This topic contains 173 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjartmar Ö. Arnarson 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.01.2010 at 23:12 #210137
sælir félagar hvernig er þessi ferð er þetta alvöru eða
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.03.2010 at 15:56 #678930
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki réttara að tala um eldsneytisnotkun frekar en eyðslu?
ÓE
24.03.2010 at 18:32 #678932Flottur túr. Alveg passlegt skipulag fyrir hóflegt verð. Takk fyrir mig.
Þessi verður lengi í minnum hafður.
Jeep gengið ók stuttan fimmtudag inn í Versali. Hefðbundna leið inn í "Kaldadal" Nýjadal. Síðan í slæmu skyggni að Skjálfanda. Nýja leið með jökli þar sem var hægt að taka eina brekkukeppni, að flæðum Jökulsár. Norður í Dreka. Þaðan suður sömu leið og krossað yfir Jökulsá á ís. Sömu leið og margir aðrir í túrnum upp á Brúarjökul í Snæfell. Sáum aðeins krapa við Versali annars var færi með besta móti og ekki til vandræða.
Ég er ekki búinn að taka saman kílómetra en eldsneytisnotkun var um 180 lítrar Hrauneyjar-Egilsstaðir. Willys 8cyl. Var reyndar dreginn síðustu Km inn í Dreka og við bættust 5L af rándýrum sjálfskipti vökva sem við söfnuðum saman úr okkar gengi og fengum hjá afar hjálpsömum félögum 4×4 sem þarna voru.
Mér langaði til að þakka mínum félögum í Jeep genginu og öðrum jeppamönnum í Dreka fyrir aðstoðina. Áfram 4×4 -sameinuð stöndum við-…
Bjartmar Örn Arnarson
24.03.2010 at 20:54 #678934Fyrir hönd okkar sem komu ekki að fullu heilir niður á Egilsstaði vill ég þakka sérstaklega lipurð og góða aðstoð á verkstæðum í bænum. Öll verkstæði voru opnuð og þessir strákar tóku frábærlega á móti okkur. Þarna fékk ég nýjan ytri öxul í Breska heimsveldið sem á heimleið gekk undir nafninu Öxulveldið. Eins veit ég að skipt var um kúplingu hjá Rabbanum sem kom til byggða í spotta og fékk hann kúplinguna og pressuna frítt, raunar í gegnum Fossberg sem var þarna í líkama kóara míns. Eitthvað fleira smálegt var fixað þarna eins og komið hefur fram hér og fyrir bragðið óku allir heim á leið með bros á vör. Frábær þjónusta hjá strákunum á sunnudegi.
Kv – Skúli
25.03.2010 at 00:50 #678936Þetta var í alla staði frábær ferð.
Ferðasaga, já. Myndir segja meira en mörg orð, en þó var nú margt sagt í þessari ferð sem bætti alveg upp frekar dapurt skyggni lengst af. Benni var nú komin með leiðarlýsingu túttugengis í grófum dráttum hér í fyrra innleggi og óþarft að bæta miklu við það nema helst því sem á daga okkar dró og Benni af landskunnri hógværð var ekkert að nefna.Dagur 0.
Strax í undirbúningi ferðar lá við upplausn í genginu sem kom fyrst of fremst til af ónærgætni í garð þeirra manna sem helst hafa talað fyrir stækkun á dekkja og bílaflota gengisins. Þannig var, að til tals hafði komið að gista á grímsfjalli á heimleið frá egilstöðum enda ekki nema kell… sem færu að berja malbikið þaðan. Strax var ljóst að ásókn var mikil í þessi plön og röðuðust pantanir þannig að einungis einn bíll var á minni dekkjum en 44". Mest var þetta 46" og yfir, samtals yfir 40 manns á Grímsfjalli og meðal dekkjastærð 46,7"
Höfðu þá einhverjir áhyggjur af þessum eina, en hann eyddi þeim áhyggjum snarlega með þessari vísu:
[quote:1b6geb06][i:1b6geb06]Sögur segja minni bíl
mikið auka líkur
Litli fótur minni á fíl
Kalli er einn slíkur[/i:1b6geb06][/quote:1b6geb06]Spunnust af þessu miklar ritdeilur, svo miklar að eiginkonur sáu sig til neyddar til að styðja sína menn og bera til baka allar sögusagnir áður en til upplausnar kom. Varð þó fastmælum bundið að úr þessu yrði skorið á Grímsfjalli í gufu.
Dagur 1.
