FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hversu mikið ekinn bíl áttu ???

by Pétur Viðar Elínarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Hversu mikið ekinn bíl áttu ???

This topic contains 69 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Veigar Arthúr Veigar Arthúr 19 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 02.07.2004 at 11:18 #194512
    Profile photo of Pétur Viðar Elínarson
    Pétur Viðar Elínarson
    Member

    Smá forvitni.

    Hversu mikið ekna bíla eiga menn. Gaman væri að fá tegund, árg og km stöðu og hvort að eitthvað sé búð að gera fyrir mótor. Ekta eitthvað til að monta sig af í þessum harða heimi bílategunda sem vill loða við okkur. Minn er betri en þinn og svo framvegis.
    Datt þetta í hug því að ótrúlega margir telja að bílar sem komnir eru yfir 100.000 km séu hreinlega ónýtir.

    Á sjálfur Terrano árg 98 ekinn einungis 104.000 km og ekkert ennþá verið gert við mótor.

    Kv
    Peve

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 69 total)
← 1 2 3 4 →
  • Author
    Replies
  • 03.07.2004 at 00:22 #504428
    Profile photo of Gísli Ófeigsson
    Gísli Ófeigsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 156

    Ég er með Nissan Patrol 1992, keyrðan 216.000 á 35" dekkjum. Hvað hefur verið gert-endurnýjað ?

    Viftureimar, loftsía, olíusía, etc.

    Þetta er ódrepandi.





    03.07.2004 at 18:08 #504430
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Ég held að ending bíla farimikið eftir hversu lengi þeir hafa verið breyttir.

    Meðferð bíla myndi teljast hrottaleg eftir að þeir eru breyttir og farið að nota þá í ófærum og í snjó miðað við venjulegann malbiks akstur.

    Ég veit bara að mér dettur aldrei í hug að standa jeppann minn í lengri tíma á malbiki eins og ég hef gert er ég að ferðast á fjöllum.

    Kveðja Fastur





    03.07.2004 at 20:16 #504432
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    daginn
    ek hilux dc 1991, ekinn aðeins 173 þús km. og það eina sem hefur verið gert við vélina er að setja á hana túrbínu og kúler :) tja reyndar var skipt um tímareim í svona 100 þús.

    ef einhver veit um minna ekinn 13 ára luxara þá þætti mér gaman að heyra af því.

    bg





    03.07.2004 at 23:22 #504434
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir.

    Isuzuinn minn er ekinn 208.000 km og ennþá á original tímareiminni. Trúlega ekkert til að monta sig af og ætti náttúrulega að hundskast til að skipta um hana og skammast mín. Svo á ég eina Toyotu hrúgu ekna 270.000 km.

    Kv Isan





    04.07.2004 at 01:23 #504436
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er með 86 árg af Toyota 4-Runner 36" breyttan sem búið er að keyra 332000km og ég held að það sé búið að skipta út öllum hlutum allavega einu sinni.

    Kv Finnsi





    04.07.2004 at 22:47 #504438
    Profile photo of Jóhannes Guðmundsson
    Jóhannes Guðmundsson
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 22

    er með 1988 Pajero 2,5d keyrðan 300.000 er buin að eiga hann í 5ár á 38" og hann hefur aldrey farið á verkstæði meðan ég hef átthann og buinn að keyra hann um 150 þ km





    05.07.2004 at 00:38 #504440
    Profile photo of Vigfús Ingvarsson
    Vigfús Ingvarsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 44

    Sælir, þið eruð að spá í hvað hægt er að keyra jeppana mikið, ég er með Pajero 2,5 TDi sjálfsk. ’91 model og
    er hann búinn að rúlla litla 358.Þ.km og er það nokkuð.





    05.07.2004 at 12:17 #504442
    Profile photo of Þráinn Ársælsson
    Þráinn Ársælsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 41

    Ég á eitt stykki Scout Traveller ´81 Sem er keyrður um 670.000 KM.. þar sem hann er á stærri dekkjum og mælirinn er 5 stafa er mjög erfitt að segja um nákvæma tölu Það er búið að taka vélina (nissan 3,3) einu sinni Vel upp





    05.07.2004 at 19:49 #504444
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 410

    Er á 88 módeli af Landcruiser 62. Mælirinn stendur núna í 405893. Ég veit ekki til þess að nokkuð hafi verið átt við mótorinn en fyrri eigandi lét eitthvað vinna í gírkassanum.

    kv. Haffi





    05.07.2004 at 21:33 #504446
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Rússneskt eðalstál ekið 114 þúsund





    06.07.2004 at 01:07 #504448
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er með Explorer ´95 á 32" með 4lítra vélinni. Hann er keyrður 207.000 km. Bíllinn er búinn að vera í sömu fjölskyldu síðan ´98 og það er búið að skipta um bremsudiska 2 sinnum og nýlega búið að taka sjálfskiptingu í gegn og er það allt og sumt. Eyðslan er 12.3L á langkeyrslu en 16.4L innanbæjar.





