This topic contains 69 replies, has 1 voice, and was last updated by Veigar Arthúr 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.07.2004 at 11:18 #194512
Smá forvitni.
Hversu mikið ekna bíla eiga menn. Gaman væri að fá tegund, árg og km stöðu og hvort að eitthvað sé búð að gera fyrir mótor. Ekta eitthvað til að monta sig af í þessum harða heimi bílategunda sem vill loða við okkur. Minn er betri en þinn og svo framvegis.
Datt þetta í hug því að ótrúlega margir telja að bílar sem komnir eru yfir 100.000 km séu hreinlega ónýtir.Á sjálfur Terrano árg 98 ekinn einungis 104.000 km og ekkert ennþá verið gert við mótor.
Kv
Peve -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.08.2004 at 08:36 #504468
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er nýbúinn að selja Patrolinn minn, ’93, á 35" og ekinn um 252 þ. km. Alltaf á sama heddinu og sömu heddpakkningunni. Búið að fara í gírkassa og skipta um vatnsdælu. Ekkert lát á þessum bíl. Skipti strax um vatnskassa þegar ég eignaðist hann og líklega hefur það hjálpað upp á endinguna á heddinu. Frábær bíll og ég á sjálfsagt eftir að kaupa hann aftur, sé að hann er enn á sölu.
Á líka Bronco ’73 "original" með línu sexunni, sem erfitt er að segja til um hvað er ekinn. Búinn að taka vélina einu sinn í gegn og nú er komið að því að taka boddýið í gegn og raða utan á hann plastinu í staðinn fyrir ryðið…Á undan Patrolinum átti ég Subaru sem var ekinn um 250 þ. þegar ég seldi hann, alltaf á sömu vélinni og skiptingunni og bara búið að fara í liðina út við hjól að framan.
Þessi saga um að bílarnir séu búnir í 100.000 km átti kannski við hér áður fyrr en ekki í dag.
Bronco
19.08.2004 at 09:36 #504470Ég held að sagan um 100.000 km hafi ekki heldur átt við hér í den (nema það sé leitað mjög langt aftur í tímann).
Afi var leigubílstjóri og átti m.a. 1955 módel af Ford Fairline. Hann keyrði þennan bíl hundruður þús. km án verulegra vandamála. Mamma eignaðist svo bílinn en hún seldi hann á áttunda áratugnum. Þá var í lagi með kramið en undirvagninn var að hverfa úr ryði.
Ég þekkti mikið af leigubílstjórum (bæði margir í fjölskyldunni og var svo harkari sjálfur á skólaárunum) og þeir keyrðu sína bíla mikið hér í den.
Það sem fór helst með bílana var ryð (voru fæstir ryðvarðir) og margir bílar fóru illa á þessum frábæru vegum sem hér voru (og erfitt að fá varahluti, eins og dempara og þvíumlíkt).
JHG
19.08.2004 at 10:36 #504472Mundi eftir atriði sem ég las í Bjöllu-bókinni stóru að þegar fyrstu Bjöllurnar komu á markaðinn þá fengu þeir eigendur sem gátu ekið Bjöllunum sínum 10.000 km gullúr frá verksmiðjunum. Geri ráð fyrir að vegirnir hafi ekki verið uppá marga fiska þá en þetta gætu verið kannski 100.000 km að nú-virði.
Kv
Peve
19.08.2004 at 12:17 #504474
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það hefur örugglega ýmislegt breyst í þessu. Það er rétt hjá JHG að góðir, sterkbyggðir bílar hér á árum áður gátu snúist gríðarlega lengi ekki síður en nú, er þá að tala um fyrir 3-4 árutugum. Í þá daga vil ég meina að þetta hafi átt við ameríska bíla og svo bíla eins og Benz, Volvo og einhverja fleiri í hærri gæðaklassa. Dæmi, karl faðir minn var með Blazer 1970 og sá bíll gekk hálfa milljón kílómetra án þess að vélin væri neitt opnuð. Eflaust var kominn tími á viðhald, en hann gekk nú samt þetta án þess. Hins vegar var ekki við því að búast að minni og ódýrari fólksbílatíkur væru að fara neitt mikið yfir 100 þús., kannski 150 þús þegar best lét. Að vísu rétt að oft var það ryð og slæmir vegir sem orsökuðu gjarnan andlátið, hugsanlega stundum ótímabært andlát.
Síðan þá hefur margt breyst, bæði vegir og bílar. Japaninn kom fram með gæðastýringu og heilmikil þróun orðið í framleiðslu á vélum, sum slæm en önnur góð.
Kv – Skúli
19.08.2004 at 19:43 #504476Verða ekki allir að vera með….
Ég er með DC 38" ’93 sem er að renna í 230.000, í honum er standard 2,4D með viðbættri túrbínu og millikæli, en það verður víst að viðurkennast að þessa vél þurfti að endurnýa dáldið mikið í ca. 180þús. bora út, nýjir stimplar o.s.frv. og núna er ástandið orðið þannig að hann eyðir ca. 1 líter af mótorolíu fyrir hverja dísel-áfyllu (ca. 600 km) þannig að ég treysti nú ekkert allt of vel á áframhaldandi endingu.
Pabbi átti hins vegar ’84 árgerð af LC sem var lengst af á 33" og 35" eftir árstíðum.
Þegar hann var seldur ca ’97-98 var hann kominn yfir 600.000 km. ef ég man rétt, og aldrei þurfti að eiga neitt við vélina í honum, og ekki var einu sinni búið að skipta um hjólalegur.
