This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorsteinn Svavar McKinstry 15 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Mig langar að þakka stjórn og félagsmönnum F4x4 fyrir tækifærið til að koma á félagsfundinn og kynna ICCR, Íslenska Fjallarallið. Þakka kærlega fyrir áhugann og góðar móttökur (að ógleymdu kleinukaffinu).
Eins og fram koma á fundinum eru nú þegar kominn listi af jeppamönnum til að starfa við keppnina en alltaf er pláss fyrir góða menn og bíla. Mun bráðlega haft samband við þá vegna námskeiða og undirbúnings keppninnar.
Var ekki annað að heyra en að í gerjun séu hugmyndir hjá nokkrum félögum um að skella sér í keppnina sjálfa en nú þegar hafa fjölmargar Íslenskar áhafnir lýst yfir væntanlegri þátttöku. All margar erlendar áhafnir hafa einnig sagst mæta til leiks. Aðstandendur keppninnar ætla þó að fara varlega í yfirlýsingar um fjölda keppenda og þjóðerni þar sem efnahagskreppan getur enn sett alvarlegt strik í reikninginn. Eru skipuleggjendurnir því við öllu búnir og fara varlega í undirbúningi, en keppni sem þessi er mjög kostnaðarsöm sökum þess hve mannaflafrek hún er og að stuðst er við dýran tæknibúnað sem ekki er til í landinu. Skráningarfrestur rennur út 15. júní og eiga þá allar áhafnir að hafa staðfest þátttöku.
Hvet ég alla félaga F4x4 sem og aðra áhugamenn um jeppa, ferðalög og þess háttar ævintýri að fylgjast með framvindu mála á http://www.iccrc.is en þar eru settar inn nýjustu fréttir á forsíðuna jafnharðan og þær berast. Þá er hægt að komast í samband við skipuleggjendur í gegnum síðuna með e-mail. Einnig má hafa samband við skipuleggjendur eða undirritaðan vegna upplýsinga um búnað bíla og reglur. Get ég haft milligöngu um útvegun á t.d. veltibúrum í jeppa á hagstæðu verði.
Að lokum þakka ég öllum þeim er sent hafa inn spurningar og ábendingar um ýmis mikilvæg mál sem snerta framkvæmd keppninnar. Nefni ég sem dæmi aðgengis og umhverfismál sem eru stór sameiginleg hagsmunamál allra jeppamanna og reyndar þjóðarinnar allrar.
Sjá nánar: http://www.iccrc.is
Kveðja
Þorsteinn Svavar McKinstry
You must be logged in to reply to this topic.