FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Í lok stórferðar, hugleiðingar

by Logi Már Einarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Í lok stórferðar, hugleiðingar

This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón G. Guðmundsson Jón G. Guðmundsson 12 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.03.2013 at 21:57 #225779
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant

    Sælir félagar. Um leið og viljum þakka ykkur fyrir samveruna í stórferðinni langar okkur að koma með nokkrar hugleiðingar um atburði ferðarinnar. Með hugleiðingum þessum er ekki á nokkurn hátt verið að kasta rýrð á skipulag Túttugengisins, semokkur þótti til fyrirmyndar eða á störf þeirra annarra sem að skipulaginu komu. Þessum hugleiðingum okkar er fyrst og fremst ætlað að vekja okkur til umhugsunar um hvernig við getum undirbúið okkur undir svona ferð og verið fær um að takast á við það sem upp á getur komið og er alveg eins beint að okkur sjálfum eins og öðrum sem í ferðinni voru. Við erum reynslunni ríkari og við vonum að aðrir séu það líka.
    Það fyrsta sem huga ætti að er fjöldi bíla í hóp. Það er ekki heppilget að hafa of marga bíla í hverjum hóp. Það er óhjákvæmilget að einhverjar tafir geti orðið á leiðinni og þá er betra að fáir tefjist en margir. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar raðað er saman í hóp fólki, sem ekki hefur ferðast saman áður. Það geta komið upp þær aðstæður að einhver úr hópnum getur þurft að leggja til óvinsælar ákvarðanir og taka hagsmuni heildarinnar fram yfir hagsmuni einstaklingsins eins og t.d. að skilja bíl eftir í þágu þess að hópurinn komist fyrr til byggða ef veður og aðstæður fara versnandi. Miðað við þær aðstæður sem sköpuðust á jöklinum núna um helgina getur verið mikilvægt að taka ákvörðun sem þessa fyrr en seinna. Það verður aldrei of oft áréttað að menn séu undir það búnir bæði andlega og hvað varðar útbúnað að þurfa að dvelja um lengri eða skemmri tíma í ökutækinu vegna veðurs eða bilana. Mikilvægt er því að að hafa meðferðis nógu góðan búnað til að halda á sér hita s.s. góðan fatnað, svefnpoka sem ekki er ætlaður til sumarferða og álpoka.
    GPS tæki eru grunnur að ferðamennsku á jöklum og eru skylda í þeim bílum sem taka þátt í svona ferð. Við skulum hafa í huga að ekki er nóg að hafa tækið í bílnum, við þurfum að geta notað það líka. Það eru grunnatriði að geta fært hnit í tækið og geta kallað fram eigin staðsetningu til að geta miðlað heni til björgunaraðila. Það voru dæmi þess að að ekki væru gefnar upp réttar staðsetningar þegar leitað var eftir þeim. Allir hljóta að sjá hversu mikilvægt þetta atriði er. Einföldustu aðgerðir á tækjunum verða flóknar þegar menn kunna þær ekki og á það sérstaklega við þegar menn standa frammi fyrir aðstæðum eins og þeim sem mynduðust á jöklinum um helgina. Tillaga til lausnar á þessu væri t.d. að þeir félagar sem hafa staðgóða þekkingu á gps tækjum gætu miðlað af þekkingu sinni á klúbbkvöldum, opnu húsi og slíku og væri slíkt auglýst á heimasíðu 4×4. Þá er miðað við að menn gætu komið með sín eigin tæki og fengið grunnleiðsögn á þau. Kunnátta í því að lesa saman kort og áttavita getur einnig komið sér vel ef svo illa fer að gps kerfið dettur út eða tækið bilar.
    Að mörgu er að hyggja þegar bíll er undirbúinn í svona ferð. Loftinntök þurfa að vara þannig útbúin að ekki geti skafið inn á þau því það veldur því gjarnan að loftsíur stíflast og vélar hætta að ganga. Kveikikerfi bensínbíla þarf að vera vel rakavarið og gera þarf ráðstafanir í blöndugsbílum til að ekki frjósi í blöndungunum. Þessi tvö atriði geta skift sköpum þegar að því kemur að halda vélum gangandi og geta haldið hita í farþegarými.
    Ferðaklúbburinn 4×4 hefur byggt upp gríðarlega öflugt VHF kerfi og er ekki ofsagt að það hafi gert gæfumuninn núna um helgina þar sem símasamband náðist ekki á svæðinu og verður þeim seint fullþakkað sem staðið hafa að uppbyggingu þess. Í ferðinni um helgina var nokkuð um það að menn töluðu inn í samtöl sem fóru á milli stjórnstöðvar á Höfn og þeirra sem voru aðmiðla upplýsingum til þeirra. Það er gríðarlega mikilvægt að menn forðist að tala hver ofan í annan og hafi formleg samskifti t.d. að kynna sig með nafni til að auðvelda hjálparsveitum og stjórnstöðvum að hafa sambandi við tiltekna aðila aftur.
    Enn og aftur viljum við taka það fram að við teljum Túttugengið hafa staðið vel að skipulagningu ferðarinnar og ekki síður í því að aðstoða fólk við að komast niður af jöklinum. Við viljum þakka Hornafjarðardeild Ferðaklúbbsins fyrir þeirra þátt í aðstoðinni, Björgunarsveit Hornafjarðar fyrir alla þeirra miklu aðstoð og stjórnstöðinni á Hornafirði fyrir góð samskifti. Ekki má gleyma Bjarna snjótroðarastjóra sem ruddi fyrir okkur brautina og gerði gæfumuninn í þvi að allir komust niður.
    Rúnar Sigurjónsson R-2035
    Logi Már R-3641

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 32 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 18.03.2013 at 22:57 #764671
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    Ég lenti í því að gefa upp ranga staðsetningu, tækið mitt gpsmap 620 var stillt á vitlausa stillingu, stillingu sem ég hafði ekkert átt við, kemur bara þannig original, hinsvegar fattaðist það fljótt og voru þeir einhverjum 200metrum í burtu frá okkur minnir mig, og breytti ég stillingunni eftir á





    18.03.2013 at 23:55 #764673
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Það er rétt Logi að velta þessu öllu fyrir sér og spá í hvað fór úrskeiðis hjá þeim sem voru í veseni. Þannig læra menn jú.

