Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvernig jeppa
This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 15 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.05.2009 at 22:08 #204336
Eftir að hafa lesið þennan vef spjaldanaá milli í alltof mörg ár hef ég komis af því hvernig jeppi er bestur.
.
Hef nefnilega tekið eftir því að jafnvel hörðustu td. TOYOTU kallar eru að skipta reglulega um TOYOTUR
sjáið þið Benna á Akureyri hann heldur alltaf að næsta TOYOTA verði skárri eða betri.
Sama er hægt að segja um marga aðra.
Svo eru aðrir sem eru alltaf að prófa nýjar tegundir
Held meira að segja að Óskar Erlings sé kominn með JEEP
Svo eru aðrir sem reyna að búa til jeppa úr Patrol Þá meina ég að setja vel í þá.
Svo er einn og einn Páfi sem heldur að Ford Virki
En eftir að hafa lesið vefinn virðist FORD vera dýrasti Jeppi í rekstri sem framleiddur hefur verið.
Held að þurfi menn á vöktum og bakvakt til að gera við þá.
Svo er það MMC Pajero konungur jeppana…..Svo ég er kominn á þá niðurstöðu að það sé lang best að eiga Lödu sport.
Það er minnst rætt um vesen Lödu sports á þessum vef.Næsti fyrirtækja forstjóra jeppi sem ég kaupi mér verður því gömul Lada sport.
Skál
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.05.2009 at 22:50 #646848
Það er gott að menn eru að vakna til lífsins hvað varðar bestu jeppana. Það er synd hvað menn hafa verið heilaþvegnir af þessu ameríska og japanska drasli í góðærinu og hafa haldið að af því að bíllinn er dýr þá sé hann góður. Staðreyndin er bara sú að það kemst enginn með tærnar þar sem Lada hefur hælana!
L UXURY
A UTO
D ON’T
A RGUELödukveðjur
ÁsgeirPs. Vill einhver góður maður selja mér Löduna sína:)
03.05.2009 at 00:46 #646850Málið er bara að "There is only one JEEP" þetta er bara ekki flóknara en það.
03.05.2009 at 00:50 #646852Það er bara svo flestir þessara jeppa eru nokkuð góðir það er bara einn hængur á það er þetta með bílstjórana þeir eru mis góðir eins og þeir eru margir. Sama ber mig og alla hinna, sem gleimum því það getur allt bilað vegna slæmra meðferð og við halsleisi ( Þetta er bara svona )
kv,,, MHN
03.05.2009 at 00:58 #646854Mæli eindregið með því að við aðdáendur lödu sport stofnum facebokk síðu eins og hinir jeep kallarnir.
Svona forstjórabíla á að halda í heiðri.Lada hefur fengið jákvæðustu og sanngjörnustu gagnrýni allra bíla á þessum vef í gegnum árin.
Ef einhver á Lödu sport þá er ég mjög spenntur að fá svoleiðis vagn.
Lada sport lengi lifi hipp hipp húrra.
03.05.2009 at 03:13 #646856En þú svaraðir spurningunni þinni strax í fyrsta svari.
PAJERO…konungur jeppanna.
Ekki flóknara.…Annars eru Lödurnar eðalvagnar
03.05.2009 at 03:16 #646858Magnað, Ladan hefur nefnilega alla gallana úr þessum tegundum sem þú nefnir.
Sjálfstæð fjöðrun að framan: Toyota
Algjörlega vélarvana: Patról
Eyðir skuggalega: Ford
Alltof lítil til að ferðast í: Jeep
Grindarlaus: PajeroKostur: ódýrt að kaupa sér sökum þess að enginn vill eiga þessi grey.
03.05.2009 at 09:34 #646860ég bjó á vestfjörðum fyrir nokkrum árum og átti sportara þá og þetta fór all flest en núna er maður sennilega farinn að gera of miklar kröfur sem verður til þess að maður fer að reyna jeppasmíðar sjálfur og tekur þá það góða úr mörgum jeppum og skellir því saman í einn og svo………… það á eftir að koma í ljós, strumpastrætó sem gott er að ganga um, dana 60 revors framan, 14 bolta gm aftan ætti að haldast óbrotið í einhvern tíma og þessu skal raðað á suburban grind, en svo skifti ég svo oft um skoðanir að vélamálin eru bara ekki komin endanlega á hreint en er með 455 buick í skúrnum en er að spá í að nota 401 amc sem gæti komið skemmtilega út en stundum er ég nú á því að ladan væri bara besta lausnin fyrir mig, amk kæmist hún inní bílskúrinn hjá mér
kv Gísli
03.05.2009 at 10:57 #646862það er alveg óþarfi að gera grín að Lödu Niva eða Lödu Sport eins og íslendingar kalla hana gjarna.
