Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvernig jeppa á ég að fá mér?
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 23 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
04.12.2001 at 01:30 #191210
Ég er 18 ára gutti og langar í jeppa, en ég á bara 125 þ. Mig langar að fara á fjöll og að geta notað hann innanbæjar. Hvað ætti ég að fá mér og vitiði um þannig bíl?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.12.2001 at 12:28 #457788
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Miðað við þá fjármuni sem þú hefur handa á milli og þær kröfur sem þú gerir myndi ég hiklaust fá mér Lödu Sport. Þetta eru dugmiklir bílar og koma sífellt á óvart. Þrátt fyrir það orð sem þessir bílar hafa á sér hef ég komist að því að þetta eru bara þjóðsögur, og svona sögur eru til um alla bíla. Ég á sjálfur svona bíl og hann hefur aldrei bilað þrátt fyrir að vera orðinn 11 ára. Ég gæti skrifað um ágæti þessara bíla í allan dag en ég mæli með því að þú kíkir á heimasíðu okkar á http://www.talk.to/logos.
The Icelandic Lada Niva Club-I would rather push my Lada than drive a Toyota
Kveðja
Lada
04.12.2001 at 12:39 #457790
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki hlusta á þennan Lödukall:):):)
Kauptu frekar Susuki Fox 1.3 á 33" tommu dekkjum. Ég hef átt þannig bíl og þekki marga sem hafa átt þannig bíl og það eru akkúrat tækin fyrir svona gutta. Ég var einmitt 17-18 þegar ég keypti minn.
04.12.2001 at 15:01 #457792
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er augljóst að þú hefur ekki átt Lödu!!!! Þeir sem ekki hafa átt Lödu vita nefninlega ekki um hvað þeir eru að tala þegar þeir formæla þeim, en Lada er einmitt bíll sem byrjendur ættu að eignast.
I would rather push my Lada than drive a Musso
Kveðja
Lada
04.12.2001 at 15:32 #457794Ég hef átt bæði Lödu og Súkku og það er ekki spurning að súkkan var betri. Ladan var á 33" og fór ekki neitt en súkkan var á 30" og fór meyra í snjó heldur en Ladan.
Þannig að ef þú ert að spá í öðrum hvorum þessara þá mæli ég með Súkkunni frekar en Lödunni. Svo er súkkan líka léttari. Annars er öruglega hægt að fá betri bíl en þessa fyrir þennan pening.Kveðja Biering
04.12.2001 at 17:18 #457796Ég held að súkkan sé málið fyrir þig, félagi minn átti súkku á 33" og hann fór alveg rosalega mikið. Það eina sem í raun háir þessum bílum er tork… en mæli samt alveg með súkkunni.
04.12.2001 at 17:47 #457798
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Herðu, ég var næstum búin að gleyma því að segja þér frá því þegar ég fór uppá Lingdalsheiði um síðustu páska, þá fór einn 17ára gutti með okkur sem kann ekkert að keyra og hann var á Súkku 1.3 á 33". Það var rosa krapi og viðbjóður en minn gerði sér lítið fyrir og tók framúr splúnkunýjum Patrol á 44" dekkjum sem var pikkfastur, þannig að Súkkan blífar fyrir svona gutta.
P.s. Það er svona 40L tankur og það dugði honum frá Keflavík-Lingdalsheiði(fullt af torfærum)-Keflavík
P.s.s.Hún er til sölu fyrir 125þús… sendu mér meil ef þú hefur áhuga og ég kem þér í sambandi við gæjan.
05.12.2001 at 00:51 #457800Hurðu væni vinur minn
vertu ekki að slugsa,
ávaxtaðu aurinn þinn
um það skaltu hugsa.Ef þú bara botna vilt
og basla eitthvað cheap,
þú gætir líf þitt af því fyllt
með því að aka Jeep.Ef lífið bara um það snýst
að lifa, læra og húkka,
Alla jafna í það hlýst
öldruð ekinn Súkka.Ef utaná þér baslið berð
og gerir flesta vonda,
í venjlega helgarferð
þér ætti að duga Honda.Ef þú vilt af fullri trú
þig úr að leysa hlekkjum,
Þér ætti að duga Malibu,
á risastórum dekkjum.Ef eiginleikar engir berir
og ert til í að missa´n,
engar kröfur sjálfur gerir
og færð þér bara Nissan.Sértu af minningunum háður,
bugaður af "feiser"
Altrei skaltu alsgáður
prófa að aka Blazer.Margir engar kröfur gera
forðast bara "púkó"
gera sjálfa sig þó bera
af því að aka mússó.Suma dreymir fjallaferðir
og líka Range Rover,
þeir allir verða "lygamerðir"
nema að játa "game over".Einnig bara til að nefna
gamlan lítinn fant,
engra harma á að hefna
"old charm" du Trabant.Ef þú engar gerir kröfur
um gamlan hómopata,
þú segir áfram þínar sögur
um Niveau de Lada.Stöku menn þá dreymir um
stóran, mikinn, lord.
Stífbónaðann risa Hummer
eða bara ford.
Þó okkur þjái mega bömmer,
tökum annan kord,
Þótt við hér sjáum okkar kammer
spörum okkar ord.Ef þú vilt á fjöllum drífa
og lenda ekki í gjótu.
Á hestaflanna vængjum svífa,
…fáðu þér Toyotu!Eftir einn ei aki neinn…
BÞV
Að sjálfsögðu smá hnoð í restina… hvað um það…
05.12.2001 at 13:52 #457802
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Auðvitað kaupir drengurinn sér Toyotu í framtíðinni, en Súkkan er tilvalin til þess að birja á.
Það er hægt að þjösna súkkunni til helvítis og til baka án þess að brjóta eitt eða neitt. og ef eitthvað brottnar þá eru til partasölur útum allan bæ með fullt að súkkuvarahlutum fyir slikk….
05.12.2001 at 17:27 #457804
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef þú ert að spá í góðum ferðabíl, rúntbíl – bíl með mikið pláss. Þá færðu þér lapplander, þeir eru ódýrir og það er gott að sofa í þeim, kannski eru ekkert að komast neitt jafnlangt og á súkku en samt… kíktu á það.
06.12.2001 at 12:21 #457806
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Suzuki Fox er það sem blífar í þessum málum ef þú átt ekki meiri pening. Þær endast og eru léttar að gera við…ef þú kannt eitthvað að gera við og dútla þér sjálfur og getur reddað þér aðeins meiri pening þá er Toyota 4Runner af eldri gerðinni rétti bíllinn fyrir þig. Þar færðu þó allaveganna bíl sem hægt er að nota meira en bara til að leika sér á. Fyrir sanngjarnan aur getur þú fengið góðan og mikið breyttan jeppa. En endilega þín vegna reyndu að hafa einhvern sem hefur eitthvað vit á þessu ef þú hefur það ekki sjálfur þannig að þú verðir ekki flengdur uppað hnakka í einhverjum viðskiptum.
Kv
Snake
06.12.2001 at 13:36 #457808Jamm, tek undir með Snake. Og þetta að láta flengja sig upp að hnakka er nýyrði….en góður…-:0)
kv
Jón
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.