This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.11.2004 at 03:21 #194951
Sælir,
Skv þessari frétt um að jeppar sem fara út af (og þá velta geri ég ráð fyrir) eru ökumenn í mun meiri hættu en öðrum bílum, líklega þá út af þyngd á bíl og að grindin/boddý haldi ekki uppi þyngd bílsins þegar hann veltur..
Þar af leiðandi spyr ég..
Er algengt að menn séu að setja veltigrindur í jeppana sína (eitthvað svipað rallý grindum ) Eða treysta menn alfarið á upprunalegu hönnunn bílanna sinna ?
Ég hef oft spáð í þetta, en aldrei orðið var við neina umræðu um þetta.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.11.2004 at 12:02 #509770
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll
Það er ekki langt síðan menn spáðu í þetta hérna á f4x4 og mig minnir að niðurstaðan hefði verið sú að burðurinn í bílunum er ekki nærri nógu mikill og grindur því nánast því nauðsynlegar en ég held að menn séu ekki á þeim buxum að smíða slíka röralögn í splunku nýja jeppa.
Hinsvegar held ég að ef menn eru með bíla sem er auðvelt að koma þessu við og lýtirinn ekki málefni þá ættu menn hiklaust að gera þetta.
Kv Isan
P.s. en á nokkuð að láta útlitið ráða hvort bíllinn sé öruggur?!?
28.11.2004 at 12:48 #509772
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að ég hafi sagt þetta einhverntíman áður hérna en
Hjálparsveit skáta Kópavogi ([url=http://www.hssk.is:23e6hxxl]www.hssk.is[/url:23e6hxxl]) er með veltibúr frá Bridde í LC80.
Ef tengingn heppnast, þá má sjá glitta í veltibúrið á bak við hausana.
[img:23e6hxxl]http://www.heimska.com/Myndir/2004/taekjamot_27-28.mars/images/IMG_7020.jpg[/img:23e6hxxl]
28.11.2004 at 23:33 #509774Það er ekki vegna þess að jeppinn þoli ekki eigin þunga heldur er það þveröfugt, hann er of sterkur og þar af leiðandi krumpast hann ekki jafn mikið og fólksbílar, en við það að krumpast þá étur fólksbíllinn höggið
meir en í jeppanum þar sem höggið fer beint í farþegana.Bjarni.
29.11.2004 at 00:05 #509776Mig minnir að Range Roverinn sem fór niður hengjuna á Langjökli hérna um árið hafi kramið toppinn. Hann er náttúrulega eldri og ekki eins vel byggður og nýju bílarnir.
En það má samt aldrei gleyma beltunum. Það er alveg sama hversu gott veltibúr þið eruð með, þau koma aldrei í staðinn fyrir beltin.
29.11.2004 at 03:16 #509778
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jeppar og pickuppar hafa ekki thurft ad fylgja nema ad littlu leiti øryggis og mengunarkrøfum sem folksbilar hafa thurft ad mæta lengi thad er nylega sem stadlar hafa verid hertir vardandi jeppa og pickuppa en ekki eins mikid og i folksbilum
hafid thid tekid eftir tvi ad styrkur i 5 ara jeppa nær um 1/3 fra mælabordi hurdapostar eru einfaldir en afturendinn er sterkastur vegna thess ad hlerinn reynir svo a yfirbygginguna vegna thyngdar sinnar, mestur styrkur thar svo yfirbygginginn endist somasamlega lengi an ylfurs og sprungna en sjaldnast situr nokkar thar
30.11.2004 at 00:43 #509780
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér finnst eins og að menn séu að tala um sitt hvorn hlutinn hérna. Annarsvegar styrk í yfirbyggingu og síðan krumpsvæði á bílum, sem er gert til að minnka högg í árekstrum, ekki veltum.
Þetta er sitthvor hluturinn, ef verið er að tala um bíla sem að velta þá held ég að það sé staðreynd að sjaldnast er toppurinn það sterkur að ekki þurfi veltibúr. Vonandi eru menn ekki að halda því fram að hann eigi að krumpast saman, til að minnka högg, ef bíllinn lendir á toppnum. Mikið breyttir jeppar er orðnir mikið þyngri heldur en þeir eru upphaflega, það gera aukahlutirnir t.d. aukatankar, stærri dekk og felgur, milligírar ofl.
Við getum sennilega allir verið sammála um það að við viljum ekki að toppurinn fari ofaní gólf ef við veltum. Þar afleiðandi verður sennilega aldrei verra að vera með gott veltibúr. Enda sjaldnast sem að toppurinn er heill eftir veltu, nema hún sé eitthvað óvenju róleg.
Kv. Baldur
30.11.2004 at 03:30 #509782Góð umræða og þörf.
Ef maður hefur nú áhuga á að smíða búr í bílinn hjá sér, getur þá einhver ráðlagt manni með efnisval og hönnun?
Líklega þarf búrið að ná utan um farþegasvæði hússins, og tengjast gólfinu fyrir framan framhurð, milli hurða og fyrir aftan afturhurð.
