This topic contains 2 replies, has 3 voices, and was last updated by Sverrir Kr. Bjarnason 8 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Góðan dag, hér er lítil ferðasaga. Við hjónin skruppum í helgarferð í Ingólfsskála, sem er við austustu upptakakvísl Vestari Jökulsár norðan Hofsjökuls. Við fórum um Varmahlíð og upp úr Skagafirði og síðan merkta afleggjarann til Ásbjarnarvatna og Ingólfsskála. Fengum frábært veður, hitinn fór upp í 21 stig! Okkur þótti umhverfi Ingólfsskála flottara en Ásbjarnarvatna, bæði nærumhverfi og fjallasýn. Við vorum svo heppin að hafa skálann alveg út af fyrir okkur.
Þegar ég pantaði skálann hjá Ferðafélagi Skagfirðinga var ég spurður að því hvort ég væri í einhverju ferðafélagi og nefndi ég 4×4 og var það látið gott heita og fékk ég ferðafélagsafslátt. Mér skildist samt að það væri enginn samningur til milli 4×4 og FÍ um skálagjöld o.þ.h., er það rétt? Er ekki eðlilegt að 4×4 leiti eftir slíkum samningum við FÍ og e.t.v. fleiri aðila?
Við fórum Strompleið til baka í áttina að Laugafelli (fyrir þá sem ekki vita er Strompleið slóði, sem liggur nær jöklinum frá ruddu leiðinni skammt austan Ásbjarnarvatna og út á Skagafjarðarleiðina við Orravatn). Frá Orravatni rennur lítill lækur til suðurs og er mjög bratt að læknum beggja vegna og því hefur verið sett ræsi þarna og fyllt upp með stórgrýti. Ræsið stendur hins vegar talsvert upp úr og þar sem litli fjallajeppinn minn er bara á 30″ þurfti ég að vanda mig töluvert til að komast þarna yfir og er ég ekki frá því að stálplatan, sem ég var svo forsjáll að setja undir vélina fyrir nokkrum árum hafi aðeins nuddast við ræsið. Mæli ekki með þessari leið fyrir neitt minna en Grand Vitara á 30″ 😉
You must be logged in to reply to this topic.