Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hversu fast má blása?
This topic contains 53 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.02.2003 at 23:06 #192169
Sælir allir.
Ég er að spá í hversu mikið menn eru að blása inn á 2L vélar. (2,4l dísel Toyota)
Sjálfur er ég með 2LT sem er að blása orgínal um 6psi.
Hvað eru menn að láta túrbínur hjá sér blása, og veit einhver hversu hátt má fara án þess að hætta öllu?Það eina sem ég veit um þetta er að Teddi er að blása um 20psi á 6,5 GM.
Kv.
Emil -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.02.2003 at 23:22 #468440
Það er allt í lagi að láta túrbínuna blása 9-11 ef þetta er orginal turbó vél annars ekki meira en 7-8.
það er gefið upp frá framleiðanda að túrbó vélin er látin boosta orginal 7psi en það er allt í lagi að pína hana aðeins upp.Kv.
Glanni.
13.02.2003 at 00:06 #468442Hvað þarf Teddi þá að láta blása mikið þegar hann kemst út úr skúrnum?
kv.
Eiríkur
13.02.2003 at 10:07 #468444
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Glanni! Hvað ert þú að blása mikið í Pattanum?
-gáb
13.02.2003 at 10:23 #468446
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað má leggja mikið á vélar?
Vélaframleiðendur hafa sjálfsagt að leiðarljósi endingu og rekstraröryggi véla þegar þeir ákveða hvað mörg hestöfl á að draga út úr hverju kílói af vél. Því má ætla að þeir hafi einhvern öryggis faktor útfrá þeim forsendum. Að því gefnu má ætla að óhætt sé að ganga eitthvað aðeins lengra og leggja meira á vélina, en um leið er maður að skerða áðurnefndan factor. Þó verð ég að segja að 160 hestöfl út úr 3 lítra diesel vél er þó nokkuð og spurning hvort eitthvað sé þar á bætandi.
Það gerist aðallega tvennt þegar Turbo Boost þrýstingurinn er aukinn þ.e. þrýstingurinn og hitastigið á loftinu frá túrbínu hækkar. Ef vélin er útbúinn með millikæli þá eykst virkni hans líka vegna aukins hitastigsmunar á kæliloftinu og kælda loftinu (loftinu frá túrbínu að vél).
Það sem ég hef sjálfur prófað í þessu, er að þegar ég setti millikæli í Datsuninn minn (2,8L), fyrir um fimm árum. Þá færði ég Waste-gate skynjunina aftur fyrir millikæli þ.e. í soggreinina. Þannig að þegar 7psi var náð í soggreininni þá opnaði waste-gate lokinn í túrbínunni, en þá var þrýstingurinn niður við túrbínu tæp 8psi, smá aukaboost þar. Síðan fyrir um ári bætti ég við ventli þar sem ég get stillt túrbínu þrýstingin að vild. Ég hef verið að keyra þetta á 12-14 psi og ekkert brotið enn. Ég held að menn þurfi ekki að hafa minni áhyggjur af túrbínuninni sjálfri, frekar af stimpilstöngum og öðru slíku dóti, í svona fikti.
ÓE
13.02.2003 at 11:59 #468448Emil vélin hjá mér er ekki að blása 20 Psi heldur ca 12-14 Psi max. Það verður að vera samspil á milli þjöppuhlutfalls í vél og turboþrýstings. Ein ástæðan fyrir því að vélar sem koma orginal með turbo hafa hærri tuboþrýsting er sú að þær eru með lægri þjöppuhlutfall en sama vél orginal án turbo. Ford 7,3 og Cummings 5,9 eru með lægra þjöppuhlutfall (ca 18:1) en 6,5 hefur (ca 22:1) og geta þá um leið blásið meir inn á vélina, eða um það bil 20 Psi. Það sem er mjög mikilvægt þegar menn eru að leika sér með að auka túrbínu þrýsting er að hafa pústhitamæli og fylgjast vel með honum. Það að hafa svert púst og millikæli gefur aukið svigrúm í því að auka við boost en ekki gleyma að vélin þarf um leið eldsneyti til að brenna auka súrefninu. Svo má ekki gleyma því heldur að vélin þarf að þola það sjálf styrklega séð að álagið sé aukið á hana. Ég mæli ekki með að menn taki gamlar slitnar vélar og fari að boosta miklu meira en uppgefið er frá verksmiðju.
