This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 16 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Jæja, í morgun villtust slatti af bílum út fyrir bæjarmörkin að leita uppi þetta hvíta duft sem við fengum sent frá Noregi. Menn tóku með sér sýnaglös til þess að athuga hvort þessi hvíta mjöll væri nothæf. Það fór slatti af bílum út úr bænum milli kl. 8 og 9 til þess að kanna þessi mál og viti menn þetta var meira en 5 cm þykkt. Snjórinn þjappaðist vel og virtist vera góð fylling í honum. Þegar búið var að rannsaka sýnið úr glösunum kom í ljós að þetta var nothæfur snjór, þegar þetta spurðist í bæinn fóru menn að streyma út úr bænum á allskonar farartækjum, stórum sem smáum því nokkrum vikum áður höfðu englendingar sent okkur þessa hvítu með lélega fyllingu sem fauk öll í burtu. Þetta gerðist fyrir hrun og kreppuástand hér í bæ. Norðmenn ætla að sjá okkur fyrir snjó í vetur þar sem enski snjórinn er lélegur og í takt við englendinga. Það er alltaf gott að geta stólað á snjóinn frá Noregi svona fyrir þá sem hafa áhuga fyrir þessháttar útiveru þó að ríkisstjórnin vilji ekkert af Norðmönnum þyggja, það er þeim líkt. Hvað englendinga varðar þá eru þeir svo afturhaldssamir að þegar þeir vilja senda okkur eitthvað þá er það í formi úrgangsefna sem þeir geta ekki notað sjálfir. Ég veit ekki til þess að neinn bíll hafi orðið eftir á fjöllum, enda er þetta fyrsta almennilega helgin sem maður sér einhverja bíla fara út úr bænum. Ef svona heldur áfram að mjöllin haldi áfram að vera verður nóg að gera hjá hjálparsveitum landsins fram eftir vetri. það eru alltaf til menn sem telja sig komast lengra en hinir sem þarf iðulega að sækja síðarmeirr.
Einn sem horfir öfundaraugum á þessa bíla fara á fjöll.
kv….. MHN
You must be logged in to reply to this topic.