This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Smá innanfélagsmála blablabla og bla
Hérna á spjallinu er alltof lítið fjallað um innanfélagsmál, ég veit ekki hvort það sé af feimni vegna þess að þetta sé opinber vettvangur, gæti verið. En þar sem lítið eða ekkert er fjallað um þau á félagsfundum og það að Setrið kemur sjaldnar út, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fjalla aðeins um þau á þessum vettvangi. Hluti af þessu vandamáli er sennilega sá hversu litt félagsmenn eru upplýstir um þessi mál. Þó sá möguleiki hafi opnast, eftir að stjórn fór að senda inn tilkynningu um hvað hefði verið á dagskrá stjórnarfunda. Það hef ég ekki staðið við nú að undanförnu vegna anna að setja inn fundarefni. En ég ætla aðeins að gera hér grein fyrir nokkrum þeim málum sem verið er að vinna í þessa síðustu daga.
Námskeiðarhald
Eftir hin hörmulegu slys á fjöllum í vetur, þá hefur orðið vakning innan klúbbsins. Að það þurfi að gæta frekar að þessum málaflokk. Og hafa menn kallað eftir ýmsum aðgerðum, sem að vísu er þannig eðlis að ekki er hægt að verða við ósk allra.
En nú þessa dagana höfum við átt í viðræðum við tiltekna björgunarsveit um samstarf og í framhaldi af því verður farið út í námskeiðahald af ýmsum toga og mun Hjálparsveit leiða það starf ásamt fleiri nefndum, einsog Litludeild. Þetta verður vonandi kynnt freka í næstu viku.Landvernd
Ferðaklúbburinn 4×4 er orðin fullgildur aðili að Landvernd og sátu 2 stjórnarmenn og formaður umhverfisnefndar 4×4 aðalfund Landverndar í gær.
Hvað varðar aðild að Landvernd, þá eru menn vafalaust ekki á eitt sáttir um það. En þetta gefur 4×4 tækifæri á því að fylgjast með því sem er í deiglunni á hverjum tíma, og hafa áhrif á gang mála. Þar sem 4×4 er hagsmunaklúbbur þá er það í raun skilda hans að reina að hafa sem mest áhrif á stjórnvöld, með hagsmuni jeppamanna að leiðarljósi og þar fara hagsmunir Landverndar og Ferðaklúbbsins oftar saman en sjaldnar.
Á þessu aðalfundi Landverndar voru t,d hálendismál höfuð málefnið og þarna kom greinilega fram að svo myndi verða á næst starfsári Landverndar.Samút
Samtök útivistarfélaga ætla að halda aðalfund 9 maí, eftir að hafa verið í dvala lengi, því miður. Samút gæti verið mjög mikilvægt batterí í ýmsum málaflokkum og hefur reyndar verið það t.d í setningu reglugerðar um Skaftafellsþjóðgarð. Þar sem Samút var löggildur umsagnaraðili og sendi frá sér athugasemdir sem sumar fengu hljómgrunn en aðrar ekki því miður. Einnig gætu samtökin borið klæði á vopnin milli félaganna ef svo bæri undir.
Auk þess er fulltrúi Samút í Samvinnunefnd um skipan miðhálendi íslands og einnig er Samút aðili að Samráðsferli frjálsra félagasamtaka hjá Umhverfisstofnum. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur einmitt oft slegið um sig með því að hún sé í góðu samstafi með útivistarfólki og á hún þarna sennilega við þetta Samráðsferli, reyndar hefur þetta greinilega verið vel varðveitt leyndarmál, því oft hefur maður spurt sjálfan sig og aðar hvað hún sé að bulla þegar hún talar um góða samvinnu við útivistarfólk. Því verður fróðlegt að fá að vita hverjir eru í þessum hóp fyrir Samút. Ég ætla bara vona að þeir hafi ekki verið í hópi þeirra slæmu ráðgjafa ráðherra sem hafa komið að reglugerðum um þjóðgarða. En þar er greinilega hópur sem gengur ekki heill til skógar. Og leggur engan metnað í vinnu sína samanber það að taka ekki tillit til margra þeirra athugasemda sem helstu sérfræðingar landsins í þekkingu á Vatnajökli gerðu við reglugerð um þjóðgarð í Skaftafelli.
You must be logged in to reply to this topic.