Ég man m.a. eftir svaðilförum í krapa og ógeði þar sem það tók 15 tíma að komast frá Frostastaðahálsi
í Hrauneyjar. Í þeirri ferð voru ýmis tæki sem þá þóttu töff fjallagræjur Chevrolet og GMC trukkar, Bronco og Patrol allir á 38 " og Lada sport á 33 ".Við skulum ekki taka dýpra í árinni en að Ladan varð sér síst til skammar í þessum félagsskap, og þá sjaldan þess þurfti var lítið mál að kippa henni upp, ólíkt hinu klettþunga dótinu.
Í þessari umfjöllun gleymist þó aðalbíllinn.
Er það ekki staðreynd að um leið og menn eru búnir að kaupa japanskan eða amerískan jeppa eða pallbíl þá fara menn með þá beinustu leið inn í skúr, eyða nokkrum millum og mörg hundruð vinnustundum í að breyta þeim í taddaradda- ta
Land Rover
eina jeppann sem er fæddur með fjöðrun.
03.05.2009 at 11:55 #646864Suzuki sem hefur nú staðið sig vel, oft lítið sem ekkert breyttur og oft gert lítið úr stærri og dýrari bílum. Það er nú fátt skemmtilegra en að fara hringi í kringum 10+ miljón króna eðalvagna á gamalli Súkku. Oft hefur verið hálfpartinn litið niður á Suzuki og Lada sagt að þetta væru varla bílar hvað þá jeppar en þeir standa sko vel fyrir sínu og ef ætti að bera saman verð og drifgetu þá er ekki spurning hvernig það færi.
Súkkueigandi
03.05.2009 at 12:00 #646866Merkilegt með þessa hræódýru eðaljeppa sem drífa allt, fljóta á öllu, sigla í vatni og krapa, Bila aldrei og eyða engu…..
Af hverju sjást þeir aldrei á fjöllum ? Nema þá kannski í dagsferð á Skjaldbreið ?
Benni
03.05.2009 at 13:15 #646868Benni hva átt þú FORD eða?
Mikið væri gaman að ná í Lödu Sport og keyra í kringum öll 5 tonnin 😉Lada SPORT óskast til að hringa FORD
03.05.2009 at 13:17 #646870Í tilfelli Lada sport þá sjást þeir sjaldan á fjöllum, vegna þess að þeir sjást sjaldan yfirleitt. Sárafáir eru ennþá til. Á meðan þeir voru til þóttu þeir einfaldlega ekki nógu fínir pappírar fyrir íslenskan aðal. Voru kallaðir freðmýramoskwitch og fleira í þeim dúr. Þeir fáu sem höfðu kjark til að láta sjá sig á þessum öreigadósum sátu undir stanslausri háðsskothríð. Var það tilviljun að Ragnar Reykás var látinn aka um á slíkum grip sem hann kallaði sinn fjallabíl ?
03.05.2009 at 13:34 #646872já þetta er alveg rétt Toyota LC er málið og alveg sama hversu marga maður á þeir klikka aldrei. Ég er reindar búinn að eiga sömu Toyotuna í 3 ár en líka búinn að versla nokkrar aðrar og breyta og selja og þar með snúa lífi nokkura til bjartari og betri vegar. Ég vinn hörðum höndum í því að koma mönnum á beinu brautina og hætta öllu rugli!
Ég hef reyndar ekki fengið þær til að fljóta á vatni enn sem komið er en spurning hvort maður útfærir næstu Toyotu svoleiðis?
Það er ekkert að marka Óskar E. hann var með flensu og óráð þegar hann verslaði síðasta jeppa!
03.05.2009 at 13:38 #646874Nú er kreppa og langflottast að keyra um á einhverju forljótu og eldgömlu.
Og vera langflottastur. Á einhver Lödu sem fer í gang handa mér ?
03.05.2009 at 13:51 #646876Ég verð að viðurkenna að ég sakna súkkunar sem ég átti.
Hringaði 44" econline á henni ekkert mál 😀
Og ódýr og hagstæð í rekstri (fyrir utan eyðslu).
Og fór einnig hraðar yfir en bíllinn sem ég er á í dag enda smá munur á bensín og disel 😉
03.05.2009 at 16:28 #646878Talandi um að Lödurnar sjáist aldrei á fjöllum. Þá fórum við vinur minn á sitthvorri Lödunni í 10 daga fjallaferð sumarið 2002 og spáðu allir því að við kæmum heim með rútu frá Akureyri. Það var nú aldeilis ekki svoleiðis, eina bilunin í mínum bíl var pústpakkning og svo fór þolinmóður úr löminni á húddinu á hinum (það hafði þó aðeins verið opnað einu sinni í ferðinni til að bæta á rúðupissið).
Hvar sem við komum og spurðum um færð eða aðstæður til að aka einhvert vorum við spurðir á hvernig bílum við værum og svöruðum við mjög stoltir að við værum á Lödum. Það brást ekki að svörin voru öll á sama veg : Þið verðið nú að vera á (stærri) jeppa til að komast þangað. Nema á Þórshöfn var okkur sagt að það væri boðið uppá ferðir út á Langanesið á Hummer, annars væri ekkert vit í að fara þangað á öðrum jeppum.
