og þeim sem hafa hagsmuni af atvinnustarfsemi.
Lokun á akstursleið um Vonarskarð nema göngufólki og þeim sem hafa hagsmuni af atvinnustarfsemi.
Lokun á Vikrafellsleið nema fyrir göngufólk.
Loka á fyrir vetrarakstur í Kverkfjöllum.
Loka á fyrir jökulakstur við EsjufjöllÞessar lokanir miða að því að einungis göngufólk fái notið þessara leiða en þó eru þarna fyrir ökuleiðir sem margar hafa verið eknar í áratugi.
Öðrum sem ekki geta gengið langar leiðir er meinuð för um þessi svæði. Á þessum svæðum er lítil sem engin hætta á gróðurskemmdum eða landskemmdum af umferð um þessar leiðir.
Þessum lokunum mótmæli ég harðlega og tel þær ekki þjóna neinum tilgangi.Ekki verður séð annað en að þarna ráði ferðinni fjárhagsleg sjónarmið ferðaþjónustuaðila. Einungis má aka með vistir inn á lokaðar leiðir til gönguhópa sem eru á vegum ferðaþjónustufyrirtækja en gangandi einstaklingar mega ekki láta aka vistum til sín. Þetta er alveg fráleitt og þarna er verið að ganga erinda einkafyrirtækja á kostnað almennra borgara. Ég mótmæli harðlega að hvers kyns aðgangur að landinu verði einkavæddur og að verðmæti eins og aðgengi að landinu okkar sé afhent einkaaðilum til einokunar og gjaldtöku.
Að mínu mati ganga þessar lokanir í berhögg við 2.gr laganna. Verndaráætlunin er því lögbrot og ætti því að vísa þessu alfarið frá og byrja þessa vinnu upp á nýtt með stuðningi allra þeirra sem hagmuna hafa að gæta. Þar á ég við hinn almenna borgara í landinu sem vill fá að ferðast um landið í sátt við landslög, og umhverfi sitt á þann hátt sem þeim hentar og hefur ekki fjárhagslegan ávinning að því að tilteknar leiðir eða svæði séu lokuð. Jafnframt þarf að hafa víðtækt samráð við frjáls samtök útivistarfólks, án tillits til hvers konar útiveru eða náttúruskoðun þeir kjósa sér.
Gangi eftir að loka akstursleiðum að náttúruperlum fyrir almennum ferðamönnum en leyfa umferð vegna atvinnustarfsemi þá virðist þetta frekar vera „Verndaráætlun um völd og peninga“ heldur en „Verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð“. Slíkt væri alvarleg aðför að ferðafrelsi almennra borgara sem hafa það eitt að leiðarljósi að njóta ferðalaga og útiveru í óbyggðum.
Boð og bönn sem ganga í berhögg við réttlætiskennd fólks eru einungis til þess fallin að skapa andúð og ósætti auk þess sem ógerlegt er fyrir fólk með heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd að virða þau.
Það að fólki sé mismunað eftir því hvaða ferðamáta það kýs sér mótmæli ég harðlega. Þar vísa ég til þess að göngufólki sé gert hærra undir höfði en þeim sem kjósa sér annan ferðamáta. Við búum í þannig landi að einungis lítill hluti landsmanna hefur líkamlega burði til að njóta þess fótgangandi. Ég er í þeirri stöðu að hafa verið með börn á öllum aldri síðastliðin 30 ár, eða frá tvítugsaldri. Ég hef því þurft að nota vélknúin ökutæki til minna ferða að mestu, enda vill mín fjölskylda halda saman. Verndaráætlunin er því fjandsamleg fjölskyldunum og þá sérstaklega börnunum í landinu.
Samkvæmt verndaráætluninni er verið að útiloka aðra en þennan útvalda hóp fullburða göngumanna frá náttúru landsins, ég hélt í rauninni að þessi fasísku viðhorf um að fullfrískt fólk á besta aldri eigi meiri rétt en aðrir hafi verið horfin í lýðræðisríkjum.
Ég mótmæli fyrirhugaðri lokun á öllum hellum í þjóðgarðinum og tel hana með öllu þarflausa nema sérstakar ástæður liggi við í einstaka tilvikum.
