This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.11.2004 at 03:21 #194951
Sælir,
Skv þessari frétt um að jeppar sem fara út af (og þá velta geri ég ráð fyrir) eru ökumenn í mun meiri hættu en öðrum bílum, líklega þá út af þyngd á bíl og að grindin/boddý haldi ekki uppi þyngd bílsins þegar hann veltur..
Þar af leiðandi spyr ég..
Er algengt að menn séu að setja veltigrindur í jeppana sína (eitthvað svipað rallý grindum ) Eða treysta menn alfarið á upprunalegu hönnunn bílanna sinna ?
Ég hef oft spáð í þetta, en aldrei orðið var við neina umræðu um þetta.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.02.2006 at 23:55 #509810
Það er alveg rétt hjá Óla að það mætti aðeins auka virðinguna fyrir jöklum Íslands og hálendinu í heild sinni. Þetta er orðið svo lítið mál með vel og mikið breyttum jeppum í dag að ‘skjótast á jökul’ að menn eiga það til að gleyma því að þetta eru náttúrufyrirbæri sem eru hættuleg ef ekki er rétt farið að.
Það er langt í hjálp og þegar mínútur skipta máli þá eru þetta ekki bestu staðirnir til að bíða á sama hvort það er á jökli eða ofaní gili. Ég hef komist í hann krappan nokkru sinnum á fjöllum en sloppið heill frá því sem betur fer en eftir þessi fáu skipti þá passa ég mig mun meira en áður og er varari um mig þegar ég er að keyra.
Ég hef þurft að bíða eftir sjúkrabíl hálf andvana 25km frá Reykjavík og var sú stutta bið verstu mínútur ævi minnar og vona að ég lendi aldrei í því aftur. Og þá síst af öllu í óbygðum.
28.02.2006 at 00:04 #509812auðvita er gott að hafa fullt af reglum og helst loðnum, þetta er jú atvinnuskapandi ekki satt. En flott hjá þér að fá þér alvöru grind. En Bjössi minn svona slúbberta eins og ég, þarf bara að fá svona reglugerð á mig til þess að ég geri eitthvað í veltigrindarmálunum. Þú mátt ekki ganga út frá því, að allir sé svo skynsamir að gera þetta sjálfir. T.d þegar ég útbjó minn fyrsta Rallý bíl sem var Dadsun 1800, þá var maður svo vitlaus að kaupa vatnsrör í Kaupfélaginu, til þess að spara nokkrar krónu. Síðan var farið upp í skúr með þjöl til þess að slípa suðurnar til þess að Óli Guðmunds ( núverandi formúludómari ) sæi ekki svindlið. Reyndar hafði ég rörin eitthvað sverari en þurfti ( en þau áttu að vera 38 m/m heildregin stálrör með 3m/m efnisþykkt ef ég man rétt. Síðan var haldið í höfuðborgina í Auto 84 rallið. Sem Hafsteinn Hauksson heitin sá um. Síðan kom að rallý skoðun og Óli Guðmunds var að skoða fyrir LÍA. Þegar hann sá þessi sveru rör hjá mér ( reyndar marg máluð svo svindlið sæist ekki ) Þá kallaði hann á hina rallíkarlana til þess að sýna þeim hvernig veltigrindur ættu að vera, svona ánægður var hann að sjá þessi sveru rör. Fyrirgefðu Óli minn ef þú lest þetta. En ef ég man rétt þá lést Hafsteinn Hauksson rallýmeistarinn mikli rétt fyrir rallið. En hann ók á tré í ARC rallinu í Skotlandi og brotnaði hjá honum hjálmurinn við höggið. Ef mig misminnir ekki þá var Hafsteinn í 10 sæti keppninnar þegar þetta gerðist og voru bílarnir í sætunum fyrir framan hann og aftan allir verksmiðjubílar. Því má svo bæta við að á þessum tíma voru haldnar bílasýningar áð ég held þrjú ár í röð í Húsgagnahöllinni sem hétu Auto og voru fengnir keppnisbílar af ýmsum tog erlendis frá. Mætti kannski bæra því við í þessari stuttu rallý sagnfræði að óvæntur gestur kom á sýninguna og er hann mörgum jeppamanninum kunnugur. En það var Óskar Óla sá ökusnillingur. En það vildi svo illa til fyrir hann að hann velti ógurlega á Trölladyngjuleið og rallýbílnum því snarlega skellt á sýninguna öllum í klessu. Og ef mig misminnir ekki þá var þessi líka flotta Ora bauna auglýsing á húddinu einnig ónýt og voru menn mest svekktir vegna þess, enda var víst lögð all nokkur vinna í hana. PS hvað vorum við annars að tala um ? Bjössi minn
28.02.2006 at 00:09 #509814Okkur hættir oft til að einblína á tæknilegar lausnir þegar kannski væri nær að skoða málin í víðara samhengi. Tæknilegar lausnir eru fínar, en þær mega ekki skyggja á aðrar og raunhæfari lausnir.