Það að notast við ventil eins að Óskar talar um er mjög sniðugt þannig að hægt er að auka afl tímabundið án hættu á því að allt ofhitni.
13.02.2003 at 13:27 #468450Æ, Teddi.
Þurftirðu að skemma þetta fyrir mér.
Mér fannst þetta hlóma svo skemmtilega.Við Eyþór höfum veri að dunda okkur við að setja búst mæla og stilla í bílana hjá okkur. Nú getum við stillt þrýstinginn innan úr bíl í miðri brekku ef því er að skipta. En hvorugur okkar er með millikæli eða afgashitamæli, sem er jú allt að því nauðsinlegur eins og þú bendir réttilega á.
Emil.
13.02.2003 at 19:46 #468452Sæll emil
Ég er með 2L-T
og var að setja millikæli ´´i hann í fyrradag.
Og það var ÖRLÍTILL munur, og þrýstingur við soggrein féll um 1pund.
Svo fékk ég uppl´´ysingaar um hvar ég ætti að bæta við verkið: Að skrúfan aðeins 1/6 ú r hring í einu oog ekki látann reykja (ekki heldur undir álagi)1/6 úr hring færði ég í gær, og þá fór ég að finna verulegan mun.
Svo bætti ég 2 skinnum(3mm) undir yfirþrýstings ventilinn, og hann hækkaði um 1 psi. Og nú áðann setti ég 10mm undir ventilinn og hann fer uppí 9psi. Og ég finn ágætis mun.
og næst ætla ég að prófa að bæta aðeins meira við verkið og sjá hvað gerist.
(verst hvað það er erfitt að sjá útbl´´sturinn hjá sjálfum í sér)
Og þá langar mig að hafa afgasmæli.Hvar er hægt að kaupa svoleiðis mæla ??
En ég get allavegna sagt þér það aað bíllinn er svo gjörbreyttur að ég trúi því varla að þetta sé sama vélin!!!
Eyðsluna á ég eftir að mæla eftir þessar beturumbætur, en fyrir var hann m 11.l utnabæjar og 16.l innanbæjar, og já ég er á 4.88 hlutf. og 38"
13.02.2003 at 23:36 #468454Ég á eftir að tengja boostmælirinn og ég er ekki búinn að kynna mér hvað ég má láta hana blása mikið.
Glanni.
14.02.2003 at 02:40 #468456Ég mæli eindregið með því við alla áhugamenn um Túrbínur að lesa bókina Turbochargers by Hugh MacInnes..
Það sem vert er að hafa í huga við túrbínur/boost á dieselvélum er eitthvað á þessa leið…
Dieselolía brennur því betur sem meira súrefni tekur þátt í brunanum.. Afl Dieselvélar sem sett er á túrbína eykst í raun sáralítið við aðgerðina NEMA aukið sé við olíumagnið í leiðinni. Aftur á móti lækkar hlutfall af mengandi gastegundum vegna hreinni bruna, og eyðsla minnkar..Þegar menn spyrja "hvað er óhætt að boosta mikið" er svarið: eins mikið og þig langar til!.. Ástæðan er sú að með því að moka meira lofti inn á dieselvél er einnig verið að "kæla brunann" miðað við að olíumagn sé óbreytt. Höfum það hugfast að andrúmsloftið er að stórum hluta köfnunnarefni (nitrogen) Með því að boosta meira inn á vélina er augljóslega verið að moka meira köfnunnarefni inn á hana. Það vill svo skemmtilega til að það hefur nánast engin áhrif á brunann (tekur ekki þátt í því ferli) og varmarýmd þess hirðir hita úr brunanum ..ergo- meira köfnunnarefni kaldari bruni-kaldara afgas!