    Skipulag ferðarinnar var allt eins og það átti að vera og hóparnir ferðuðust jú allri á eigin ábyrgð og eiga að sjálfsögðu að vera með það á hreinu að allir sem eru í hópnum séu með sjálfsagðan búnað eins og GPS og kunni á tækin. Mér þótti því með hreinum ólíkindum að heyra af bílum án GPS í ferðinni. Það er vægt til orða tekið kæruleysi að samþykkja svo illa búin bíl í hóp sem fer í ferð þar sem allt getur gerst, og gerðist !

    Sama má segja um að setja saman hópa úr aðilum sem þekkjast lítið eða ekkert, það var ekki gert í þessari ferð og við sem vorum að skipuleggja ferðina þvertókum fyrir að gera það þrátt fyrir ýtrekaðar beiðnir um það og að hafa fengið yfir okkur fúkyrði fyrir að hafa ekki sett menn saman í hóp. Við erum búin að ferðast á þessum jökli og hálendinu öllu árum saman og höfum margoft lent í svona veðri og aðstæðum áður, jafnvel bara lagt okkur í bílunum meðan djöfulgangurinn er sem mestur og haldið svo áfram þegar lagaðist. Þá skiptir bara öllu máli að hóparnir séu vel samstilltir og þekki hvern annan vel. Þannig hef ég og aðrir í mínum hóp þurft að taka ákvörðun um að skilja bíla eftir – það var einföld og auðveld ákvörðun þegar hún var tekin þar sem allir vita að hópurinn stendur saman í að sækja tækin án utanaðkomandi aðstoðar um leið og færi gefst.

    Stærð hópa – hú skiptir vissulega máli og það er ekki gott að vera með stóra hópa þegar jafnvel eru óvanir í hópunum sem gengur ver að drífa eða eru á lakari bíl en aðrir og stoppa þess vegna hópinn hvað eftir annað. Þetta var augljóslega að gerast í sumum hópanna sem voru í basli og var jafnvel ástæða þess að þeir komust ekki alla leið hjálparlaust. Síðan voru aðrir hóapar sem voru vel samstilltir og með öfluga bíla sem keyrðu þetta vandræðalaust. Túttugengið var t.d. með 11 bíla og var með einn í bandi alla leið frá Gæsavötnum. Þannig að stærðin er kannski ekki höfuðatriði, en það er höfuðatriði að allir í hópnum séu á svipuðu "leveli" þegar kemur að búnaði, reynslu og getu til að takast á við erfiðar aðstæður, færi og ákvarðanir.

    En það var í sjálfu sér ekkert varðandi þetta sem kom okkur sem skipulögðum á óvart og við höfðum gert ráð fyrir þeim möguleika að vonskuveður eða slæmt færi kæmi og myndi hugsanlega koma í veg fyrir að einhverjir kæmust á leiðarenda. Það eina sem kom á óvart var að það skyldu vera svona margir sem væru í basli með þessar aðstæður.

    Þannig var 4×4 á Höfn búin að ræða við Snjótroðaramanninn um að vera til taks ef bras yrði, eins vorum við búin að gera ráðstafanir með Hótelið ef menn væru að koma í hús undir morgun. Eins vorum við með backup plan ef menn kæmust bara alls ekki yfir jökul og aldrei á Höfn (sem einn hópur gerði).

    Hins vegar kom það mér á óvart hversu margir bílar áttu í gangvandræðum í þessu veðri. Það kom á óvart að menn væru ekki betur útbúnir með snjójeppa en svo að loftsíur fyllist við þessar aðstæður. Að menn fari a jökul þegar spáð er yfir 20 stiga frosti á honum og séu ekki með ísvara eða sambærilegt í eldsneyti.

    En eins og kom fram hvað eftir annað í aðdraganda þessarar ferðar þá var þetta ferð sem að var fyrir hópa sem ferðuðust saman á eigin ábyrgð og að þetta væri mjög krefjandi ferð þar sem aðstæður gætu orðið mjög erfiðar. Það kom því á óvart að inn á milli voru menn sem voru búnir líkt og þeir væru að skreppa á Langjökul á sólríkum vordegi.

    Benni





    19.03.2013 at 01:01 #764675
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þegar aldamótaferðin (krapi 2000) var skipulögð var stökum jeppum raðað í hópa af 4×4. Lærdómurinn af því fyrirkomulagi varð sá að gera þetta aldrei aftur. Í stórum ferðum eftir það hefur bara verið tekið við hópaskráningum, og jafnvel fóru af stað frasar, "ef þú átt ekki vini, þá færðu ekki að fara með". Sumir ferðahópar ættleiddu staka menn sem þeir treystu og vildu hafa með sér, aðrir fóru að ferðast saman og mynduðu hópa. Hver hópur skyldu vera sjálfum sér nægur og ferðast sjálfstætt. Flestir eru sammála um að þetta sé það fyrirkomulag sem virkar best í ferðum. Í krapa 2000 kom það vel í ljós að samstíga ferðahópar kláruðu sig ágætlega í slæmum aðstæðum meðan aðrir áttu í töluvert meira brasi.

