FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ingólfsfjall.

by Bergur Arnarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Ingólfsfjall.

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bjarni Þór Gylfason Bjarni Þór Gylfason 18 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.04.2007 at 19:20 #200123
    Profile photo of Bergur Arnarson
    Bergur Arnarson
    Participant

    Er hægt að keyra upp á Ingólfsfjall núna? Er sama bleytan og á hálendinu eða gæti leiðin verið fær?

    kv, Bergur

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 13.04.2007 at 20:43 #588308
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    Ég mundi gera mitt besta í að reyna að svara en ég er sko hálf hræddur við Ofsa og Stefí þannig að ég þori því ekki sko:P

    annars er spáin blaut svo mér kæmi ekki á óvart svoldil bleyta sko (sorry stef og Ofsi ég bara varð að reyna að svara:P)

    Kv Dabbi Kjaftaglaði





    14.04.2007 at 19:27 #588310
    Profile photo of Bergur Arnarson
    Bergur Arnarson
    Participant
    • Umræður: 12
    • Svör: 70

    Ég keyrði aðeins inn á leiðina upp á Ingólfsfjall í dag. Mér fannst vegurinn fyrir framan soldið blautur og gekk út til að kanna hann og sökk upp að ökla í drullu og var því snúið við. Við fórum og athuguðum aðkomuna norðanmegin og ræddum við ábúendur þar og það kom í ljós að þetta væri allt saman hreint drullusvað í svona tíð. Við keyrðum því bara Esjuleiðina sem var nokkuð skemmtileg því það er slatti í lækjunum þarna.

    kv, Bergur





    15.04.2007 at 00:02 #588312
    Profile photo of Bjarni Þór Gylfason
    Bjarni Þór Gylfason
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 106

    Hæ,

    hvaða leiðir er hægt að fara uppá Ingólfsfjall? Hvar kemur maður að þeim og hvernig eru þær?

    kv, Bjarni





    15.04.2007 at 09:34 #588314
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ekið er austur fyrir Hveragerði, og beygt af þjóðvegi 1 við skilti sem á stendur Hvammur sem er skammt austan Hveragerðis. Ekinn er vegur 347, framhjá bæjunum Sogni og Gljúfri og yfir læk sem fellur úr Æðagili. Þar er beygt af veginum til vinstri inn á Slóðina. Þar er upphaf leiðarinnar upp á Ingólfsfjall og yfir Grafningsháls. Grafningshálsinn er æfa gömul þjóðleið og er getið um leiðina í Sturlungu en Gissur Þorvaldsson og Sturla Sighvatsson fóru hana í Apavatnsför sinni1238. Haldið er inn slóðina og upp brekkur milli Æðagils og Lyngbrekkna þar til komið er upp á há hálsinn. Þar greinist slóðin og liggur ógreinileg slóð til hægri upp á Ingólfsfjall. Þar þarf að fara upp brattar brekkur sem eru vart færar fyrir minnstu jeppa, og verulega erfiðar í snjó fyrir mikið breytta jeppa. Ofann við brekkurnar er ekið eftir fjallsrananum Kallbak milli Kagagils og Klaufagils. Þrælar Ingólfs Arnarsonar hétu Kallbakur og Kagi og eru staðirnir við þá kenndir. Af rananum er bratt til beggja handa og varasamt í slæmu skyggni. Þaðan er svo greiðfær leið upp að Inghóli sem er hæsti tindur Ingólfsfjalls 551 m.y.s. Þar eru mörk Grafningshrepps og Ölfushrepps. Talið er að Ingólfur Arnarson landnámsmaður sé heygður í hólnum, hólinn er 200 faðmar í kring og 40 feta hár. Á hólnum er landmælingamerki Landmælinga. Önnur hæð er á fjallinu norðan við Inghól, og hefur Tetra Ísland komið þar fyrir endurvarpa. Af Ingólfsfjalli er haldið sömu leið til baka niður á gatnamótin á Grafningsháls. Þar er ekið til hægri og gili Tunguá fylgt til austurs. Þar fer háspennulínan yfir gilið. Háspennulínan heitir Sogslína og var reist 1953 og var fyrsta stálturnalínann. Með línunni voru tengdar samann Írafossstöð, Ljósafossstöð og Steingrímsstöð við Reykjarvík. Á leiðinni niður af hálsinum þarf að fara yfir nokkra meinlausa læki. Tvær slóðir liggja til vinstri af slóðinni, og enda þær við bæinn Stóraháls. Ekið er um hlað eyðibýlisins Litlaháls. Þaðan er svo greiðfær leið yfir á heimkeyrsluna inn að Stórahálsi. Þar sem eru leiðarlok. Þaðan er síðan stutt á Þjóðveg 350.

    Heimildir Stolnar úr Utan Alfaraleiða
    Heimildir Landsvirkjun.is og Byggðarsafn Ölfuss.





    15.04.2007 at 11:41 #588316
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Neyðarlínan (eigandi tetra) hefur fjarlægt búnaðinn af Ingólfsfjalli.





    15.04.2007 at 12:16 #588318
    Profile photo of Bjarni Þór Gylfason
    Bjarni Þór Gylfason
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 106

    Takk fyrir þetta Ofsi.

    kv, Bjarni





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.