Dagurinn hófst pínulítið brosulega á Select þar sem Kalli rétt slapp við að aka yfir jaris, en aðspurður sagðist hann hafa verið að færa djásnið yfir í hina skálmina og því aðeins litið af veginum. Slapp þetta þó betur en á horfðist og gekk ferðin að öðru leiti svo vandræðalaust í Nýjadal, að við náðum ekki að stoppa þar, enda engin maður mættur. Á pattanum var ferðin slík að ekki tókst að stoppa fyrr en langt var liðið á brekkuna upp Tungnafellsjökul.
í Nýjadal grilluðum við kalkún, en gengum við svo búið til náða, öll nema Sigrún sem var svo endurnærð eftir góðan blund um daginn að hún lét ekki staðar numið fyrr en hún hafði komið einum 2 köllum í rúmið.Dagur 2.
Smelltum okkur eftir trakki gærdagsins norður fyrir Tungjafellsjökul og eftir ráðleggingum Sunnlendinga keyrðum eftir 900 metra hæðarlínunni í Trölladyngju, en hún var að þeirra sögn sem fínasti þjóðvegur. Eftir þann akstur held ég að megi fullyrða að sunnlensk vegagerð er ekki upp á marga fiska, og nafn gengisins, Allt í Skralli er sennilega ekki tilviljun.Áframhaldandi deilur voru á öldum ljósvakans um ágæti tóla og túttna (dekkja), svo miklar raunar að hluti hópsins kaus að ganga, og varð það okkur til happs þegar komið var í Trölldingjuskarð, því þar tók við Hegnjuflug hjá Ingva sem hvarf fram af hengju sem aftur varð til þess að náðist að stoppa bílaflotan áður en hann fór sömu leið. Eftir þessar mannraunir var ákveðið að semja frið og haldin var sérstök athöfn í víti þar sem undirrituð var sáttmálsörk um að verkefnið sem fyrir liggi hverju sinni réði til um hvort væri betra til síns brúks. Sáttmálin hljóðaði c.a svona:
[quote:1b6geb06][i:1b6geb06]Til að sefa tryllta sprund
Til þess eru tólin
En þegar snjórinn þekur grund
Þá er betra að hafa hjólin[/i:1b6geb06][/quote:1b6geb06]Dagurinn endaði svo í Dreka með því að öllum að óvörum birtist þar formaðurinn með einhverjum loðnum skýringum um hrakningar eins og fram hefur komið i innleggjum hér að ofan.
Varð þá til eftirfarandi:
[quote:1b6geb06][i:1b6geb06]Stjórnin villist,hafði svör
hugsa milli fóta
hljóta bara að elta för
hjólfar aldamóta[/i:1b6geb06][/quote:1b6geb06]Dagur 3
Dagurinn hófst um miðja nótt við það að kapphlaup hófst um að koma sér úr skála áður en skúringar hæfust. Túttur töpuðu þessu kapphlaupi með glans og lögðu af stað síðastar. Stefnan var tekin á leið neðan jökla uppfyrir hálsalón. Duttum beint í för fyrstu kílómetrana sem fróðir menn gátu strax fundið sóðalega lykt af. Þetta voru með eindæmum hlykkjótt og óslétt för sem ekki fóru vel í túttur svona snemma dags sem aftur varð til þess að það hrundu vanhugsaðar níðvísur á öldur ljósvakans.
[quote:1b6geb06][i:1b6geb06]förin eftir ford’anna
ferlegustu slóðar
hjólfar aldamót’anna
hljóta að leggja Sóðar[/i:1b6geb06][/quote:1b6geb06]Eftir því sem leið á daginn sáum við þó eftir öllu saman, enda ljóst að okkur er í raun vel við Sóðanna þótt þeir séu ekki mikið fyrir hálendisferðir. Þessu var því snarlega bjargað áður en komið var til byggða:
[quote:1b6geb06][i:1b6geb06]förin eftir ford’anna
fantafínir slóðar
hjólfar aldamót’anna
hljóta að leggja Sóðar[/i:1b6geb06][/quote:1b6geb06]Eftir að við losnuðum úr þessum förum, þá gekk nú ferðin heldur betur og gekk vandræðalítið fyrir jökul að Snæfelli utan þess að við fundum Íshelli þann sem Benni nefndi áður og var svo stórkostleg náttúrusmíð að Benni steig niður til jarðar úr Fordinum og gekk alla leið að og inn í helli, en það telst til sögulegra atburða í genginu. Með þessu setti hann nýtt met, og var fyrir utan Ford í rúman klukkutíma samfellt (og það án þess að tala í svo mikið sem einn síma).