Ég mótmæli fyrirhuguðu banni við skotveiðum sem aldagömul hefð er fyrir og tel bannið fráleitt.
Ég mótmæli harðlega vinnubrögðum þeim sem voru notuð við undirbúningsvinnu þessarar verndaráætlunar. Í svokölluðum Árósasáttmála (ef ég man nafnið rétt) skuldbindur ríkisvaldið sig til að hafa samráð við frjáls félagasamtök varðandi notkun á landinu. Mér er kunnugt um hvernig og staðið var að svokölluðu samráði við félagasamtök og fullyrði að ákvæði sáttmálans voru þverbrotin. Svokallað samráð var miklu meira í orði en á borði og félgasamtökum beinlínis neitað um upplýsingar og samráð. Ég get lagt fram gögn sem sanna þessar stóru fullyrðingar ef þörf er á. Þess vegna fer ég framá að þessi vinna verði annað hvort unnin aftur eða hætt verði alveg við verndaráætlunina.
Þjóðgarðsverði er samkvæmt verndaráætluninni fært í hendur mikið vald og hann getur ákveðið lokanir á rökstunings. Ég tel algjörlega fráleitt að fela einum embættismanni slíkt vald. Sérstaklega í ljósi þess að í störf þjóðgarðvarða veljast oftar en ekki öfgmenn af ýmsum toga og því öruggt að slíkt vald verður misnotað.
Að lokum mótmæli ég harðlega þeim fjáraustri sem hafinn er og er fyrirhugaður áfram í þetta gæluverkefni opinberra starfsmanna og tel það algjöra tímaskekkju í ljósi þeirrar fjárhagslegu stöðu sem búið er að koma íslensku þjóðinni í.
Ég legg til að hætt verði við verkefnið og að fjármununum verði ferkar varið til mennta- og heilbrigðiskerfisins.Snorri Ingimarsson, kt. ddmmyy-xxx9
Verkfræðingur og náttúruunnandi
Þjóttuseli 3
109 Reykjavík
25.06.2010 at 10:33 #697002Góðan daginn,
Ég vil hér með koma á framfæri mótmælum við ýmis ákvæði verndaráætlunar Vatnajökulþjóðgarðs, 24. júní 2010.
2. laga um Vatnajökulsþjóðgarðs: „Markmiðið með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Auðvelda skal almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins.
Verndarstig einstakra svæða eða landslagsheilda innan Vatnajökulsþjóðgarðs skal taka mið af verndarmarkmiðum þjóðgarðsins og annarri landnýtingu á viðkomandi svæði í samræmi við alþjóðlegar viðmiðanir um þjóðgarða og friðlýst svæði.“
Þessa grein tel ég góða og gilda og af hinu góða. Ýmis ákvæði verndaráætlunarinnar tel ég hins vegar vera í algerri andstæðu við þessi lög og vera sprottin af þröngri sýn á ferðamennsku og einkaleyfahyggju. Það er stórhættuleg stefna.
Ég mótmæli harðlega að eingöngu göngufólki sé heimilt að tjalda utan tjaldsvæða. Ég hef ferðast í 40 ár á fjöllum bæði gangandi og á bíl og fullyrði að ég hef sem ökumaður ekki valdið meiri skemmdum á landslagi og gróðri en göngumaður sem tjaldar og eldar sér mat á prímus. Ég mótmæli því harðlega að ég megi ekki tjalda eða opna tjaldvagninn minn að kvöldi nema á afmörkuðum tjaldsvæðum. Ég má ekki tjalda við hlið skálans, göngumaður má það hins vegar. Komi ég að yfirfullum skála að kvöldi má ég ekki tjalda! Hvað á ég þá að gera við fjölskyldu mína? Þetta er fyrir neðan allar hellur.
Einnig eru takmarkanir á ferðafrelsi um ýmsar leiðir tilgreindar. Gamlir slóðar liggja þar um og allt í einu á að leyfa þeim einum að fara um slóðana sem hafa hagsmuni af því í atvinnuskyni þ.e. bændum og ferðaþjónustumönnum! Eða þeim takmarkaða hópi sem er fullfrískir göngumenn og geta borið byrðar sínar á bakinu. Hvað um allan almenning? Á að einkavæða landið og brjóta þannig 2. grein laganna? Ég mótmæli þessum ákvæðum verndaráætlunar harðlega.
