FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Í lok stórferðar, hugleiðingar

by Logi Már Einarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Í lok stórferðar, hugleiðingar

This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón G. Guðmundsson Jón G. Guðmundsson 12 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.03.2013 at 21:57 #225779
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant

    Sælir félagar. Um leið og viljum þakka ykkur fyrir samveruna í stórferðinni langar okkur að koma með nokkrar hugleiðingar um atburði ferðarinnar. Með hugleiðingum þessum er ekki á nokkurn hátt verið að kasta rýrð á skipulag Túttugengisins, semokkur þótti til fyrirmyndar eða á störf þeirra annarra sem að skipulaginu komu. Þessum hugleiðingum okkar er fyrst og fremst ætlað að vekja okkur til umhugsunar um hvernig við getum undirbúið okkur undir svona ferð og verið fær um að takast á við það sem upp á getur komið og er alveg eins beint að okkur sjálfum eins og öðrum sem í ferðinni voru. Við erum reynslunni ríkari og við vonum að aðrir séu það líka.
    Það fyrsta sem huga ætti að er fjöldi bíla í hóp. Það er ekki heppilget að hafa of marga bíla í hverjum hóp. Það er óhjákvæmilget að einhverjar tafir geti orðið á leiðinni og þá er betra að fáir tefjist en margir. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar raðað er saman í hóp fólki, sem ekki hefur ferðast saman áður. Það geta komið upp þær aðstæður að einhver úr hópnum getur þurft að leggja til óvinsælar ákvarðanir og taka hagsmuni heildarinnar fram yfir hagsmuni einstaklingsins eins og t.d. að skilja bíl eftir í þágu þess að hópurinn komist fyrr til byggða ef veður og aðstæður fara versnandi. Miðað við þær aðstæður sem sköpuðust á jöklinum núna um helgina getur verið mikilvægt að taka ákvörðun sem þessa fyrr en seinna. Það verður aldrei of oft áréttað að menn séu undir það búnir bæði andlega og hvað varðar útbúnað að þurfa að dvelja um lengri eða skemmri tíma í ökutækinu vegna veðurs eða bilana. Mikilvægt er því að að hafa meðferðis nógu góðan búnað til að halda á sér hita s.s. góðan fatnað, svefnpoka sem ekki er ætlaður til sumarferða og álpoka.
    GPS tæki eru grunnur að ferðamennsku á jöklum og eru skylda í þeim bílum sem taka þátt í svona ferð. Við skulum hafa í huga að ekki er nóg að hafa tækið í bílnum, við þurfum að geta notað það líka. Það eru grunnatriði að geta fært hnit í tækið og geta kallað fram eigin staðsetningu til að geta miðlað heni til björgunaraðila. Það voru dæmi þess að að ekki væru gefnar upp réttar staðsetningar þegar leitað var eftir þeim. Allir hljóta að sjá hversu mikilvægt þetta atriði er. Einföldustu aðgerðir á tækjunum verða flóknar þegar menn kunna þær ekki og á það sérstaklega við þegar menn standa frammi fyrir aðstæðum eins og þeim sem mynduðust á jöklinum um helgina. Tillaga til lausnar á þessu væri t.d. að þeir félagar sem hafa staðgóða þekkingu á gps tækjum gætu miðlað af þekkingu sinni á klúbbkvöldum, opnu húsi og slíku og væri slíkt auglýst á heimasíðu 4×4. Þá er miðað við að menn gætu komið með sín eigin tæki og fengið grunnleiðsögn á þau. Kunnátta í því að lesa saman kort og áttavita getur einnig komið sér vel ef svo illa fer að gps kerfið dettur út eða tækið bilar.
    Að mörgu er að hyggja þegar bíll er undirbúinn í svona ferð. Loftinntök þurfa að vara þannig útbúin að ekki geti skafið inn á þau því það veldur því gjarnan að loftsíur stíflast og vélar hætta að ganga. Kveikikerfi bensínbíla þarf að vera vel rakavarið og gera þarf ráðstafanir í blöndugsbílum til að ekki frjósi í blöndungunum. Þessi tvö atriði geta skift sköpum þegar að því kemur að halda vélum gangandi og geta haldið hita í farþegarými.
    Ferðaklúbburinn 4×4 hefur byggt upp gríðarlega öflugt VHF kerfi og er ekki ofsagt að það hafi gert gæfumuninn núna um helgina þar sem símasamband náðist ekki á svæðinu og verður þeim seint fullþakkað sem staðið hafa að uppbyggingu þess. Í ferðinni um helgina var nokkuð um það að menn töluðu inn í samtöl sem fóru á milli stjórnstöðvar á Höfn og þeirra sem voru aðmiðla upplýsingum til þeirra. Það er gríðarlega mikilvægt að menn forðist að tala hver ofan í annan og hafi formleg samskifti t.d. að kynna sig með nafni til að auðvelda hjálparsveitum og stjórnstöðvum að hafa sambandi við tiltekna aðila aftur.
    Enn og aftur viljum við taka það fram að við teljum Túttugengið hafa staðið vel að skipulagningu ferðarinnar og ekki síður í því að aðstoða fólk við að komast niður af jöklinum. Við viljum þakka Hornafjarðardeild Ferðaklúbbsins fyrir þeirra þátt í aðstoðinni, Björgunarsveit Hornafjarðar fyrir alla þeirra miklu aðstoð og stjórnstöðinni á Hornafirði fyrir góð samskifti. Ekki má gleyma Bjarna snjótroðarastjóra sem ruddi fyrir okkur brautina og gerði gæfumuninn í þvi að allir komust niður.
    Rúnar Sigurjónsson R-2035
    Logi Már R-3641