Í Snæfelli fundum við engan, enda engin komin þangað og máttum við bíða í 7,4 sec sléttar eftir því að næstu menn birtust.
Segir nú ekki af ferðum okkar meir þann daginn.Dagur 4.
Nú fór heldur að draga til tíðinda. Stefnan skyldi sett yfir jökul til baka, en þá brá svo við að menn þeir sem með okkur höfðu meldað sig á Grímsfjall urðu heldur tvístígandi, enda væntanlega minnugir mælinganna sem fyrir lágu á grímsfjalli. Helst voru menn á að fara malbik norðurfyrir, en einhverjum langaði suðurfyrir. Aðrir þjófstörtuðu og sprautuðu svo hratt yfir jökul að þeim tókst ekki að stoppa á Grímsfjalli og enduðu eftir því sem fregnir herma ofan í krapapolli við jökulheima þar sem þeim tókst loks að stöðva för. Okkar menn héldu þó ótrauðir áfram, síðastir að venju. Þegar að jökulrönd kom færðist þó sami órói yfir menn með stærri dekk, og tóku þeir að heyra undanleg hljóð sem aðrir heyrðu ekki. Þá brá svo við að högg fóru að finnast í stýri og einhverjir furðulegir atburðir sem hvorki var hægt að staðfesta né véfengja, og var það látið eftir þeim að draga þá niður á veg.
Afgangurinn smellti sér svo síðdegis yfir jökul í glimrandi færi og kom að Grímsfjalli mannlausu á 3 bílum. Ekki fór þar mikið fyrir stærri bílunum, né þessum 40 sem þar áttu að vera því hvernig sem á því stóð höfðu allir fundið sér gilda afsökun. Merkilegt nokk, þá hópuðust þangað fljótlega þónokkrir 38" bílar úr bænum sem vildu ólmir fara í gufu.Dagur 5.
Sváfum út á Grímsfjalli, en lögðum af stað í 20ms og litlu skyggni. Ekki voru 38" bilarnir eins viljugir af fjalli eins og þeir voru á fjall daginn áður og var niðurleiðin tafsöm og tíðindarík. Ekkert af því þó prenthæft.
Endaði þó allt á svo skikkanlegum tíma í Hauneyjum, að hluti hópsins sá sig tilneyddan til að taka rúnt í fljótshlíðina og upp Tindfjallaslóða til að freista þess að sjá gosið. Urðum frá að hverfa án þess að sjá gos vegna 30-40ms og lélegs skyggnis .Myndir úr ferðinni eru á:
[url:1b6geb06]http://picasaweb.google.com/TutturFerdaklubbur/IHljolforAldamotanna#[/url:1b6geb06]Takk fyrir gott hljóð
Þorsteinn
25.03.2010 at 01:41 #678938Þorsteinn frábær samantekt á ferð Túttugengisins, sama á við um myndirnar það munar miklu að hafa textann við þær, mjög gaman og fallegt að skoða þetta. Reyndar svo fallegt að ég felldi tár…. af öfund. Íshellirinn er hrikalega flottur.
Það er eins og maður vissi Benni var með bæði valminni og frásagnarskerðingu þegar hann var að segja fréttir úr ferðinni.
Það sem ég hjó sérstaklega eftir er að þú staðfestir fyrri yfirlýsingu Benna um að hann hafi í eigin persónu yfirgefið FORDinn og labbað til að skoða íshellirinn. Ég sá samt enga myndir af honum við þá iðju þannig að enn sem komið er þá eru þetta sögusagnir sem menn eiga bágt með að trúa.
Það virðist sem að alvarlegasta bilunin í þessari aldamótaferð hafi verið AMERÍSKT.
Væri nú gaman að fá svona samantektir frá fleiri hópum. T.d. hefur ekkert heyrst frá Týnda formannagenginu né þeim Sterum sem sátu uppi með þá sem hljóta að hafa frá MJÖG MÖRGU að segja. Hvað með öll hin gengin.
Fyrirgefðu Gústi Gatvissi ég sé að það er bara öllum svo tamt að sniðganga þig að það er smitandi. Þú varst FYRSTUR til að koma með myndir úr ferðinn á netið svo ég tók eftir, frá ykkur feðgunum, takk fyrir það strákar. Flottar myndir og video.
Gústi mundu bara að þú ert góður eins og þú ert sama hvað hinir Formennirnir segja um þig… ég hlusta ekki á þá, en ekki segja þeim samt að ég hafi sagt þetta.
