This topic contains 173 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjartmar Ö. Arnarson 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.01.2010 at 23:12 #210137
sælir félagar hvernig er þessi ferð er þetta alvöru eða
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.03.2010 at 01:05 #678850
Gummi Sæti gjaldkeri og Formaður Steranna var að hringja.
Hann vildi bara koma á framfæri þakklæti fyrir það traust sem Sterunum var sýnt við að bera ábyrgð á að koma Formanni klúbbsins á leiðarenda í þessari ferð. Það voru ekki allir sem treystu sér í það t.d. sagði Fúlagengið bara þvert nei þegar þeir voru beðnir. Þeir Sterarnir kláruðu þetta erfiða verkefni með glæsibrag. Það sem var erfiðast við ferðina var að þurfa að hafa Sveinbjörn í bílnum allan tímann. Hann hefði ekki trúað því fyrirfram hvað þrír dagar gætu verið lengi að líða. Engu að síður voru þeir fyrstir á Egilsstaðir. Síðasta verkefni kvöldsins er svo að koma Formanni klúbbsins í háttinn en reyndar er komið langt fram yfir hans háttartíma.Þegar þeir fóru austur um daginn til að kanna með gistimöguleika þá kom í ljós að eini staðurinn sem gat sinnt þörfum þeirra ef tekið er tillit til aldurs var elliheimilið á Egilsstöðum. Fengu þeir gistingu í þjónustuíbúðunum þar. Þeir fá aðstoð við að fara á salernið og er nóg að hringja bjöllum og segja ég er búinn og þá kemur sérhæfður aðstoðarmaður og hjálpar þeim. Nóg bílastæði eru líka fyrir utan þar sem margir heimilismenn eru ekki á bílum þannig að þeir gátu bara lagt jeppunum beint fyrir utan.
Síðan er ball á hótel Valaskjálf og þangað mætti kvenfélagið frá Sauðárkróki en það var þing skagfirskra kvenfélaga þarna á Egilsstöðum og þótti austlendingum tilvalið að fórna norðlendingunum fyrir sunnlendingana … eða lálendingana eins og þeir kalla sunnanmenn. Er þetta dæmi um austurlenska gestrisni.
Gústi Gatvissi hefur hins vegar þróað með sér félagsfælni eftir að hann upplifði þessa miklu höfnun annarra Formanna í ferðinni. Reyndar fannst honum sem hann væri gerður að hálfgerðum blóraböggli í þessari ferð þar sem reynt var að koma öllu sem miður fór yfir á hann. En þegar hann gerði eitthvað gott þá tók enginn eftir því. Það sagði enginn við hann þetta var flott hjá þér. [Gústi þú ert góður eins og þú ert hvað sem þeir segja]
Það voru allir hópar komnir til byggða þeir síðustu laust fyrir miðnætti.
21.03.2010 at 13:21 #678852Mér finnst nú Formaður Klúbbsins full athyglissjúkur því þegar síðasti bíll úr ferðinni Einar Sól renndi í hlað á Egilsstöðum ásamt L-200 bílnum sem var með ónýtan kúpplingsdisk þá lét Sveinbjörn skjóta upp eldi og brennisteini úr Eyjafjallajökli til að slútta ferðinni. Það eina sem klikkaði er að fjölmiðlar hafa meiri áhuga á að tala um belju í fljótshlíð sem er að því komin að bera heldur en endalok Krapa 2010.
Dagur Braga gaf lítið fyrir austurlenskan tónlistarsmekk en er bara mjög ánægður með alla ferðina. Þeir Guttar og Guinness ákváðu að fara sólarleiðina í bæinn og fóru þjóðveginn norður fyrir og voru staddir í Jökuldalnum á leið í kaffi á Mývatni.
Það fóru 4 bílar á verkstæði í gær sem hann vissi um.
Skúli skipti um legur og fékk nýjan öxul í Breska Heimsveldið.
Gummi Braga var fastur í læsingum og með ónýtar hosur en hann er á Toyota lc 90. Hjörtur og Jakinn kíktu líka á verkstæði og var hann líklegast að skipta um jakkaföt og bindi.
Svo var einn hvítur patrol frá vinalausum sem fór á verkstæði en honum hafði verið breytt að mestu leyti kvöldið fyrir ferðina og héldu svo áfram að breyta honum á leiðinni. Svo sem hentu úr honum gormum og boltum… sem gleymst hafði að herða.Eldsneytiseyðslutölur hjá Guttum og Guinness voru á þessa leið:
Gummi Braga eyddi um 133 lítrum.