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 21 through 32 (of 32 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 20.03.2013 at 15:00 #764711
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Það er algerlega rétt hjá Óskari að það er af og frá að ferðast án þess að allir séu með GPS… Enda voru það einu kröfurnar sem við settum að í hverjum bíl væri GPS og fjarskiptabúnaður. Þannig gætum við alltaf náð sambandi við og fundið fólk.

    Það kom margoft fyrir hjá hópunum að menn urðu viðskila og óku þá í uppgefna punkta. Þetta gerðist einu sinni í mínum hóp.

    Auðvitað ferðuðust menn áður en leiðsögutæki komu og það er vel hægt. En þá fóru menn heldur ekki yfir Vatnajökul með 100 bíla á einum degi. Þá stoppuðu menn og biðu af sér veðrið ef það versnaði… Nú eða jafnvel bundu bíla saman til að týna ekki hver öðrum. Í dag höfum við hins vegar þessa tækni og tækin eru bæði ódýr og einföld og eru því sjálfsagður hlutur í jeppa sem á að nota á hálendinu og á að vera eitt af því fyrsta sem menn kaupa í breyttan jeppa.

    Benni





    20.03.2013 at 18:50 #764713
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    Mér hefði ekki dottið í hug að vera án gps tækis eða að nokkur í hópnum sem ég var í væri án þess, einn bíll sem var með eldra tæki sem gat ekki keyrt eftir ferlum, en hann gat alltaf ef hann hefði lent í vandræðum gefið upp staðsetningu sína og við fundið hann, en það kom aldrei til með að þurfa , staðsetningar tæki og samskipta tæki eru bara nauðsynleg í svona ferð , en svo geta tæki alltaf bilað , ég lenti tildæmis í því að það brotnaði hjá mér loftnetsfótur og loftnetið tapaðist , en ég var með 2 VHF stöðvar og loftnet , auk þess að vera með handstöð þannig það kom ekki að sök, auk þess var ég með 2 gps tæki líka, Gpsmap 620 og Gamalt nuvi tæki með jöklakortinu , maður getur aldrei verið of vel búin





    20.03.2013 at 18:53 #764715
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Nú Vantar LIKE takk hér – Like á Kjartan !!

