This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Eiríkur Þór Eiríksson 20 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég er nýbúin að kaupa mér LC 120 diesel (5þrepa skipting og 410Nm vélin). Áður átti ég 6cyl ´99 Patrol á 38″ dekkjum.
Sem innlegg í hið eilífa rifrildi sértrúarmanna langar mig að nefna nokkur atriði í samanburði þessara vagna.Það sem mér fannst Patrolinn hafa vinninginn: Mýkri fjöðrun og skemmtilegri hreyfingar í akstri t.d. á hólóttum jökli. Sterklegra kram á margan hátt. Hann virkar meiri trukkur bæði í ásýnd og akstri. Mun meira pláss er inní Patrolnum .Hann er MUN fljótari að hitna (er líklega í samhengi við meiri hráolíueyðslu) og heldur miðstöðinni alltaf á dampi. Vélarhljóðið þýtt og gangurinn mjúkur. lítið veghljóð berst inn. Síðast en ekki síst, kostnaður við breytingu er innan marka sólkerfisins (sem því miður er ekki raunin með LC 120).
LC 120: Hljóðeinangrun er mun betri en í 90 bílnum og frágangur orðinn allur nettari (allt að því píkulegur að innan). Skriðstillir er í LC 120 og er frábær viðbót við Patrolinn. Cruiserinn liggur vel á vegi, og er betri í hálku sakir sídrifsins. Nýja vélin og 5 þrepa sjálfskiptingin svínvirkar, og torkið uppí 410Nm finnst greinilega á þetta léttum bíl. Lágsnúningstorkið er gott, en það fannst mér vera veikleiki 2,8 l Patrolsins. Gangurinn er að vísu ekki eins flottur og í 6 cyl Nissan vélinni, en talsvert fínlegri en í 4 cyl Patrolnum. Eyðsla á óbreyttum innanbæjar er rétt innan við 11 l/100km. Original hljómtækin í LC 120 eru talsvert betri en í Patrolnum.
Þegar á heildina er litið verð ég að viðurkenna að Toyotan er meiri akstursbíll og liprari, en ég sakna enn örlítið þess að vera ekki með fjóra fermetra af húddi fyrir framan mig. Helst vildi ég eiga einn af hvoru!
You must be logged in to reply to this topic.