Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hversu fast má blása?
This topic contains 53 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.02.2003 at 23:06 #192169
Sælir allir.
Ég er að spá í hversu mikið menn eru að blása inn á 2L vélar. (2,4l dísel Toyota)
Sjálfur er ég með 2LT sem er að blása orgínal um 6psi.
Hvað eru menn að láta túrbínur hjá sér blása, og veit einhver hversu hátt má fara án þess að hætta öllu?Það eina sem ég veit um þetta er að Teddi er að blása um 20psi á 6,5 GM.
Kv.
Emil -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.12.2003 at 09:11 #468520
Í upphafi var til L, sem var 2.2 diesel.
Svo kom 2L, sem var 2.4L, 3L sem var 2.8 litrar. Nú er einnig til 5L sem er 3 litrar, en er með öllu óskild Barbíe vélinni, sem heitir KZ.2L vélin var einnig framleidd með turbínu og hét þá 2L-t. Svo var þessi maskína endurbætt töluvert, skipt um head og eitthvað fleira, og hafa sumir kallað hana eftir það 2L-II (eða útgáfa 2 af 2L), til aðgreiningar frá eldri útgáfunni. Vélin sem var í litlu 70 krúsunum (forvera barbie), var 2L-t, eldri gerðin. Svo hefur örugglega orðið til svona 2L-te vél, turbó með rafstýrðu olíuverki.
KZ véin er skild 4.2 lítra HZ vélinni sem er í stóru 70 krúsernum og sameinuþjóða 80 krúsunum. Einnig var til PZ, sem var 5cyl útgáfa…! 4.2 turbó vélin, er allt önnur ella, heitir 12HT(12v) eða 1-HDT(24v) eða eitthvað svoleiðis.
Nördakveðja
Rúnar.
11.12.2003 at 09:31 #468522Sælir allir.
Ég var ekki viss um að þessar breytingar og vesen borgaði sig, en eftir lestur þráðarins sé ég annað. Reyndar hef ég ekki nema einu sinni getað borið minn bíl saman við yngri bíl, og þá hafði ég betur upp Kamba.
það sem ég vissi og skrifaði um að pústgreinar pössuðu ekki á milli 2L og 2LT átti við um eldri gerð, en ekki á milli gerða.Ég nefndi það um daginn að geta fljótlega boðið uppá ódýra afgashitamæla. Ég fann hjá einum af þeim birgjum sem ég flyt inn vörur frá mæla. Skynjarinn þolir allt að 1100°c hita, og mælirinn er stafrænn og sýnir uppað 1000°c með mikilli nákvæmni. Ég er með eitt eintak á borðinu hjá mér, en þegar hann er kominn í bíl og búið að prófa mun ég auðvitað deila upplýsingum með ykkur og lofa ykkur mun betra verði en ég hef séð annarsstaðar á sambærilegum mælum.
Kv.
Emil
11.12.2003 at 14:37 #468524Vona að það verði ekki tekið illa upp, en ég leyfði mér að copy/paste allann þennan þráð og vista hjá mér, því þetta er orðinn þvílíkur gagnabanki um túrbínur og tilheyrandi að það hálfa væri nóg. Flott að hafa þetta svona á einum stað í Q/A stíl. Takk fyrir fróðleiksmenn og ég meina það!
22.12.2003 at 20:37 #468526Jæja, gaman að vera síðan sé kominn aftur upp! Eins og sagt hefur verið áður, tekur þetta talsvert á taugarnar þegar hvergi er hægt að leita!
En í þessum diðurdúr síðunnar, hefur mikið gengið, allherjar upptekning á 2L mótornum stendur nú yfir.
Það er tvennt sem ég er búinn að staðafesta, og það er að:
1. Stærri kúplingin passar ekki á gamla svinghjólið, en ég ætla að láta renna það gamla til(ný skrúfugöt). Og þá nota líka turbo pressu af ’98 en hún fæst eingöngu hjá Toyota.
2. Pústgreininn af 2-LT gengur ekki yfir á nýju 2L, Götin passa en ekki boltagötin, og þau rekast alltaf á 1/2 gömlu bolta-götin.
Hvernig hafa menn hellst verið að redda því?
Jóla kveðja Kristján
23.12.2003 at 00:19 #468528Einhverjir hafa einfaldlega smíðað millistykki ofaná 2L greinina fyrir túrbínuna. En eins og ég sagði hér fyrir ofan einhversstaðar, þá notaði ég pústgrein af seinni útgáfunni af 2LT mótornum. Held að sú grein hafi komið af 2000 mótor.
