Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hversu fast má blása?
This topic contains 53 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.02.2003 at 23:06 #192169
Sælir allir.
Ég er að spá í hversu mikið menn eru að blása inn á 2L vélar. (2,4l dísel Toyota)
Sjálfur er ég með 2LT sem er að blása orgínal um 6psi.
Hvað eru menn að láta túrbínur hjá sér blása, og veit einhver hversu hátt má fara án þess að hætta öllu?Það eina sem ég veit um þetta er að Teddi er að blása um 20psi á 6,5 GM.
Kv.
Emil -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.12.2003 at 23:25 #468480
Sæll Kristján.
Ég er að spá í hvað þú færð útúr því að púsla þessum tveimur vélum saman. Ertu viss um að það sé þess virði?
Ég tek það fram að hafa ekki pælt í þessu niður í kjallara, og þekki aðeisn eldri gerðina af þessum vélum.
Eftir því sem ég kemst næst eru þær nánast nákvæmlega eins. þó veit ég að heddið er ekki alveg eins. T.d. passar turbo pústgreinin ekki á 2L heddið. Það er ekki boltað eins á, en trúlega er hægt að bora og snitta til að það passi, því götin virðast vera til staðar.
Svinghjólið er örugglega eins á báðum (allavega festigötin), en olíuverkið er væntanlega ekki eins. Á turbo verkinu er viðbót ofan á því sem tengist turbínunni. Þú færð held ég meiri olíu við fullt búst. Það er hægt að stilla þetta með sexkant skrúfu efst á verkinu.
Mér vitandi hefur enginn prófað að gera mikið við þessar vélar. Það er örugglega hægt að hressa eitthvað uppá þær, en er ekki aukið búst, millikælir og púst það helsta? Það borgar sig varla að hugsa um knastása eða þessháttar. Reyndar eru þær til í 2,8l. útgáfu, þannig að það má skoða það að bora meira og setja stærri stimpla.
kv.
EmilP.s.
Það er líklegt að hægt verði að bjóða afgashitamæla fyrir ca. kr. 16.000.- á næstu vikum. Hann þolir 1000c°, er með mikilli nákvæmni og stafrænum skjá.
08.12.2003 at 00:18 #468482emill:
Nýrri útgáfan af 2L er jafn öflug og 2LT, svo að trubína og millikælinn er allgjör viðbót þessi 83hö sem hún er.
Ég er búinn að gera allt sem ég get (innan þeirra marka) við gamla 2LT ein og sést hér fyrir ofan.
Nema ef ég bæti meira við olíuverkið(sem ég hef prófað)þá fæst enn meiri kraftur og reykur… sem boðar nú ekki gottSíðustu páska sat í í Hilux ’92 sem var búið að bæta við turbínu.(hlutf5.29/ ér er m 4.88)
Vinnslan í þeim bíl var allt önnu en í mínum mótor, það er MIKLU meira tog, nærri því of mikið, því hann var svo næmur´, minnti helst á bensín. Svo er líka endapower sem að er ekki til í gamla 2LT.
Aflmunurinn var það mikið að ég sá það sem hagkvæmastan kost að kaupa svona mótor í stað 3.0td sem kostar á fjórðahundaðþúsnd sem væri vel sloppið´í þeim geira.Sá bíll hefur reyndar einu sinni sprengt hedd, og 1 kúpplínu á einum vetri.
Með því að nota svingjólið og jafnvel olíuverkið eða hluta þess, þá er ég strax kominn með stærri kúplingu, en olíuverksmuninn er ég ekki nógu fróður um.
Sem sagt að færa kosti 2LT yfir í nýju útgáfuna af 2L
Er gamalt olíuverk eyðslufrekara en nýtt??Þetta með þrýstingsstýringuna á tubo-olíuverkin…
ég prófaði einu sinni að blinda það. Með því fékkst mun minna afl mótorinn var mun hægari á snúning, mín tilfinning er sú að þá þurfi bæta verulega við verkið.En þessi umræddi Hilux sem ég get til er EKKI með turbo verki
!