Ég mótmæli harðlega að þjóðgarðsverðir megi loka svæðum án rökstuðnings, það býður upp á að geðþóttaákvarðanir ráði ríkjum og það er ekki fagleg nálgun.
Ég mótmæli harðlega að bönnuð verði akandi umferð um ýmsa þá slóða sem hafa verið í notkun í tugi ára og eru til á kortum. Ég mótmæli að einhverjir útvaldir setjist niður og striki út slóða og velji og hafni hvað má fara og hvað ekki. Þekking þeirra á landinu er takmörkuð og sjónarmið ferðafólks sem notar aðra ferðamáta en eingöngu fætur sína, eða hefur atvinnu af ferðaþjónustu, þarf að koma að slíkum gjörningi. Annað er ófært. Landið er okkar allra.
Ég mótmæli harðlega öllum tilburðum í þá átt að einkavæða aðgang að íslenskri náttúru, einnig innan Vatnajökulþjóðgarðs.
Ég mótmæli harðlega að einhverjum sumarstarfsmanni einhverrar ferðaþjónustu verði treyst til að aka um landið en ekki mér, bara af því að hann er í vinnu hjá ferðaþjónustufyrirtæki.
Ég mótmæli harðlega að einhver fái að aka um landið bara af því að hann hefur keypt hreindýraveiðileyfi.
Ég mótmæli harðlega að einhver fái að aka um landið bara af því að hann er bóndi niðri í byggð.
Ég mótmæli harðlega að mér sé meinuð ferðamennska um ýmsa fallega staði landsins, sem ökufærir slóðar liggja til, bara af því að ég er fótafúin, með lítil börn, eða ekki göngufær af öðrum ástæðum.
Ég hef alltaf stutt og styð enn bann við akstri utan vega nema á frosinni jörð og snjó, og allar aðgerðir sem sporna gegn skemmdum á viðkvæmri náttúru Íslands, en þetta er EKKI RÉTTA LEIÐIN. – Það hefur náðst mikill árangur síðustu áratugi vegna fræðsluáróðurs – það þekkja þeir sem ferðast hafa í langan tíma.
Það er óþolandi forsjárhyggja að það eigi að flokka fólk þannig að þeir sem ferðast með ökutækjum séu eitthvað annars flokks fólk og að því sé meinað að ferðast um tiltekin svæði með vægast sagt mjög hæpnum röksemdum um náttúruspjöll. Þeir sem ekki geta farið um landið okkar án þess að valda náttúruspjöllum eiga að sæta refsingu en bestur árangur næst með jákvæðum áróðri og góðu uppbyggilegu eftirliti. Slíku starfi er aldrei lokið í landi einsog okkar og þannig ætti Vatnajökulsþjóðgarður að starfa.
Eitt dæmi um þann fáránleika sem birst getur í þessu samhengi: Það hefur stundum heyrst frá göngufólki að það sé óþolandi þegar t.d. gengið er á Hvannadalshnjúk ef það koma jeppar eða vélsleðar akandi að Hnjúknum eða einhversstaðar nærri. Ég gekk á Hvannadalshnjúk fyrir réttum tveimur árum og þá flaug bæði þyrla og flugvél yfir í lítilli hæð með tilheyrandi drunum sem rufu þá miklu kyrrð sem þarna var, hefði kannski átt að banna flugumferð þarna líka?
Ég hef ekið talsvert mikið bæði umhverfis og um Vatnajökul og fullyrði að fátt er meiri upplifun og fáir eiga þess kost að fara um þetta svæði nema þá akandi þar sem það er ekki öllum gefið að fara í meiriháttar gönguferðir um jökla.
Í umræddri verndaráætlun, sem að ýmsu leiti er áreiðanlega til bóta einsog fram kom hér í upphafi, birtist því miður líka fádæma forsjárhyggja og öfgar sem ekki eiga að líðast hér á landi fremur en annarsstaðar.Með bestu kveðjum,
Eyþór H. Ólafsson
Kambahrauni 31,
810 Hveragerði
Kt. 290559-2359
25.06.2010 at 10:50 #697004Reykjavík 24. Júní 2010
Vatnajökulsþjóðgarður,
Klapparstíg 25-27, 4. hæð,
101 Reykjavík
sogv@vjp.isAthugasemdir við tillögu að verndaráætlun Vatnajökulþjóðgarðs.
