This topic contains 173 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjartmar Ö. Arnarson 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.01.2010 at 23:12 #210137
sælir félagar hvernig er þessi ferð er þetta alvöru eða
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.03.2010 at 19:36 #678770
Fyrsta bileríið var í ræsingu ferðarinnar. Dagur Braga var að hoppa eitthvað á stigbrettinu og braut það. Það var soðið snarlega. En fyrir þá sem ekki vita, þá ekur Dagur á Patrol.
Stiginn standa því Patrol -2 stig
18.03.2010 at 19:52 #678772Steffa hver er slóðin á SPOTIÐ hans stjórnar-Gústa?
18.03.2010 at 19:53 #678774Stjórnarhópurinn er lentur í Nýadal. Þeim tókst að rata þetta svona c.a. nokkurn vegin en Gústi hljóp þó útundan sér en það uppgvötvaðist fljótt þar sem hann var með SPOT græjuna og var hann beðinn um að snúa frá villu sinni og stefna á reykinn frá Klakahöllinni.
Það er þó ákveðið afrek að komast fyrsta legginn sama daginn án þess að verða klofblautur eins og Gummi lenti í þegar hann fór KRAPA 2000.Ég sá viðtalið við Sveinbjörn og Loga Ragnars á stöð2 frá upphafi ferðar. Ætlaði varla að þekkja þá með þessar pungmottur.
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channe … bf8e299192
Sjá á 14 mín+
Var rétt mátulega búin að hrauna yfir Wagoneerinn þegar hann birtist í öllu sínu veldi í sjónvarpinu og ekki laust við að maður fylltist lotningu.. þetta er sko enginn patroll… heldur GRAND WAGONEER. Hef ekki heyrt neinn jeppamann eins ánægðan með að þurfa að kaupa bensín á 8 cyl. jeppa eins og Logi Ragnars var… reyndar var ekki laust við að maður sæi tár á hvarmi hjá honum sem og fleirum í aðdraganda ferðarinnar þegar verið var að reikna út eldsneytiskostnaðinn fyrir ferðina… en svona fer ferðavíman með mann.
18.03.2010 at 20:27 #678776Það er náttúrulega bara snilld að geta fylgst með ferðum manna, er búin að vera fastur fyrir framan
tölvuna síðan ég kom heim úr vinnu. Það verður fínt fyrir þá að koma í Sigurðarskála á morgun,
það fóru 2 frá Egilsstöðum í dag inneftir og eru byrjaðir að kynda.
kveðjur að austan.
18.03.2010 at 21:56 #678778Sæll Magnús
Þetta er linkur á SPOT hjá Gústa.
http://share.findmespot.com/shared/face … d1Jtl8KHDP
Ég veit ekki hvaða græja það var sem hann hafði gefið frúnni í jólagjöf og ætlað að skemmta sér með á fjöllum, sennilega eithvað batterísdrifið.
Þorsteinn
18.03.2010 at 22:20 #678780Frétti að hópurinn Allt í skralli þeir voru komir í dreka kl 20 í kvöld geg bara vel snjór og hart með lausum snjó inná milli. Þetta eru menn úr Suðurlandsdeild 4×4 og sendum
við þeim góðar kveðjur frá Selfossi. Og öllum sem eru í þessari ferð.
Einar Karl Stjórnarmaður Suðurlandsdeild 4×4.
18.03.2010 at 22:52 #678782Gaman að heyra fréttir af fleiri hópum. Mér finnst nú samt þetta stjórnarlið vera orðið fullmiklir sófariddarar þegar þeir þurfa að senda undanfara til að kynda fyrir sig alla skála sbr. í Nýadal og Kverkfjöll.
Einar Sól var að hringja og var aldeilis hissa þegar hann kom út úr Klakahöllinni í Nýadal rétt í þessu og sá rauðan yaris úti á plani. Var dóttir Sveinbjörns mætt með sultuna. Þannig að nú er búið að redda ostaveislunni í kvöld.
Heyrði í undirbúningsnefndinni áðan.
