This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 20 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Þar sem aðflutningsgjöld eru nú aðeins 13% á pikkupbílum þá sveigist hugurinn gjarna í þá áttina þegar vafrað er um bílasíðurnar á Ebay. Mig langar að heyra um eftirfarandi atriði frá þeim sem reynslu hafa:
1. Þarf skúffubíll að uppfylla einhver önnur tæknileg atriði en bara það að vera með skúffu svo að hann komist í 13% draumaflokkinn ? Eru einhverjar kröfur um stærð skúffunnar eða útfærslu sem sumir skúffubílar uppfylla en aðrir ekki ?
2. Mér sýnist framboðið af 2×4 bílum í USA vera talsvert meira en 4×4. Ef ég myndi kaupa t.d. 2×4 Ford F150 eða eitthvað sambærilegt sem einnig er framleitt í 4×4 útfærslu, getur einhver sagt mér hvort það sé lítið eða mikið mál að breyta honum í aldrifsbíl ? Hefur einhver farið þessa leið og hvernig kom það út í kostnaði ?
3. Ég hef heyrt að skúffubílar á tvöföldum afturdekkjum (dually) séu í núll prósenta vörugjaldi. Veit einhver hvort það er rétt ? Ef svo er – má ekki skipta yfir í einfalt strax og búið er að ganga frá öllum pappírum ? Það ætti ekki að vera mikil viðbót ef á annað borð er verið að breyta úr 2×4 í 4×4, hækka upp, stækka dekkin og allt það.
4. Hafa menn reynslu af einhverjum bílasölum í USA sem hægt er að mæla með eða ætti að vara sig á ?
5. Ég sá á Ebay fyrirtæki sem nefnir sig texasdirectauto.com og mailaði eftir upplýsingum um sendingarkostnað. Fékk þaðan svör við öllum mínum spurningum, bæði fljótt og vel. Hefur einhver reynslu af viðskiptum við þá ?
Sem sagt:
Hefur nokkur einhverjar reynslusögur af innflutningi notaðra bíla (frá USA) til að hvetja eða letja þá sem eru í hugleiðingum ??Kveðjur
Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.