This topic contains 173 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjartmar Ö. Arnarson 14 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.01.2010 at 23:12 #210137
sælir félagar hvernig er þessi ferð er þetta alvöru eða
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.03.2010 at 19:40 #678810
Skúli var að hringja úr Sigurðarskála og sagði að
[size=150:3q0ie43c][b:3q0ie43c]það er mikið hlegið að því í Kverkfjöllum að Sveinbjörn skildi hafa villst yfir í Dreka[/b:3q0ie43c][/size:3q0ie43c].
Þetta kom nú reyndar engum á óvart.Hann vildi líka koma á framfæri smá leiðréttingu. Guttar & Guinneshópurinn var ekki úr og í spotta, hann vísar því yfir á “pappakassar” og “vinalausir”.
Þeir hópar stefna á að gista líka í Sigurðarskála í nótt en voru ekki komnir niður að flæðunum þegar síðast fréttist. Reyndar voru þeir búnir að sameinast og ganga nú undir nafninu Pappalausir og eru þeir í töluverðri spottavinnu. Það er mikið púður á Urðarhálsinum og smá hjakk þar en það kom samt ekki í veg fyrir að Breska Heimsveldið færi þetta á þríhjólinu. Guinnesstími var kl. 17:23 að staðartíma og er nú stefnt á að eta hangikjöt og draga upp gítarinn og eiga góða kvöldstund.
19.03.2010 at 20:45 #678812Heyrði í Degi nú í kvöld ( þ.e Degi Braga ) svo þetta valdi ekki misskilning.
En hann vildi endilega koma því á framfæri að Gunnisgengið hefði lagt af stað frá Þúfuvatnsskála og því átt lengst að fara í Sigurðarskála. En þrátt fyrir það hefðu þeir tekið fram úr Einari Sól og félögum og komið langt á undan í Sigurðarskála. Já og með Skúla á þrem og einu í fatla. Vildu þeir í Gunnis endilega að þetta afrek veri fært til bókar. Það er hér með gert. Einar verður bara andmæla í rannsóknarskýrslunni góðu, enda kemur hún ekki út fyrr en allt er gleymt
PS á meðan Dagur var að monta sig af afrekum Gunnisgengisins, þá heyrðist Óskar Erlings kalla í stöðina “ég er fastur” Það er því ekkert rock on hjá honum, heldur rock off.PS stigbrettið hjá Degi heldur enn, ef einhverjir hafa skyldu hafa verið að velta því mikið fyrir sér. Finns nú hálf slappt hjá Seffu fréttaritara að hafa ekki greint neitt frá því hvað stigbrettið er að standa sig vel.
19.03.2010 at 21:18 #678814Af hverju er Tnt sem á flottustu vinrauðu Toyotu LC ´80 á 44" sem var í ferðinni, með framljósin að aftan, ekki í Sigurðarskála ásamt Krílinu???stef
Póstar: 671
Skráður: 04 Mar 2009, 11:57
Fullt nafn: Stefanía Guðjónsdóttir
Félagsnúmer: R3280
EinkaskilaboðJaaa stef eins og þú sagðir fyr frá þá yfirgáfu felguboltar mig og blessuð felgan í maski (frá Meksíkó) þá ákvað ég að skreppa út og fara í mál við Mexikóana ,þar sem þeir hafa eyðilagt fyrir mér þessa fínu helgi-en annars hefði ég tafið fyrir Gústa held ég bara!
KV einn sem er mjög fúll enda lélegur riddari sófans.
20.03.2010 at 00:36 #678816Var að heyra í Drekamönnu og voru allir sammála um að tími væri kominn til að endurskoða forystu klúbbsins. Formaður klúbbsins var kominn í koju fyrstur manna… meira að segja á undan Loga Ragnars, það er ekki mörgum sem tekst það og sofnaður fyrir kl. 22:00. Bæði Benni fyrrverandi formaður F4x4 sem og Gummi gjaldkeri Formaður Steranna voru miður sín yfir úthaldsleysi Sveinbjörns. Þetta er náttúrlega hneisa fyrir Formannastéttina sem slíka og verður tekið upp á fundi hjá stéttarfélaginu. Gummi sagði að það mætti að vísu virða honum það til vorkunar að þar sem Fúlagengið vildi ekki hafa hann með sér og hann hafi þvi setið upp með hann þá hafi hann fengið að vinna fyrir farinu. Sveinbjörn var mjög duglegur að fylgjast með förum og stikum á leiðinni. Reyndar leit Gummi aðeins af honum augunum augnablik og það var nóg til þess að hann villtist yfir í röng för og inn í Dreka í stað Sigurðarskála. Sveinbjörn sá alfarið um uppvaksið í kvöld sem og í gærkveldi en einnig hefur hann það hlutverk að þjóna og klæða Formann Steranna s.s. í skó og þ.h..