08.12.2003 at 00:30 #468484… Emil, þetta sem þú segir að sé hægt að stilla með sekskannt skrúfu ofaná verkinu, ertu þá að tala um þrýstistýringuna??
svo er líka hægt að kaupa blokk með öllu kjallaranum 2,4 eða 2,8 í Toyota það kostar 250þ
Það viðist enginn he´r vera á hreinu með afgashitanna, þó svo nokkrir séu kommnir með mæli… spurning um að hringja í Hr. Toyota og spurjann ráða
08.12.2003 at 02:27 #468486Sæll Kristján.
Ég myndi í þínum sporum nota olíuverkið af gömlu vélinni til að hafa ekki bílinn svælandi svörtu eins og einhver patrol hækja. Og ef þú ert í vafa um þetta þá er bara að fara með verkið og Visakortið inn í Framtak í Hafnarfirði og láta þá skvera það.
Ef að þú ert ekki með þessa stýringu ofaná olíverkinu sem er á 2L-T þá þarftu að vera með allt uppskrúfað til að vélin fái nógu mikla olíu á toppboosti og toppsnúning.
08.12.2003 at 09:34 #468488Sæll Krsitján.
Ég get nú ekki verið þér sammála um að 2LT af eldri gerð sé ekki nema 83 hö. Samkvæmt þessari töflu,
http://www.geocities.com/MotorCity/Pit/ … gines.html
eru þær 92 hö. frá 86-86. Yngri vélarnar munu vera eitthvað sprækari, en ég hef sjálfur aldrei setið í þannig bíl. Eina reynsla mín af þannig gripum er að ég hafði einusinni Dobblara með turbo og millikæli upp Kambana. Ekki veit ég á hvaða hlutföllum sá bíll er.En varðandi olíuverkið, þá er þessi skrúfa sem ég nefndi ofan á því. Við aukið boost skammtar verkið meiri olíu inná vélina. Því er það mjög eðlilegt að þú hafir fengið minni kraft við að aftengja þetta. Prófaðu frekar að skrúfa skrúfuna niður, og gáðu hvað gerist.
Þér er örugglega óhætt að blása miklu meira en 7-8 psi inná þennan mótor. Það er svipað og menn blása á vélar með mixaðri túrbínu, þannig að það ætti hiklaust að vera óhætt að fara í ca. 12psi. Það er hægt að fá nálaloka, mæli og græjur til að stilla bústið í Landvélum fyrir nokkra þúsundkalla.
Og afgashitinn.
það er ekki auðvelt að finna áræðanlegar tölur um hvað hann má vera. Eins og Halli benti á hér að framan fer hann uppí 940°c hjá honum. Hann sagði mér að þá væri tími til að slá af. En þetta er eitthvað sem gaman væri að fá á hreint, þ.e. hversu hár má hitinn vera, og hvað er eðlilegt undir álagi.Emil
08.12.2003 at 12:16 #468490Átti ’85 Hilux með 2LT mótornum, með millikæli og turbínu. Á núna ’95 dobblara með 2L-II og sama millikæli og sömu turbínu, og ’95 bílinn er að gera miklu, miklu meiri hluti, á svipuðu boosti (ca 9 psi eða 0.6-0.7 bör).
Eitt það besta sem ég gerði til að auka kraftinn var að smíða nýtt hné aftaná túrbínuna, notaði til þess 2.5" suðubeigu og 1cm þykkt flatjárn. Það ásamt því að skipta út fyrstu 30cm af orginal 2LT púströrinu gáfu vélinni nýtt líf með því að túrbínan fór að koma inn að giska 500 snúningum fyrr.
Er ekki með svona þrýstijafnara á olíuverkinu sem gerir það að verkum að hægt er að láta bílinn gefa frá sér svona reyksprengjur á lágum snúningi, en undir fullu átaki (eins og upp kambana) kemur enginn reykur frá honum. Samt getur afgashitinn farið yfir 1200gráður Farenheit (eftir turbínu) í eftstu brekkunni í kömbunum. Þannig að ég er ekkert hissa að margar svona vélar sem stilltar eru eftir íslenskum fagmönnum (reykja "hæfilega") hafi gefið upp öndina.
Bílinn er ekkert kraftmikill, og mann langar alltaf í meiri kraft, en kraftleysi háir mér eiginlega bara ekki neitt. Allavega eru kambarnir í dag mitt helsta framúrakstursvæði á íslenska þjóðvegakerfinu.
