This topic contains 69 replies, has 1 voice, and was last updated by Veigar Arthúr 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
02.07.2004 at 11:18 #194512
Smá forvitni.
Hversu mikið ekna bíla eiga menn. Gaman væri að fá tegund, árg og km stöðu og hvort að eitthvað sé búð að gera fyrir mótor. Ekta eitthvað til að monta sig af í þessum harða heimi bílategunda sem vill loða við okkur. Minn er betri en þinn og svo framvegis.
Datt þetta í hug því að ótrúlega margir telja að bílar sem komnir eru yfir 100.000 km séu hreinlega ónýtir.Á sjálfur Terrano árg 98 ekinn einungis 104.000 km og ekkert ennþá verið gert við mótor.
Kv
Peve -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.07.2004 at 11:51 #504388
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú til að gera langa sögu stutta þá er ég með Ford Bronco árg 1979 .
Hann kom upprunalega með 351 í húddinu og er núna með 6,2 sem hefur verið í honum síðustu 480,000 kílómetrana og var skipt um vatnsdælu og glóðarkerti um daginn en það er það eina sem er búið að gera fyrir mótorinn síðustu 230,000 km.
Samtals hefur honum verið ekið 670,000km og ekkert lát á drifum eða kössum , þriðja vélin fer ofan í hann í haust en það er mikið breytt 6,2 vél sem ég er að setja upp .
Boddíið er það eina sem hefur látið á sjá í gegnum árin og er búið að skipta út afturbrettum og afturhlera en ekki er annað ryð að finna í bílnum en hann bíður eftir að ég hafi tíma til að leggja honum í eina viku eða svo til þess að það sé hægt að sprauta hann .
Sem sagt það eru Amerísk gæði og ending á þessu
heimili .Með alvörubíla kveðju .
Alli.
02.07.2004 at 11:58 #504390Eigum Cherokee Laredo Limited 91,ekinn 198.749. Búið að skifta um olíu og síu á sjálfskiftingu og þrístislöngu fyrir ABS bremsudælu erum búin að eiga hann í 2.ár
02.07.2004 at 12:07 #504392Ég er með 1981 árgerð af Chevy Blazer K5 Silverado með 350. Mér skildist á fyrri eiganda að þetta væri önnur vélin í bílnum (fyrri var víst útúrtjúnuð og bílnum þrykkt reglulega á kvartmílubrautinni). Ég keypti bílinn 1996.
Það er svolítið erfitt að meta kílómetrastöðu. Hann er með 5 stafa mæli en á honum eru um 82 þús. mílur. Ég veit fyrir víst að við getum allavegana bætt 100.000 mílum við, en líklegst eru þær fleiri.
Hann er því að lágmarki keyrður 182 þús. mílur og er því farinn að nálgast 300 þús kílómetra. En eins og ég sagði áður, þá getur vantað einherjar hundruðir þúsunda mílna uppá svo hann gæti þessvegna verið keyrður 450 þús, 600 þús…….
Hann hefur lítið bilað, en stærsta bilunin var smurstöð að kenna (gleymdi að setja olíu á afturhásingu). Bíllinn stekkur alltaf í gang og bara virkar mjög vel.
Eina sem ég hef gert við mótorinn er að ég skipti um ventlalokspakkningar núna í vor (fyrir utan olíuskipti, kerti og þess háttar).
Það er ljótt frá því að segja að öll þessi átta ár sem ég hef átt Blazerinn hef ég aldrei látið stilla hann (blöndungsbíll). Ég hef bara aldrei séð nokkra ástæðu til þess, kertin eru alltaf fín, stekkur alltaf í gang, skilar mjög góðu afli og eyðir því sem við er að búast.
Þetta er samt enginn bílskúrsjeppi sem ekki er notaður, hann hefur fengið að kynnast ýmsu (og kemst ekki inní skúrinn) en alltaf komist klakklaust í gegnum það.
Ég get því tekið undir amerísk gæði og endingu
Kv. JHG
02.07.2004 at 12:12 #504394Sælir
Ég er með Daihatshu Rocky árgerð 1990, 2000cc bensín. Bíllinn er ekinn 202000km ég er búinn að vera með hann í tvö ár rúm og aka honum 40.000km. Ég hef ekkert gert við mótor né kassa. Ég hélt að vísu að bensídæla væri að fara um daginn og fjárfesti í nýrri til að hafa með en hef ekki þurft að skipta ennþá.