Skúli eyddi um 113 lítrum en hann sneri að vísu bara þremur hjólum á Breska Heimsveldinu.
Sigurjón eyddi um 160 lítrum en hann var líka með tvo kokka með sér.
Dagur Braga eyddi um 150 lítrum á hálfpattanum en fór það að mestu í rafmagsframleiðslu fyrir HF talstöðina og einnig dróg hann á eftir sér mjög langann vír sem félagar hans bundu á endann bjórdós og varð það til þess að hann náði sambandi alla leið til Reykjavíkur í gegnum bjórdósina.
21.03.2010 at 13:39 #678854Þú átt hrós skilið stef fyrir allar þessar fréttalýsingar og mjög gaman að lesa það sem þú skrifar.
21.03.2010 at 14:04 #678856Heyrði í Gústa og vildi hann koma því á framfæri að til stóð upphaflega að Sterarnir og Stjórn færu Vatnajökul heim en Formannabíllinn hefði tekið þá ákvörðun í samráði við neyðarlínuna að það væri skynsamlegast að þeir héldu sig við þjóðveginn. Sveinbjörn þarf að mæta í vinnu á mánudaginn og hann treystir því ekki einhverra hluta vegna að hann myndi enda í Reykjavík fyrir þann tíma. Varð fyrir valinu að fara norðurleiðina í bæinn. Gústi sagði að þetta leiðarval væri alfarið á þeirra ábyrgð hann hefði ekki komið nálægt þeirri ákvörðun, væri ekki tilbúinn til að taka það á sig for the record. Þetta er að vísu falleg leið það eru tré og tún með búfénaði þarna og svo einhver fjörður… líklegast kallast hann Eyjafjörður og voru þeir að renna í hlað á einhverri skálaþyrpingu sem er staðsett við Eyjafjörðinn. Þar er hægt að kaupa sér mat. Síðan ætluðu þeir að skoða einhverjar heiðar á leiðinni og kannski fengi hann jafnvel að setja jeppann í fjórhjóladrifið … það er aldrei að vita.
Það var rosalega finn matur og góð stemming á hótelinu í gærkveldi og er hann mjög ánægður með þessa ferð. Hann þarf að visu að fara hana aftur 2020 og klára þessa leið sem til stóð að fara í upphafi þessara ferðar… því verkefni er ekki enn lokið þökk sé Formannsbílnum s.s. að fara í Sigurðarskála og yfir Vatnajökul í bakaleiðinni. Þetta er í rauninni ferðin endalausa.
Það var haldin bílasýning í morgun fyrir utan bónus og á verkstæði bæjarins enda haugur af bílum þar.
Benni og Túttugengið ætla að fara í Grímsvötn og gista þar í nótt á leið í bæinn og er Fúlagengið í humátt á eftir þeim hugsanlega í svipuðum pælingum.
Sveinbjörn sagði að menn sem voru í hópnum með Degi Braga hefðu kvartað mikið undan eyðslunni á bílunum sínum. Þeir sem voru fyrir framan hann soguðust til baka út af öllu rafsegulsviðinu og eyddu þar af leiðandi meira en efni stóðu til en þeir sem voru fyrir aftan hann voru aðeins ánægðari því þeir drógust bara á eftir honum og eyddu litlu sem engu.
Lögreglan leitaði Formanninn uppi í nótt og vildi fá að vita hvort hann hefði haft skotleyfi fyrir gosinu í Eyjafjallajökli. Einnig sinnti lögreglan hreinsunarstörfum milli 4 og 5 í bænum. Tók upp sunnlenskt rusl sem var á víð og dreif og bar fyrir sig átta villum.
Aðspurður um eyðslu á Formannabílnum sagði Sveinbjörn að hún hefði verið líter á hundraðið enda þurft lítið. Gummi Sæti einkabílstjóri Formannsins var ánægður með að störfum hans færi senn að ljúka.
21.03.2010 at 14:15 #678858Gleymdi samantektinni.
Bilerí:
Patrol 3
Toyota 1
Breska heimsveldið 1
AMERÍSKT 4 (JEEP 1, Vörubílar 3)
Mitshubitshi 1AMERÍSKT er ennþá í forystunni yfir þá sem hafa bilað oftast í ferðinni skv. mínum upplýsingum.
Það sást til Benna 49" á bak við hús í gær þar sem hann var að skipta um vél í FORDinum en hann var með varavél á pallinum.
Af hverju er hann kallaður Benni 49" ???