    Góðar stundir





    19.03.2013 at 09:53 #764677
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Ætla að taka það fram strax að ég fór ekki í ferðinna en fylgist vel með frá upphafi til enda en er klárlega ekki dómbær á hvernig veðrið var en get svona nokkurnvegin hugsað mér það hvernig það var.

    Varðandi skipulag að það sem kom að Túttugenginu var alveg til fyrirmyndar. Ekki var það öfundsvert verk að koma öllum þessu fóki fyrir á hálendinu en með smá skipulagi og vinnu að þá sjáum við að það er nægt pláss á hálendinu fyrir ferðafólk allan ársins hring.

    Menn verða líka að hafa í huga að það er ekki nóg að vera á stórum breyttum bíl á stórum dekkjum og dótastuðulinn alveg í botni. Menn/konur verða líka að kunna að nota þann búnað sem er í bílnum og þekkja bílinn vel. Ég hugsa að ég hefði frekar í þessa ferð kosið að vera á Patrol sem ég var búinn að ferðast töluvert á síðustu ár og var farinn að þekkja hann mjög vel heldur en að vera á Fordinum sem ég á núna þó hann sé hátt í 300hp aflmeiri og á stærri dekkjum.

    Val í hópa verður líka að vera á ábyrð þeirra sem eru í hópunum en ekki þeirra sem skipuleggja. Ef 4 bílar eru búnir að melda sig í hóp að þá er það þeirra að ákveða hvort þeir taki aðra inn eða ekki. Það er ekkert mál fyrir þá sem skipuleggja svona ferð að spyrja þann sem er í forsvari fyrir hópinn hvort hann vilji bæta við einum utanaðkomandi eða ekki og þarf það ekkert að vera nema á milli þess sem skipuleggur og forsvarsmanns hópsins.

    Ég hef farið í síðustu tvær stórferðir og í bæði skiptin þá voru menn í hóp sem ég var í sem þekktust lítið og gekk það vel upp. Maður var bara undirbúinn undir það að þurfa að aðstoða ef menn þyrftu aðstoð eins gerði maður þá bara ráð fyrir að ef maður lenti í vandamáli sjálfur að þá fengi maður aðstoð frá sínum hóp. Þó að í fyrri ferðinni hafi einn bíll verið meira og minna bilaður yfir allan sprengisandinn, annar braut framdrifið um miðjan dag og þurfti drátt niður Bárðardalinn og svo bættist þriðji bíllinn í hópinn í restina sem bilaði lítillega. Þetta var bara verkefni sem þurfti að afgreiða og var það gert. Það er ýmislegt sem getur komið uppa í svona hópum hvort sem þeir séu 4 bílar eða 100 bílar.

    Þegar 100 talstöðvar eru í gangi á Vatnajökli samtímis þá þurfa samskiptin að vera öguð. Menn notist við þá rás sem þeir fá úthlutað og ef svona aðstæður koma upp eins og seinnipart laugardags að þá ef kostur er að aðeins einn í hverjum hóp sé í forsvari út fyrir hópinn ef það er möguleiki. (Aftur tek ég fram að ég var ekki á staðnum til að meta hvernig þetta fór fram)

    Svo er spurning með lærdóm af svona ferð. Auðvitað væri gott ef hóparnir sem voru saman á jöklinum hittist yfir einum bauk eða svo og fari yfir ferðina og rýni til gagns. Eins þessir reynslumeiri miðli þeirra reynslu til þeirra reynsluminni. Þeir sem eru reynsluminni verða líka að ver óragir við að spyrja og leita sér þekkingar til annara og vera óhræddir við að spyrja að þeim finnst kjánalegrar spurningar sem getur svo komið sér vel í svona aðstæðum eins og upp á Vatnajökli.

    Ég hef ekki enn lent í því að fá leiðinleg svör hjá þeim sem ég hef leitað til þó þeir þekki mig ekki neitt og hefur það reynst mér mjög vel að vera óhræddur við að senda pósta og ræða við menn. Eins er mönnum velkomið að henda á mig póst með spurningum og mun ég reyna að svara af bestu getu þó ég sé nú ekki búinn að vera í þessu sporti nema í innan við 10ár.

    En við skulum halda umræðunni á faglegu nótunum og rýnum til gagns.

    Hagalín
    E-1870





    19.03.2013 at 11:59 #764679
    Profile photo of Kristján K. Kolbeinsson
    Kristján K. Kolbeinsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 170

    Eftir að hafa bæði heyrt í kunningjunum sem fóru í þessa ferð og lesið hérna á netinu, þá dettur mér örfá atriði í hug.

    Það skal kannski fyrst koma fram að ég hef aldrei farið í neina af þessum stórferðum klúbbsins þrátt fyrir að hafa verið í klúbbnum núna í bráðum 24 ár. Við ferðafélagarnir sem ég var að ferðast með í ein 10 ára vorum ekki alveg á þessari bylgjulengd í ferðamennsku á þeim tíma, ég þekki reyndar mjög vel marga af þeim sem hafa staðið fyrir þessum ferðum í gegnum tíðin svo ég hef nú smá nasasjón af þessu.