Kúplingin í 95 bílnum er stærri og betri en í þeim gamla, og er ég með pressu úr 2000 túrbó bíl í mínum. Eftir að ég byrjaði að tjúnna fákinn til, þá hætti orginal kúplingin að halda við inngjöf í ártúnsbrekkunni!
Kveðja
Rúnar.
08.12.2003 at 12:38 #468492Sæll Rúnar.
Þetta með hnéð þykir mér fróðlegt að lesa. Það er eitthvað sem er þess virði að skoða.
En heldurðu ekki að stór hluti af aflmuninum geti verið að þú ert núna með vél sem er háþrýstari en sú gamla, en ert að blása jafn miklu inná þær báðar? Ég veit að nýrri vélin er eitthvað kraftmeiri, en er það ekki lítið?
Emil
08.12.2003 at 14:30 #468494Sælir félagar!
Reyndar slæ ég af áður en afgasið fer í 940°C. Hef heyrt að afgashitinn megi ekki fara yfir 700 – 740°C. Ef afgashitinn fer yfir 700 – 740°C fer pústgreinin að hvítna og síðar að vinda uppá sig og springa sem leiðir síðar niður í túrbínu og þá þurfa menn að eiga svert peningaveski! Ég reyni að passa að fara ekki yfir þann hita, (nema í stuttum brekkum þá kannski ca. 800°C). Áður en ég fékk afgashitamælirinn var ég stundum að draga hestakerru (og þá með allt í botni ef það var mótvindur eða hallaði á móti). Og þá hefur afgashitinn verið yfir 900°C og hugsa ég til þess með hryllingi! Enda grillaði ég pústgreinina, fékk mér aðra pústgrein og afgashitamælir og hef reynt að passa uppá hitann eftir það, (ein pústgrein kostar svipað og 2 afgashitamælar).
Vona að þetta komi að einhverjum notum.
Snjókveðja!! Halli E-1339
08.12.2003 at 14:33 #468496…þá var 2L gamla vélin 75 hp, en turbo vélin um 90. 2L-II er 83 hp, og er óneitanlega kraftminni en gamla 2L-T, sérstaklega í toginu.
Held að 2L-II-T (nýrri túrbínuvélar) séu óneitanlega kraftmeiri en 2L-T gamla. Eflaust hefur þjappan eitthvað með það að segja (held að nýju 2L og nýju 2L-T séu með sömu þjöppun!), sem og eflaust aðrar betrumbætur. Held reyndar að það sé tiltölulega lítill munur á 2L-II og orginal turbó útgáfu af þeirri vél.Þetta með hnéð var eiginlega algjört slys. Við að setja gömlu túrbínuna (’85) á ’95 vél með ’00 pústgrein, varð ég að snúa upp á túrbínuna, þar sem það er annar halli á flangsinum á nýju greininni en þeirri gömlu. Þetta gerði það að verkum að orginal hnéð snéri úttakinu sínu út að hægra brettinu í stað þess þess að snúa niður. Þetta eiginlega neiddi mig til smíða nýtt hné til að koma 2.5" pústi alla leið að túrbínunni. Aflmunurinn og hegðunarbreytingin á vélinni kom mér verulega á óvart.
Kveðja
Rúnar
08.12.2003 at 14:35 #468498Þessar hitatölur þínar, eru þær fyrir eða eftir turbínu?
ps. Pústgreinin í Togogítuna, kostaði mig heilar 8000kr árið 2000….
08.12.2003 at 15:02 #468500Þessar tölur eru fyrir túrbínu.
Pústgreinina fann ég bara í umboðinu og kostar hún þar rúmar 30.000 alíslenskar krónur :@(
Samt snjókveðja Halli E-1339
08.12.2003 at 16:22 #468502Emil:
Þessar hestafla tölur sem þú ert með eru þær hæastu sem ég hef séð´!
http://www.off-road.com/tlc/faq/engine.html
Þessar eru frekar nærri lagi, ég hef áður fundi hestafla tölur á þessu róli.Í dag er ég með mótorinn í 12psi og finnst mér að olíuverkið hafi ekki við þegar komið er í fullan þrýsting,
Því ekkert gerist að viti eftir 3000sn/m!