21.03.2010 at 15:38 #678860Það eru 4-5 jeppar á leiðinni uppá Grímsfjall til að taka á móti Túttugenginu,
lögðu af stað kl:09.00 í morgun og voru í Hrauneyjum um 12:00 og fengu sér að éta og lögðu af stað kl:13.00
reyndi að hryngja í þá en ekkert samband kl: 15.37kv. Kalli
21.03.2010 at 15:41 #678862Benni og Túttugengið er að detta inn á jökul og verða í Grímsvötnum í nótt. Fúlagengið var töluvert langt á undan þeim í fínu færi upp á Jökli og að sjálfsögði er einn patrol búinn að bila hjá þeim eða hann heldur ekki vatni. Allt í skralli hópurinn ætlaði sömuleið eða yfir jökulinn. Einhverjir bílar eru að koma úr Reykjavík sér til skemmtunar upp á jökul.
Ekki hefur náðst í JEEP gengið en fréttir herma að þeir hafi leigt einn lítinn vörubíl til að flytja kortersbílanna í bæinn enda mikið ódýrara að borga eldsneyti á einn bíl heldur en marga. Iceman og Stjórnin á Sterum eru að nálgast Blönduós skv. staðsetningarbúnaði en Skúli og Breska Heimsveldið mun vera enn þá inn á verkstæði á Egilsstöðum skv. þeirra SPOTta.
Heyrst hefur að einhverjar pælingar séu í gangi hjá einhverjum að gista jafnvel á Mývatni eða annars staðar og fara sprengisand á morgun í bæinn.
21.03.2010 at 15:42 #678864Hverjir eru það sem fóru úr bænum til móts við þá?
21.03.2010 at 16:15 #678866Dagur heyrði í Snorra Ingimars (sing) og áttu þeir um 8 km eftir upp á Grímsfjall. Náðist ekki að fá fréttir af veðri hjá þeim. Guttar og Guinness eru komnir í Eyjafjörðinn.
21.03.2010 at 16:50 #678868Náði loksins sambandi við JEEP gengið.
Þeir segjast hafa farið yfir Brúarjökulinn í gær til Egilsstaðar en það voru engin vitni að því.
Til að vera öruggir um að einhverjir myndu skila sér í bæinn þá dreifðu þeir hópnum um landið. Einhverjir fóru suðurleiðina í bæinn, aðrir fóru í Aðaldalinn og ætla að gista þar. En Óskar Erlings ákvað að fylgja Loga Ragnars og WAGONEER elliheimilinu norðurleiðina í bæinn. Voru þeir orðir hreinir sveinar enn einu sinni enda nýkomnir úr sundi á Akureyri og gott ef þeir voru ekki búnir að fá sér að borða líka. Ég heyrði ekki betur en að þeir brostu allan hringinn af ánægju út af ferðinni þannig að það var eins og Logi væri kominn með hártopp svo hátt fór pungmottan. Logi sagðist hafa séð til Formannabílsins og Stjórnarinnar þarna á Akureyri þar sem þeir voru að spyrja til vegar en þeir Óskar E vildu alls ekki láta bendla sig við þá og héldu sér því í hæfilegri fjarlægð frá þeim. Ætla þeir Óskar E að renna svo beint frá Akureyri í skítaveðrið í Reykjavík.
21.03.2010 at 17:57 #678870Fréttir af Vatnajökulsförum.
Dagur Braga var að heyra í Snorra Ingimars úr Fúlagenginu í HF stöðinni. Hann sagði að allir bílar sem komu yfir jökul austan að væru komnir í hús upp á Grímsfjalli í góðu yfirlæti en veður fer nú versnandi þar.Ég hef engar fréttir af þeim sem eru að fara á jökulinn frá Reykjavík… hef ekki einu sinni hugmynd um hverjir það eru. Kannski að Kalli pósti einhverjum fréttum af gengi þeirra.
Guttar og Guinness eru nú dreifðir um allt norðurlandið en Dagur sem hafði stoppað á Akureyri var að koma niður í Skagafjörðinn en Skúli og félagar voru sennilega komnir í nærgrennd við Blönduós jafnvel lengra…. ég bara man ekki hvað Dagur sagði. Ég var með svo miklar áhyggjur af því að einhver keyri ofan á fjandans loftnetsvírinn og bjórdósina sem hann dregur á eftir sér fyrir HF stöðina. Svona dós kostar nú vel yfir 300 kr úr ÁTVR… þetta er ekki gefins. Það voru svo miklar eldglæringar að almannavarnarnefnd norðurlands voru settar á viðbúnaðarstig af ótta við að það væri komið gos á Öxnadalsheiði.