Neikvæð áhrif þess að blása miklu lofti inn á diesel eru lítil.. þó ber að hafa í huga að loftið frá túrbínu hitnar meira því hærra sem þrýstihlutfallið er yfir hana, þetta er ekki vandamál þegar notaður er millikælir, og jafnvel alls ekki…Það er möguleiki að ventlaleggir-sogventla smyrji sig verr með auknum þrýstingi í soggrein. Menn hafa áhyggjur af því að stimpilstengur/legur/stimplar sæti meira álagi vegna of hás boosts .. aukið álag vegna þessa þáttar er hverfandi ef menn hugsa málið! Aftur á móti eykst álag á þessa hluti þegar aflið er aukið verulega, en það gerist einmitt þegar OLÍUMAGNIÐ er aukið sem er annar hlutur!!!
Spurningin "hvað er mér óhætt að boosta mikið inn á vélina" ætti frekar að hljóða "hvað er mér óhætt að auka mikið við olíumagnið" því að við aukið olíumagn eykst brunahitinn og svo náttúrulega nettó þrýstingur í brunahólfinu meðan á aflslagi stendur, sem aftur leiðir til aukins AFLS. Staðreyndin er engu að síður sú að það endar ALLTAF á því að það er boostið sem ræður því hvað menn auka olíuna mikið.. Íslenska aðferðin er að smella á turbo.. og fá eitthvað boost sem menn telja að sé "innan marka"… síðan er olíumagnið aukið þar til hann reykir "hæfilega" :o) þannig í raun eru menn ekki að nýta sér það besta sem hægt er að ná út úr dæminu, en það er eitthvað á þá leið að velja sér hæfilegt olíumagn og fá þá vinnslu sem þeir eru að sækjast eftir og auka síðan boostið góðan slatta til að ná NIÐUR afgashita og auka þannig endingu vélarinnar, sem og að koma í veg fyrri að hún reyki í mikilli hæð þar sem þynning andrúmsloftsins er farin að telja.
Tölvukubbar sem eru settir í bíla hér í stórum stíl eru einmitt að nýta það auka "boost" sem framleiðendur stilla túrbínurnar á upphaflega. Þ.e vélarnar eru upphaflega látnar fá talsverðann slurk af "extra boost" til að ná niður mengun og líka til að AUKA endingu þeirra. Allt tal um að tölvukubbar hafi engin áhrif á endingu véla er því augljóslega blaður, nema að gerðar séu ráðstafanir til að auka boostið í samræmi þannig að brunahiti hækki ekki að marki. Þeir sem hafa fjárfest í afgashitamælum og hafa séð hvað gerist þegar hosa gefur sig frá túrbínu þannig að boost fellur vita örugglega hvað ég er að tala um hér… Þegar boostið fellur hækkar afgashitinn hratt og mikið. Nokkarar vélar hafa farið vegna þessa hér á landi svo vitað sé.
Ég sá á netinu fyrir nokkru síðan prófun á tölvukubbum í Ford/Chevy/Dodge þar sem testað var hvaða afli þeir skiluðu í raun og hvað afgashitinn færi hátt… Nokkrum kubbum var hent út úr testinu þegar það sýndi sig að afgashiti fór upp úr öllum skörðum vegna þeirra… Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en mér dettur samt í hug ending á heddum í PATROl allt í einu, skil ekki alveg hvers vegna :o)
Með von um að þið hafið átt ánægjulegann svefn yfir lestrinum
Ferðakveðja Óli
14.02.2003 at 09:12 #468458Sæll Krstján, Player1
Þú ert greinilega minn maður. Ég get bent þér á mun auðveldari leit til að fikta í bústinu heldur en að setja skinnur og dót undir ventilinn. Ég keypti nálaloka, slöngur, bústmæli og allt sem við á að éta í Landvélum fyrir ca. 3.500.- kr. Nú er ég með stilli inni í bíl til að fikta í. Ég skal með ánægju sýna þér útfærsluna við tækifæri.
En annað.
Þú segist hafa skrúfað upp í olíuverkinu. Hvernig gerðirðu það? Ég er aðeins búinn að spá í það, en hef ekki hugmynd um hvaða skrúfu á að skrúfa til að bæta við verkið. Er hægt að lýsa því í rituðu máli?Kv.
Emil.
14.02.2003 at 20:53 #468460sæll emil, ég á Patrol sem ég er nokkuð viss um að búið er að auka boostið á … nóg hvín allavega í túrbínunni, ég segi fyrir mitt leyti að ég væri mjög mikið til í að skoða þetta system sem þú keyptir í landvélum og sjá hvernig þetta virkar hjá þér, einhver möguleiki á því???
