Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Hvernig skilgreini þið nyliða
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Guðmundsson 15 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.11.2009 at 20:47 #208040
Fekk þessa spurningu Hvernig skilgreinir þú nyliða í jeppamensku
s.s nyliðaferðir og fl……….. hvað er að vera nyliði…svari þið þessu nu.
fa smá lif í þetta,,
kv Friðrik -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.11.2009 at 21:23 #665438
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þarna komst þú með algera bombu
Ekki á neikvæðan hátt, alls ekki !
Ég get til dæmis sagt fyrir mig að ég setti mig í flokk nýliða, viljandi, með því að prófa að fara á fjöll á 35" bíl þarsíðasta vetur. Ég var líka nýliði vorið 1997 á 38.5". Það að finna taktinn á svona hálfgerðum skurðarskífum neyddi mig til að setja allt önnur viðmið, þar sem maður var lengst af vanur að komast allt sem maður ætlaði sér á 38" XTra-Cab og hikaði ekki við að fara einbíla um svæði sem maður þekkti vel.
Mín skilgreining á "nýliði" verður þá kannski að vera að miklu leyti háður ferðafélögum sínum þegar maður er ekki búinn að finna inn á farartækið og festir við hinar og þessar aðstæður.
kkv
Grímur
05.11.2009 at 23:19 #665440
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skilgreini nýliða sem óvanan mann sem er að byrja eitthvað, nýja vinnu, td sjómaður sem ræður sig á netabát
en hefur verið á togara á trolli hann er nýliði á netum ..óvanur.. en ekki nýliði á sjó.
Semsagt nýliði í jeppamennsku ..sá sem hefur ekki farið í vetrarferðir áður óháð dekkjastærð..
og sama um sumar td í sambandi við ár, þú ert ekki nýliði þó þú sert búinn að keyra á 38 í x mörg ár og minnkar svo niður í 35 þú býrð enn að reynslunni sem þú öðlaðist á 38 dekkjunum og það breytist ekkert. 😉
þetta eru mín 10 centKveðja Helgi
08.11.2009 at 03:55 #665442Er nýliði ekki bara einhver sem hefur ekki "grunnvit" á því verkfæri eða verkefni sem hann hefur að hverju sinni?
t.d. þeir sem vanir eru fjallaferðum ættu ekki að vera nýliðar þó þeir séu á minni dekkjum en geta þó verið nýliðar séu þeir að ferðast í fyrsta sinn á minni dekkjum. Þeir hinsvegar geta gert nýliðamistök. Eins og allir, hehe.
kkv, Úlfr
08.11.2009 at 11:31 #665444Þeir sem hafa ekki keyrt 10 ferðir á fjallið eru nýliðar.
//BP
08.11.2009 at 13:55 #665446Ég er sem dæmi nýliði og er ekkert á móti því Auðvitað þurfa allir að fá í sinn reynslupoka og það kemur smátt og smátt. Eru ekki allir að læra eitthvað og í þessu tilfelli jeppamennsku? Það er bara gaman að þessu og ekkert nema brakandi hamingja
08.11.2009 at 19:50 #665448Nýliði er sá sem ekki á LC80 44+ breyttan. Allir með reynslu enda þar (LC80) eftir að vera búnir að prufa allt hitt draslið.
08.11.2009 at 20:45 #665450Hehe…
Jæja, Benni minn, þú segir það!Má til svona í kjölfarið á þessu síðasta innleggi rifja upp ferð sem ég fór með í inn í Setur og fl. á vegum 4×4. (s.s. mjöööög langt síðan. Kannski var ég nýlið þá.)
Þá var einmitt einn ágætur maður sem var þá kominn nærri sextugt á gríðarlega flottum rauðum LC80 á 44", læstur þvers og kruss, stæðstu kastara sem ég hef séð ever, spil af sverustu gerð, og drullutjakk sem minnti helst á baunagrasið í sögunni um hann Jóa, því lík var stærðinn. Kunningi hans var með honum á samskonar bíl, bara í örðum lit og aðeins minni drullutjakk.
Á leiðinni inn úr var stoppað í Hrauneyjum og tekinn einn borgari. Ekki stóð á sögunum hjá þessum ágæta rauða LC80 manni. Í fyrstu virtist sem hann hefði fundið upp 38" og síðar 44". Seinna í ferðinni komumst við að því að hann efði líklega líka fundið upp broncoinn, willysinn og weaponinn.
Svo var haldið af stað. Færið var ágætt, en skyggnið ekki eins og best var á kosið. Brunað var inn kvíslaveitur, yfir Þjórsá. Alltaf var færið ágætt, en skyggnið ekki eins gott. Þessir tveir ágætu LC80 kallar brunuðu langt á undan öllum öðrum, enda feikna kaldir kallar og svo sannarlega engir nýliðir í brannsanum.