    18.08.2004 at 14:53 #504450
    Profile photo of Pétur Viðar Elínarson
    Pétur Viðar Elínarson
    Member
    • Umræður: 83
    • Svör: 275

    Rétt að koma þessum þræði af stað aftur því að þetta er skemmtileg lesning um bifreiðar landsmanna og þennan misskilning um að eftir 100 þús km séu þeir við dauðans dyr.





    18.08.2004 at 15:29 #504452
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Já það er athyglisvert að það er nær undantekningalaust allir búnir að rúlla jeppunum einhver hundruð þúsunda. Spurning hvort þeir sem eru með minna keyrða bíla haldi sig til hlés eða þetta sé bara myndin eins og hún er. Ég ætla að játa á mig að vera hér undantekning, Land Roverinn sýnir aðeins 70 þús á mælinn og lætur það nærri að vera raunkeyrsla. Og þó er hann árg. ’97, semsagt á áttunda ári. Þetta skýrist reyndar að stóran hluta ævinnar var hann í bílskýli björgunarsveitarinnar á Tálknafirði, það hefur bæst þokkalega við mælinn síðan hann komst í mínar hendur.

    Kv – Skúli





    18.08.2004 at 18:12 #504454
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Ég á nú engan bíl sem stendur en það eru samt nokkrir á heimilinu.

    Dodge Caravan ’97, ekinn 135.000. Heddpakkning fór í 40.000.

    Suzuki Vitara ’97 Diesel, ekinn 170.000. Heddpakkning og vatnskassi fóru í 160.000 og nú seinast fór viftukúpling.

    Isuzu Crew Cab ’92 44" með Chevy 350, mælir segir 103.000 en ég hef ekki hugmynd um vélina!

    Subaru 1800 ’86, ekinn eitthvað um 210.000. Ábyggilega margt að í þeim bíl.

    Range Rover ’73, ekinn annaðhvort 117.000 eða 217.000. Vél Nissan 2.8, hef ekki heldur hugmynd um hvað hún er ekin.

    Og svo að lokum Jeep Wrangler ’87, ekinn eitthvað rétt undir 100.000 mílum.

    Og þá held ég að ég sé búinn að telja upp alla.





    18.08.2004 at 19:31 #504456
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 778

    Það er verulega gaman af þessum þræði…

    Hilux fjósið er nýkomið í 183.000 km, hann hefur mest alla sína ævi verið á 33-35" dekkjum, hann hefur einusinni druknað og oltið í krossá hjá fyrri eiganda en ég veit ekki hvort eitthvað hafi verið endurnýjað þá.
    Það er búið að skipta um tímakeðju og kúplingu
    Ég lét stilla bílin hjá Björn Stefensen í vor, ásamt því er búið að endurnýja nokkuð í krami t.d. fjaðrir, gera upp bremsudælur, renna diska, herða á hjólalegum, skipa um stírisupphengju og núna er það nýjasta að það er byrjað að leka olía meðfram pakdós í millikassanum.
    Hann eyðir um 12 1/2 – 14L á langkeyrslu við góða skilirði og ef ekki er ekið hraðar en 90 km á klst. enn ef bílinn er þungur og/eða færið vont, vill hann meira bensín……

    kv.
    Óskar Andri





    18.08.2004 at 19:35 #504458
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ‘Eg er með hilux d cap árg 89 disel og er 3 vélin í honum frá upphafi ég hitti mann um daginn sem átti hann frá því að hann var nýr og til 91 þegar hann selur gripinn er hann kominn yfir 400 þúsund hann er kominn hring og vel það og boddýið er í góðu lagi eins með allt kram og hananú sagði hænan og lagðist á bakið.





    18.08.2004 at 21:47 #504460
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    1994 landcruser ekinn 238000 km. Skipt var um stangalegur í 150000 samkvæmt tilmætum Toyota. Tímareim á 100000 þúsundinu. Annað ekki gert. Gengur ein og bífluga, suðar bara í henni. Ótrúlega ljúfur gangur af díselvél að vera.
    kv ice





    18.08.2004 at 22:34 #504462
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    ætli maður verði ekki að vera með :-)

    Í fjölskyldunni minni eru tveir Patrol og einn LC90

    LC90 kominn í 121 þús og ekkert hefur verið snert við vél ennþá 38"

    Pabbi rekur gamla ´91 Patrolinn minn en hann er að detta í 200 þús, tvisvar búið að skipta um heddpakningu en heddið lafir ennþá (38")

    Svo er einn Spánverji (Patrol ´90 á 33") en hann er kominn vel yfir 300 þús og heddið var að fara um daginn í fyrsta skipti (2.8 l en engin túrbína).

    Á einhver Patrol hedd sem slær þetta út??????





    18.08.2004 at 23:28 #504464
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Segi nú bara svona. Ég á Ford Explorer ’91. Hann er ekinn um 115.000km og slær ekki feilpúst, hann er nefnilega vélarlaus 😉

    Freyr





    19.08.2004 at 01:46 #504466
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Var að kaupa minn fyrsta jeppa og það er
    MMC Pajero Sport ´99, og er hann aðeins ekinn 107 þ.km.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 69 total)
← 1 2 3 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.