Ferðamennska á jöklum er orðin svo mikil og almenn að ég tel að það þurfi beinlínis að senda skýr skilaboð um hverskonar fyrirbæri jöklar eru, þeir voru í upphafi ekki hugsaðir sem akbrautir og það er auðvelt að vanmeta hætturnar sem á þeim leynast. Sama gildir um akstur í snjóblindu og þegar allt rennur saman í eitt, jafnvel flatneskja verður varasöm við þær aðstæður.
Með þessu er ég ekki að vanmeta umræðu um veltibúr, fremur að hvetja til þess að við höldum því klassíska á lofti sem við þekkjum flestir – að það leynast ýmsar hættur á fjöllum sem menn verða að þekkja. Það kemur ekkert í staðinn fyrir það.
28.02.2006 at 08:39 #509816
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Því fer fjarri að ferðalög í óbyggðum og á jöklum séu hættulaus, þar sem ekið er um náttúruna ósnortna. Ég tek undir með Óla að farið er að skorta á þá óttablöndnu virðingu fyrir náttúrunni og landslaginu sem ferðast er um og eitthvað sem skerpa má áróður á. Það er einfaldlega hættulegt að ferðast um fjöll á jeppa og hætturnar leynast mjög víða og nauðsynlegt að hættu meta leiðina framundan stöðugt. Þó svo tæknilausnir hafi gert þessi ferðalög öruggari þá eru þær lausnir gagnlitlar ef fólk gerir sér litla eða enga grein fyrir þeim hættum sem bíða á fjöllum.
ÓE
28.02.2006 at 09:56 #509818FIA fer fram á það í sínum reglum að allir hlutar búrsins sem gætu komist í snertingu við höfuð ökumanns eða einhvers farþeganna sé hulið með púða.
Frauðpúðar sem eru þéttir í sér og leggjast ekki alveg saman eru bestir, þeir eru þarna til að verja fólk fyrir stálinu, ekki til að halda búrinu hreinu.
Mér finnst að menn mættu skoða þetta jafnvel þó að þeir ætli ekki í rallí. Það er varla gaman að reka hausinn í bera stálpípu ef maður lendir á ójöfnu.
Haukur
28.02.2006 at 10:14 #509820Sælir félagar
Það kom mér nú ekki á óvart að það væru skiptar skoðanir um þau ummæli að ég teldi koma til greina að lögbinda veltigrindur í breyttum bílum. Núna eru þær reyndar lögbundnar í blæjujeppum og plasttoppum, þannig að þetta væri þá spurning hvort það ætti að víkka út þá reglu. Palli á móti nefnir Hiluxinn hérna að ofan, enda hefur hann barið upp toppinn á þeim nokkrum. Við semsagt vitum nokkuð vel hvernig þeir leggjast saman í veltu, en hvað ætli hlutfallið sé milli breyttra hiluxa með veltigrind og án grindar? Hvernig væri það hlutfall ef það væri skylda að hafa grind? Fjalli sagði í gær í fréttunum að veltigrindin ætti að vera það sem kæmi fyrst, en við verðum bara að viðurkenna það sem Jón Ofsi segir, við erum margir hverjir svo miklir slúbbertar að fyrst kemur allt sem þarf til að koma dekkjunum undir, svo allt sem eykur drifgetuna og svo einhvern tíman seinna förum við að spá í svona öryggisatriði. Gleymum því svo aftur af því okkur vantar nú eiginlega aukatankinn fyrst, það er svo leiðinlegt að standa í þessu brúsaveseni. Svo rifjast þetta upp næst þegar við heyrum af slysi … bara vonandi að við séum þá ekki í því slysi sjálfir. Svona er þetta bara!
Það var kannski lýsandi fyrir þetta að þarna stóð ég hélt þessu fram fyrir framan Landróverinn minn … veltigrindalausann.Hitt er hins vegar alveg hárrétt sem Óskar og fleiri segja hérna að ofan að það er full þörf á að skerpa aðeins virðingu manna fyrir hættunum á fjöllum. Fáum okkur veltigrind í bílana og stefnum svo að því að hún komi aldrein að neinu gagni.
