Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Hvernig spil á maður að kaupa sér…
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2009 at 22:12 #204079
Daginn daginn, nú er ég að spá í að kaupa mér spil á bílinn, er með Toyotu Hilux.
Hvernig spili mælið þið með..?Hjálp væri vel þegin.
Kv. Steini
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.03.2009 at 22:49 #644180
Það eru um 4 gerðir um að ræða sem eru seldar hér heima T-Max, Warn Bílabúð benna. og Mile Marker Landvélar og Come Up Arctic Trucks… Warn er í dýrari kantinum T max er með þeim ódyrari Mile Mark er meðal verð Come up er líka með þeim dyrari . verð eru á bilinu 110,000 til 180,000 kr
það sem ég hef skoðað er Mila Marker það hefur komið bara vel út í saman burði og virðis eiða minstu ramagni, hér er um að ræða 9,500 lbs , svo er eflaust hægt að finna notuð spil á betra verði .kv,,, MHN
22.03.2009 at 23:42 #644182Warn hefur verið leiðandi þegar spáð er í gæðin.
Miklu máli skiptir að spil endist vel og séu í lagi þegar grípa á til þeirra, líka þegar þau hafa ekki verið notuð lengi.
Það getur verið þess virði að eyða aðeins meira í byrjun og fá spil sem endist lengur og bregst ekki þegar á reynir.
23.03.2009 at 00:39 #644184Er að flytja in spil frá asiu sem eru með nýum fítusum heyta XDYNA á 9000og 10000 spil tveggjahraða
T-max er frá kina Come up er frá Tævan Mile Mark líka fra Kína framleitt þar Ramsey kína svona er þetta bara
23.03.2009 at 00:46 #644186hvað kostar hjá þér 10.000 punda spilið ???
kv. Kalli
23.03.2009 at 11:44 #644188Afsakaðu að ég skjóti þessu inn á þráðinn.
Hafa menn eitthvað verið að nota þessi vökvadrifsspil? Skilst þau endist lengur og hafi möguleika á meiri þyngd en rafmagnsspilin. Þau tengjast inn á stýrisdæluna svo það er ekkert heljarinnar kerfi sem þarf að setja upp.
Fást þessi spil á klakanum?
23.03.2009 at 16:29 #644190Sælir,
Ég hef ágætis samanburð af Warn spilum og svo Come Up.
Við erum með spilin framan á björgunarsveitarbílum og eru þeir báðir eins og gera nánast sömu hlutina.
Annar bílinn er 2000 árgerð með Warn spili keypt sama ár, það er 9000 lBs.
Hinn er 2005 árgerð og með Come Up spili, einnig keypt sama ár, það er líka 9000 lbs.Munurinn á þessum tveimur spilum er eiginlega bara alveg fáránlegur. Warn spilið er ennþá alveg í toppstandi þó svo að það sé eitthvað búið að fara yfir það en ég vil nú meina að það sé bara eðlilegt viðhald. Come Up spilið er svo aftur á móti nánast því ónýtt. Á því eru einhver állok í hliðunum sem eru tærð alveg í gegn. Tengið fyrir fjarstýringuna er slapt og öll rafmagnstengi orðin frekar döpur ásamt einhverju fleirru. Þetta spil þarf að fara í yfirhalningu fljótlega, en það er bara 4 ára gamalt á bíl sem er nú ekki mikið notaður.
Þetta er allavega mín reynsla á þessum tveimur.
Ég keypti hinsvegar sjálfur fyrir nokkrum árum síðan eitthvað kínaspil sem er alveg eins og klettur framan á bílnum, 12000 lbs og það hefur aldrei verið neitt vandamál með það líkt og Warn spilið, bara í toppstandi.
Kv.
Otti S.
23.03.2009 at 17:23 #644192Otti, hvað heitir kína spilið þitt? Ég var nefnilega að kaupa mér svona kína spil sem mig minnir að heiti ZHME 12000lbs og kostaði ekki nema 50.000 nýtt. Hef ekki prufað það enn og langar að vita hvort ég geti búist við því að það virki eitthvað.
23.03.2009 at 17:43 #644194Sæll Stefán, hvar keiftirðu spilið ?
Kv . Kalli
23.03.2009 at 17:44 #644196Sælir hver selur Warn spil á íslandi..?
23.03.2009 at 18:46 #644198Spyr líka um glussaspilin, af hverju ekki frekar svoleiðis?
