This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 21 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Það var þarna um daginn að einhverjir voru að velta fyrir sér Hiclone og einhverjir voru að miðla sinni reinslu af þessu apparati og ættla ég að bætast hér með í þann hóp.
Ég er búinn að setja þetta í Patrol 3.3 Tdi og Doblara 2.4 Tdi og er niðurstaða þessi eftir að hafa ekið upp ákveðna brekku og mælt hraða með GPS:
Patrol 3.3 Tdi 44″
Án Hiclone Km 66,2
Með Hiclone Km 71,0Toyota Dc 2.4 Tdi 38″
Án Hiclone Km 47,2
Með Hiclone Km 56,1Eknar voru 4 ferðir með og án og er þetta meðaltal úr þeim.
Annað er þetta varðar:
Ég tók eftir því að vélarhljóð var þýðara og einnig fór afganshiti niður, get þó ekki staðfest neinar tölur hér.Mengun úr Patrol minkaði mjög mikið núna bara sést ekki reikur úr honum og er ég enn að venjast því og gengur það svona lala, maður þekkir ekki Patról öðruvísi enn á svörtum skýja bólstrum.
Mín skoðun er sú að á eldri bílum virkar þetta pottþétt enn þarf að prufa frekar á þeim nýrri t.d þá fór ég með þeim Hiclone mönnum í dag er verið var að prufa Toyota LC90 1998 módel án millikælis og var ekki að sjá þetta virka þar svo hef ég einnig fréttir frá öðrum eigendum af nýjum bílum sem láta vel af þessu og það er að virka t.d var ég inn á Toyota í dag að bögga menn þar eins og mér einum er lagið þá sögðu mér þar menn á verkstæði að þetta hefði verið sett í mjög nýlegan Toyota
Yaris og datt eiðslan á honum niður um tæpa 2 lítra á langkeirslu sem mér þykir mjög merkilegt á svona smá pöddu sem er ekki að brenna mörgum lítrum fyrir enn þetta segir okkur líka það að þetta getur svín virkað í ótrúlegust tækjum og þeir sem hafa áhuga á þessu ættu bara að prufa og notfæra sér 30 daga skilarétt sem seljandin bíður ef þetta er ekki að virka.Ég er mjög sáttur og ættla að nota þetta.
Kv.
Benni
You must be logged in to reply to this topic.