Kv – Skúli
28.02.2006 at 10:19 #509822Tek undir með honum Hauki hérna. Óvarin veltigrind getur meira að segja verið hættulegri en engin grind við "léttar" veltur. Það þarf ekkert svo mikið högg til að höfuðkúbubrotna.
Það eru í gildi reglur um veltigrindur í blæjubílum og plasttoppurun, og gott ef það er tekið á þessu í þeim. Þar er einnig tilgreindar efniskröfur og lámarks stærð á fótplöttunum.kv
Rúnar.
28.02.2006 at 10:52 #509824Ég var búinn að ákveða að setja veltigrind í bílinn hjá mér löngu áður en þessi ósköp dundu öll yfir – en eins og svo margir aðrir þá var búið að fresta því – og svo fresta því aftur… og aftur.
Ég var hins vegar svolítið pirraður á að heyra þessa skyldu umræðu Skúla í sjónvarpinu – en efir að hafa hugsað dálítið um þetta og lesið pistilinn hans hérna þá er ég nú eiginlega kominn á þá skoðunn að þetta væri bara jákvætt í alla staði að skylda menn til að vera með veltigrind þegar bíllinn fer í sérskoðun og það er mín skoðun að öryggisbúnaður bíla eigi að vera unninn af fagmönnum og það ætti líka að vera um veltibúr.
Ég var búinn að kanna kostnað við að setja grind í bílinn og þetta er innan við 50.000 komið í bílinn – það finnst mér alls ekki mikið í samanburði við allt hitt sem maður eyðir í þessi tæki. Þetta er olíkostnaður tveggja helgarferða hjá mér.
Benni
28.02.2006 at 11:37 #509826Þessi veltibúra umræða er farin að minna á baráttu klúbbsins fyrir stýristjökkum, menn einblína á patent lausn á flóknu viðfangsefni.
Bílar sem framleiddir hafa verið á seinni árum eru hannaðir til þess að uppfylla margvíslegar öryggiskröfur, m.a. varðandi styrk yfirbyggingar. Það er hætt við því að viðbótar járnadrasl inni í bíl veiti falskt öryggi og geti jafnvel aukið slysahættu. Gera veltibúr af því tagi sem notðuð eru í rally keppnum gagn, ef menn eru ekki í 4 punkta beltum og með hjálm? Ég veit ekki svarið við þessu, þetta þyrfti að kanna áður en menn fara að berjast fyrir breytingum á reglum.
Ég held að það væri farsælla ef klúbburinn einbeitti sér að atriðum sem við vitum að skipta máli, t.d. baráttu gegn ölvunarakstri og frekari fræðslu til nýliða um þær hættur sem fylgja ferðamennsku í óbyggðum Íslands.
-Einar
28.02.2006 at 20:45 #509828er að reglur sem bifreiðaskoðun setur eru meingallaðar að mínu mati, allavega hvað varðar Bronco. Ég eignaðist Bronco "73 fyrir allmörgum árum (kringum "90) og þá voru nýkominn lög um að breittir slíkir bílar skyldu hafa veltibúr sem var gott og vel, nema reglurnar voru svo vitlausar að einungis þurfti að hafa einn boga fyrir aftan ökumann með skástýfur í gólfið aftur í. Ég lét smíða svona búr í nema það voru tveir bogar (annar alveg aftast) og voru menn í skoðun voða ánægðir með þetta.
Þessum bíl velti ég, og að sjálfsögðu krumpaðist toppurinn utan um veltibúrið nema yfir hausnum á mér, þar gekk hann alveg niður því þar vantaði veltigrind, og mér vitanlega er þessi reglugerð enn við líði jafn vitlaus og hún er, að ekki þurfi að hafa boga fremst í bílunum sem ver ökumanninn.
Ég vil hvetja þá sem eru sð huga að veltibúrum í bílana sína að hugleiða þetta,
kveðja, Guðni
28.02.2006 at 21:03 #509830Það er aðeins búið að vera að ræða hið hörmulega slys á Höfsjökli og veltigrindur í minni vinnu, og í þeim umræðum kom einn vinnufélagi minn með eina athugasemd sem ég ætla að koma hér áfram, og hún er sú, að ef eins og er talað hér að setja það í lög að skylda alla jeppa sem er breyttir fyrir fjallaferðir að hafa veltigrindur bíður það þá ekki hættunni heim að menn verða síður varari um sig t.d. í hliðarhalla og að hugsuninn verði á þessa leið að ef ég velt þá er það í lagi ég er með veltigrind.
mér fannst þetta nokkuð góður punktur, en ég veit það hvað mig varðar að þá er ég hugsum að styrkja veltigrindina sem er í mínum bíl.Kv
Snorri Freyr
28.02.2006 at 21:16 #509832Vissulega getur þetta leitt til margs en ég trúi nú ekki að menn séu orðnir svona skinlausir fyrir verðmætum að þeim sé nokk sama þótt að þeir vellti bara vegna þess að þeir eru með velltibúr. Jafnvel þó að maður sé með búr þá skemmist bíllinn og það kostar. Flestir vilja forðast óþarfa útgjöld, er það ekki?