En með nýja 2L+turbo er aflsviðið allveg uppundir 4500sn/mRunar:
Þú ert greinilega búinn að gera svipaða hluti og ég er að fara að gera!Hvervegna ertu ekki með pústgreinina af 2LT og hvar fékkstu þína?
Ég er ekki allveg ná þessu með kúplingun, en þá skil ég þig þannig að á ’95 2L sé stærri kúpling en á 2LT, en það hafi ekki dugað svo þú ert kominn með ’00 af svinghjóli??
Það væri nú gaman ef þú hefðir færi á að deila mynd af þessari beygju þinni
upplýsinga-kveðja Kristján
08.12.2003 at 16:35 #468504sæll Emil
hvar verða þessir mælar til sölu á svona góðu verði?
Baldur
09.12.2003 at 13:09 #468506Pústgreinin af gamla mótornum passar ekki við þann nýja, enda annað head á honum. Minnir að það sé meira en bara boltagötin sem eru öðruvísi, eins og t.d. staðsetningin á pípunum! Man það þó ekki með vissu.
Greinina fékk ég hjá Toyota, og kostaði hún heilar 8000kr þegar ég gerði þetta. Turbínan passar beint á nýju greinina með undantekningu á hallanum, sem gerir það að verkum að það þarf að snúa upp á túrbínuna. Miðjan á henni verður að vera lárétt (Leguhúsið), svo hún smyrji sig rétt. Það þýddi smá mix á slánni milli þrýstiskynjarans og framhjáhleypiventilsins.
Ég smíðaði einnig fót á greinina til að minnka álagið á hana vega þyngdar turbínunnar.
Þurfti að láta breyta olíupípunum til og frá túrbínunnar. Olíunni nærðu úr tappa aftarlega á blokkinni.
"Kælivatni" nærðu úr miðstöðvarleiðslunum. Ætlaði reyndar að nota orginal úttökin af 2LT vélinni, en það varð ekkert úr því. Stefna vatnsins í gegnum túrbínuna skiptir engu máli.
Svo er að muna eftir að færa öndunina á ventlalokinu, yfir á þrýstingslausa loftpípu, annars bræðirðu úr vélinniHvað kúplinguna varðar, þá stækkaði hún ’92 eða ’93. Þannig að ég hefði haldið að báðir mótorarnir þínir séu með sömu stærð (minni kúplinguna).
Hvað Olíuverkið varðar, þá getur vel verið að það sé hægt að færa þrýstiskynjaran á milli verkana. Annars hef ég ekki hugmynd um hvort það sé einhver munur á verkunum. Spíssarnir eru þó allt öðruvísi á nýju vélinni.Var sakaður um mikið fúsk að vera að setja 15 ára gamla túrbínu (ekna um 200.000km) með sprungu í pústhúsinu í 5 ára gamlan bíl (hafði bara ekki efni á nýrri bínu). Túrbínan var reyndar nýupptekin. Síðan eru liðnir 80.000 km og hún hefur aldrei blásið jafn mikið og virkað jafn vel.
Það eru einhverjar myndir af bílnum í albúminu mínu, en líklega eru fleiri í albúmi Hlyns Snæland (hlynur).
kv
Rúnar.
09.12.2003 at 17:23 #468508… Ég hef verið að spá mikið í svona olíuverks og túrbínu stillingar, en hef lítið sem ekkert snert á þessum hlutum. Þannig er mál með vexti að faðir minn er með Hilux 98 (sem af máli ykkar að dæma ætti að vera með 2L-II-T vél? leiðréttið mig…), og á þessa vél er búið að troða intercooler og einhver ‘sérfæðingur að sunnan’ skúfaði upp í olíuverkinu þannig að hann ‘reykti passlega’.
En ég er á þeirri skoðun að þetta hljóti að vera alveg kolvitlaust stillt miðað við reykinn. Og nú spyr ég ykkur; hvar er þessi blessaða skrúfa? gott væri ef einhver vissi um mynd af þessu á netinu. Og er einhver leið að sjá í hvaða stöðu hún var orginal? Einhvers staðar las ég að það væri passlegt að skrúfa hana 1/6 úr hring þegar búið væri að bæta intercoolernum við.