    Ég er sjálfur með 2 VHF + Handstöð og tvö gps tæki + gps í S’imanum sem dugir vel til að finna hnit á manni sjálfum…

    Maður er aldrei of vel búin tækjum…

    Benni Græjufíkill :-)





    20.03.2013 at 19:16 #764717
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    Einna helst var maður pirraður að vera ekki með Webasto í bílnum , hann kólnaði svo hrikalega fljótt niður þegar maður þurfti að stoppa og bíða á meðan það var verið að losa einhvern í hópnum sem var fastur aftast , þurfti stundum að bíða í 20mínútur meðan það var verið að græja einhverja festuna eða eitthvað vandamálið og þá var bíllinn orðinn skítkaldur , liggur við að maður hefði þurft að vera keyra í hringi bara á meðan hah





    20.03.2013 at 21:13 #764719
    Profile photo of Þórður Már Björnsson
    Þórður Már Björnsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 61

    Mér langar í framhaldi af þessari GPS umræðu og að hafa jafnvel fleiri en eitt tæki í bílnum að benda á að það eru farin að leinast gps tækni í hinum ótrúlegustu hlutum eins og td. allir vita í símum og spjaldtölvum en svo er þetta líka komið í margar nýrri myndavélar eins og þá sem ég er með. Það kæmi mér verulega á óvart ef ekkert af þessum tækjum leindist í bílnum hjá mönnum nú orðið.

    An svo er annað atriði sem ég vil minnast á og er að ég tel mjög mikilvægt þó svo að það hafi ekki komið að sök að þesu sinni og það er þegar þú ert að kalla eftir hjálp í gegnum VHF stöðina.
    Á laugardaginn síðasta var ég að ferðast á Fallabaki og seinnipartinn þegar ég var staddur í kring um Laugar fór ég að heyra kall á rás 46 þar sem einhver virtist vera í einhverskonar neyð og var að leita eftir aðstoð. Ég og fleiri heyrðum nokkuð vel í þessum aðilla en það var alveg sama hvað við reyndum að svara honum hann heyrði ekki í okkur. Held ég að þetta hafi verið hópurinn sem óskaði eftir aðstoð en afturkallaði það svo þegar þeir komust á Grímsfjall sjálfir.
    Vil ég í ljósi þess benda á að ef einhver þarf að aðstoð að halda af einhverri ástæðu en fær engin svör þá ætti sá hinn sami að senda út kall með hellstu upplýsingum svo sem nafn, staðsetningu og hver neyðin er, því það getur einhver verið að hlusta þó þú heyrir hann ekki svara og þá gæti sá aðilli gert viðeigandi ráðstafanir.

    Ég hefði allavega gert það í þessu tilfelli ef einhverjar upplýsingar hefðu fylgt kallinu.

    Kv.
    Doddi





    20.03.2013 at 22:45 #764721
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Ég er á því að GPS og vhf sé ófrávíkjanleg skylda í vetrarferðum. Ég er t.d. með 176 bíltæki og bíla-vhf stöð sem ég nota alltaf. Síðan er ég með til vara garmin 60 handtæki (einnig með korti) og hand-vhf stöð. Þetta nýtist sem vara búnaður ef aðal tækin klikka. Einnig er þetta til að maður geti farið fótgangandi frá bílnum í neyð og verið öruggur, hvort sem er til að fara einhverjar vegalengdir eða bara labba upp á næsta fjall til að komast í samband ef bíllinn er fastur á "dauðu" svæði. Að lokum getur verið þægilegt að senda coarann út til að ganga á undann hópnum til að velja heppilegustu leiðina og þá er mjög þægilegt að vera með handstöð. Þá þarf coarinn ekki að koma til baka yfir t.d. gil til að leiðbeina mönnum heldur getur gert það jafn óðum.

    Kv. Freyr





    21.03.2013 at 08:09 #764723
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    Freyr nákvæmlega, mín handstöð hefur nýst svona í vondum veðrum þegar maður þarf að láta coaran ganga á undan bílnum til að finna bestu leiðirnar og ganga úr skugga að maður keyri ekki á eitthvað , þó maður myndi neyðast til að hafa hann í bandi við bílinn ef aðstæður væru þeim mun verri





    23.03.2013 at 11:55 #764725
    Profile photo of Friðfinnur Guðmundsson
    Friðfinnur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 218

    Góð umræða, sem vonandi leiðir til góðs. Ég hef farið í þessar ferðir undanfarin ár en ekki þetta árið þar sem ég er bíllaus um þessar mundir. En ég kom að þessari ferð með öðrum hætti núna þar sem ég var á vakt hjá Landsstjórn björgunarsveita sem er það apparat sem aðsoðar björgunarsveitir heima í héraði með viðbótar tæki og mannskap auk þess að vara samræmingaraðili í stórum aðgerðum.

