This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður G. Kristinnsson 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
VHF mál á flækjustigi.
Lögunum smyglað í gegn í skjóli myrkurs, með flýtimeðferðNý lög um fjarskiptamál voru afgreidd í desember síðastliðin, og taka gildi 1 janúar 2007. Ég hef aðeins verið að kanna hvernig þetta hefur gengið fyrir sig. Ég kannaði það hjá Landsbjörg, hvort þeir hafi fengið upplýsingar um frumvarpið á vinnslustigi en þeir könnuðust ekki við það. Hvað Ferðaklúbbinn 4×4 áhræri þá er póstur sendur ( sjá að neðan ) einu samskiptin vegna þessa máls. Síðan má segja að frumvarpið hafi farið í gegnum samgöngunefnd alþingis með hraði í haust og voru nánast enginn andmæli nema smá mjálm í einum nefndarmanni í minnihluta nefndarinnar. Nú kemur feiti reikningurinn til með að berast í febrúar. Og er gjaldagi 1 mars. Samkvæmt PFS erum við víst einu aðilarnir sem ekki eru sáttir við þessa lélegu stjórnsýslu. Rétt er að benda forkólfum PFS á það að almennt hafa þeir aðilar sem koma til með að verða rukkaðir ekki hugmynd um hvað er í vændum svo þeir hafa ekki haft ástæðu til þess að láta í sér heyra.
Merkilegt þykir mér í undirbúningi frumvarpsins voru einungis kallaðir til 3 aðilar fyrir nefndina en það voru fulltrúar Símanns og OG fjarskipta og Samtaka atvinnulífsins.Röksemdarfærsla PFS er á þann veg að einstaklingar græði svo á þessari breytingu. Þá er það rétt hjá þeim. En þeir gleyma því að ferðaklúbbnum kemur ekkert við þessi Jón Jónsson út í bæ sem fengið hefur rásir 4×4 með ólögmætum hætti. Klúbburinn 4×4 hefur nákvæmlega enginn tök á því að láta hann taka þátt í sameiginlegum kostnað. Það sem hann er óþekktur vegna slælegs eftirlits þeirra aðila sem hafa haft með eftirlitshlutverkið að gera á liðnum árum. PFS vitnar sífellt listann yfir þá sem hafa vhf rásir klúbbsins. Ég er marg búinn að benda á það að hann er ónýtur. Og hefur hann í raun ekkert með málið að gera. Best væri að þessi listi væri birtur opinberlega. Og hann borinn saman við félagatalið 2006. PFS þykir eðlilegt að þessi gjöld væru sett inn í félagsgjöldin, væri það gert væri verið að stela mögulegri hækkun félagsgjalda af okkur í vor. Og svo getur maður velt því fyrir sér. Hvað gjöld ríkisins eiga að vera inni í félagsgjöldum 4×4.
Einsog staða er núna er ekki út mörgu að spila, þó hafa komið hugmyndir um að setja límmiða í hver jeppa sem er með rásir klúbbsins. Ekki veit ég hverjum datt í hug sá barnaskapur og hverju það ætti að breyta, það yrðu aðeins aukinn kostnaður og umsýsla fyrir klúbbinn og bættist ofan á feita reikninginn frá PFS. Sama má segja um kallnúmer, einsog staðan er núna þá er seint um rassinn gripið og það breytir ekki því að fjarskiptamálinn eru kominn buxurnar, og ekki um annað að gera en skipta um buxur.
Því gerast þær raddir háværari að vhf kerfið verði hreinlega lagt niður.Einar eik ofl hafa haldið því fram að best sé að sem flestir hafi rásir klúbbsin, og það má vera rétt. En þá þarf margt að koma til, t,d þarf að fjölga tíðnum og það kosta orðið það mikið, að í raun er sá möguleiki úti með nýjum lögum. Og svo má benda á að það eikur álag á endurvarpana. En ef þessi leið væri farinn að opna algjörlega á kerfi klúbbsin fyrir almenningi þá sé ég ekki af hverju 4×4 ætti að halda áfram að leggja stórfé í kerfið. Þá væri allt eins gott að gefa það ríkinu og þeir gætu síðan einkavætt draslið.