Kv. Davíð
01.03.2006 at 00:07 #509834Ég hef enga trú á að þetta valdi fölsku öryggi.
Finst mönnum almennt í lagi að lenda í árekstri bara ef maður er í belti – ég held ekki – eins og Davíð segir, verðmætamatið hlýtur að vera meira en svo.Reyndar varðandi slysið um helgina, þá er ég akkúrat núna að horfa á upptökur af kvöldfréttunum og þar kemur fram að hiluxinn sem fór í sprunguna var með toppgrind – á pallinum aftan við húsið.
En sennilega hefur fallið verið of mikið þarna til að hún hafi hjálpað….en það er svo sem ómögulegt að spökúra þannig.Betra að hafa umræðuna á almennum nótum eins og hingað til á þessum þræði.
Arnór
01.03.2006 at 00:37 #509836Er það ekki akkúrat það sama og Guðni sigurfari benti á hér rétt fyrir ofan þ.e.a.s. það nægir ekki að vera með einn boga fyrir aftan sig heldur þarf líka að vera grind frammí
Bjarrni
01.03.2006 at 00:40 #509838Eins og hjá öllum öðrum þá er búið að ræða þetta veltibúra mál í vinnuni hjá mér líka og fór maður þá að spögúlera. Nú er ég á 4 dyra bíl og fór að hugsa möguleika á grind sem myndi ekki vera mikið fyrir og ekki alltaf með hausin í. Datt þá í hug hvort væri ekki nægilegt að vera með sitt hvorn bogan báðu megin við afturhurðir og þá soðna saman með röri yfir hurðum (hjá ömmuhaldi) og svo grenri rör frá fremri boganum yfir framhurðir og niður með mælaborði.
Í mínum augum er það bara það svæði sem fólk getur setið sem þarf einhverja vörn, skottið má verða að pönnuköku mín vegna.Hversu sver rör og hvaða efnisþykt þarf maður að hafa í löglegu búri.
01.03.2006 at 01:27 #509840Smá goggl, gaman að skoða….
[url=http://www.fordfestiva.com/mods_swaps_installs/rollcages01.htm]www.fordfestiva.com/mods_swaps_installs/rollcages01.htm
[/url]
[url=http://www.openroadracing.com/html/2vehicle_safety.html]www.openroadracing.com/html/2vehicle_safety.html
[/url]
01.03.2006 at 17:04 #509842Eru nokkuð einhverjar reglur til um búr í venjulegum bíl?
Á kvartmíluvefnum er hægt að sjá reglurnar fyrir keppnisbúr
[url=http://www.kvartmila.is/adalreglur.pdf:1t4tzqv5]Aðalreglur[/url:1t4tzqv5] síða nr 11
kveðja Bjarni
01.03.2006 at 19:50 #509844Á vef LÍA undir reglur er að finna lögleg búr.
[url=http://lia.is/spjall/viewtopic.php?t=28&start=0&postdays=0&postorder=asc&highlight=:7dnvlzrl]Torfærukeppni fyrir jeppa[/url:7dnvlzrl]
í sumar á að fara setja inn nýjan torfæru flokk…………
sem við getum keppt á okkar fjallajeppum svo framalega að þeir standist skoðun og reglur lía.
held að lámark sé að vera með veltiboga yfir ökumanni.gaman væri að fjölmenna og taka þátt svona til gamans..
Davíð Dekkjakall.
01.03.2006 at 22:14 #509846Benni, hvar fékkstu verð?
kv.
Einar Elí
01.03.2006 at 23:30 #509848Ég fékk þetta verð frá prófílstál. Þetta var ágiskunarverð miðað við það sem ég er að hugsa um en ekki fast tilboð – enda grindin ekki endanlega hönnuð enþá.
En hann mynnti að þetta hefði verið ca þetta sem kostaði að setja grindina í LC80 bílinn sem er á myndinni hér fyrir ofan.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.