Eða hvað?
kv.
Einar Elí
30.11.2004 at 11:16 #509784Það eina sem mér hefur sýnst vera vandamál við að smíða almennilegt veltibúr það er plássið sem þetta tekur.
Einfaldur 4 punkta bogi tekur ekki svo agalega mikið pláss, en allt umfram það sker verulega niður plássið í bílnum held ég, og það verður erfiðara að ganga um hann. Því sterkara sem að búrið er því meira pláss tekur það.
En þetta er lítil fórn fyrir öryggið sem þessi búnaður veitir.
30.11.2004 at 13:49 #509786Sælir,
Þetta virðist vera mjög ókannað land fyrir mörgum, ég hef lagt mikla pælingu í þetta, en veit þó afskaplega lítið.
Miðað við margt annað, þá hefði maður talið að þetta ætti að vera staðalbúnaður í breyttum bílum, rétt eins og til að rallý bíll telst löglegur þá þarf hann að sporta veltigrind/búri.
Eru til grindur / teikningar fyrir einhverja bíla, eða myndi þetta verða alger frumvinna ?
Ég hefði amk ekkert á móti svona í bílinn hjá mér, er hávaxinn og því má toppurinn ekki gefa mikið eftir áður en hann farinn að rekast í hausinn á mér
30.11.2004 at 14:16 #509788Það er góðra gjalda vert að styrkja bílinn með veltibúri en fyrsta ráðstöfun er að festa fólk og farangur vel í ferðum.
Í þessu slysi og fleirum þar sem félagsmenn hafa lent í óhöppum hefur laus farangur og farþegar verið að valda miklum skaða.
Það væri kannski ráð að taka saman leiðbeiningar um slíkt hjá félaginu og fjalla um þetta sérstaklega á félagsfundi.
Fyrir utan sjálfsagða notkun öryggisbelta þarf að festa farnangur þannig að þær festingar þoli meira en 20 faldan þunga farangurs helst í allar áttir og a.m.k. upp og fram.
Átta metra frítt fall er jafgildi 45 km/klst hraða en á þeim hraða er það álíka að stöðva 80kg. karlmann á 1/10 sek og að lenda undir 1.000 kg. þunga.
Mæli því með að við tökum fyrst á virkum öryggismálum (active safety) áður en við köllum yfir okkur nýjar misvitrar reglugerðir um búnað torfærubíla (passive safety).
l. R3251
30.11.2004 at 16:02 #509790Mikið væri gaman ef snjallir verkfræðingar eins og t.d. Snorri Ingimars eða Freysi okkar allra myndu segja okkur hvað þeir eru búnir að spá í þetta mál. Ég þykist vita að þeir hafi kannað þetta mál fyrir all nokkrum árum. En mig minnir að það þurfi að vera heildregin rör í þessu, þ.e. prófíll sem er ekki með "saum".
kv. gþg
08.12.2004 at 03:17 #509792
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vinur minn velti mustang sem er amerískt og á að vera sterkt? en sem betur fer var velti bogi bara úr svona 3" – 4" röri toppurinn alveg krupaðist meira en 2/3 utanum þetta rör
það bjargaði lífi hanns hann var á 80-100 kmh/klst það er engin spurning að menn ættu að hugsa útí þetta ekki mikið mál að setja einnboga yfir fyrir utan það að vera bara töff og tala nú ekki um að vegirnir eru að verða meira og meira upphækkaðir þannig fallið getur verið töluvert
27.02.2006 at 10:40 #509794Held að í ljósi atburða undanfarinna vikna sé rétt að rifja upp umræðuna um veltibúrin. Held að þetta sé eitthvað sem ætti að vera okkar hagur að hafa í bílunum.. maður veit aldrei hvað gerist!
Kv. Davíð
27.02.2006 at 10:45 #509796
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það fyrsta sem að ég mun gera við jeppa sem að ég á eftir að fá mér er að setja í hann búr eða styrkja yfirbygginguna vel. gæti alldrei haft það á samviskunni að einhver myndi slasast alvarlega í bíl hjá mér…
27.02.2006 at 21:47 #509798Vissulega eru veltibúr mjög þörf, og skammarlegt í raun að svíkja sjálfan sig með því að vera ekki búinn að koma þessu í.
Varðandi það að gera veltibúr skyldu í breyttum bílum, þá er ég ansi efins með það, reyndar eru boð og bönn helsta ógnun við framþróun jeppans á Íslandi.
Sem betur fer tókst forsprökkum 4×4 að koma inn breytingareglugerð á sínum tíma, sem er í raun leiðbeinandi frekar en takmarkandi. Í henni er fátt bannað sem hefur einhverja praktíska þýðingu. (Það má til dæmis sjóða í hluti í stýrisgangi, bara ef það er sprunguleitað og myndað eftir kúnstarinnar reglum)
Ég held að það sé hollast að halda áfram í sama anda, þ.e. leiðbeina fremur en að skylda. Hvenær er til dæmis jeppi breyttur þannig að veltibúr sé nauðsyn? Er það þegar dekkin eru 12% stærri en upphaflega? eða 25% stærri? Eða er það kannski þegar hann vigtar meira en 10% umfram upphaflega, óháð dekkjastærð? Eða kannski bara þegar skoðunarmanninum finnst að það þurfi….? Ég held að hann séu ekki tilbúinn að taka þá ákvörðun á sig.Hins vegar;
Hvernig væri að tækninefndin setti sig í samband við akstursíþróttafélögin til að fá afrit af reglum sem þau hafa klárlega um uppsetningu og frágang veltibúra.