    Stærð á ferðahóp finnst mér vera svona eiginlega max 5 bílar og af svipaðir af getu og hóparnir algjörlega sjálfbærir á fjöllum. Öll þessi ár sem við ferðafélagarnir voru að ferðast saman ,þá vorum við helst ekki að taka bíla með okkur í ferðir sem stóðust ekki kröfur okkar, og í stóru túrunum okkar þá fóru engir með sem við þekktum ekki af góðu einu.
    Menn verða svo sem einhversstaðar að byrja, en mér persónulega finnst svo stórferð ekki vera vettvangur fyrir hópamyndun með einhverju sem þú þekkir lítið eða ekkert.

    Svo tók ég líka eftir einu í umræðunni og það var þessi fjarskiptamál. Allir að tala ofan í alla á VHF-inu að mér skilst.
    Þá komum við að því sem að mér finnst vanta orðið í fjallajeppa í dag og það er CB stöð í bíla. Ég man þegar VHF-ið kom til skjalanna, þá varð loksins almennileg talstöðvar samskipti. Ég var með bæði CB og SSB í jeppanum hjá mér á þessum tíma og mér fannst alltaf frekar leiðinlegt að hlusta á samskipti í þeim en VHF var annað mál ,alveg kristaltært. En þegar menn eru að ferðast í svona stórferð og allir með VHF í bílunum þá finnst mér VHF ekki alveg að ganga upp sem spjallrás innan hópsins. VHF er nefnilega orðið svolítið eins og SSB stöðvarnar voru í gamla daga, sem sé öryggistæki !
    Ég hef alla vega ákveðið að þegar ég kem jeppanum mínu aftur á lappir eftir alltof langa hvíld að þá verð ég áfram með SSB og CB stöðvarnar í bílnum :-)

    Menn skulu svo ekki gera grín að því að kalla eftir hjálp, menn eru aldrei stærri en þegar menn viðurkenna vanmátt sinn.
    Ég fékk mína eldskírn í vetrarferðum í jan´92 á Kili þegar við félagarnir lentum í fárviðri þar sem vindhraðinn í kviðum fór uppí 54 m/sek. , við urðum að skilja jeppan okkar eftir 5 km frá Hveravöllum með allt frosið fast. Þegar hópurinn loksins komst til baka í hús á Hveravöllum þá voru sumir fullorðnir karlmenn orðnir svo kaldir og hræddir að þeir lögðust í fósturstellingum upp í koju og hreinlega fengust varla út aftur þegar veðrinu slottaði.
    En þegar menn fara í ferðir að vetrarlagi þá verða menn alltaf að gera ráð fyrir því að geta verið fastur í fjöllum í 1-2 sólarhringa :-)

    Ef það er einhver hætta á ferðum þá á maður frekar að biðja um aðstoð en að halda áfram út í óvissuna.

    Ferðakveðja Kristján K. R98 , sófariddari sem kann aðallega jeppasögur frá því fyrir síðust aldamót.





    19.03.2013 at 15:24 #764681
    Profile photo of Bergur Pálsson
    Bergur Pálsson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 307

    Í framhaldi af ofangreindu mætti spyrja (svona fyrir leikmenn og til að læra eitthvað á æfintýrinu):
    1. Hvernig er loftinntak varið gegn skafrenningi?
    2. Hvernig er kveikjukerfi bensínbíla varið gegn raka?
    3. Hvað eru góðar kallvenjur í VHF?
    4. Þarf maður að hafa vara loftsíu?
    5. ….





    19.03.2013 at 19:21 #764683
    Profile photo of Heiðar Steinn Broddason
    Heiðar Steinn Broddason
    Participant
    • Umræður: 113
    • Svör: 839

    sælir var í ferðinni með Austurlandsdeild og við lentum í því að það var annar hópur á okkar rás og skapaði það leiðindi og endaði með að við urðum hreinlega að reka þá útaf rásinni því við vissum aldrei hvort það væri að biðja okkur að stoppa eða við komumst hreinlega ekki að og lág eitt sinn við slysi en það rétt slapp, var að skoða þráðinn og já ég er á bensín bíl og sé að ég hef ekki alveg hugsað málið rétt en þetta slapp hjá okkar hóp en við vorum með 3 bensín bíla og gengu þeir en dísel jepparnir eða allavega 1 fraus á snúning en hvernig er hægt að komast fyrir það veit að ég verð að græja jeppan aðeins betur hvað varðar loftinntak og inntak á miðstöð og eins með ísvara á bensínið hugsaði bara ekki útí það svo ég segi alveg eins og er kv Heiðar Brodda U-119





    19.03.2013 at 19:29 #764685
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    það sem var líka að gerast var að talstöðvarásir 4×4 eru að deila tíðnum.. með mismunandi sítónum
    okkar rás var ein af þeim.. ég sá oft græna ljósið blikka á stöðinni hjá mér þegar hún var að mótaka en ekki með sítóninum okkar.. og svo heyrði ég oft að menn voru að tala á sama tíma og þegar einhver í okkar hóp hætti að tala þá heyrði maður kannski í einhverjum á rás 47 vera tala þar sem stöðin var opin eftir að einhver var að tala á 52, þar sem rásir 52 og 47 deila sömu tíðni…

    og þar sem svo margir hópar voru á sama tíma á skálafellsjökli þá var þetta aðeins vandamál og menn voru mikið að tala í stöðina, útaf festum og allskonar vandræðum

    spurning hvað er hægt að gera í svona aðstæðum til að fyrirbyggja svona

    þið Austurlandsdeilarmenn voruð á sömu tíðni og rás 49 .. 53 og 49 eru á sömu tíðninni