Mundu svo að herða svinghjólið vel á aftur, á að herðast 125nm með smurningu (sem er helv mikið).
Einn annar munur sem er á turbo vélinni og ekki turbó er (eftir því sem maður hefur heyrt) að það eru hitaþolnari stimplar í turbó vélinni.
kveðja
Rúnar.
06.03.2004 at 19:46 #468530Jæja nú er ég kominn með 2L ofaní húddið, pústgreinin af 2LT
passaði ekki á milli , ég hefði getað notað svinhjólið af 2LT því það passaði fyrir stærri kúplingu, en ég var búinn að láta renna hitt til.
Svo víst að það þufrti að breyta pústinu,(útaf nýju turbogreininni) ´þá fjárfesti ég í nýrri turbínu af 2,2l benz og lét smíða millistikki á milli greinar og bínu.Svo ákvað ég að nota turbo verkið, vegna þess að það var ekki snúningshraðamælir í 2L verkinu, og svo er líka turbo flýting.
Vandamálið sem ég stend frammi fyrir núna er það að bíllinn vill ekki í gang, ég er búinn að setja smá oliu í sílendrana til að þétta og athuga hvort tímareimin sé ekki rétt, og ég er búinn að loftæma af tveim spíssum, en kvikindið vill ekki í gang!!
Eina sem mér er búið að detta til hugar sé að turbo verkið sé ekki a’ð gefa sama þrýsting að spíssum, eða það sé önnur röð á spíssunum.
ég er líka búinn að tíma olíuverkið inn.Allar hugmyndir vel þegnar.
06.03.2004 at 19:55 #468532Hitar hann glóðarkertin örugglega nóg?
06.03.2004 at 23:34 #468534Já hann hitar þau, en hann startar frekar hratt, þjöppuleysi kemur fyrst í hug, en ég er búinn að opna tímareimarhúsið, og þar er allt rétt.
En ég setti nýja vetnla í , ég mældi hæðarmuninn á þeim og þeim gömlu á sínum tíma en hann reyndist varla mælanklegur munur á hæð.
07.03.2004 at 14:40 #468536Veit ekki hvernig þetta er í 2L vélinni en lenti í því að á MMC Galant (reyndar 2000 bensínvél) sem sonur minn eignaðast að hann gekk illa og þjappaði illa á 1 og 2. Komst að því að fyrri eigandi var búin að eiga lengi í þessum leiðindum, hann var búin að láta plana heddið og skifta tvisvar um heddpakningu en ekkert gekk. Ég reif heddið í sundur mældi ventlana og komst að því að tveir ventlar voru 0,4 mm of langir (útblástursventlar á 1 og 2). Þetta var meira en vökvaundirlyfturnar réðu við. Stytti þá, setti saman og vélin gengur eins og klukka.
Vona að þetta hjálpi.
Kveðja Halli.
07.03.2004 at 19:48 #468538Takk fyrir ábendingarnar!
Maður verður greinilega að passa sig á öllu svona, því það var lán í óláni að vélin skyldi ekki fara í gang.
Trúlega vantaði bara meiri oliu til að þétta.
En í öllum þessum pælingum á tímareiminni komst ég að því að endaslagslegurnar voru vitlausar, þeas þær voru það eina sem ég mældi ekki og treysti á að hafa fengið rétt því sveivarásinn var renndur á sama stað og ég keypti legur á, á sama tíma. Endaslagslegusætin voru líka rennd til.
(endaslagslegur eru legur sem stjóna hliðarhreyfingum á sveifarásnum)Nema hvað, hreyfilinn uppúr og pönnuna undan – legurnar sem ég keypti mældust 2mm en
standard er 2,43 – 2,48
0,125 2,493- 2,543
0,250 2,555- 2,605og slagið mátti vera frá 0,0250 – 0,3000
líklegast var ásinn renndur í yfirstærð 0,125 miðað við mælingu á eldri legunum. svo slagið hefur verið um og yfir 1mm og ekki þarf að spyrja að leikslokum ef hún hefði dottið í gang!!
Svo allur er varinn góður !!!
15.03.2004 at 00:30 #468540Jæja kvikindið er komið í gang, það sem hráði mig var vitlaust vetnlabil, eftir að ventlasæti höfðu verið skorin.
Turbo verkið passar við 2L, en enginn uppí toyota hafði prófað svolleiðs tilfæringar,´og ekki heldur á ágætu vélaverkstæði hér í Rvk!