    Þessi atburðu var svosem ekki stórvæglegur þó skilja hefði þurft eftir fjölda bíla þá komst allur mannskapur niður af jöklinum og engan sakaði. Það er jafnframt hægt að hugsa sér að verr hefði getað farið og við eigum alltaf að plana fyrir það versta.

    Þegar björgunarsveitir koma að svona atburði er aðeins einn partur af úrlausn verkefnisins að kalla út einhverja snjóbíla til aðstoðar annar partur og ekki síðri er að ná utan um atburðin ss hverjir eru í vanda, hvar eru þeir og hvað getur gertst til að ástandið verði verra en það er og í þessu tilfelli var mikilvægt að fá yfirsýn yfir það hvar þeir væru sem voru í vandræðum, er vitað um alla hópa osfr. Það var ekki auðvelt í þessu tilfelli.

    Mér hefur alltaf fundist þessar ferðir vel skipulagðar og líklega ekki nein breiting á þessari ferð. Það eru þó nokkur göt í hugmyndafræðinni. Settir eru saman hópar sem eiga að vera sjálfstæðir, þetta er gott og vel en það á ekki að koma í veg fyrir samræmingu á milli hópa og það þarf að vera einhver samnefnari fyrir ferðina sem hægt er að leita til ef á þarf að halda (fararstjóri eða fararstjórn) Skráning mætti vera betri en hún er í dag td um þann búnað og getu sem er í hópunum, þessi skráning þarf að vera miðlæg og aðgengileg viðbragðsaðilum. Sem dæmi er einhver hópur með búnað til að síga í sprungu, sérhæfðan fjarskiptabúnað, er einhver sérþekking í ferðinni eins og læknismenntun og þess háttar. ATH að þetta eru gríðarlega stórar ferðir þarna er verið að stefna tugum eða jafnvel yfir hundrað manns í aðstæður þar sem langt er í lægnishjálp og almenna aðstoð og ekkert að því að hafa varði fyrir neðan sig. Mér dettur einnig í hug að það séu ICE kontaktar við alla þátttakendur og skráning á IRIDIUM númerum og TETRA.

    Það þurfa að vera agaðri fjarskipti eins og hefur komið fram hér í umræðunni nú þegar, mikilvægt er notað séu kallmerki og fjarskiptin séu formlegri en þau eru í nú, sérstaklega þegar aðstæður versna og reikna má með að viðbragðsaðilar séu að hlusta og átta sig á aðstæðum. í þessu tilfelli var 46 gáttuð inn á TETRA og við gátum hlustað haðan úr Rvk en það var engin leið að vita út frá því sem við heyrðum hver var að tala við hvern. Um leið og verið var að aðstoða bíla á jöklinum var verði að leita að hóp sem var búin að vera að kalla eftir aðstoð á rás 46 og heyrðist víða að fjallabaki, Setrinu og víðar. Þarna kom ekki fram hver var að biðja um aðstoð og hvar hann var og skapaði ákveðið óvissuástand. Þeim sem reindu að kalla til baka var ekki svarað en það geta verið margar ástæður fyrir því og akkurat þess vegna er mikilvægt að menn séu skýrir í sínum fjarskiptum. En þetta var á vestanverðum jöklinum og fjarskipti frá bílum sem voru á leið niður að Jöklaseli áttu ekki að vera að heyrast á þessu svæði ekki var vitað hvort um var að ræða hóp sem hafði jafnvel ákveðið að fara í Grímsvötn í staðin fyrir að fara á Höfn. Allavega agaðri fjarskipti og ákveðið fjarskiptaplan.

    Þetta eru frábærar ferðir og það er ekkert að því að taka óreinda aðila með í slíkar ferðir og ferðast með aðilum sem þú hefur ekki ferðast með áður það þurfa allir að vera með sama skilning á því hvað þar til að ferðast ábyrgt og þessar feræði eiga að vera tækifæri til auka gæði ferðamennsku innan klúbbsins.