    19.03.2013 at 21:29 #764687
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ágætis lesningar hér að ofan.
    Varðandi GPS, það er mikilvægt að menn sammælist um að nota ákveðna uppsetningu á hnitasetti.
    DD.DDDDD er t.d. það sem er ‘default’ á tækjunum, en flestir notast við DD°mm’ss (gráður mínútur og sekúndur) eða DD°mm,mmmm (Gráður° Mínútur, brot úr mínútu). Það er grundvallaratriði að menn þekki muninn þarna á milli. Fyrsta gefur nokkra tug kílómetra skekkju ef sett er inní mínútur og hin tvö gefa nokkra tugi eða hundruði metra skekkju. Ég nota sjálfur Gráður°Mínútur,brotúr mínútum. (Það er tæknilega séð nákvæmara) og legg ég til að menn venji sig að nota það. Svona misskilningur hefur oft valdið allskyns furðulegum uppákomum! Ég man til dæmis eftir ónefndri áhöfn ónefndrar björgunarþyrlu sem fór alla leið uppí Kerlingarfjöll að leita að ómönnuðu loftfari sem skotið var upp af ónefndum háskóla (en hafði lent inná Gljúfurleitarleið). Undirritaður sá um að breyta á milli hnitasetta en fyrir misskilning var röng hlið af miðanum lesinn af áhöfninni sem síðan misskildi hnitin sem síðan voru slegin rangt inní tækið…. (Þeir viðurkenndu þó eftir klaufaskapinn að þeir hefðu nú átt að sjá hvar mistökin lægju! :) Það eru því ekki bara jeppamenn sem lenda í vandræðum útaf þessum mismunandi hnitasettum.

    Varðandi VHF rásir.
    Þá er það jú svo að VHF tíðnirnar okkar eru skiptar niður með sítónum, og það sem verra er að sumar tíðnirnar eru einnig skiptar niður í hluta. Því er mjög mikilvægt að menn séu með stöðvarnar sínar rétt forritaðar!
    Það er mjög algengt að þjónustu aðilar átti sig jafnvel ekki á þessu og forriti stöðvar rangt, eða ef einstaklingar eru að forrita stöðvarnar að þeir geri það rangt. Ef þið eruð að lenda í árekstrum á milli rása legg ég til að þið gerið ykkur ferð til þjónustuaðila og kannið hvort stöðin sé rétt forrituð.

    Sumar talstöðvar, sér í lagi eldri gerðir, eiga erfitt með að skilja sítóna, og sérstaklega amatör stöðvar!!! Sumar hafa bara sítón á sendingu (TX) en ekki á móttöku (RX) á meðan sumar hafa hvoru tveggja. Til að þetta virki nú allt sem best er mjög mikilvægt að sítónninn sé á hvoru tveggja (annars fer splittunin á milli rásanna í rugl).
    Það getur líka verið að stöðvar viðkomandi séu orðnar lélegar, þurfi uppstillingu/viðgerð eða jafnvel endurnýjun.

    Svo er það hin eilífa spurning, má ekki fara að fjölga rásum klúbbsins?

    Að lokum frábið ég því að CB (27MHz) stöðvarnar fari að líta dagsins ljós á ný, og legg frekar til að menn sem ferðast mikið saman í hópum sæki sér um sér tíðnir, það er ekki slíkur kostnaður á ári fyrir nokkra einstaklinga.

    Viðbót:
    Það er líka alltof algengt að menn tali í talstöðvarnar líkt og þeir sætu við hlið manns. :)
    Það er ágætis venja, sér í lagi þegar svona stór hópur er á ferðinni, að menn kalli á viðkomandi, og tilkynni hver er að kalla.
    Tökum dæmi: Jón er að draga Gunna.
    "Jón, Gunni, ég er til" <— Þarna er Gunni að tala við Jón.
    "Gunni, Jón, ertu laus?" <— Jón kallar á Gunna.
    Ef það kemur upp aðstaða þar sem samnafnar eru á sömu rás er ágætt að skeyta bíltegund aftan við "kallmerki"
    t.d. "Jón hilux, Gunni Patrol, heyrir þú í mér?"
    Ef margir jónar eru á mörgum hiluxum er sennilega eina ráðið að byrja að nota 4×4 félagsnúmerin, sem eru frekar óþjál.

    Ég hef rekið mig allharkalega á að þetta skiptir máli í ferðum þar sem stórir hópar eru á svipuðum rásum eða sömu rásum. Menn hafa lent í því að keyra af stað með kóarann hangandi aftan í bílnum þar sem hann var ekki búinn að hnýta spottann í… :)





    19.03.2013 at 21:46 #764689
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir

    Þetta með talstöðvarrásirnar er vissulega vandamál og nú er lag að fjarskiptanefndin láti breyta þessu og fjölgi um leið rásum klúbbsins. Það er ljóst að svona stórferðir krefjast þess að klúbburinn hafi yfir fleiri rásum að ráða.

    Þannig tel ég að klúbburinn þurfi að bæta 4 – 5 rásum við og fá þær allar á sitt hvorri tíðninni – þetta hefur örugglega ekki litið út sem vandamál á sínum tíma þegar menn voru að koma þessu í gagnið en þetta er klárlega orðið vandamál í dag.