Ég sé eiginlega ekkert nema kosti við þau umfram rafmagnsspilin, eru bæði léttari og hægt að nota þau nánast stanslaust.
Rafmagnsspil er reyndar hægt að nota meðan dautt er á bílnum, en spurning þá hvað rafgeymarnir duga lengi?
Væri gaman að heyra álit manna á þessu.
23.03.2009 at 20:41 #644200Ef þú hefur auka pening til að kaupa frekar Warn þá er það ekki nokkur spurning – eins og sölumaðurinn hérna á undan benti á þá er hitt allt framleitt í kína eða Tævan – Warn er frá USA.
En svo er komið eitthvað sem heitir Warn Tabor og er kínaframleiðsla á vegum Warn og mér skilst á spjallþráðum úti að það sé sama dótið og allt hitt frá kína.
Ég er búinn að eiga tvö Warn spil og þau hafa enst frábærlega – ég er núna með 16.5 ti spil sem er alltaf á bílnum. Ég lét yfirfara spilið núna um daginn eftir að það var búið að vera tæp fjögur ár framan á bílnum og aldrei undir neinu coveri. Spilið var allt í toppstandi en snertur og eitthvap fleira rafmagnsdót var hreinsað. Og eftir fjögur ár framaná bílnum lítur þetta spil út fyrir að vera nánast nýtt.
Þannig að Warn er allavega málið í rafmagnsspilum – ég þekki ekki glussaspil.
Benni
P.S.
Svo er þetta alltaf reikningsdæmi – Warn spilin eru orðin svo fíflalega dýr hjá bílabúð benna að það má kaupa tvö til þrjú kínaspil fyrir peninginn… Þá fer þetta að verða spurning.
En okrið hjá Bílabúðinni á sér þó tæplega hlipstæðu og þú getur sparað þér ansi marga tíuþúsundkalla á því að panta þetta sjálfur. Mér var t.d. sagt að nýtt 16.5 Ti spil myndi ekki kosta undir 500.000 ef þeir pöntuðu það fyrir mig en ég gat sjálfur flutt það inn frá USA fyrir um 300.000, Sem er reyndar líka ruglverð…
23.03.2009 at 20:45 #644202g svo má líka benda á að fyrir Hilux er 8000 punda spil alveg yfirdrifið nóg. Eiga svo bara góða blökk ef það þarf að toga með meira afli.
Það munar strax á þyngd, hraða og rafmagnsnotkun að fara í of stórt.
Benni
24.03.2009 at 08:48 #644204Á tvö ný spil 8000lbs ,3630kg með allann vír úti. á 71.000kr. Þetta er kínversk ramsey framleiðsla. S:8407318
24.03.2009 at 14:34 #644206er með 12000 líbsa spil með plánetu gír á 75þ, ég veit að hann er búinn að selja mikið af þeim og ekki eitt einasta vandamál komið upp. Símin hjá Tryggva er 897 1398. Ættir að skoða þetta aðeins hjá honum en henn er líka með alla þjónustu ef eitthvað klikkar! En ég er að mestu sammála nafna um að Warn er gríðalega gott merki í þessu en $$$$
24.03.2009 at 15:43 #644208Símin hjá honum TnT er 898 1398 sorry….
24.03.2009 at 15:49 #644210MileMarker hydraulic spilin eru víst ansi góð, en það verður að hafa í huga, að stýrisdælur í japönskum bílum eru varla nógu öflugar til að ráða við þau. Það er svo alltaf fullgilt argument að hvorki hydraulic spil né gírspil gera nokkurn skapaðan hlut ef vélin gengur ekki, en það geta rafmagnsspilin hinsvegar, í takmarkaðan tíma að vísu. Ég hef ekki reynslu af öðru en Ramsey. Var með svoleiðis 10.000 punda spil og blökk. Það var reyndar áður en ofurtógið kom til sögu, þannig að ég prófaði bara vír á það. Það var fasttengt framan á hjá mér og ég mæli ekki með því, allavega ekki hvað Ramsey varðar, því of oft var staðan sú að spilið virkaði ekki þegar mest reið á. Þá var bleyta og drulla búin að spilla öllum snertum og rafbúnaði. Ég myndi kjósa að hafa spilið í prófíltengi og hraðkúplingum á köplum og geyma það svo inni í bíl þegar það væri ekki í notkun. Bíllinn, sem ég var með spilið á, var á röri og blaðfjöðrum, sem ég var margbúinn að mölva þegar ég var að draga illa fasta bíla.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.