En ryðið var ágengt, og var hann sprautaður allavega tvisvar á þessum tíma. Ég hef séð að hann er á götunni ennþá, en ekki veit ég hvort sama vélin sé enn í honum.Arnór
19.08.2004 at 20:03 #504478Bara að vera með.
Ég á:Subaru XT Turbo "87 173.000 km.
Subaru stw turbo "89 340.000 km.
Toyota X-doublecab "94 181.000 km.Það er að sjálfsögðu búið að skifta um mótor í Toyotunni
Subaru Stw turbo er ég buin að eiga í nær 10 ár.
Eitt sin fór ég með hann á verkstæði og þá gleymdist að setja á hann frostlög, og hann frostsprakk. þá var eitthvað gert við mótorinn, en ekki þó mjög mikið. Annars allt orginal.SUBARU XT turbo var skift um hringi í 90.000 km. og stuttu seinna um ssk. Það var fyrsti bíllinn og mikið tekið á… 😉
Kv. Atli E.
19.08.2004 at 23:48 #504480
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ekinn 235 þúsund. 1/2 lítri af smurolíu á 5þ.km og ekkert gert fyrir vel eða kram.
kv.
Dansimann
19.08.2004 at 23:53 #504482Pæjan mín var að detta í 200.000 km. Er 2,5 disel og ekkert gert við mótor annað en tímareimaskipti og allt annað í fínu lagi.
Kv. Kjartan
15.02.2005 at 21:46 #504484Krúserinn minn er bara keyrður rétt rúml 300.000 en gamli Pajeroinn sem ég lagði fyrir hann er kominn í rúml 400.000
15.02.2005 at 21:46 #504486Krúserinn minn er bara keyrður rétt rúml 300.000 en gamli Pajeroinn sem ég lagði fyrir hann er kominn í rúml 400.000
15.02.2005 at 21:58 #504488Síðast þegar ég skrifaði hér 2/7/04 var bíllinn ekinn 302Þ.
En slyddinn er núna keyrður 320 þúsund,sem að vísu miklu minni keyrsla frá árunum áður en þá var ég að keyra 50 þúsund á ári.Kveðja
JÞJ
15.02.2005 at 22:11 #504490
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
er með Pajero ’97 2.5 TDI. Var á 31" þegar ég keypti hann, fór í 32" og svo síðast í 33" fyrir c.a. 5 mán.
Hann er ekinn 220640, var í 117 þús þegar ég keypti hann fyrir rétt rúmum 2 árum.
Þar sem ég fékk enga sögu með bílnum, þá skipti ég strax um tímareim, það var smá smit frá vatnsdælu þannig að það var skipt um hana líka. Liðurinn í vinstra framhjóli fór að smella, og var skipt um hann ásamt dempurum að aftan. Fékk endurskoðun svo á spindilkúlu, sem kostaði mig heila spyrnu hjá Heklu og greiddi ég annan handlegginn fyrir á þeim bænum.
Svo hef ég sett aðeins sverara púst (2,3"), skipt um bremsuklossa/borða og náttúrulega farið með hann í smur.
En pæjan bara gengur og gengur.
kv,
– btg
16.02.2005 at 01:33 #5044923 stk gangfærar Toyotur árg. 85-88-91
16.02.2005 at 21:16 #504494
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hilux fjósið mitt árg 93 er komið í 195000 og það er ónýt vatnsdæla, túrbínan lekur, gírkassin syngur og svona má lengi telja en þetta er nú bara toyota þannig að ekki er við miklu að búast en fordinn hjá pabba mínum stendur í 305000 og þar er ekkert búið að gera enda er hann á ford
16.02.2005 at 21:23 #504496
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mikki (´87 Hilux) er kominn í 440þús km
og hann fer alltaf í gang, er reyndar kominn tími á glóðakertin annars gegnur hann og gengur eins og Duracell músin, eða var það kanína
16.02.2005 at 21:40 #504498ég er á ´toyotu Hilux 93 ekinn 240000 þurfti að skipta
um heddpakkningu og tímadótið í ca 238000 annað hefur ekki verið að plaga hann.
16.02.2005 at 21:49 #504500Á Cherokee limited 1991 ekin 206874.km og er búin að eiga hann í 3.ár og er búin að skifta um bremsuborða, stírisenda og hjöruliðskross. Fór í skoðun með hann um daginn og hann ver í góðu lagi.
16.02.2005 at 22:18 #504502Vera með Cerokeein minn gamli 90 model er keyrður 180,000 og gengur vel en er að fara í slátur vegna aðstöðuleysis þyrfti að skipta um stífur og bremsudiska og fl
Terrano 2 2,4 bensín 86þ á 33" 99 módel enginn reynsla komin á viðhald en kunningi minn á einn 95 model keyrðann 220,000 á 33" og þar er bara bremsuviðh og kolator
Kv Klakinn
16.02.2005 at 23:35 #504504
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Toyota hilux 2,4D 90 model 31" komin í 334 þús,skipt um tímareim og aðrar reimar á 100 þús km fresti, í 280 þús var skipt um kúplingsdisk í fyrsta sinn, og svo t.d. afturfjaðrir og dempara, gera upp bremsudælur, renna diska, handbremsubarka og eina afturhjólalegu, glóðakerti og rafgeyma, tvisvar sinum um púst, hreyfir ekki oliu, nema í lága drifinu þá lekur með pakkdós, body orðið lélegt.
17.02.2005 at 00:19 #504506ég á Nissan Patrol argerð 2000 3,0 Litra hann er ekinn 107,000 og olíuverkið er búið að fara það er það eina í bili vonandi verður það ekki fleirra á næstunni :$
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.