    Annað – Bergur setur fram nokkrar góðar spurningar sem að menn ættu að vleta fyrir sér með sinn bíl – Hvernig ver maður loftinntak… Sumir setja nælonsokkabuxur yfir inntakið, aðrir leiða loftinntak á heitan stað eða stað þar sem snjór kemst ekki að. Sjálfur tek ég loft á heitum stað og því kemst snjór aldrei í síur. Þegar svo allt er vont má bara taka síuna úr – flestir bílarnir þola það vel að vera síulausir í kófi, gengur allavega vandræðalaust á Ford… Svo er að sjálfsögðu góð latína að vera með aukasíu í bílnum ef þetta er þekkt vandamál – Ég var alltaf með aukasíu í Pajero þangað til ég breytti loftinntakinu á honum – hef aldrei þurft aukasíu í Ford.

    Annað mikilvægt atriði er að vera með nýjar hráolíusíur til að það vaxi síður olían. Svo er grundvallaratriði að blanda steinolíu eða ísvara í olíuna – ég nota rakavara frá shell og er að öllu jöfnum með um 30% steinolíu í svona túrum. Var að vísu ekki með steinolíu í björgunarleiðangrinum þar sem að ég fyllti á díseldælu á Höfn.

    Hvað varðar bensínbíla þá verða aðrir að svara því – hef ekki notað bensínbíl á fjöllum frá því ég var 17…

    En allt eru þetta atriði sem jeppamenn og konur eiga að læra og vita eftir fyrstu ferðirnar – þetta er svona "jeppamennska 101" … Góð jeppabók er til frá Arctic Trucks og eins önnur sem heitir Jeppar á Fjöllum… Báðar heill hafsjór af fróðleik sem ljóst er að einhverjir þyrftu að rifja upp…

    Svo tek ég undir það að það væri bara afturför ef menn ætluðu að fara að nota CB – þessu var hent út af ástæðu…
    Einkarás á VHF kostar ca 17.000 á ári …..

    Benni





    19.03.2013 at 22:26 #764691
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    en þarf ekki að vera fyrirtæki eða félag með kt til þess að fá svona einkarás? maður ferðast mikið til í sama hópnum og einkarás er eitthvað sem maður hefði ekkert á móti að hópurinn væri með





    19.03.2013 at 23:05 #764693
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Það þurfti allavega þegar ég fékk fyrir okkur fyrir 5 – 6 árum. Veit ekki hvort það er skilda í dag.

    Benni





    19.03.2013 at 23:26 #764695
    Profile photo of Jökull Einarsson
    Jökull Einarsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 219

    Það er spurning hvort deildirnar geti ekki fengið sér rásir fyrir sig eins og við gerðum í Suðurnesjadeildini það myndi létta nokkuð álagið rásunum sem eru fyrir





    20.03.2013 at 00:41 #764697
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Bergur spyr. Ekki óalgengt vandamál.
    1. Hvernig er loftinntak varið gegn skafrenningi? Með t.d. 10 mm svörtu snjóvarnarfilter utan um síuna. (loftræstifyrirtæki).
    2. Hvernig er kveikjukerfi bensínbíla varið gegn raka? Með þar til fáanlegu rakaspray sem verndar samsetningar. Kertaþræðir og allur búnaður þarf að vera yfirfarin fyrir ferð.
    3. Hvað eru góðar kallvenjur í VHF? Kalla á viðkomandi félaga með nafni (ef þú ert í hóp). Annars kallar þú á þann sem þú ætlar að ná í og til baka segir þú þitt nafn og rásina sem þú kallar á.
    4. Þarf maður að hafa vara loftsíu? Það er gott að haf eina til vara. Maður veit aldrei í hverju maður lendir.
    Kv. Elli.





    20.03.2013 at 00:49 #764699
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    [quote="bergurp":1pr922e7]Í framhaldi af ofangreindu mætti spyrja (svona fyrir leikmenn og til að læra eitthvað á æfintýrinu):
    1. Hvernig er loftinntak varið gegn skafrenningi?
    2. Hvernig er kveikjukerfi bensínbíla varið gegn raka?
    3. Hvað eru góðar kallvenjur í VHF?
    4. Þarf maður að hafa vara loftsíu?
    5. ….[/quote:1pr922e7]

    1. Eins og Benni nefndi þá er það með því að taka það á heitum stað. Á mínum cherokee er ég með það á köldum stað (hafði mikið fyrir því að útiloka hitann frá síunni til að auka vélaraflið örlítið) en ef ég lendi í aðstæðum þar sem sían fyllist mun ég einfaldlega losa inntaksbarkann frá síunni og vísa honum aftur. Þá tekur hann loftið aftast yfir vélinni/pústgreininni og þar er ekkert kóf. Þá er að vísu engin loftsía en það skiptir engu einhverja kílómetra í snjó, passa bara að það séu kanski ekki moldarkögglar eða ryhaugar alveg kringum inntakið. Svo hef ég einnig kost á að tengja inntakið inn í bíl gegnum hvalbakinn, það er hugsað fyrir djúpar ár en væri í algjörri neyð hægt að tengja það þannig í skafrenningi. Þó myndi slíkt hafa í för með sér að snjór myndi sogast inn í bílinn. Meðfylgjandi er mynd af þessu:

    [img:1pr922e7]http://sphotos-h.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/285349_248860928476247_2260892_n.jpg[/img:1pr922e7]

    Eins hef ég gert það 2x (á öðrum bílum) að taka síuna bara úr þar sem þær fylltust bara strax. Þó K&N síur (og aðrar sambærilegar) síi ekki eins vel og pappi ryk og álíka þá hafa þær yfirburði í svona málum. Hreinsar bara snjóinn úr þeim og notar aftur og aftur….