Ég undirritaður geri eftirfarandi athugasemdir við verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Ég minni á 2. Grein laga um Vatnajökulsþjóðgarð.
2. gr. Markmið verndunar.
Markmiðið með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Auðvelda skal almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins.
Verndarstig einstakra svæða eða landslagsheilda innan Vatnajökulsþjóðgarðs skal taka mið af verndarmarkmiðumMínar athugasemdir varða umferð véknúinna ökutækja um Vatnajökulsþjóðgarð sem og mismunun milli ferðahópa eftir því hvaða ferðamáta þeir kjósa sér.
Ýmislegt í Verndaráætluninni stangast á við 2. grein laga um Vatnajökulsþjóðgarð :
Til dæmis:
Víðtækar lokanir á leiðum norðan Veiðivatna og Þórisvatns. Þessar lokanir eru ákveðnar án rökstuðnings. Þetta eru því geðþóttaákvarðanir sem eru andstæðar 2. grein laganna.
Lokun á akstursleið um Heinabergsdal nema göngufólki og þeim sem hafa hagsmuni af atvinnustarfsemi.
Lokun á akstursleið um Vonarskarð nema göngufólki og þeim sem hafa hagsmuni af atvinnustarfsemi.
Lokun á Vikrafellsleið nema fyrir göngufólk.
Þessar lokanir miða að því að einungis göngufólk fái notið þessara leiða en þó eru þarna fyrir ökuleiðir. Öðrum sem ekki geta gengið langar leiðir er meinuð för um þessi svæði. Á þessum svæðum er lítil sem engin hætta á gróðurskemmdum eða landskemmdum af umferð um þessar leiðir.
Ekki verður séð annað en að þarna ráði ferðinni fjárhagsleg sjónarmið ferðaþjónustuaðila. Ég mótmæli harðlega að hvers kyns aðgangur að landinu verði einkavæddur og að verðmæti eins og algengi að landinu okkar sé afhent einkaaðilum til einokunar og gjaldtöku.
.Að mínu mati ganga þessar lokanir í berhögg við 2.gr laganna og ætti því að vísa þessu alfarið frá og byrja þessa vinnu upp á nýtt með stuðningi allra þeirra sem hagmuna hafa að gæta. Þar á ég við hinn almenna borgara í landinu sem vill fá að ferðast um landið í sátt við landslög, og umhverfi sitt á þann hátt sem þeim hentar og hefur ekki fjárhagslegan ávinning að því að tilteknar leiðir / svæði séu lokuð. Jafnframt þarf að hafa víðtækt samráð við frjáls samtök útivistarfólks, án tillits til hvers konar útiveru og náttúruskoðun þeir kjósa sér.
Gangi eftir að loka akstursleiðum að náttúruperlum fyrir almennum ferðamönnum en leyfa umferð vegna atvinnustarfsemi þá virðist þetta vera frekar Verndaráætlun um völd og peninga frekar en Verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.
Slíkt væri alvarleg aðför að ferðafrelsi almennra borgara sem hafa það eitt að leiðarljósi að njóta ferðalaga og útiveru í óbyggðum.Boð og bönn sem ganga í berhögg við réttlætiskennd fólks eru einungis til þess fallin að skapa andúð og ósætti auk þess sem afar erfitt er fyrir fólk með heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd að virða þau.
Það að fólki sé mismunað eftir því hvaða ferðamáta það kýs sér mótmæli ég harðlega. Þar vísa ég til þess að göngufólki sé gert hærra undir höfði en þeim sem kjósa sér annan ferðamáta.
Undirritaður hefur ferðast um Ísland, hálendi sem láglendi, gangandi og akandi um áratuga skeið. Var einn af stofnendum Ferðaklúbbsins 4×4, hefur ferið félagi í Íslenska Alpaklúbbnum, og stundað ferðalög jafnt sumar sem vetur. Hefur skrifað greinar í tímarit um útivist og ferðalög og haldið kynningar og námskeið .
Virðingarfyllst.
Þorvarður Hjalti Magnússon,
kt: 1009575909
Stararima 39
112 Reykjavík.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.