Þegar komið var inn í Þjórsárver, fór færið aðeins að þyngjast, tiltölulega harður snjór ofan á, en svo krapi undir.
Ekki var þá að því að spyrja að um leið og færið var orðið svona þá voru LC80 bílarnir komnir á bóla kaf með tríði í krapa, hlið við hlið.Við ætluðum að fara að undirbúa okkur að toga í þá, svona svo hægt væri að halda áfram, en það var ekki við það komandi. Það skyldu sko engir hvolpar draga crúserana upp…..
Þannig að næsti klukkutími fór í að moka þá upp og spila.
Eknir voru nokkrir metrar, og þá voru þeir fastir aftur, enn verr en síðast. Lágu álgörlega á kviðnum.
Það var sama sagan, ekki var við það komandi að fá að kippa í þá.Svona gekk þetta meira og minna alla nóttina, LC80 bílarnir komst nokkra metra og festust svo aftur hlið við hlið, annað hvort á tríninu eða kviðnum.
Ekki dettur mér í hug að halda að þetta hafi verið bílunum að kenna, enda LC80 "bestur bílar í heimi".Stundum dettur mér í hug að þessi maður hafi verið fyrirmynd Patrolmann, enda vildi svo til að í þessari ferð var einmitt "Patrolmann að taka sín fyrstu skref".
kv.
Atli E.
08.11.2009 at 22:18 #665452Það er ekki alltf stærstu dekkin og mestu bílarnir sem allt komast. Eru það ekki ökumenn bílana sem ráða einhverju? Ég kemst ágætlega á mínum 33" þó svo að í framtíðinni verði það fyrir ofan 33" án þess þó að sverja einhverju um það
08.11.2009 at 22:35 #665454Ja sagan er góð Atli.
En hvar eru allir Patról haugarnir, í þá gömlu góða daga hér áður fyrr hefði maður verið skotinn á kaf á svipstundu fyrir að koma með svona innlegg. Eina skýringin hlítur að vera að þeir séu allir komnir á LC80 en mikið andskoti eru þeir seinir til, ja þeir voru náttúrlega aldrei fljótir í förum blessaðir en voru þó alltaf í förum…
08.11.2009 at 23:12 #665456
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Benni minn ég held að þú hafir skrifað of mikið núna, Nýliði er sá sem á Lc 80… held ég að þú hafir ætlað
að skrifa 😉 og það er ekki skrýtið að þú spyrjir hvar Patrolarnir séu þið Krúserkallarnir eruð aldrei á fjöllum því
að þið eruð enn í fýlu yfir að hafa keypt þette dót, en svo er líka sá möguleiki í stöðunni að þegar þið farið á fjöll
þá drífið þið ekkert og Pattarnir þar af leiðandi alltaf langt á undan ykkur,,, svo það er ekkert skrítið að þú sjáir
ekkert af Pöttunum…….;)Ps.
Þú segir,,,þeir séu allir komnir á Lc 80……. Já þá er ekki furða að ekkert heyrist í þeim blessuðum,,,,
þeir eru enn í fýlu yfir gert þessi mistök að kaupa Lc 80 😉Patrolkveðja Helgi Brjótur (Brjótur þýðir ,,sá sem ryður,brýtur, leiðina)
09.11.2009 at 00:01 #665458Þetta líkar mér, hafði áhyggjur um tíma.
09.11.2009 at 08:53 #665460Benni, það var nú ekki fallega gert að stela þessum þræði svona 😉
En ég held að Litlanefndin taki kannski á móti flestum nýliðum í jeppamennsku í klúbbnum. Í því samhengi þá höfum við ekki skilgreint nýliða í okkar hópi og slíkt stendur alls ekki til, enda eiginlega ekki nauðsynlegt, því ég held að það að vera nýliði sé bara eitthvað sem hver og einn finnur hjá sér. Ef fólk telur sig vanta reynslu eða þekkingu á einhverjum sviðum jeppamennsku þá getur það skilgreint sig sem nýliða. Við tökum amk á móti öllum í ferðir Litlunefndarinnar, hvort sem um er að ræða fólk sem er að fara á fjöll í fyrsta sinn, eða reynsluboltum sem hafa eytt hálfri æfinnni á fjöllum.
kv. Óli sem er á LC80 44" og er kannski nýliði og kannski ekki en finnst amk gaman að ferðast
09.11.2009 at 10:41 #665462Ætli nýliði sé ekki maður sem er ekki enn kominn með fordóma gangvart öðrum bíltegundum en sinni eigin 😉
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.