Skúli H. var í Þúfuveri ásamt Guttum og Guinnesfélögunum. Hann sagði að þeir væru á 8 og 1/2 bíl en fyrsta bilunin átti sér stað á leiðinni frá Bílabúð Benna og að Shell. Hálf-pattinn hans Dags Braga missti stigbrettið. Ferðin upp eftir gekk að óskum fyrir utan eina hraðahindrun sem þeir lentu á en um leið og þeir voru búnir að taka fram úr Stjórnarhópnum þá fór ferðin loks að ganga. Voru þeir að gæða sér að eðal rauðu very well rear kjöti sem skolað var niður með ísvara.Óskar Erlings úr undirbúningsnefndinni var hins vegar langsíðastur úr bænum á fjöll. Var eins gott að hann þurfti ekki að fara lengra en í Versali. Þar uppgvötvaði hann að það er sumt sem maður treystir ekki konum fyrir… og fær því nú lánaða viðgerðabauka hjá ferðafélögunum. Kallmerkið á hans bíl er OÓ (Óskar og Oddgeir coari).
Sagði hann að Logi hefði logið í viðtalinu á stöð 2 þegar hann sagðist vera á elsta bílnum í ferðinni 36 ára gömlum Wagoneer. Það er einn eldri jeppi sem er með Jeep hópnum og það er 68 ára gamall grænn FordWillys blæju herjeppi (´42) sem Tóti endursmíðaði fyrir stuttulöngu. Teikningin er Willys en hann er smíðaður hjá Ford. Reyndar trúði enginn að þessi korters bíll ætlaði með í ferðina, áætlaður tími sem tekur að hlaða bílinn fullann af drasli enda ekki meira pláss.
Hvað varðar bilanir þá vildi Óskar ekki kannast við neitt slíkt í sínum hóp en sagðist þó hafa keyrt fram á flottasta vínrauða bílinn í ferðinn, Toyota ´80 á 44” dekkjum sem Tnt á. Var hann að velta fyrir sér hvort hann væri með framljósin að aftan en komst svo að því að hann var á bakaleið til að fara í hefðbundið Toyota pitstop í Hrauneyjum. Var hann víst á einhverjum lánsdekkjum með mexikönskum gervifelgum sem brutu alla felgubolta og var þá ekkert annað að gera en keyra á móti bull dekkjunum sínum og koma þeim undir.
Bilanir:
Patrol 2
Toyota 1
19.03.2010 at 02:11 #678784Fékk símtal um 00:30 frá G&G hópunum í Þúfuveri og sögðust þeir vera búnir að borða rauð hreindýr og nautalundir sem þeir höfðu skotið á færi, þó ekki innan tilvonandi þjóðgarðs og voru komnir á kaf í dessertinn sem var ekki rjómakaka en þó kaka með rjóma!!! Var þessi máltíð frekar löng en vel lukkuð að sögn Skúla.
Til samanburðar þá má segja frá því að þegar ég ræddi við Versalahópin (JEEP) þá var Óskar Erlings gríðarlega ánægður með súpuna sem hann fékk þar. Má kannski rekja matarvalið til þess pláss sem er i þessum kortersbílum sem þessir jeep wrangler bílar eru. Nema ég hafi misskilið hann og hann hafi verið að tala um humlasúpu…
19.03.2010 at 13:19 #678786Gaman að fá að fylgjast með beinum lýsingum hérna á þræðinum og staðsetningu á SPOT og depli. Smá sárabót fyrir þá sem ekki komust með.
Kv, ÓAG. R-2170.
19.03.2010 at 13:22 #678788Hvað er um að vera hjá þeim núna, eru þeir komnir í kafsnjó eða krapa ??
Eða eru menn bara í hádegismat
19.03.2010 at 14:46 #678790Það er bara rífandi gangur í þessu hjá þeim hópum sem ég var að heyra í.
Stjórnarhópurinn (Sterarnir) fór af stað síðla morguns eða um kl. 8:46 skv. SPOTinu hjá Gústa. Voru þeir komnir inn á Urðarhálsinn í snjóblindu og skafrenningi á köflum þegar símasambandið bæði nmt og gsm slitnaði við Sveinbjörn. Hljóðið var bara gott í honum og höfðu þeir keyrt uppi G&G hópinn, sem var að kvarta undan hraðahindrunum á Kvíslaveituveginum í gær. Það var ekki af því þeir fóru svo geyst heldur vegna þess að breska heimsveldið var búið að brjóta vinstri fram öxul með einhverju sexý, náði ekki samhenginu hjá Skúla. Þetta minnir óneitanlega á söguna að þeir fyrstu verða síðastir og síðastir fyrstir. Millitíminn á pitstoppi hjá breska heimsveldinu er um klukkustund með grillveislu en öxulinn var tekinn úr.