Nokkrar leiðir eru til út úr þessu ríkisveseni. En mínar hugmyndir eru eftirfarandi:
1 Leggja niður VHF kerfið umsvifalaust og reikningur berst Ferðaklúbbnum 4×4
2 Allir 15000 þúsund vhf eigendur verði kallaðir inn og stöðvar þeirra skoðaðar og skráðar niður rásir í viðkomandi stöðvum og þeir látnir gera grein fyrir þeim.
3 Eftirlit með talstöðvum verði í höndum skoðunarmann, þ.a.s það verði gert að skoðunaratriði að stöðvarnar séu prófaðar.
4 Beðið verði eftir reikningnum frá PFS. Reikningurinn greiddur með fyrirvara. Og reikningurinn verði síðan kærður til úrskurðarnefnd fjarskiptamála ( þ.a.s kært verði komuleið ) fáist ekki viðunandi niðurstað í úrskurðarnefnd fjarskiptamála verði málinu skoti til umboðsmans alþingis, enda ekki hægt að framfylgja þessum lögum. Og þarf því lagabreytingar við.
Hér að neðan er það eina sem stjórn og fjarskiptanefnd hefur fengið að vita um málið. Aumur póstur sem barst 2002 til Ferðaklúbbsins 4×4. Einhverjir eiga að skammast sín.
Kv Jón Snæland ritari ferðarklúbbsins 4×4Málefni: VHF talstöðvarás – Bláfjöll
Tilv. Umsókn Radíóþjónustu Sigga Harðar hf (RSH) fyrir þína hönd dags
13.06.2002Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) heimilar Ferðaklúbbnum 4×4 kt.
7010891549 hér með
notkun tíðniparsins 154.700/163.900 MHz fyrir farstöðvaþjónustu
félagsmanna sinna með
móðurstöð í Bláfjöllum (Rás sem RSH fékk heimild til að prófa í 1 ár).
Tíðnin 154.700
MHz er senditíðni móðurstöðvar en 163.900 MHz senditíðni farstöðva.Fylla skal út umsóknareyðublöð fyrir starfrækslu sérhverjar stöðvar sem
notar ofangreindar
tíðnir og senda til PFS svo hægt sé að gefa út leyfisbréf. Ekki er heimilt
að setja ofan-
greindar rásir í stöðvar nema fyrir liggi samþykki félagsins fyrir því að
viðkomandi aðili noti
þær. Það er gert með undirskrift á umsóknareyðublað fyrir starfrækslu
talstöðva. Sé það
ekki gert er ekki heimilt að setja ofangreindar rásir í talstöð. Notkun
annarra tíðna en
heimilaðar hafa verið í leyfisbréfi er stranglega bönnuð.Gjöld eru skv. gjaldskrá PFS. Gjaldtaka miðast nú við sérhverja talstöð
en rétt þykir að
benda á að hugmyndir eru uppi um að gjaldtakan verði síðar fyrir
tíðniheimildina en ekki
talstöðvarnar eins og nú er. Þegar og ef þessar breytingar koma til
framkvæmda, yrði
Ferðaklúbburinn 4×4 sem handhafi tíðniheimildarinnar ábyrgt fyrir greiðslu
árlegs gjalds.Um starfsemina gildir reglugerð nr 336/1984 en sérstök athygli er vakin á
efirt. atr.:Mesta leyfilega útgeislað afl móðurstöðva og farstöðva er 25 W (með 25 W
sendum er því
ekki heimilt að nota stefnuvirkt loftnet með mögnun).Þeir einir mega setja upp talstöðvar sem til þess hafa réttindi.
Hafi ofangreindar tíðnir ekki verið teknar í notkun innan 8 mánaða fellur
heimildin niður.Með kveðju,
______________________
Hörður R. Harðarson
You must be logged in to reply to this topic.