21.03.2010 at 19:04 #678872Mér sýnist að hóparnir séu í þann mund að skila sér í bæinn.
Sigurður Bjartmars sem er með depil er að detta í Hvalfjarðargöngin. Ólyginn sagði mér að hann hefði verið betri en enginn í gær en hann mun hafa aðstoðað Rabbanna sem voru með bilaða kúplingsdiskinn og hjálpaði þeim til byggða. Fáum kannski fréttir af því seinna frá fyrstu hendi.[size=150:p5d79zy7]Mr. BIG[/size:p5d79zy7] (ég hlýði bara Formanninum) eða Stjórn og Sterar voru komnir til Stykkishólmar þegar þeim var sagt að leiðin til Reykjavíkur væri í hina áttina. Þóttust þeir vera að koma á danska daga í Stykkishólmi. Þeir munu vera sömuleiðis að detta inn í Hvalfjarðargöngin. Spurning hvort þeir rati út úr þeim.
Ég verð nú samt að segja að mér finnst Gummi Sæti Formaður Steranna vera beztur… að standast þetta álag að hafa Mr. Big með sér um landið þvert og endilangt og aftur til baka. Skil samt ekkert í honum að hafa ekki skilið hann bara eftir á Egilsstöðum… það var ekki einu sinni hægt að fljúga þaðan. Við sem þekkjum Sveinbjörn vitum að hann er bara til vandræða… þess vegna þorði stjórnin ekki að skilja hann eftir einan í bænum á meðan þeir fóru í ferðina. Og þetta hef ég frá fyrstu hendi.
21.03.2010 at 19:14 #678874Mér finnst nú samantektin á bilunum frekar léleg…
Amerískt.. á móti japönsku og bretum væri þá réttara..ef menn ætla að taka það þannig að allir amerískir bílar falli undir einn flokk.
Því er staðan þá annað hvort svona:
bilanir :
Japanskt 5 (patrol, toyota, mitsubishi)
Amerískt 4 (jeep, ford, dodge)
Breska heimsveldið 1Eða þá að taka þetta rétt :
Patrol 3
Ford 3
Toyota 1
Breska heimsveldið 1
Jeep 1 (tek það fram að það er Ford skipting sem bilaði)
Mitshubitshi 1Því eru Patrol og ford með hæstu bilanatíðni… eða Japanir mest, amerískt og síðan breska heimsveldið hvernig svo sem menn líta á það.
kv
Gunnar
21.03.2010 at 19:18 #678876já Stefanía, það er hann Kjartan Sól og Gunni á 38" patta, Gústi á 38" landróver svo eru Helgi á 46 eða 49" ford og held ég að hann heiti Kjartan á 44" patta,
það gengur bara vel hjá þeim þegar ég heirði í þeim og var Kjartan á 40 km hraða:O)Heyrði það að einn úr Túttugenginu hefði brotið eitthvað og væri á leið í bæinn á þjóðvegi 1[size=50:18dy96wm]Benni 49"[/size:18dy96wm]
kv. Kalli
21.03.2010 at 21:00 #678878Gunnar þetta með að draga AMERÍSKT saman er nú meira komið frá Benna FORD því hann var að slá um sig með að AMERÍSKT bilaði ekki.
Hins vegar má víst bæta inn í bileríið 1 toyota tacoma bilaði kúpling og svo vantar inn í töluna bilerí í 1 patrol.Það sem er að frétta af Vatnajökulsförum var að um 17:30 var Fúlagengið komið í hús og var þá Túttugengið komið hálfa leið inn á jökul þannig að það er spurning hver staðan er á þeim… og hvort bæst hafi við AMERÍSKT bilerí, hvort [size=50:wuaauteg]Benni 49"[/size:wuaauteg] sé að pulsa sig upp á þjóðvegi 1 eins og Kalli segir.
Eitthvað sambandsleysi hafði verið á milli Benna og Snorra kannski vantaði honum vírherðatré til að ná sambandi með HF stöðinni og var því þriðji maðurinn kominn í spilið til að bera skilaboð á milli þeirra.
Hins vegar var Fúlagengið að yfirgefa Grímsfjall á leið niður í Jökulheima.
21.03.2010 at 21:21 #678880Komiði sæl.
