Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Í fréttum í kvöld
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Ingi Ólafsson 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.08.2007 at 20:16 #200715
Held það hafi verið á RÚV, það var verið að segja frá einhverri svifryksnefnd sem hafði verið að skila niðurstöðum.
Þessi nefnd virtist vera mjög gagnrýnin á diesel-vélar m.t.t. svifryks- og sótagna, sem frá þeim kæmu. Svo virtist sem nefndarfólk hefði komið þana auga á tekjustofn fyrir hið opinbera, sérstaklega átti að skattleggja tölvukubba og „annan búnað“ sem settur væri við slíkar vélar til aflaukningar sem „jafnframt yki útblástur sótagna“ frá vélunum. Jafnframt var þeim mjög ofarlega í huga að setja þyrfti sótsíur á dieselvélar og skatta, já nýja skatta, aukna skatta, en ekki hvað?
Tóku fleiri eftir þessu en ég?
kv. frá ólsaranum. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.08.2007 at 20:33 #595704
[b:blcb5bk1]
Svifryk alvarlegt heilsufarsvandamál
[/b:blcb5bk1]
Vinnuhópur umhverfisráðuneytis og samgönguráðuneytis um svifryk leggur til víðtækar aðgerðir gegn sótmengun frá dísilbílum. Sótsíur, gjaldtaka af mengandi bílum, og takmarkaður aðgangur að þéttbýli eru meðal tillagna vinnuhópsins.
Fram kemur í skýrslu vinnuhópsins að svifryk sé alvarlegt heilsufarsvandamál, einkum í þéttbýli. Svifryk er afar fíngert og flýtur um, eða svífur, í andrúmsloftinu og á fyrst og fremst rætur að rekja til bílaumferðar. Fram kemur í skýrslunni að sót frá dísilbílum sé verra en annað svifryk.Sótið getur safnast fyrir í lungum manna og eru börn sérlega viðkvæm fyrir áhrifum þess. Meðal tillagna vinnuhópsins til að draga úr sótmengun frá bílum er að settar verði takmarkandi reglur um notkun aflaukandi tölvukubba í bílum, en þeir geta aukið mjög á sótmengun. Farið verði að tillögum stýrihópsins Vettvangs um vistvæna orku um gjaldtöku á bifreiðum, sem leiða myndi til að hagkvæmara verði að flytja inn litla bíla fremur en stóra. Einnig bendir stýrihópurinn á mögulega leið til að stemma stigu við innflutningi gamalla, mengandi bíla, en það mætti gera með sérstöku sótgjaldi. Veittur verði skattaafsláttur af gömlum bílum, sem settar eru sótsíur í. Á sama hátt yrðu lagðir mengunarskattar á gamla bíla, sem ekki væru búnir sótsíum. Skapaður verði lagagrundvöllur til að skilgreina umhverfissvæði í borgum og bæjum, þar sem bílar, sem ekki uppfylla tiltekna mengunarstaðla, megi ekki aka inn í. Gert verði fræðsluátak með því markmiði að minnka lausagang bíla. Átak verði gert í mengunarvörnum strætisvagna og hópferðabifreiða, sem sinna þjónustu í þéttbýli og gerð verði krafa um mengunarvarnir gegn sóti í framkvæmdaútboðum ríkis og sveitarfélaga.
29.08.2007 at 20:48 #595706Skrítið að það er ekki langt síðan yfirvöld voru að hampa díselbílum sem [url=http://www.agu.org/sci_soc/prrl/prrl0233.html:2o5odqcg]umhverfisvænum kosti[/url:2o5odqcg] og gefa afslátt af gjöldum og hvaðeina til að hvetja fólk til að nota svoleiðis.
Þetta er þekkt og hefur verið mjög lengi bæði í rannsóknum frá Bretlandi og Bandaríkjunum og hafa Bretar m.a. skoðað afleiddan kostnað heilbrigðiskerfisins vegna hvers lítra af dísel á móti bensín sem rekja má til [url=http://www.ucsusa.org/clean_vehicles/big_rig_cleanup/life-of-soot-diesel-pollution-emissions-and-health-effects.html:2o5odqcg]öndunarfærasjúkdóma[/url:2o5odqcg]. Áhugaverð ir "hagfræðilegir fimleikar" en auðvitað dálítið skemmtilegt samt.