Einar Sól sagðist vera með 3 jeppa í togi eða einn L-200 og tvær Tacomur og var hann staddur hjá breska heimsveldinu og rauk úr símanum til að fara í pulsuveisluna. Voru þeir um 6 km frá Kistufelli.
JEEP gengið var á góðu róli búnir að fara suður og austur fyrir Gæsavatnaskála og héldu vel hópinn. Þurfa þeir ekki nema 5 fermetra til þess. Reyndar var Óskar E að spá í að fá að bætast bara á pallinn hjá Einari Sól …
Hvað varðar færð og veður þá er snjór yfir öllu, púður og frost en allir tala um að færið sé drulluþungt, snjóblinda og gengur á með skafrenningi en menn komast þó hægt fari. Ekki hefur borið á krapa en ferðahraðinn er svona +/- 50 km á klst.
Upp á jökli mun vera erfitt færi fyrir minni bílana.
Vá það er til margt leiðinglegra heldur en að vera í þeirra sporum núna… t.d. að vera í mínum sporum
19.03.2010 at 15:07 #678792Gleymdi því mikilvægasta… Tölfræðinni.
[b:2dhlebos]Bilerí[/b:2dhlebos]:
Patrol 2
Toyota 1
Breska Heimsveldið 1Ef einhverjir hafa meiri upplýsingar um tölfræði endilega að pósta…
19.03.2010 at 15:42 #678794Hér eru smá tölfræði sem Benni 49" gaf upp á síðasta félagsfundi.. hefur kannski lítilega raskast en menn sjá hugarfarið
[b:26qykzse]150 manns taka þátt[/b:26qykzse]
50 [b:26qykzse]jeppar [/b:26qykzse]og 25 [b:26qykzse]Toyotur[/b:26qykzse] – [b:26qykzse]75 farartæki[/b:26qykzse]
24 amerískir – [b:26qykzse]Restin grjón[/b:26qykzse]
32 á 38”
5 á 41”
24 á 44”
14 á stærri hjólum
Einn hópur telur 1755 hesta og hann er 9450 kg… Eða jafn þungur og tveir 49” FordarVar að bera saman leiðirnar úr SPOTtanum hjá Gústa við Depilinn hjá Sigurði Bjartmars (sjá á síðu 8) en báðir hóparnir stefna í Kverkfjöll.
Stjórnarhópurinn fer norðar eða út á flæðurnar á meðan Iceman hópurinn hans Sigurðar B fylgir alveg jökulröndinni.
Væri gaman að sjá samanburðarmyndir hér á þræðinum ef einhver kann að setja þær inni.
Hraðinn í Depill er svona allt að 30 km hraði en skv. Sveinbirni þá hafði yfirferðin á stjórnarhópnum dottið niður í c.a 10 km hraða vegna snjóblindu.
19.03.2010 at 16:01 #678796Svona var staðan á þeim kl. 15:50
[img:34i8q773]http://i520.photobucket.com/albums/w327/bjorningi/DepillSigurar.jpg[/img:34i8q773]
Depill: Sigurður
[img:34i8q773]http://i520.photobucket.com/albums/w327/bjorningi/SPOTGsti.jpg[/img:34i8q773]
SPOT: Skúli
[img:34i8q773]http://i520.photobucket.com/albums/w327/bjorningi/SPOTorstienn.jpg[/img:34i8q773]
SPOT: GústiKv. BIO H-1995
19.03.2010 at 16:50 #678798Takk fyrir myndirnar Bio gaman að geta séð þetta svona myndrænt.
Það er ekki laust við að maður velti fyrir sér hvað stjórnin er að bullumstampast. Þeir stefna hratt og óhikað yfir flæðurnar beint í Dreka við Öskju á meðan Breska Heimsveldið G&G þræða jökulröndina eins og Sigurður B. og Iceman í átt að Sigurðarskála í Kverkfjöllum þar sem allir þessir hópar ætla að gista.
[b:3kocdvpp]Þá koma upp nokkrar spurningar:[/b:3kocdvpp]
1. Er Stjórnin villt? þeir eru nú ekki endilega skörpustu skeiðarnar í skúffunni … eða hvað?
2. Þarf hún kannski bað og syndaaflausn í Víti?
3. Ætla þeir beint niður á Möðrudalsöræfin og inn á F910 til Egilsstaða?
