This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Í gær mánudag var gengið formlega frá samstarfsamning við Flugbjörgunarsveitina í Reykjarvík. Sem tekur á nokkuð víðtæku samstarfi milli félaganna. Samstarfssamningurinn verður kynntur nánar á aðalfundinum á laugardaginn, svo það er bara að mæta. Enda bíður Ella skemmtinefndarstýra upp á óvæntan glaðning fyrir þá sem mæta.
Núna í kvöld var aðalfundur SAMÚT, og má segja að samtökin. Hafi verið endurvakinn og var kjörin ný framkvæmdarstjórn og aðalstjórn. Framkvæmdarstjórnin fékk það hlutverk að hleypa nýju lífi í samtökin og nýta tímann til þess fram að auka aðalfundi sem haldinn verður 19 september. Þau félög sem þarna skipuðu fulltrúa voru Útivist, Ferðaklúbburinn 4×4, Jöklarannsóknarfélagið, Ísalp, Hellarannsóknarfélagið, Ferðafélag Íslands, Sjálfboðaliða samtökin um náttúruvernd, LÍV landssamtök íslenskra vélsleðamanna, Kayakklúbburinn, Þó nokkuð vantaði af félögum en vonandi næst að hrista þetta betur saman fyrir septemberfundinn.
Þar sem Samút hefur verið í lægð um all nokkurt skeið, þá eru vafalaust margir sem þekkja ekkert til samtakanna og set ég því hér inn smá upplýsingar um þau.Lög
Samtaka útivistarfélaga
(SAMÚT)1. gr.
Heiti samtakanna.
Heiti samtakanna, er Samtök útivistarfélaga, skammstafað SAMÚT. Heimili þeirra er hið sama og heimili þess félags, sambands eða samtaka er formaður samtakanna kemur frá.2. gr.
Eðli samtakanna.
SAMÚT eru samtök íslenskra almenningsfélaga sem hafa hvers konar útivist að markmiði. Með útivist er átt við hvers konar náttúruupplifun sem stuðlar að bættri heilsu, vellíðan og auknum skilningi á þeim verðmætum sem fólgin eru í náttúrunni.3. gr.
Hlutverk og tilgangur samtakanna.
Hlutverk SAMÚT er að standa vörð um rétt almennings til að umgangast náttúruna og vera málssvari þeirra félaga sem að þeim standa gagnvart stjórnvöldum og öðrum í sameiginlegum hagsmunamálum.4. gr.
Aðild.
Auk stofnfélaga geta þau félög, samtök eða sambönd orðið aðilar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
-Eru almenningsfélög og öllum opðin eða sambönd eða samtök slíkra félaga.
-Hafa útivist og náttúruskoðun að meginmarkmiði eða slíkir þættir skipa stóran sess í starfi þess/þeirra.
Aðildarumsókn skal borin upp á aðalfundi og hljóta samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða. Ef samtök, sambönd eða aðalfélag deildarskiptra félaga eiga aðild að SAMÚT geta einstakar deildir eða félög innan þeirra ekki orðið sjálfstæðir aðilar.5. gr.
Brottvísun eða úrsögn félaga úr samtökunum
Heimilt er á aðalfundi, með 2/3 hluta greiddra atkvæða, að víkja félögum, samtökum eða samböndum úr SAMÚT ef þau gerast brotleg við lög eða samþykktir þess.
Úrsögn úr SAMÚT skal tilkynna stjórn skriflega fyrir 15. apríl.
Við úrsögn eða brottvísum á félag engar kröfur á hendur SAMÚT.6. gr.
Aðildargjald, skipting kostnaðar o.fl.
Aðildargjald skal greitt fyrirfram, eigi síðar en 1. ágúst ár hvert ásamt hlut hvers félags, sambands eða samtaka í umframkostnaði vegna liðins árs.
Stjórn eða framkvæmdastjórn er eigi heimilt að skuldbinda samtökin fyrir hærri upphæð ár hvert en sem nemur tvöföldum aðildargjöldum ársins.
Reikningsár samtakanna er frá 1. apríl til 31. mars.7. gr.
Aðalfundur.
Aðalfundur er æðsta vald í málefnum samtakanna. Rétt til setu á aðalfundi hafa 3 fulltrúar frá hverju félagi, sambandi eða samtökum sem aðild eiga að SAMÚT og fer hver þeirra með 1 atkvæði.
Aðalfundur skal haldinn í maí ár hvert og til hans skal boða á tryggan hátt með minnst 14 daga fyrirvara. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í málefjum aðalfundar nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum þessum. Aðalfundur er lögmætur ef fulltrúar frá helmingi aðildarfélaganna mæta á fundinn.
Aukaaðalfund skal halda fari helmingur aðildarfélaganna fram á það skriflega við stjórn samtakanna. Á slíkum fundi má framkvæma hið sama og á aðalfundi.8. gr.
Dagskrá aðalfundar.
Dagskrá aðalfundar skal vera:1. Skýrsla stjórnar.
2. Framlagning ársreiknings.
3. Umræður um skýrslu og afgreiðsla ársreiknings.
4. Ákvörðun aðildargjalds og skipting kostnaðar.
5. Lagabreytingar.
6. Tilnefning stjórnarmanna.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
8. Önnur mál.9. gr.
Lagabreytingar.
Lögum samtakanna verður aðeins breytt á aðalfundi þeirra. Tillögum til lagabreytinga skal skila til stjórnar 7 dögum fyrir aðalfund. Nái lagbreytingatillaga samþykki 2/3 hluta fundarmanna telst hún samþykkt.10. gr.
Stjórn samtakanna.
Hvert férlag, samtök eða samband sem aðild á að SAMÚT skipar einn mann í stjórn samtakanna og einn til vara. Tilkynna skal um skipan stjórnarmanna á aðalfundi.
Stjórnin hefur æðsta vald í málefnum SAMÚT á milli aðalfunda og sér um að framfylgja sefmu hans. Stjórnarfundi skal halda að minnsta kosti ársfjórðungslega og skal boðað til þeirra með tryggum hætti. Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef helmingur stjórnarmann mætir. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Ef atkvæði falla jafnt ræður atkvæði formanns.11 gr.
Framkvæmdastjórn
Stjórn SAMÚT kýs sér sjálf úr sínum hópi, formann, ritara og gjaldkera er fara með dagleg störf samtakanna, framfylgja stefnu aðalfundar og stjórnar, koma fram fyrir hönd félagsins á opinberum vettvangi, fylgjast með sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfélaganna og miðla upplýsingum um það sem á döfinni er hverju sinni. Þessir aðilar eru jafnframt formaður, ritari og gjaldkeri samtakanna. Stjórnin velur menn til annarra trúnaðarstarfa fyrir SAMÚT.12. gr.
Slit samtakanna
Um tillögu til slita á samtökunum fer eins og um lagabreytingartillögu sé að ræða. Við slit SAMÚT skal eignum og skuldum skipt jafnt milli aðildarfélaganna.
You must be logged in to reply to this topic.