Gummi verandi Formaður Steranna hefur ekið fremstur fyrir sínu gengi þannig að ef menn fylgjast með SPOTtanum hans Gústa Gatvissa þá er Gummi svona hundrað metrum á undan Gústa Formann ferðafrelsisnefndar enda er Gústi bara með þetta tæki til að Gummi getið fundið Gústa aftur ef hann villist .. enn einu sinni. Vá mikið af villtum formönnum í þessum hóp enda er dulnefni hópsins Týnda Formannagengið en goggunarröðin er samt alveg á hreinu. Formaður Steranna er æðstur.
Sterarnir og stjórnin sofa í litla skálanum Hetti og kom það í hlutverk Gumma að standa vaktina þessa nóttina en Sterarnir eru með vaktmann til að gæta hópsins á næturnar enda stutt í Benna 49”, Túttugengið, Allt í skralli gengið, Ægirs sem og Björn Þorra eina uppistandandi Sóðans þessa stundina. Það er engum treystandi á fjöllum þar sem öll gengi vilja vera fyrst og fremst.
Reyndar tekur Gummi næturvaktarhlutverk sitt svo alvarlega að hann ætlar að gista í bílnum í nótt… EINN en hann neitaði Sveinbirni um gistingu… af gefnu tilefni.
JEEP gengið gafst upp á bilaða JEEP fjórhjólinu skellti því inn í skottið á GRAND WAGONEERNUM hans Loga Ragnars og var gengið komið í Dreka skömmu á eftir hinum gengjunum. Það þurfti reyndar 4 menn til að lyfta því inn í bílinn en það hafðist með því að leggja hlerann niður. Var fjórhjólinu svo parkerað út á plani, grafin gryfja undir það og snjóhús yfir, sjálfskiptingin og millikassinn rifinn úr á innan við klukkustund enda vanir menn úr torfærunni að gera svona í pitstoppi á milli brauta. Einu varahlutina sem skortir eru whiskey olía og fleiri kjötbollur fyrir viðgerðaliðið, greinilegt að það er allt annar standard í JEEP genginu heldur en hjá breska heimsveldinu, Guttum og Guinnessgengjunum. Skiptingin var hins vegar sett í þurrk og var verið að líma hana saman og koma henni í aftur rétt fyrir miðnætti en skiptingin hafði ofhitnað og skotið út pakkdós í millikassanum. Benni 49” sagði að þeir væru að reyna að koma FORD skiptingu í willys og að sjálfsögðu hafnaði FORDskiptingin willysnum með öllu… enda hafði hún ælt út úr sér pakkdósinni´í höfnunarskyni.
JEEP gengið ætlar að gista auðvitað í 2ja manna tjöldum í nótt enda stór hætta á víðáttufælni ef þeir myndu gista inn í skála eftir að hafa verið svona langdvölum í kortersbílunum.
Það er geggjað veður þessa stundina logn og blíða og það má sjá frostrósir á framrúðunum á bílunum.
Hvað varðar um leiðarval morgundagsins þá á það eftir að koma í ljós.
Ekki náðist i stigbrettið í Sigurðarskála til að fá fréttir af frekari líðan þess.
20.03.2010 at 00:50 #678818heyrst hefur að Maggi Skóg sé á leiðini heim í gleðigöndli.´…
Kv, Kristján
20.03.2010 at 09:47 #678820Nú voru Benni 49" og Túttugengið að yfirgefa Dreka og ákváðu þeir að taka Týndu Formennina eða stjórnina í fóstur og koma þeim niður á Egilsstaði. Held að þessi ráðstöfun sé að redda ferðinni hjá Benna.
Eftir sameingu þá heitir hópurinn að sjálfsögðu StjórnarTútturnar.
Túttugengið hefur nú aldrei verið þekkt fyrir að fara auðveldustu leiðina þannig að þeir ætla að fara niður á flæðurnar í átt að jökli og þvera allar ár þar sem og Kreppu og Kverká og upp á jökul á milli Kverkfjalla (Kverkfjallajökuls) og Kringilsárrana og reyna að krækja þannig fyrir Hálslón. (held ég hafi náð þessu c.a.u.þ.b.)