En svo er það þetta með boostið, hvar er sú skrúfa? og hversu mikið álítið þið að þurfið að bæta við olíuverkið ef boostið á túrbínunni er aukið? Og svo væri líka gott ef einhver veit hvort hægt er að sjá hvort átt hafi verið við boostið.
ótrúlegt vesen þegar menn gera hlutina ekki sjálfir!
kveðja
Baldur
09.12.2003 at 20:21 #468510Baldur:
2LT-II var sett í litla 70 cruiserinn, aframm, en það var hætt að flytja hann hingað fyrir ’90 en frammleiddur úti til 2000.
Vaka hefur verið að flytja þessar vélar inn ok og kosta um og yfir 250þÞað er örugglega ekki sami mótor og er í ’98 hiluxnum
Ég hef alldrei skoðað svolleiðis mótor, en af sérfræðingi var mér bent á magnskrúfuna og já 1/6 ú hring inn í EINU og ef hann byrjaði að reykja( þó það væri undir álagi) átti ég að fara eina aðgerð til baka. Það var miðað við turbo verk, en mér sínist annað gilda um bíla sem er búið að bæta turbo við, þá verða þeir´að reykja á lág sn til að fá nóga olíu þegar boostið kemur.
ATH fyrst hvað boostið er í bílnum núna og hvað hann er orginal, óhætt að far upp um 2-3psi án bráðrafr lífshættu!Það er stundum stilli ró á teininum frá wastegateventlinum og í loka í pústgrein eftir túrbínu, en svo er ekki þarfa að færa hann ventilinn nær eða fær orginal festingum(með skinnum ef hann á að fara fær) en það getur verið mismundai eftir bílum!
Annað hérna með kúplinguna, þá fékk ég þær upplýsingar hjá vini mínum á hiluxnum að hægt væri að renna svinghjólið til fyrir 9 1/2" kúplingu (orginal 9") sem er sú stærð sem er í ’92+
Og með pústgreinina þ´akostar hún 18þ hvort sem er af
’98 (sem nota bene hefur alldrei verið til í P.samúels.)
eða af 2LT sem að á að passa á 2L ’91+ samkv varahlutad. Toyota.kv Kristján
09.12.2003 at 20:38 #468512þakka þér Kristján,
en eins og þið vitið kannski þá eru Hiluxar frá og með 1998 með orginal turbo, veit einhver hvað þessi vél heitir? Hún er sögð 90 hö og 226 Nm orginal.
09.12.2003 at 21:32 #468514Þetta er allt sama rellan í Hilux, LC70 og Hi-ace. Þær líta í það minsta alveg eins út.
10.12.2003 at 00:52 #468516Já þetta er alltaf sama blokkin, bara mismunandi hvar er snittað og hvar ekki… (og cc)
Ég var einmitt að bera mótorana saman og í sambandi við smurninguna, þá er önnur olíusía í ’91 mótornum, svoköllu tvöföld sía einhver og kostar þrefalt á við hina sem er á 2LT. Auk þess er olíupannan á 2LT stærri.Mér þykir það skárri kostur að nota olíusíuhúsið af gamla mótornum, þar sem það sparar mér töluverða snitt vinnu.
Og olíupönnuna.
Ég trúi því varla að það geti verið það miklu verra að vera með lakari síu, en í staðin meiri olíuforða. Og þá verður maður heldur ekkert nískur á að skipta um síu
(á 2LT fara 5,5-6l)En svo eru líka öll reimahjólin a 2L stærri, svo rafallinn og vatnsdælan snúast hæga… hmm væri nú til í að bæta úr því ef ég get. Hr Toyota hefur örugglega ná 2hö við það :>
Nú er bara að hætta að tala um þetta og byrja á þessu!!
10.12.2003 at 23:13 #468518Emil:
Þú varst eitthvað að efast hvort þessar breytinar væru þess virði.
En þá fékkég það svart á hvítur þegar ég spyrnti við nákvæmlega eins bíl bara með ’91- af 2L og ég með mína 2L-T intercooler og fl. Þá var ósambærilegur munur á bílunum!!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.