4. Eða eru þeir kannski að ryðja fyrir kortersbílana sem ætla að gista í Dreka skv. plani?Svörin gætu verið á þessa leið:
1. Já kemur sterklega til greina. Neibb.
2. Já og ójá.
3. Kemur mjög sterkt inn.
4. Neibb ef eitthvað væri þá myndu þeir ýta í skafla.[b:3kocdvpp]SPOTtinn hjá Gústa Gatvissa, Stjórn og Sterar[/b:3kocdvpp].
http://share.findmespot.com/shared/face … d1Jtl8KHDP[b:3kocdvpp]Sigurður Bjartmars, Iceman.[/b:3kocdvpp]
http://depill.is/f4x4 þetta er annar sem er með staðsetningu á bílnum, virkar ekki síður en[b:3kocdvpp]SPOTtinn hjá Skúla H. Skúlasyni á breska heimsveldinu, Guinness og Guttar.[/b:3kocdvpp]
http://share.findmespot.com/shared/face … EuGD0XryXs og hérna er spotið hjá Skúlap.s. ég lagaði linkinn hjá Skúla hann var ekki að virka.
19.03.2010 at 17:49 #678800Góðan dag
Ég fékk símhringinu áðan þar sem mér var bent á að í þessari skrá má heyra Snorra Ingimars (TF3IK) lýsa færð og aðstæðum norðan Vatnajökuls. Lýsingin er í tveimur bútum um miðja og í síðari hluta skráarinnar.
[url=http://he.klaki.net/hlustun/3.637MHz-2010-03-19-16:02:34.ogg:1de4xzl1]Hljóðskrá[/url:1de4xzl1]Kv. Óli
19.03.2010 at 17:57 #678802Krílið er lent í Sigurðarskála,fyrstur manna og heldur uppi Toy merkinu ekki veitir af !!!!!!
19.03.2010 at 18:14 #678804Heyrði í Benna hmm 49” úr Túttugenginu og Gumma gjaldkera. Báðir fullyrða að Sveinbjörn hafi villst inn í Dreka. Mun Stjórn og Sterar láta fyrirberast í Dreka í nótt ásamt Túttugenginu en þangað var líka komið Sóðagengið. Eins gott að Gummi tók Sveinbjörn með til að vaska upp eftir þá enda annálaðir sóðar og þekktir fyrir að fara úr skálum frá óhreinu leirtaui. Fúlagengið ákvað hins vegar að fara beint í Snæfell í staðin fyrir að gista í Dreka.
Drekamenn sögðu að það hefði verið mikið basl á Guttum og Guinness félögum þeir væru meira og minna allir úr og í spotta.
Benni tók það fram að ekkert amerískt hefði bilað þrátt fyrir að allir amerísku vörubílarnir hefðu verið drekkhlaðnir af varahlutum. Maður spyr sig hver nennir að fara á vörubílum á fjöll þegar hægt er að kaupa jeppa.
Gjaldkerinn leiðrétti tölfræðina hjá vörubílstjóranum og benti á að það væri nú einn bilaður Rubicon sem er AMERÍSKT í JEEP hópnum. Eitthvað í sambandi við sjálskiptingu og sjálfskiptivökva. Vildi Benni meina að þessir willysar (wrangler) bílar væru nú bara yfirbyggð fjórhjól en ekki jeppar.
Ég veit ekki nákvæmlega hvar JEEP hópurinn var staddur en ef menn kíkja á gervitunglamyndir hjá NASA þá er væri helsta kennileitið 36 ára gamall GRAND WAGONEER.Það sem hóparnir í Dreka ætluðu að gera til að hjálpa JEEP félögum sínum var að opna viðgerðarbauk, grilla og vorkenna þeim og vonast til að þeir kæmu frekar seint því ekki veitti þeim af plássinu í Dreka.
En mér skilst að velflestir hópar séu komnir eða við það að komast í hús fyrir utan JEEP gengið.
[b:3ftsz15l]Bilerí:[/b:3ftsz15l]
Patrol 2
Toyota 1
Breska Heimsveldið 1
JEEP 1
19.03.2010 at 18:22 #678806Af hverju er Tnt sem á flottustu vinrauðu Toyotu LC ´80 á 44" sem var í ferðinni, með framljósin að aftan, ekki í Sigurðarskála ásamt Krílinu???
19.03.2010 at 19:36 #678808Er bara allt tíðindarlaust á austurvígstöðunum, bara allir komnir í bauk og grill.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.