En eitt sem var að plaga mig, var við tímasetninguna á verkinu, hvort átti ég að nota orginal tímann (0,85-96mm) eða uppgefinn tíma á eldri útgáfu af tubo mótornum (0,56-66) en ég ákvað að fara milliveginn í 0,75… prófa kannski að breyta aftur seinna þar sem ég merkti tímana inn.Svo er fer tilraunastarfsemin í gang fyrir sumarið:
Própangas og vatnsúði á intercoolerinn.Og endar á því að bíllinn verður settu í dynobekk í Borgarholtsskóla – Þar sem allur sannleikurinn á eftir að koma í ljós, hversu mikið munar um hvern hlut fyrir sig..
Ég hlakka mikið til að sjá það svart á hvítu!!Kv
Player1
11.03.2007 at 23:30 #468542Ég var að fletta í gegnum gamla þræði, mér til gagns og gamans. Jæja Kristján, hvað er að frétta af dyno mælingu?
12.03.2007 at 11:32 #468544Það er það að frétta, að dag einn þegar ég ætlaði að lækka boostið, þá óvart jók ég það.
En tók ekki eftir því fyrr en ég lenti í mjög vindasömu veðri úti á landi. Þannig að boostið var 20psi í um 200km.
Eftir það byrjuðu skrýtnir púlsar að koma uppí kúplingspedalann, og reyndist það vera sprunginn sveifarás (10þkm frá uppgerð)
Þá fór ég uppí Toyota og keypti 2.8 ástralíu strípiblokk, slaglengri 2.4 & nýja olíudælu og þykkustu gerð af heddpakningu. Munurinn var 30 nm og 10hp að mig minnir.
Víst að ég var kominn m nýjan hreyfil ákvað ég að setja nýlega túbínu með, það gekk heldur illa, því næstu tvær bínur sem fóru í húddð dugðu 250 og 400km, sú fyrri líklega vegna of þröngs olíufráfalls frá túrbínu og sú seinni sem var "variable vastegate" mjög skemmtileg, hef ég enga skýringu á hversvegna. Sú þriðja er svo úr G-benz diesel 3.0l og endist.
Mér fannst 2.4+turbo svona vera á mörkunum en 2.8+turbo var strax orðið betra, sérstaklega útá vegi.
10þkm seinna var komið e-h auka glamur í vélina. Og reyndust það vera lausir forkamrar í heddinu(forsprengihólfin), svo ég keypti nýtt hedd og tilheyrandi.
Eftir það hefur allt verið til friðs í húddinu, vélin er nú keyrð um 35þkm og virkar fínt.
Nema að ég er nokkuð viss að gormanir í fínu stóru Toyota kúpplingunni m turbo pressunni, sé búnir að yfirgefa samkvæmið eftir 45þkm notkun(auka slag í drifrásinni milli drifsafts og mótors)
Ég hef ekki enn farið í dyno, enda búinn að eyða svo miklum tíma og $$ í þetta vélavesin að ég við frekar vera "on the safe site"
..eitt innskot ég náði eyðslunni niður í 10l /100 í hringvega akstri í sumar á 35", var reyndar í samfloti m bíl m skuldahala.Skv. erlendum síðum er þessi mótor + turbo 115-125hp 250-260nm eða sem sagt kraftmeiri en nýr Hilux/l200 (nema þeir allra nýjustu)
Já og ég er kominn m 3" púst fyrstu 50cm eftir túbínu og svo 2 3/4" þannig að undir fullu álagi næst hámarks þrýstingur á um 1500rpm. Og hann heldur við undir 2000rpm en eftir það liggur allt uppá við.
Afgashitinn er max 730°C sem er eftir ráðum Freysa. Minnst eyðsla ef hitnn er undir 400°C. Fer uppí 5-600 í Ártúnsbrekkunni á gjöf. Það tók um 6-10 tíma og prófanir að fá allt til þess að spila saman. Mestu breytingin á viðbragðinu fékk ég með því að fikta í turbo-flýtinum á olíuverkinu, þykkari skynnur undir undir byrjunar staðsetningu blöðkunnar.Í dag myndi ég frekar vilja ath hita fyrir og eftir intercooler með hækkandi boosti, því á einhverjum þrýstingspunkti byrjar maður að tapa á meiri þrýstings vegna hita. Og prófa líka stærri intercooler með sömu mælingum.
Kv
Kristján
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.