25.03.2010 at 09:45 #678940Mér láðist reyndar í fyrri pistli að skella inn því sem hraut af vörum Ingva eftir Hengjuflugið, en hann hafði mjög tekið nærri sér þá umræðu sem í gangi var, enda gestur í Ford og því vanari að ferðast á blæjuboxi einhverskonar. Þóttist hann ekki eiga skilið þessar aðdróttanir um stærri bíla minna…, enda hafði hann með flugi sínu bjargað okkur frá bráðum háska.
[quote:69lmbgvs]
[i:69lmbgvs]Illar tungur geta sært
gjarnan þeirra siður
Stundum gæfu geta fært
Ferlegt að detta niður[/i:69lmbgvs][/quote:69lmbgvs]Varð þetta til þess að brá af mönnum og sáttir náðust eins og áður sagði og Ingvi fékkst til að sitja í bílnum eftir þetta.
25.03.2010 at 14:52 #678942Góðan daginn,
ég vil þakka fyrir mjög góða ferð einnig vil ég þakka frábærar móttökur austan manna. Þeir á Hótel Héraði mega vera stoltir fyrir í alla staði mjög glæsileg heit, mjög góður matur, mjög góð aðstaða og ekki má gleyma morgunverðinum sem var mjög vel útilátinn og góður. Einnig þakka ég þeim í J G Bílum fyrir frábæra þjónustu og liðlegheit.
Eitthvað eru menn að spá í olíueyðslu þá eyddi minn Ford á 49" 250 lítra á leið austur frá Reykjavík að Egilstöðum um Sprengisand og Gæsavötn, og 130 lítrum frá Egilstöðum til Reykjavíkur um Akureyri og Borgarfjörð.
Munar mikið um á leið austur ……. Dodginn sem ég var með meira og minna í slefi síðustu 50 km að Kverkfjöllum og reyndi það mikið á JAKANN að kúplingin í viftuspaðanum þoldi ekki álagið.
Hér eru eitthvað af myndum (á reyndar eftir að skrifa eitthvað við myndirnar) …..[url:2mk314z3]http://www.jakinn.is/?album=hjolfor-aldamotanna-01[/url:2mk314z3] og hér…..[url:2mk314z3]http://www.jakinn.is/?album=hjolfor-aldamotanna-02[/url:2mk314z3]
Kveðja Hjörtur og JAKINN
26.03.2010 at 10:42 #678944Takk fyrir frábæra ferð félagar, ég eyddi 85L frá hrauneyjum og á egilstaði, Svo frá Egilstöðum og til Reykjavíkur 70L á hilux
26.03.2010 at 18:59 #678946Sendi vinalausum pappakössum bestu kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Þetta var bara samheldinn og skemmtilegur hópur þó e.t.v. mætti endurskoða nafnið. Ég tók eftir því í talstöðinni að það skorti eitthvað á virðinguna þegar menn voru að ræða um pappalausa hópinn og það var örugglega ekki vegna þess að hópurinn væri ekki skipaður harðjöxlum. Við vorum svo harðir af okkur að þegar aðrir hópar sváfu á sínu græna eyra þá vorum við úti að jeppast og komum einna síðast í hús öll kvöldin.
Með kveðju, Pétur Ásgeirsson
28.03.2010 at 01:27 #678948Já Pétur alveg rétt bara Jaxlar þar á ferð ;-))
Hafðu það gott einnig sömuleiðis.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
11.04.2010 at 12:38 #678950
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[youtube:tn674cpl]http://www.youtube.com/watch?v=XLaeWQ5txzY[/youtube:tn674cpl]
…smá sýnishorn úr hjólförunum. Muna sound-ið skiptir máli, mæli með 16 og 16/32 í styrk 😉
ÓE
12.04.2010 at 23:17 #678952
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
…ég var að koma af mánudagsfundinum í Mörkinni, góður fundur og vel mætt. Hreint frábær myndasýning eftir kaffi úr hjólfarafeðinni. Hver myndasýningin annari betri, já og Stef stóð svo sannarlega fyrir sínu.
Mig langar fyrir hönd undirbúningsnefndar að koma á framfæri til allra sem hönd hafa lagt á plóginn til að gera skemmtilega fjalla ferð, svona á þetta að vera, Takk!!ÓE
13.04.2010 at 12:08 #678954[youtube:pnug9ura]http://www.youtube.com/watch?v=yGS4QMxYJM4[/youtube:pnug9ura]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.