Þessir aðgerðir sem lagðar eru til eru nú samt að vanda frekar úr hófi fram. En auðvitað verður allt æðislegt með EURO6 staðlinum, kemur grænt gras út úr pústinu og ég veit ekki einu sinni hvað… 😉
29.08.2007 at 20:49 #595708Má þetta? Er þetta ekki bara kúgun og misbeyting af hæstu þekkjanlegu stærðargráðu? Þarna er verið að fá/kúga fólk til að kaupa sér ákveðnar tegundir af ökutækjum og þar með svifta því valfrelsinu. SVEIATTAN segi ég.
Haffi H-1811
29.08.2007 at 20:57 #595710Var eitthvað farið þarna útí að skilgreina hvað "gamall" díselbíll er?
Já, og gaman að minnast þess hvernig umhverfisvænu díselbílarnir voru lofaðir þegar olíugjaldsumræðan stóð sem hæst.
29.08.2007 at 21:51 #595712já nú verður nóg að gera fyrir tækninefndina. það þarf að passa að stjórnvöld setji ekki á reglur sem að astæðulausu hamla eðlilegri þróun í breytingum á bílum. ég er ekki að tala um að reykmökkurinn verði leifður eins mikill og maður sér úr sumum bílum en það er hægt að auka kraft í Dísilvélum án þess að bæta við reykmengun með því að láta vélarnar fá meira loft með Intercooler, opnara pústi, og hærri turboþrýsting. þessu fylgir að það þarf að setja tölvukubb í suma bíla og aðrir eru skrúfaðir upp í olíuverki. það er hægt að mæla reykmengun fra bílunum. þó er erfitt að fá góðar niðurstöður mælinga með þeim aðferðum sem eru viðhafðar í bifreiaskoðun nú með því að mæla álagslaust. Sótsíur (katalisatorar( eru kanski ágætar en það er hætt við að gömlum vélum líði ekki vel með þær og að þær verði fljótt ónytar.
þegar ég fundaði í Japan um þetta mál einu sinni þá vildu tæknimenn Toyota ekki garantera vélarnar ef það yrðu settir aukakatalisatorar á vélarnar.
kv. Freyr
29.08.2007 at 23:30 #595714Hér á höfuðborgarsvæðinu væri ágætis byrjun að pressa 90% af strætóflotanum og kaupa vetnisstrætó í staðinn. Þvílíkir og aðrir eins lýsislampar, manni líður bara illa á því að mæta þeim á miklubrautini þessum útlifuðu olíusvælandi skrímslum.
Svo annað að hætta að salta eða hætta sölu á nagladekkjum, stór hluti svifryks kemur beint úr götum bæjarins. Svona möppudýr finna aldrei gáfulegar lausnir á neinu, bara meiri skatta og fleiri gjöld.
30.08.2007 at 08:41 #595716Ríkið reinir að finna allt sem hægt er að skattlegja eins og við bílaeigendur borgum ekki nógan skatt af okkar bílum. Fyrsta skefið er að hætta að salta það er ekki þörf á því nema í einstka tilfellum. Ég veit að Hagvangar sem er hluti af ekur fyrir strætó bs og Hópbílar hafa notað bíó disel á sýna bíla. Því má ekki koma því eldsneyti á bensínstöðvar til þar sem það mengar ekki eins og venjuleg disel olía. Svo ef á að takmarka megnun í diselbílum skattleggja, hvað á þá að gera við bensín bíla sem menga mun meira.
30.08.2007 at 14:07 #595718Eh… langar einhvern í gamlan dísilkrúser?
Maður hættir nú að nenna að standa í þessari jeppamennsku ef það á statt og stöðugt að líta á mann sem einhvern óþrjótandi peningasjóð og fela sig bakvið að maður sé einhver umhverfissóði!
Og takið eftir því að þetta gerist á sama tíma og fólki er boðið að kolefnisjafna bílana sína! Þvílík og önnur eins vitleysa!
Þetta er alveg orðið pirrandi!
30.08.2007 at 14:34 #595720Eitt sem ég skil ekki, það er sama þótt það séu settir einhverjir skattar útblásturinn minkar ekkert eða lítið? (hugsanlega með einhverjum túrtappa í pústlögnina) nú er verið að tala um að svifrik sé heilsuspillandi sem ég hef svosem ekki hugmynd um og ætla ekki að draga í efa, hvað gera þá þessir skattar? lýður mér eitthvað betur þegar/ef þeir komast á?