Síðan væri hægt að draga úr þeim reglum það sem skiptir máli, t.d. um efnisval, strúktúr, suður og aðrar tengingar, t.d. við boddí o.s. frv. og enda vonandi með ca 1 – 2 A4 blöð með einföldum skýringarmyndum og leiðbeiningum um þetta málefni.
Setja svo inn sem PDF hér á vefinn.
Ég er alveg viss um að þetta myndi koma mörgum af stað með að styrkja bílana sína að innan (kannski utan líka).
Líkt og með brettakanta gætu smiðjur græjað til sett í algengustu bílana, s.s. Cruser, Hilux, Patrol og Pajero.nóg í bili…
kv
Grímur
27.02.2006 at 22:25 #509800vil benda á að styrkur er misjafn í yfirbyggingu jeppa, sumar typur eru mjög fljótar að falla saman,
hælux sem dæmi er mjög slæmur með að brotna niður í miðju. hef séð það nokkrum sinnum,
það var skilda að hafa veltigrind í villis sem dæmi
27.02.2006 at 22:29 #509802Vei þá einhver hvernig Patrol ´98 kemur út í veltuprófi ????
Kalli búinnaðvelta
27.02.2006 at 23:11 #509804Sælir félagar.
Ég er sammála þessu, boð og bönn eru almennt ekki af hinu góða. Uppbyggileg fræðsla er málið, þannig að hver og einn taki sjálfur afstöðu í málum sem þessu. Var ekki mjög hress með yfirlýsingu okkar ástsæla formanns í fréttum sjónvarps í kvöld – enda finnst mér ekki rétt að vera með upphrópanir og reglusmíð þegar allir eru rétt að ná sér af sjokki helgarinnar. Heppilegra er að skoða málin af yfirvegun fyrst.
Með þessu er ég alls ekki að mæla gegn veltigrindum, þær mættu sannarlega sjást víðar. Merkilegt annars að almennt tíðkast ekki að setja veltigrindur í nýja bíla – það er frekar að menn séu að hnoða þessu í ef bíllinn er kominn e-ð til ára sinna.
Hef annars velt þessu nokkuð fyrir mér á síðustu vikum – eftir að PalliHall skoraði á mig að setja veltigrind í nýju Pæjuna. Alli Bridde mun smíða svona búnað, væntanlega úr 42 mm. heildregnum efnisrörum. Læt mynd fylgja þegar þetta verður klárt.
Ferðakveðja,
BÞV
27.02.2006 at 23:20 #509806með myndirnar, það eru útfærsluatriðin sem vefjast mest fyrir manni, hvernig hægt er að troða þessu í án þess að það sé mikið til ama.
Hjartanlega sammála þessu með okkar kæra formann.
Ég vil ítreka það að stefnumörkun og leiðbeiningar innan klúbbsins er sterkasta forvörnin gagnvart óþarfa reglugerðaþvargi með tilheyrandi kostnaði og veseni.
Þó að dæmi séu um að efnislítil eða illa hönnuð veltibúr bjargi einhverjum, þá geta slík fyrirbæri (sem eflaust spretta upp með reglugerðabraski) verið falskt öryggi, t.d. gagnvart seinni eigendum bílanna.
Ég er viss um að þeir sem á annað borð smíða/láta setja búr í án þess að vera neyddir til þess, gera það af heilum hug.kv
Grímur sem er á móti skriffinsku
27.02.2006 at 23:34 #509808Sammála því að menn þurfi að ná sér eftir skell helgarinnar, hann var slæmur, en við megum ekki gleyma honum og núna er tíminn til að huga að því sem betur má fara.
Til varnar formanninum þá var haft eftir honum eitthvað á þá leið "að það kæmi til greina.." að setja reglur um veltigrindur í jeppa. Í ljósi atburða tel ég að formaður hafi þar svarað nokkurnveginn því eina sem var til að svara – aðspurður.
Svo tek ég undir veltigrinarpælingar utan sem innan, held að það sé eitthvað sem hver og einn þurfi að skoða vandlega. Því til viðbótar þá velti ég því fyrir mér hvort að ekki þurfi að endurvekja ákveðna virðingu fyrir jöklum landsins í ferðamennsku. Þeir eru jú eins og dæmin sanna stórhættulegir yfirferðar sé ekki gætt fyllstu varúðar, og jafnvel þó að svo sé. Spurning hvort að klúbburinn ætti ekki að hnykkja örlítið á þeirri staðreynd fyrir sína félaga sem og aðra.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.