20.03.2010 at 10:37 #678822Sveinbjörn var vaknaður, búinn að klæða Gumma og gefa honum að borða. Hann vill bara koma því á framfæri að hann hafi ALDREI verið týndur eða villtur heldur hafi þeir dottið ofan í förin á 49" hjá Benna og hreinlega ekki komist upp úr þeim aftur. þar af leiðandi hafi þeir neyðst til að fara á eftir honum. Þeir vilja líka tryggja það að Benni komist alla leið á Egilsstaði enda er hann með lykilinn að hótelinu.
Ég er reyndar búin að heyra svo margar útgáfur af því af hverju Stjórnin og Sterarnir enduðu í Dreka að það mun koma út bók um jólin og verður það sjálfstætt framhald af áður útkominni Afsökunarbók hans Ofsa.
[b:1mtkhhuz]Dæmi um afsakanir:[/b:1mtkhhuz]
Duttum ofan í 49" förin og komumst ekki upp úr þeim.
Höfum aldrei komið í Dreka og langaði SVO þangað.
Það vantaði aftan á trackið/ferlana hjá okkur.
Náðum ekki beygjunni í Kverkfjöll… fórum svo hratt.
Þetta voru bara svo góð för.
Héldum að það væri Select þarna.
Þeir ætluðu alltaf í Dreka.
…..Helstu áhyggjur Sveinbjörns þessa stundina voru að ná á kamarinn á Egilsstöðum svo hann geti farið að hugsa aftur en getan til þess minnkar í öfugu hlutfalli því lengur sem hann er á fjöllum. Áhyggjur Gumma vaxa í samræmi við áhyggjur Sveinbjörns þar sem ekki er hægt að skrúfa niður rúðurnar á bílnum.
Gústi Gatvissi upplifði það í gær að heyra í hestöflum í fyrsta skipti eftir að hann keypti sér patrol en það var þegar hann sat í kaffi og JEEP gengið brunaði framhjá með alla sína 1700 hesta á útopnu… það var áður en þeir sprengdu Ford sjálfskiptinguna úr Willysnum.
Það hafði ringt frostrigningu í nótt… það er víst stigsmunur á henni og svo snjókomu en það hafði svo snjóað aðeins… eða það mikið að þeir voru næstum búnir að keyra yfir tjaldbúðir JEEP gengisins en þeir voru mokaðir út úr þeim.
Fréttir hafa borist af dræmu skyggni hjá hópunum sem fóru fyrr af stað í morgun.
Bilerí:
Patrol 2
Toyota 2
Breska Heimsveldið 1
JEEP 1
20.03.2010 at 12:16 #678824Fúlagengið fór frá Nýjadal inn Vonarskarðið yfir í Gæsavötn og gisti þar fyrstu nóttina. Fóru síðan inn með jöklunum hjá Kistufelli og þar upp á jökul. Kræktu suður fyrir Kverkfjöllin og fóru svo niður í Snæfell. Þar er heilmikill snjór og bara flott. Þeir ætla að fara núna Eyjabakkana einhverja Sandfellsleið eða skarð út að Hornbrynju og yfir á Öxi og þaðan á Egilsstaði.
Færið er nokkuð gott upp á jökli (kringum 20 km á klst.) misgott skyggni en stendur til að hann rífi af sér. Var hann bara mjög ánægður með þetta.
Fúlagengið hitti Þorgrím, Reynir og Stínu upp á jökli í gær held ég en þau voru að koma úr Grímsvötnum eru farin á Egilsstaði.
Snorri ætlaði varla að fást til að segja frá því en þar sem ég lofaði honum nafnleynd þá sagði hann að það eru búnar að koma upp tvær bilanir hjá Fúlagenginu auðvitað voru það Amerísku vörubílarnir en einn sprengdi loftpúða og annar skemmdi dekk.
Var að frétta að StjórnarTútturnar séu að keyra yfir KÁRAHNJÚKAST’ÍFLUNA. Þeir munu hafa tankað á möðrudalsöræfum í morgun á leið sinni eftir þjóðveginum. Þeir eiga pantaðann tíma í nudd kl. 14:30 á hótelinu á Egilsstöðum.
Það er einhver boginn vinkill á fréttunum frá Benna… hmm.Það er spurning hver sé að keyra með G-SPOTtið hans Gústa???
Ekki hefur náðst í stigbrettið til að flytja fréttir af því en það er spurning hvort að Guttar og Guinness séu komnir í bað í Hveragili ásamt Iceman.