Við ákváðum þó alltaf að fara allavega eins langt og við kæmumst og snúa þá bara við. Við þurftum þó aldrei að snúa við!!!Bjarki, þér er velkomið að ganga til liðs við Sport-bílaklúbbinn, áhugamanna klúbb um heiður og varðveislu Lada Niva.
Kv.
Ásgeir
03.05.2009 at 19:49 #646880Jæja, þetta er nú umræða sem mér líkar. Átti á sínum tíma a.m.k. tvo, sem ég man eftir allavega (hef verið að uppgötva að ég man ekki eftir öllum bílum sem ég hef átt, líklega á nú ellin einhvern þátt í því…..hm). Lödurnar höfðu ýmsa kosti. Fjöðrunin er t.d. afar góð og það var í raun afskaplega gott að keyra þessa bíla. Vélin var raunar full lítil, þ.e. þessi 1.600 cc, en síðar voru þeir raunar komnir með 1.700 cc mótor og beina innspýtingu held ég. Þeir voru talsvert aflmeiri. Ástæða þess að hætt var að flytja þessa bíla inn var held ég eitthvert regluverk frá Brussell varðandi meira eða minna ímyndaða mengun. Það, sem ég fann helst að þessum bílum var, að lága drifið í þeim var ekki nógu lágt. Vafalaust hefði verið hægt að breyta því með einhverju móti. Einhverjar sögur hef ég heyrt um Volvo 1,8 mótora í þessum bílum, með Eaton gírkassa (minnir mig) og Dana-Spicer millikassa. Þá var nú stutt í að skipta þyrfti um hásingar. Ég veit ekki betur en þessi bíll sé ennþá framleiddur í Togliatti-verksmiðunum við Volgu. Reyndar eru Rússar að framleiða ýmsar gerðir af jeppum, suma með tæknibúnaði frá USA og víðar að. Sumir þeirra eru bara ansi laglegir. Uppáhalds rússinn minn var þó frambyggður UAZ 452. Afskaplega einfaldur að allri gerð og hönnun og útfærsla fjöðrunarbúnaðar alveg frábær. Ekkert tölvudót til að bila og það dugði að hafa með sér góðan skiptilykil og tvö skrúfjárn í ferðalög, þá var maður til í hvað sem var.
03.05.2009 at 20:00 #646882Já ég er td alveg á því að Lada sé mikið betri en Toyotan. Ég átti einu sinni Lödu Sport hún bara virkaði. Annað en þetta japanska dót. Alltaf bilað eins og sjá má í öllum umræðum hérna.
AFram rúskí
03.05.2009 at 20:32 #646884Átti reyndar aldrei svona bíl en keyrði þá talsvert hérna þegar þeir voru sem flestir hér á götunni. Ólsarinn talar um fjöðrunina, hún var sko alveg einstök, það var sama hvern andskotann maður bauð þessum bíl, fjöðrunin bara tók það og bíllinn fór alveg ótrúlega vel með mann enda var þessi fjöðrunarbúnaður hannaður af Ferdinand Porche. Krafturinn hefði mátt vera meiri en ótrúlegt þó hvað hægt var að ná út úr honum ef maður þorði að láta hann snúast. Flengdi svona bíl yfir Kjöl, Fjallabak og fleiri leiðir sem undanfari í ralli og aldrei sviku þeir en það var ekki frítt við að maður skilaði honum með nokkrum aukahestöflum sem maður tíndi upp á leiðinni með því að sóta kvikindið vel út á snúningnum. Stýrið var eins og í öðrum Lödum, þú þurftir ekki að fara í lyftingar ef þú áttir Lödu. Ófáar framrúður brotnuðu í þessum bílum þegar framsætinu var hent fram á við til að hleypa aftursætisfarþegum út úr bílnum vegna þess að hauspúðinn flaug fram í framrúðu ef ekki var varlega farið. Vissi til þess að margir gerðu far í framrúðuna utanfrá með einhverju oddhvössu svo að málið liti út fyrir að það hefði komið steinn í hana. Einni Lödu man ég eftir þar sem búið var að setja Fiat 1800 tvin cam í húddið, passaði að því að mig minnir beint á gírkassann enda margt skylt með Lödu og Fiat, svinvirkaði og meira en það, var svona svipað og þegar Gylfi Pústmann setti áttuna í Moskvitsinn forðum daga. Jæja, kannski ekki alveg en nálægt. En þetta eru svona minningar mínar í stórum dráttum um þessa bíla, væri alveg til í að eiga einn í dag svona sem sparibíl, helst með rússalyktinni og öllu. Mbk. Logi Már
04.05.2009 at 00:25 #646886Maður er nú bara farinn að halda að menn séu með óráði dýrka lödur
ps munið PAJERO konungur jeppana
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.