    2. Nr. 1, 2 og 3 er að hafa hlutina í lagi. Sem dæmi þá keypti ég nýtt lok, hamar, kerti og þræði um leið og ég eignaðist jeppann minn 2009. Síðan skipti ég aftur um þessa hluti 2012 þó það sæi ekki agnarögn á þeim bara til að hafa þetta 100%. Þetta kaupi ég orginal en ekki eitthvað "low budget" drasl. Þegar ég skipti þessu út síðast betrumbætti ég búnaðinn. Á lokinu er öndunargat með gúmmíhettu sem vísar því niður (ofaná lokinu bara). Ég fjarlægði gúmmíhettuna og setti á stútinn slöngu sem nær efst upp í hvalbak og er þar staðsett svo að vatn kemst ekki að henni. Einnig þétti ég samskeyti loks og kveikju 100% með góði kítti. Að lokum þá er gott að hafa með rakavörn á spreybrúsa til að úða inn í lokið ef í harðbakkann slær, hef þó ekki gert það sjálfur en fékk þessa ábendingu í umræðunni um nýyfirstaðna ferð. Ef slíkt er ekki til staðar er hægt að væta tusku í bremsuvökva og bera hann á innanvert kveikjulokið, gamalt húsráð sem ég hef þó ekki reynt sjálfur.

    4. Vara loftsía er ekki vitlaus hugmynd en dugar þó afar skammt ef inntakið fyllist á annað borð, græðir lítið á að komast kanski 2 km í viðbót og vera þá með tvær ónýtar pappasíur. Ég myndi a.m.k. ekki nenna að hafa með mér auka síu heldur bara taka hana úr ef hún er til vandræða. Hreinsa úr henni snjóinn eins og hægt er og láta hana svo þorna inn í bíl svo hún sé nothæf þegar aðstæður batna. Hafa þó í huga að ef sían er illa farin borgar sig ekki að nota hana vegna hættu á að hún geti e.t.v. farið inn á vél (á við pappasíu sem hefur rennblotnað). Þá væri betra að setja bara sokka yfir inntaksbarka og festa þá tryggilega (helst með hosuklemmum en ekki bara tape) til að útiloka að sokkarnir fari inn á vél.

    Kveðja, Freyr





    20.03.2013 at 00:52 #764701
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    [quote="Elías":hov75spk]Bergur spyr. Ekki óalgengt vandamál.
    1. Hvernig er loftinntak varið gegn skafrenningi? Með t.d. 10 mm svörtu snjóvarnarfilter utan um síuna. (loftræstifyrirtæki).
    2. Hvernig er kveikjukerfi bensínbíla varið gegn raka? Með þar til fáanlegu rakaspray sem verndar samsetningar. Kertaþræðir og allur búnaður þarf að vera yfirfarin fyrir ferð.
    3. Hvað eru góðar kallvenjur í VHF? Kalla á viðkomandi félaga með nafni (ef þú ert í hóp). Annars kallar þú á þann sem þú ætlar að ná í og til baka segir þú þitt nafn og rásina sem þú kallar á.
    4. Þarf maður að hafa vara loftsíu? Það er gott að haf eina til vara. Maður veit aldrei í hverju maður lendir.
    Kv. Elli.[/quote:hov75spk]

    Rakavari á samsetningar er óþarfur ef hlutirnir eru í lagi. Í mínum huga er hann plástur á vandamál sem koma upp í ferð en ekki góð forvörn því með tímanum safnast í hann drulla sem svo safnar í sig raka sem síðan veldur vandamálum.

    Kv. Freyr





    20.03.2013 at 01:31 #764703
    Profile photo of Birgir Tryggvason
    Birgir Tryggvason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 189

    [quote="bergurp":h5020rq3]Í framhaldi af ofangreindu mætti spyrja (svona fyrir leikmenn og til að læra eitthvað á æfintýrinu):
    1. Hvernig er loftinntak varið gegn skafrenningi?[/quote:h5020rq3]

    Væri þetta ekki sniðugt?
    [url:h5020rq3]http://www.youtube.com/watch?v=diX849ZPl0g[/url:h5020rq3]





    20.03.2013 at 01:47 #764705
    Profile photo of Friðrik H. Friðriksson
    Friðrik H. Friðriksson
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 122

    Gaman að fylgjast með þessum þræði, enda um margt fróðleg umræða.

    Þrátt fyrir að hafa ekki verið í þessari ferð langar mig að minnast á nokkur atriði varðandi staðsetningarbúnað annarsvegar og fjarskipti hinsvegar.