JEEP hópurinn er hins vegar enn i Dreka í skýrslutöku hjá Sýslumanninum eftir að UST las hér áreiðanlegar fréttir um snjómannvirkjagerð þeirra án tilskilinna leyfa við Dreka og utanvekaakstur á snjó á fjórhjólum. Verður þeim gert að rífa snjóhúsabyggingarnar og fylla upp í allar holur, eftir er að ganga frá sektargreiðslu. Logi Lævísi bar fyrir sig vanþekkingu sagðist ekkert kannast við þessa menn á þessum fjórhjólum, aldrei hitt þá, vissi ekkert hvað þeir voru að gera þarna og kom sér þannig hjá málinu. Enda er hann bara á Wagoneer elliheimili.
Bilerí:
Patrol 2
Toyota 2
Breska heimsveldið 1
AMERÍSKT 3 (JEEP 1, Vörubílar 2)Er þá ekki meira en helmingurinn af bileríinu AMERÍSKT.. BENNI
20.03.2010 at 12:28 #678826[b:1nnl2bg6]Gaman að fá þessar fréttir hjá þér Stefanía :O)[/b:1nnl2bg6]
kv. Kalli sófariddari.
20.03.2010 at 13:29 #678828Kalli það væri nú skemmtilegt ef það væri meiri fjölbreyttni í þessu s.s. fréttir eða ekki fréttir af öðrum hópum.
Dagur Braga hringdi og er nú hreinn sveinn eftir að hafa farið í bað í Hveragili. Það voru um 40 einingar af einhverju þarna núna annað hvort bílar eða fólk. Það munu vera Guttarnir og Guinnessgengið en þeir eru komnir með Einar Sól sem viðhengi, Sóðarnir… ekki veitir þeim nú af, Vinalausir og fleiri en ekki Iceman. Fóru allir í bað í sundfötum nema Skúli H. hann átti ekki sundskýlu þar sem Útivist hefur ekki enn sponserað hann um slíkt fyrirbæri þannig að hann var með öllu skjóllaus í pottinum. Í ljósi reynslu hópsins sem var í pottinum þá verður stofnaður söfnunarreikningur fyrir skýlunni um leið og komið er til Egilsstaða. Hins vegar keyrir Skúli H. um eins og herforingi á Breska Heimsveldisþríhjólinu… en það vantar enn öxul í stað þess sem brotnaði.
Veðrið er mjög gott hjá þeim, stundum smá mugga en sólin brýst fram öðru hvoru. Meiningin hjá Guttum og Guinness er að keyra eitthvað út og suður og skjóta sér svo upp á jökulinn nákvæmlega þar.
Hjörtur (Hjörtur og Jakinn) ferðast allan timan um í jakkafötum með eldrautt bindi og er alveg klár á ballið á Egilsstöðum.
p.s. Gleymdi svo að spyrja Dag um fjandans stigbrettið.
StjórnarTúttugengið virðist vera í þann mund að narta í jökulröndina þannig að þetta er allt að koma hjá þeim. Veit ekki hverju ég á að ljúga með staðsetningu en hún er í grend… einhvers staðar út frá Brúarjöklinum hugsnalega upp Kverkárranann.
20.03.2010 at 14:12 #678830Átti mjög langt samtal (og er þetta bara samantekt) við Gústa Gatvissa sem var ekki par ánægður með sinn ferðahóp. Honum fannst þessi formannabíll Gummi og Sveinbjörn litið sem ekkert tillit taka til sín og það sem hann hefði að segja og er þó formaður líka … yfir FFN. Sagði að Gummi og Sveinbjörn hefðu verið svo uppteknir yfir gps tækinu sínu í gær við að rata ekki. Það vildi enginn hlusta á hann og svo loksins þegar hann komst að til að segja þeim að þetta væri ekki rétt leið þá voru þeir bara komnir allt of langt til að snúa við og var þá bara farið í einhvern allt annan skála heldur en til stóð. Svo þegar komið er í skála þá rjúka þessir menn í koju og sofna bara alveg búnir á því… þegar hópurinn ætlaði að reyna að gera gott úr þessu úr því sem komið var og eiga saman skemmtilega kvöldstund.
Aðspurður um staðsetningu var Gústi ekki alveg klár með hana en taldi sig nokkuð öruggann á því að þeir væru á … Vatnajökli. Þeir eru að fylgja leið sem austan menn sendu fyrir ferðina.