Ég hef þurft að skipta um aftur hjólalegur og spindillegur að framan.
Og nokkrum sinnum brotin fjaðarblöð að aftan.kveðja O.Ö.
02.07.2004 at 12:12 #504396Pajero 1996 módel, ekinn 198.000 km. Ekkert búið að gera fyrir mótor, drif, né kassa (samkvæmt uppl frá Heklu, varahlutakaup lítil í heildina og örsjaldan farið inn á verkstæði þar). Bara keyra…
Ég eignaðist hann í des sl, þá var km staðan 190.000 og setti þá á 44 tommur. Bara rétt tilkeyrður. ´
Rúnar vinur minn (sem vinnur í HEKLU) var að eignast einn 1999 módel og sá er ekinn 300.000 km.. Aldrei verið kíkt á vél þar á bæ…
Palli.
02.07.2004 at 12:25 #504398ágætis umræða, hefur verið "kvati" að bíll sem er keyrður um eða yfir 100.000 km sé að falla á tima sem vissulega er ekki, heldur er það umhirðan….en ég er með Toy LC90 ´98 ekinn 106.000 og hefur ekkert verið átt við vél nema tímareym sem Toyota sá um
kv
Jon
02.07.2004 at 12:47 #504400
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blazer S10 ’84 held keyrður eithvað rúmlega 200þús held ég og vélin var að hrynja um daginn. Þannig að hann stendur bara fyrir framan bílskúrinn og bíður eftir að fá eithvað skemtilegt powerplant ofaní húddið.
02.07.2004 at 13:32 #504402
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fín umræða. Almennt finnst mér að ending véla hafi farið versnandi með árunum. Það að taka fleiri hestöflu út úr minni mótorum er að skila sér í verri endingu. Áður fyrr þótti það slæmt ef eitthvað þurfti að taka upp í Diesel mótor keyrðum minna en 400 þús. km. Í dag er það frekar undantekning ef ekki eitthvað er búið að gera fyrir mótor í 200-300 þús. km.
kv,
DPower
02.07.2004 at 13:37 #504404Sælir
Ég er með ´98 Pajeró sem er kominn í 135.000 km samkvæmt mæli en raunverulegur akstur er sennilega nær 150.000.
Bíllinn hefur mestann hluta ævinnar verið á 35" en síðustu 10.000 km á 38".
Ég veit ekki til þess að neitt hafi verið gert við vélina fyrr en um síðustu helgi en þá skipti ég um pústgrein. Svo er búið að skrúfa upp olíuverk, auka túrbínuþrýsting og stækka púst.
Fyrir utan þetta þá er búið að skipta um stýrisupphengjur, bremsuklossa og renna bremsudiska að framan en annað hefur ekki verið gert við bílinn.
02.07.2004 at 15:28 #504406Diesel Hilux 96, ekinn 170þús, bara tímareym búið að skipta um.
02.07.2004 at 16:42 #504408ég á jeep cherokee 90 model 4,0L bensín 36" breyttan er ekin c.a 300.000 km er með mílumæli búið að fara í heddið það var ekkert svo langt síðan að það var
02.07.2004 at 17:00 #504410
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sóti gamli er 83 módel af DATSUN og er hann með Biggest blokk 3,3 og er búið að aka honum til tunglsins og baka nokkrar ferðir og er ekkert lát á honum er reindar búið að skipta út peru í vinstra parkljósi að framan og þar með er viðgerðarsagan búin
02.07.2004 at 17:33 #504412
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sóti ekki er þessi viðhaldslausi Datsun sá sem er buið að skera sjóða og bæta í mynda albúminu hjá þér?nei bara spyr
02.07.2004 at 19:48 #504414Ég ek um á 90 módelinu af Pajeró, 2500 DTI, ssk. og stendur teljarinn í 265 þús km. Ég hef þurft að endurnýja heddpakkningu og túrbínu auk ýmissa minni hluta í heddi og utan á vélinni. Auk þess er augljóst að fyrri eigendur hafa eitthvað fúskað við heddið því að ekki hafði verið hirt um að setja skinnur undir alla heddboltana. Skipting og drif hef ég ekkert þurft að hreyfa fyrir utan pinjónpakkdós í afturdrifi, sem var hið minnsta mál.