    23.03.2013 at 13:18 #764727
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Það er margt til í því hjá Friðfinni að það megi halda betur/öðruvísi utanum hlutina. En þá þarf líka algera kúvendingu í hugmyndafræði þessara ferða og þá að fara aftur til halarófuhugmyndafræðinar sem var við líði í 100 bíla ferðinni og krapa 2000… Þar gekk það einfaldlega ekki upp að hafa "heildarfararstjórn" og síðan þá hafa verið farnar fjölmargar stórar ferðir með núverandi fyrirkomulagi og allar (þessi líka) gengið vel. Hjá þeim sem héldu utanum skráningu voru til fjölmargar upplýsingar um þátttakendur en eftir þeim var ekki óskað og ekki þörf á þeim.

    Síðan er ágætt að menn átti sig á uppbyggingu ferðanna – hún er ekki á nokkurn hátt önnur en ef einn eða tveir sjálfstæðir hópar væru á ferð á jöklinum eða annarstaðar á hálendinu – menn vita af hvor öðrum og kalla jafnvel til nærstaddra eftir einhverri aðstoð ef á þarf að halda. Telji hóparnir hins vegar að þeir ráði ekki við aðstæður – sem að mínu mati þýðir að einhver er slasaður, alvarlega veikur eða í annarri lífshættu þá kalla menn eftir aðstoð þar til bærra aðila eins og björgunarsveitir eru í sumum tilfellum.

    Í þessu ákveðna tilfelli var undirbúningshópurinn búinn að gera ráðstafanir til að fá snjótroðara á móti ef þannig bæri undir, sem það svo gerði og fellur kostnaður vegna þess á ferðina. Aðkoma björgunarsveita að þessari ákveðnu ferð var að halda utanum fjarskipti, sem var ljómandi gott, og þess utan var einn björgunarsveitar patrol á staðnum sem fór upp með hinum 9 bílunum frá 4×4 félögum.

    Einnig var snemma ljóst að neyðarkall kom frá einum og sama aðilanum sem að kallaði á öllum rásum – þar með talið 46. Það var því ansi langt seilst að ætla að fara að hefja leit að hópum sem voru einfaldlega á leið yfir jökulinn og ekki í neinum vanda svo vitað væri.
    Þessi hugmyndafræði að eitthvað sé að uns annað fréttist finnst mér einfaldlega röng og ég veit fyrir mína parta að ég myndi ekki sætta mig við að hafin yrði leit að mér eða mínum félögun án þess að við eða aðstandendur hefðu óskað þess.

    Allt fór þetta nú ljómandi vel og hefði líka gert það án utanaðkomandi aðstoðar – og enn eina ferðina sýndi það sig og sannaði að ef að menn kalla eftir aðstoð björgunarsveita þá fer í gang þvílíkur fjölmiðlasirkus að hann einn og sér veldur meiri ursla heldur en veðrið sjálft gerði – þannig eyddi ég hálfum sunnudeginum í að vinda ofanaf fréttum (hvaðan sem þær nú komu) um að þarna hefðu ungabörn, konur og menn í tugatali nánast legið fyrir dauðanum.

    Þessi viðbrögð eru ástæða þess að mjög margir (allir sem ég þekki) jeppa-, sleða- og aðrir ferðamenn kalla ekki eftir aðstoð snemma heldur fresta því jafnvel þangað til allt er komið í verri stöðu en ella og gerir öllum erfiðara fyrir. Þetta er atriði sem ég tel að landsbjörg þyrfti að taka sérstaklega til athugunar.

    Benni





    23.03.2013 at 14:22 #764729
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Eitt varðandi búnað hvers og eins.
    Gæti ekki Ferðaklúbburinn 4×4 haft það sem val að menn setji inn í sameigilegan grunn svona smá upplýsingar um sjálfan sig, þekkingu, menntun, námskeið sem aðilinn hefur hugsanlega farið á m.a. skyndihjálp, fjallaleiðsögn, námskeið í fjallabjörgun, sprungubjörgun og sem má lengi telja. Betri upplýsingar um bifreiðina annað en tegund og dekkjastærð, VHF, Tetra, Iridium númer, spil, sprungubjörgunarbúnað, sjúkrabúnað, suðubúnað og almennan viðgerðar og björgunarbúnað.

    Sjálfur er ég alveg tilbúinn að gefa allar þær upplýsingar sem ég hef um sjálfan mig sem og þann búnað sem ég hef í bílnum hjá mér og í ferðum. Þetta gæti verið grunnur sem gæti verið hægt að notast við í svona ferðum sem og þegar hlutirnir atvikast eins og á þessum tíma þegar veðrið var sem verst.