Í þessum töluðu orðum ók hópurinn hans í burtu frá honum þar sem hann stóð einn eftir með börnunum sínum við að tanka á bílinn úr brúsunum. Hann sagði líka hvernig er hægt að ferðast með svona mönnum. Reyndar vildi Gústi ekki eyða fleiri orðum í þennan formannaferðahóp. Sagði að ljósið í myrkrinu væri að það er bongóblíða þarna upp á jökli og bara rosa flott veður.
20.03.2010 at 15:48 #678832[Ágúst á Krílinu og restin af Svarta Genginu eru komnir að Kárahnjúkaveg , allt hefur gengið að óskum 😉
( Nema hjá mér ) kv. TNT
20.03.2010 at 17:19 #678834Fréttir af StjórnarTúttunum eru þær að við jökulröndina kom smá skallablettur sem Stjórnin og Sterarnir nýttu sér til að komast úr hjólförunum á 49" hans Benna og voru ekki lengi að brenna upp á jökul en Benni og Túttugengið munu hafa þrætt einhvern meðalveg meðfram jökulröndinni.
Stjórnin og Sterarnir eru núna komnir niður á þjóðveg búið að blása loft í alla formenn. Sveinbjörn opnaði viðgerðabauk og var það hans framlag við að pumpa í dekkinn.
Á meðan ég var að tala við Sveinbjörn þá var Túttugengið að koma til þeirra. Þannig að það er spurning hver eltir hvern en þangað er klárinn fúsastur sem hann er kvaldastur.
Er nú stefnan tekin express á Egilsstaði þar sem á að skvetta úr klaufunum í kvöld og bera saman bækur sínar. Reyndar er formaðurinn að hringja í Einar Sól til að fá fréttir af hópnum sem hann er í en þeir eru í 3 tíma fjarlægð frá Sterum og Túttum með bilaða kúplingu í hópnum.
20.03.2010 at 17:46 #678836Samkvæmt öllum þessum gervihnattasendingum þá virðist sem Guttar og Guinness séu komnir eða við það að detta niður á þjóðveg.
Iceman hópurinn er við það að komast niður af jökulröndinni.
Þannig að þetta er allt að koma. Engar fréttir hafa hins vegar borist af JEEP genginu. Getur maður ekki gefið sér neitt annað en að þeir hafi bara fengið möguleika á einu símtali eftir skýrslugerðina í morgun og valið að panta sér pizzu með 3-G símanum sínum.
20.03.2010 at 18:25 #678838það er ekki að spirja af því Tryggvi, 46" 80 krúserarnir (krílið) riðja alltaf slóðina og skila sér alltaf fyrstir til byggða líka.
20.03.2010 at 19:55 #678840Jeep gengið er komið í kvöldmat á Egilsstöðum, gert var við ford skiptinguna… ekki furða þótt Ford bili sama í hvers konar gæðing það er sett í
annars þagði skiptingin eftir að sett hafði verið nýr skiptivökvi og pakkdósin sett aftur í.
Meiri fréttir á eftir, ég var víst að trufla þá í steikinni
kv
Gunnar Jeep
20.03.2010 at 21:21 #678842Jé Benni,en ég var fyrstur hélt ég -fór bara í vitlausa átt;-)
20.03.2010 at 21:38 #678844Dagur Braga hirngdi fyrir margt löngu síðan og sagðist vera kominn í matinn á hótelinu. Hann sá einmitt einhverja úr JEEP genginu og Formannagenginu þar líka. Hlunkur Kafteinn var þá enn þá einhvers staðar í burtkistan en það var L-200 bíll í hópnum sem hann var í með ónýta kúplingu.
20.03.2010 at 22:03 #678846Þú veist það núna Tryggvi minn að það þýðir ekkert að setja svona öfluga jeppa eins og LC80 á einhverja brauðfætur, það þarf alvöru felgur undir þetta til að hafa við öllu þessu afli.
21.03.2010 at 00:35 #678848Var að heyra í Formanninum honum Sveinbirni. Hann sagði að það væri ofboðslega gaman þarna hjá þeim Stjórn og Sterum á Akureyri. Þeir væri í Sjallanum en það vantaði enn þá töluvert af fólkinu úr ferðinni. Þetta væri lítið mál að skjótast svona yfir landið… Hann vildi koma því á framfæri að þar sem hann sem Formaður Klúbbsins hefði leitt félagsmenn svona eins síns lið yfir landið og gríðarlega mikil ábyrgð hvílt á herðum hans þá fyndist honum rétt að framvegis yrði hann ávarpaður annað hvort sem herra Formaður eða sem Mr. BIG. og ég gat engu svarað nema: já herra Formaður Mr. BIG.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.