15.02.2003 at 00:38 #468462
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður höfðingi Emil þú mátt hafa ljósrit af nótunni frá landvélum á opið hús í mörkinni svo hægt sé að skrifa niður partanúmerin
með smjaðurs kveðju
gunnar frændi
15.02.2003 at 03:04 #468464
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
emil það er skrúfa aftan á olíuverkinu ég á mynd af henni(skrúfunni) en kann ekki að setja hana (myndina)inn í þráðinn enda ekki farið í rafiðnarskólann þó ég eigi mikið af kennslugögnum þaðan. Og fletti því uppí bókinni L-2L-2L-T(36251E)og sá þar á síðu EM6 í viðauka Turbocharger þessar upplýsingar og sá að það er(0,58kgcm2 aldrei mera en 10,0 án skemda í tékkun. Standard er 5,8-7,7 psi (40-53 kPa) 0,5 8-7,7psi (40-53 kPa) þetta á við um gömlu vélina sem ég
held að sé til 87 89er nýja blokkin en þær tölur eru aðrar og nokkuð hærri eða bók(RM647E) þar segir hafðu vélina heita og gefðu inn sem á að vera á milli 4,670-4,930rpm er 4,4-8,7psi ef ekki þá skiptu um túrbínu persónuleg skoðun er að það er ódýrara að kaupa nýa túrbínu á 200,000 þ kall en að láta gera við maður er allavegana laus við sveggegelsi
með vinsemd
gunnar frændi
05.12.2003 at 20:23 #468466Jæja drengir nú svo komið að ég er kominn með 2L vél ’91
og ætla að púsla saman 2L + 2LT = xxx.höÞví að lengi má góður bíll batna! (eða bara folaldagræðgi)
Svo ég spyr:
Er hægt að færa svinghjólið á milli??
Er 7-8 pund hæfilegur blástur ??
Hvar er snúningshrðamælinn tengdur á báðum mótorum ??
Hvar er olían teknin út fyrir túrbínuna ??Á 2L hreyflinum er glænýtt komplet olíuverk,
Hvort verkið ætli sé betra að nota??
(bæði uppá eyðslu og kraft)Hvaða hluti ætti ég að skipta um víst ég er með hreyfilinn inná gólfi ??
Hversu hár má afgashitinn vera??
Og síðast en ekki síst, hvað er að gefa sig í uppdópuðum 2L og af hverju??
Kveðja Kristján
(P.s. 2LT hreyfillinn minn er hér með formlega til sölu)
(já og það sem vantaði alltaf inn á vefinn: verðið á afgashitamælinum frá Samrás er 20þ + vask)
06.12.2003 at 17:38 #468468Jæja drengir, enginn sem vill tjá sig…..
06.12.2003 at 20:39 #468470
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með Trooper og læt hann blása 14 pund áður en wastegate-ið kemur inn og það er búið að vera svona í um 1 ár og ca 40,000km og er alveg að gera sig .
Að vísu er kominn tími fyrir mig að kíkja á kjallarann og kanna ástandið þar enda er ég með kjallara sem er upphaflega 2,3 en er boraður í 2,5 þannig að mig langar að skoða hvernig legurnar líta út þó að olíuþrystingurinn sé ekki búinn að minnka neitt síðan að ég setti vélina í bílinn.
07.12.2003 at 00:13 #468472hvað kostar vélin hjá þér og hvað er hún ekin
Bjarni
07.12.2003 at 00:47 #468474Boostið hjá mér er 12 pund.
samt hef ég séð afgasið fara upp í 940°c (fyrir túrbínu)
Kveðja Halli
E-1339
07.12.2003 at 17:53 #468476Verðið fer bara eftir því hvað á að fylgja með!
En ég er sanngjarn á verðið.
660-2992
07.12.2003 at 18:41 #468478…já 2LT hreyfillinn er ekinn 280þkm, nýtt hedd frá ’95 og kjallarinn var opnaður í 200þkm og allt í góðu þar,
Var keyrður á Mobil1 c.a. fyrstu 200þkm og ég hef keyrt hann 45þkm og 10þkm með intercooler.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.