Svo á ég líka Subaru Legacy 2200, ssk, 1993 módel og hann er ekinn u.þ.b. jafn mikið. Í honum hefur ekkert verið gert annað en að skipta um kerti, tímareim og skreppa reglulega á smurstöð.
Það hefur stuðað mig hve margir jeppar eru auglýstir til sölu með nýuppteknar vélar eða hedd þótt aksturinn sé aðeins 100 þús km. Trúlega er það ábending um illa meðferð eða slakt viðhald og því harla léleg auglýsing.Wolf
02.07.2004 at 19:49 #504416orginal 2,4 disel turbo, er reyndar kominn í annan cruiser núna, um 300þkm , bara spíssar og tímareimaskipti!
02.07.2004 at 20:04 #504418að keira minn Landcruser 367.000km og mér vitanlega er ekkert farið að eiga við mótorinn, enda eru þessir bílar snilldin eina.
Kveðja, Guðni.
02.07.2004 at 20:38 #504420Nei nei, segi nú bara svona.
Á eitt stykki Scott Octane fjallahjól sem hefur rúllað ófáa kílómetra og fengið að sæta miskunnarlausum pyntingum oft á tíðum, eina viðhaldið er bremsuklossar, dekk, gjarðir, gírhjól, öxlar, legur, o.s.frv. = Búið að skipta um allt nema stell og gírksifta.
Það er bara tómt kjaftæði að eiga bíla, þeir megna svo mikið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hahahahahahahaha, nú fenguð þið vægt hjartaáfall og ætluðuð að skrifa llaannggaa grein um gæði og nytsemi sjálfrennireiðarinnar til að afdjöfla mig.
Þið skuluð spara ykkur það, reyndar er þetta með hjólið satt og rétt en EKKI HITT.
Fæ mér jeppa eftir 1-2 mánuði og verður það væntanlega 33-35" bíll. Ég hlakka mikið til að fara að ferðast á eigin jeppa og er í bili hrifnastur af 4.0 l Cherokee eða Explorer.
Mér finnst snilld þegar menn setja inn myndir af breytingunum sínum og skýringartexta með. T.d. eru a.m.k. 3 með mjög góðar myndir og uppls. um breytingar á Cherokee.
Svo smá spurning um explorer og cherokee: Hvað kosta upphækkunarsett í þá fyrir 33" eða 35" og hvaða sett fást hvar og hver hafa reynst vel. Hef heyrt að Vagnar og þjónusta selji góð sett í Jeep-inn.
Freyr
02.07.2004 at 21:18 #504422
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Landcruiser 80 1991, ekinn 303 þús, skipt um stangarlegur í 150þ, dísur í 300. Óbreyttur sjálfskiptur bíll.
02.07.2004 at 22:02 #504424
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fyrir að skrifa að mínir bílar eru báðir innan við 100000.
Á Kia Sportage 1997 33" ekinn 94000 ekkert farið að gera nema það sem telst eðlilegt tímareim, spindilkúla, og nýtt pústkerfi, síðan á ég Renault Clio 1992 sem er ekinn 80000, það eina sem er búið að gera fyrir utan að skipta um tímareim er að ég skipti um pakkdósir á sveifarás og kambás.
Kveðja Gunnar Már
02.07.2004 at 22:29 #5044262,5 DTI árgerð 97" ekinn 302,500 þkm.Búinn að eiga hann í 4 ár í október,búinn að keyra hann 200 þús í minni eign.
Það hefur ekkert verið átt við vél nema að altenatorinn fór í 280 þús,skift um tímareimar,skift um vatnskassa í 290 þús,skipt var um kúplingu í 180 þús,bremsudiskar voru renndir í 50 þús eftir að þeir hitnuðu of mikið.
Bemsur að aftan orginal.svo hefur 2sinnum brotnað fjaðrablöð og einu sinni skipt um dempara að aftan.
En það er kominn tími á að athuga dísur þar sem hann er farinn að hiksta á vissum snúning.
Mest allan tímann hefur bíllinn verið á 31" en fór á 35" í Apríl á þessu ári.kveðja
Jóhannes
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.