.
Lýsiskveðjur
Óskar Andri
30.08.2007 at 15:45 #595722já þetta er nú meiri dellan. Það er ekki endalaust hægt að skattleggja allt.
Sniðugast væri að byrja að skoða þetta strætó dót aðeins. skipta þessu bara út fyrir metan.
30.08.2007 at 19:19 #595724Þetta er greinilega enn ein helvítis tilraunin til að troða öllum Íslendingum í eitt form, við eigum öll að búa í 101 reykjavík, keyra um á Yaris og fara á listsýningar.
Svo eiga þessir auknu skattar eftir að fara í eitthvað álíka gáfulegt og Grímseyarferjuna. Terranóinn minn losar ábyggilega minna af eiturgufum en allir þeir slípirokkar, logsuðugræjur og transarar sem brasa í því flaki!
Ég er líka viss um það að hálfum mánuði eftir lögleiðingu sótsía verður kominn spjallþráður á þessa síðu um hvernig mixa má hraðtengi á slíkan búnað, svona til að geta smellt síunni aftur í þegar farið er í skoðun.
30.08.2007 at 22:46 #595726Ég verð að seigja að þegar þungaskaturin var setur inn í lítrarverðið lagaðist mikið, maður nánast hætti að sjá svartan reyk frá dýsiljeppum. Fór einnu sinni yfir langjögul og ein dobulcap litaði svarta rönd yfir jökulinn. Ég held að það sé eðlileg krafa að bílar (bensín og dísel) meingi minna og kröfur verði auknar með visu millibili. Get ekki séð hvernig minni meingun hefti jeppa þróun.
Kveðja Magnús
31.08.2007 at 10:46 #595728Er þetta ekki bara hið besta mál. Fínt að losna við þessa reykspúandi Patrol- og Hiluxstrompa af götunum, ættu hvort eð er að vera löngu komnir í pressuna…
–
Bjarni G.
31.08.2007 at 14:23 #595730Það er spurning hvort þetta verði til að þess að fleiri Patrollar verði knúnir áfram af V8 bensín vélum líkt og Mustang-Patrollinn hjá Óskari. Það er náttúrulega skemmtilegt, býsna gaman að sjá bílinn hjá Óskari í aksjón, en hversu umhverfisvænt það er, er annað mál sem ég ætla ekki að fullyrða um. Þegar settar eru reglur um hitt og þetta hefur það oft einhver hliðaráhrif sem vinna í öfuga átt. Það má samt alveg setja einhverjar hömlur á hvað einn bíll má spúa miklum svörtum reyk, það er auðvitað augljóst að það getur ekki verið hollt fyrir umhverfið að sótdrulla spýtist aftan úr bílum við minnsta álag. Skiptir ekki máli hvort það sé strætó, jeppi eða eitthvað annað.
Kv – Skúli
31.08.2007 at 19:42 #595732Til að draga úr mengun á að niðurgreiða eiðslugranna bíla og önnur dekk en nagladekk. Þetta stuðlar að því að meðaljóninn kaupir sér eiðslugrannan bíl og skiftir nagladekkjunum út.
Það á ekki að níðast á þeim sem eiga gamla bíla. Breyttir jeppar eru eins og allir vita í allt öðrum verðflokki en óbreittir, sem þíðir að byrjendur í jeppasportinu hafa aðeins efni á eldri bílum.
Ef sett verða þvílík gjöld og kvaðir á stórar dísilvélar þíðir það brotthvarf ódýra jeppa og jeppasportið verður aðeins fyrir vel ráðsett miðaldra fólk og ríka pabbastráka.
Ég vil ekki þurfa að hröklast úr jeppasportinu, nú loksins sem ég hafði efni á jeppa, vegna þeirra mistaka pabba að gerast sauðfjárbóndi en ekki forstjóri stórfyrirtækis svo hann gæti keypt nýjan Landcruser handa mér.
Þessar helvítis vælandi húsmæður í vesturbænum sem kvarta undan svifriki geta bara lokað glugganum eða flutt í Grafarvogin!
31.08.2007 at 19:43 #595734Síðasta fyrirsögn átti að vera verndum eldri bíla
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.