    Þegar menn ferðast saman í hópi, get ég ekki séð að það sé bráðnauðsynlegt að allir séu búnir GPS-tækjum. Að mínu viti ætti að duga að nokkrir eða einhverjir í hópnum séu búnir slíkum tækjum og geti þá lóðsað restina ef og þegar þess þarf. En að sjálfsögðu er þetta bundið við að menn haldi þá hópinn. Það er ekkert voðalega langt, allavega ekki margir mannsaldrar, síðan þessi tækni varð almenn og menn voru jú löngu farnir að ferðast um okkar litla land áður en það gerðist. En vissulega má segja að betur sjái augu en auga að þessu leyti. Varðandi uppsetningu tækja þá er það orðin viðtekin venja meðal notenda GPS-tækja að nota WGS 84 viðmið (map datum) og kannski ágætt að menn athugi hvort tækin séu ekki sett þannig upp. Það er einnig orðið nokkuð algengt og sennilega algengast að hnitakerfi jarðar, breidd (latitude) og lengd (longitude), séu gefin upp í gráðum, mínútum og tug-pörtum úr mínútu, með einum eða fleiri aukastöfum, allt eftir því hversu nákvæmar stasetningarnar skulu vera. Persónulega tel ég tvo aukastafi, þ.e. hundruðustu parta úr mínútu, meira en nógu nákvæmt þegar gefnar eru upp staðsetningar. Það má kannski segja að staðsetningar gefnar upp í gráðum, mínútum og sekúndum séu á undanhaldi, þó að það form hafi ekkert með nákvæmni að gera og geti verið allt eins nákvæmt og hið fyrrnefnda. Þegar gefnar eru upp staðsetningar er ávallt breidd (latitude) gefin upp fyrst og þá lengd (latitude) – sem sagt breidd og lengd, en ekki öfugt eins og heyrist gjarnan núorðið. En eflaust er nú farið yfir þessi grundvallaratriði og miklu fleiri á námskeiðum klúbbsins.

    Varðandi fjarskiptamálin er tvennt sem ég vil bæta við það sem fram hefur komið. Í fyrsta lagi teldi ég það athugandi að klúbburinn úthlutaði einni rás sem nokkurs konar uppkalls- og neyðarrás. Þ.e.a.s. að ein rás væri tileinnkuð uppköllum og neyðarviðskiptum, ekki ólíkt rás 9 (minnir mig) á CB og rás 16 á "marine-band". Þetta hefur oft komið upp í hugann þegar maður mætir, eða veit af einhverjum á svæðinu og vill kalla viðkomandi upp, en enginn leið að vita hvar hann hlustar… Margar stöðvar eru búnar svokölluðu "Priority Channel Scanning" og/eða "Dual Watch", sem gerir þetta nokkuð fýsilegan kost. A.m.k. teldi ég þetta skoðunarvert. Í öðru lagi held ég að það sé alltof algengt að menn séu ávallt með (VHF-) stöðvarnar stilltar á hæsta sendistyrk, þrátt fyrir að engin þörf sé á því. Ég er sannfærður um að verulega er hægt að draga úr truflun með því einu að lækka sendistyrkinn.





    20.03.2013 at 12:36 #764707
    Profile photo of Óskar Þór Guðmundsson
    Óskar Þór Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 36

    Friðrik segir hér fyrir ofan að hann geti ekki séð að það sé nauðsynlegt að allir séu með GPS tæki í svona ferð ef menn ferðast saman í hópum. Ég var í hóp sem taldi 9 bíla og þar kom oft fyrir að menn týndu næsta bíl á undan og lentu kannski aðeins út fyrir förin og þá voru menn bara týndir. Í þessum tilfellum settu menn bara hnitin hjá félaganum inn í tækin sín og skiluðu sér alltaf aftur. Ég er þeirrar skoðunar að við aðstæður eins og þessar sé alveg "fatalt" að vera ekki með GPS tæki í bílnum og eða kunna ekki á tækið sem maður er með. Ef skyggnið er ekkert þá gerir þú ekkert án GPS.





    20.03.2013 at 14:49 #764709
    Profile photo of Friðrik H. Friðriksson
    Friðrik H. Friðriksson
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 122

    Ég skil vel þitt sjónarmið Óskar og tek heilshugar undir með þér að tæknin auðveldar okkur lífið, en á sama tíma verðum við kannski eilítið værukærari. Mín skoðun, sem byggir vonandi á einhverri reynslu, er samt sú að þetta sé ekki jafn bráðnauðsynlegt og látið er með, að því gefnu að hópurinn sé samheldinn og skipulagður í samræmi við búnað og aðstæður, jafnvel í linnulausri stórhríð. Ef við gefum okkur það sem dæmi að GPS-tæki bili, sem kæmi varla nokkrum manni á óvart, ætti þá viðkomandi að hætta eða snúa við? Ég held ekki, þetta gæti jafnvel verið mesti reynsluboltinn í hópnum og þess vegna á öflugasta bílnum – eða ekki. Næsta krafa verður kannski sú að allir verði með tvö GPS tæki með sér, en þurfi ekkert endilega að þekkja höfuðáttirnar eða veðurhæð! Nú er það svo með öll tæki að mönnum gengur misvel að tileinka sér notkun þeirra og þetta á vissulega við um GPS, það þýðir samt ekki að mínu viti að þeir hinir sömu verði útilokaðir frá ferðum, að því gefnu að vera í hópi með einhverjum sem er með staðsetnigarbúnað og kann að nota hann. Mér þykir hér einfaldlega gengið of langt í forsjárhyggju og þætti mér skynsamlegra að fræða menn um kosti þess að vera með slík tæki, eins og þú reyndar gerir og í framhaldinu að höfða til skynsemi og þekkingu í hverjum hóp fyrir sig. Reyndar er það svo að ég kannast við einstaklinga sem gengur illa að tileinka sér notkun þessara tækja, en hafa marga aðra mikilvæga kosti þegar kemur að náttúrunni og jeppaferðum. Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun skipta þeim út fyrir einhvern sem kann á GPS, en kannski ekki margt annað í þessu samhengi. Þetta gæti flokkast undir það að saman koma einstaklingar með mismunandi reynslu og þekkingu og saman mynda þeir öflugan hóp. En kannski er aðalatriðið þetta, að ef í hópnum er bíll eða bílar án GPS þarf vissulega að hugsa fyrir því og haga ferðalaginu í samræmi við það og það vil ég meina að sé auðveldlega hægt.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 32 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.