Vegna upptalningar á bilunum held ég að þurfi að fara fram smá endurskoðun. Ég reikna með að í listanum um bilanir "Toyota 1" sé verið að tala um felguvandamál hjá Tryggvi Traustasyni (TNT). Staðreyndin er sú að þessar felgur hafa aldrei borið nafn Toyota heldur eru framleiddar í sveit vestur í USA og eru oft nefndar white spoke. Þess vegna finnst mér, að fjarlægja ætti Toyota af bilanalista og bæta á listann Amerískt +1. Sama finnst mér gilda um Tacoma sem er minnst á hér á undan. Made and designed in USA. Og svo aðeins meira í framhaldi af þeirri áherslu sem lögð var á upptalningu á fjölda bíltegunda á kynningarfundi og grjónatilnefningum að rétt væri að sett væri upp greinilegt súlnarit, sem einhverjir specílistar t.d. verkfræðingar ættu að eiga auðvelt með að gera, sem sýndi greinilega bilanatíðni eftir tegundum í þessari ferð. Væri gaman að sjá það hér á vefnum við fyrsta tækifæri. Annars að afloknum ca. 1300km og rétt rúmlega 300 lítrum af dýrindis dísel olíu þökkum við fyrir okkur.
Ágúst og Andri Berg.
21.03.2010 at 22:10 #678882Þá er flott ferð langt kominn. Ég og Valur erum komnir á Höfn og ætlum að gista þar, en ég varð að hætta við að fara jökulinn þar sem að það brotnði eitthvað í framdrifinu og við ákváðum að við gætum ekki / nenntum ekki að gera við það enda skítaveður á jökli og því fórum við malbikið.
Þeir sem fóru á Jökul eru án efa flestir komir í skála – Að vísu fóru Kjartan og Helgi úr túttugenginu eitthvað að dýptarmæla tungná með Ford og sú mæling tók víst eitthvað á annan tíma, því seinkaði þeim aðeins að sunnan.
Fúlagengið og Allt í skralli ákváðu að þeir hefðu ekki úthald í meira og eru víst farnir frá Grímsfjalli og ætluðu heim.
Benni
22.03.2010 at 11:46 #678884http://gudniagnar.com/index.php?fID=37&page=all
Á þessum link getið þið skoðað myndir sem sonur minn tók í ferðinni
22.03.2010 at 12:44 #678886
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[quote="Krilid":ty6xtbru]Komiði sæl.
Vegna upptalningar á bilunum held ég að þurfi að fara fram smá endurskoðun. Ég reikna með að í listanum um bilanir "Toyota 1" sé verið að tala um felguvandamál hjá Tryggvi Traustasyni (TNT). Staðreyndin er sú að þessar felgur hafa aldrei borið nafn Toyota heldur eru framleiddar í sveit vestur í USA og eru oft nefndar white spoke. Þess vegna finnst mér, að fjarlægja ætti Toyota af bilanalista og bæta á listann Amerískt +1. Sama finnst mér gilda um Tacoma sem er minnst á hér á undan. Made and designed in USA. Og svo aðeins meira í framhaldi af þeirri áherslu sem lögð var á upptalningu á fjölda bíltegunda á kynningarfundi og grjónatilnefningum að rétt væri að sett væri upp greinilegt súlnarit, sem einhverjir specílistar t.d. verkfræðingar ættu að eiga auðvelt með að gera, sem sýndi greinilega bilanatíðni eftir tegundum í þessari ferð. Væri gaman að sjá það hér á vefnum við fyrsta tækifæri. Annars að afloknum ca. 1300km og rétt rúmlega 300 lítrum af dýrindis dísel olíu þökkum við fyrir okkur.
Ágúst og Andri Berg.[/quote:ty6xtbru]
Hóst hóst, … var að kingja -þetta er víst rétt hjá Kríla, felgurnar hjá TNT voru gráar og framleiddar í mexícó, ég held því að TNT hafi ekki ætlað lengra út í krapann heldur en þangað sem mexíkaanskar felgur gátu borið hann. Með tacomuna er líka rétt hjá gústa, það virðist sem þeir væru að reyna að framleiða lítin pallbíl með Wrangler mótor. Léttan en sterkan meða aðeins meiri hestöflum sem góð sjáskipting bætti upp og eitthvað rafeindarusl með vírum.
Þannig GúsTi prik fyrir þig.
ÓE
22.03.2010 at 14:50 #678888
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fór einhver flóttaleiðina? …gerðist nokkuð markvert þar?
annars erum við að spá í að hefja söfnun á felum úr ferðinnni og því má senda þá á skráningu sem fyrst.ÓE
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.