    Eins með þennan ódýra hlut hér ( http://www.facebook.com/strakadot.svenn … =3&theater) þetta er dót sem klúbburinn eða aðilar geta verslað sér og verið með einn í hverjum hóp í svona stórri ferð.





    23.03.2013 at 21:37 #764731
    Profile photo of Friðfinnur Guðmundsson
    Friðfinnur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 218

    Ég er ekki viss um að halarófuferðir verði sérlega vinsælar og við ættum að forðast þær. Aftur á móti tel ég að það væri mikils til þess unnið að reina að ná betur utan um þessar stóru ferðir og að eins mikið af upplýsingum sé safnað og hægt er varðandi búnað og hæfni þátttakenda og ekki væri verra ef að viðbragðsaðilar geti nálgast þær með einhverjum hætti. Ég tel það einnig mikilvægt fyrir klúbbinn að menn fái tækifæri til þess að fara í þessar ferðir þó þeir séu ekki í einhverjum fastnelgdum hóp félagslega er það sterkt fyrir klúbbinn að fá nýtt blóð og það mundi gera fleiri hæfari til að ferðast með ábyrgum hætti.

    Varðandi fréttaflutning þá er mikilvægt að það komi fram að Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur eftir ákveðnum reglum þegar kemur að fjölmiðlum. Við seigjum frá því sem við erum að gera, það skiptir máli fyrir félagið að almenningur viti af okkar starfi auk þess telst það almennt fréttnæmt þegar björgunarsveitir eru kallaðar til. Svo getur skipt máli öryggissins vegna að sagt sé frá tld að björgunarsveitir séu að störfum á Hellisheiði ergo ekki leggja af stað á heiðina. Í fréttatilkynningum frá félaginu fellst ekki neinn áfellisdómur yfir þeim sem kalla eftir aðstoð, aðeins er sagt frá því sem félagið er að gera. Fjölmiðlar eru að fá upplýsingar víða að og ekki gott að seigja hvaðan hvað kemur og hversu rétt það er og svo fer umföllunin af stað ekki síst í kommenda kerfum hér og þar og þá er oft ekki langt í sleggjudóma. SL, 4×4 eða aðrir munu seint ráða hvernig fjölmiðlar fjalla um menn og málefni og vonandi lifir ekki neinn í þeirri trú að bjarganir, slys eða aðrir atburðir fari fram án þess að fjölmiðlar seigi frá þeim því hefur það verið okkar mottó að reina að koma með eins sanna mynd af atburðum og hægt er. Vonandi svarar þetta einhverju ef einhver hefur sérstök dæmi um hvernig Slysavarnafélagið Landsbjörg hefði mátt standa betur að fréttaflutningi svo ekki sé talað um aðstoðir eða bjarganir meiga þeir hinir sömu endilega hafa samband við undirritaðan og ég skal skoða þau mál. En að öðru leiti nóg um þetta þar sem þessi þráður er um þarft og gott mál og ekki viljum við að hann fari að snúast um eitthvað annað.





    26.03.2013 at 10:04 #764733
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Nú þótti mér sem sófariddara hollast að tjá mig sem minnst þangað til maður frétti meira af því hvað var í gangi, sérstaklega þar sem mín reynsla er sú að blaða- og fréttamenn tala og skrifa með rassinum þegar fréttir af hálendinu, björgunarsveitum og jeppamönnum eru annarsvegar.

    En ykkur til upplýsingar þá starfaði ég í 12 ár með björgunarsveit og lærði töluvert af minni fjalla- og jeppamennsku þar.
    Ég er nokkuð öruggur á því að björgunarsveitirnar noti núorðið WGS84 í öllum tækjum og gráður, mínútur og brot úr mínútum þegar staðsetning er gefin upp.
    Þetta er eitthvað sem stjórn 4×4 ætti að fá staðfest hjá Landsbjörgu, og um að gera að samræma þetta, t.d. með LÍV, ferðaþjónustuaðilum og fleiri aðilum.

    Og svo er ég með eina spurningu inn í umræðuna;
    Hvernig eru litlu UHF talstöðvarnar að virka á milli bíla í snarbrjáluðu veðri?
    Væru þær kannski svar nútímans við CB?





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 21 through 32 (of 32 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.