Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvernig Jeppa
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.05.2004 at 19:02 #194298
Sælt veri fólkið.
Ég er 19 ára og er að fara að kaupa minn firsta jeppa.
Ég get farið með c.a. 130.0000 til 140.000 í gripinn.
Ég hef verið að pæla mikið í vitöru á 35“ en hef heirt að hún sé alltaf að rífa gírhúsið sem er úr áli.
Síðan hef ég líka verið að pæla í jimny og fara í 35 með læsingum, hlutföllum og öllu.
Semsagt mig langar í ódýrann bíl sem kemst allt og eiðir engu
Vonast ég til að fá leiðbeiningar og ráðleggingar frá ykkur (fræknu fjallamenn)Kveðja KRISTMANN
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.05.2004 at 19:35 #500919
Gaman að þú ætlar að kaupa þér jeppa.
Jimny og Vitara eru alveg út úr myndinni fyrir þig, Jimnyinn færðu ekki undir hálfri milljón, hvorki breyttan né óbreyttann og vitara fyrir 140.000kall er væntanlega handónýt. Það væri því vænlegast hjá þér að lækka aðeins standardinn og kaup þér Fox, hvort sem er langann eða stuttann. Þeir eru skemmtilegir jeppar, komast slatta á 31", allt á 33" og eru ódýrir í rekstri og viðhaldi. Þetta eru einfaldir bílar og auðvelt að gera við. Fyrir þennan pening geturðu fengið vel breyttan Suzuki Fox í góðu ástandi.
Gangi þér vel
02.05.2004 at 19:41 #500923smá mistök =)
meinti 1300000-1400000
02.05.2004 at 20:39 #500928Sæll Kristmann
Ég er alveg sammála gislasv varðandi bílakaupin þín. Að vísu getur þú hugsanlega fengið þér vítöru/sidekick í þokkalegu ástandi en það er MUN erfiðara að finna…
Mæli með því ef þú getur, þó ólíklegt.Kveðja
Izeman
02.05.2004 at 20:46 #500933Jæja fífl getur maður nú verið.
Las ekki öll núllinn.
Mæli þá eiginlega með Jimny. Hann kemst alveg helling á 33" og allt á 35". Hann er léttur, ódýr og sterkur (miðað við þunga). Hægt að fá læsingar hlutföll og allann pakkann.Kveðja
Izeman
02.05.2004 at 20:47 #500937Þá horfir málið öðruvísi við. Ég mæli að sjálfsögðu með Jimny, það er sívaxandi áhugi fyrir þessum bílum. Kíktu í myndaalbúmið mitt, þar eru myndir af mínum.
Kíktu líka á http://www.breytir.is, þar eru myndir af eina 35" breytta Jimnyinum í heimi!kv.
Gísli.
02.05.2004 at 21:23 #500941
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
PERSONULEGA MYND EG MÆLA MEÐ TOYOTU HILUX, FINN FYRSTI BILL OG FYRRIR ÞENNAN PENING FENGIRU GÓÐAN FULLBREYTTAN BIL SEM AUÐVLT ER AÐ SELJA OG HELDUR VERÐI ÁGÆTLEGA ÞAÐ ER TIL FULLT AF VARAHLUTUM I ÞETTA EF UTI ÞÁ SÁLMA ER FARIÐ OG AUÐVELT AÐ GERA VIÐ ÞAÐ LITLA SEM BILAR GETUR VALIÐ UM NOKKRAR VELAR SEM ALLAR HAFA STAÐIÐ SIG ÁGÆTLEGA ÞÓTT SEXAN HAFI EYTT SOLDIÐ
02.05.2004 at 21:29 #500945Ég þakka góð ráð. þetta er einmitt það sem ég var að pæla jimny er á hásingum að framan og aftan og gormum allan hringinn og virðist sterkur þótt kúlurnar séu ekki stærri en handbolti =)
Aðal vandamál væri aflleisi en það má laga það, ég er búinn að tala helling við kallinn sem á og breitti Jimnyinum sem er á breiti.is.
Hann seigir að hann eiði ekki meira en 10-11 lítrum innanbæjar sem er gott fyrir skólastráka eins og mig.Núna er ég að vinna í að selja volvoinn minn sem er: s40
2,0 sjálfskiptur 98 ekinn 59000 gullmoli. Hann er metinn á rúma miljón en vill fá ekki minna en 950þús fyrir hann stgr.Ég er líka búinn að skoða síðuna hjá benna bennys4x4.com
og er Jimnyinn hanns geðveikur.
03.05.2004 at 12:35 #500949Hvernig er það ef að ég færi í toyotu fengi ég ekki einhvern 8-12 ára bíl, keirðan vel yfir 100 og haug slitinn.
Síðan eiðir líka þannig bensín bíll aldrei undir 16 lítrum og díesel með svaka þungaskatt.
þannig að reksturinn á svoleiðis bíl væri öruglega töluvert þungur fyrir skólastrák eins og mig.
eða hvað finnst ykkur??
03.05.2004 at 12:52 #500953Þetta fer náttúrulega allt eftir bílnum sem þú kaupir. Kannski lendirðu á einhverju galla eintaki sem er bilað alla daga ? Kannski ekki.
Í mínu tilfelli keypti ég 38" breyttan Toyota Doublecab fyrir ári síðan. Viðhaldið á þessu eina ári (25.þús km) hefur ekki verið mikið. Ein fjöður (Brotin með böðulskap).
Léttur, auðvelt að breyta og svo færðu toppþjónustu í umboðinu ef allt klikkar.
—
Hjörtur
03.05.2004 at 12:54 #500957
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er búinn að eiga nokkrar Toyotur í gegnum tíðina. Var Hilux og 4runner fan eða svo má segja. Þetta eru góðir bílar, bila lítið og er þá aðvelt að gera við, drífa heling eog eru alltaf bestir, svoleiðis er það bara.
Þú getur fengið Hilux, 95-96 árgerð, ekinn um 85-140 þúsund. Við erum að tala um fullbreyttan bíl fyrir 1,2 til 1,5 milljón. Oft sett eitthvað himinhátt á þetta, það er bara vera kaldur og bjóða það sem þér þykir sanngjarnt.
Fullbreytta, þá er ég að tala um: 38 dekk með breytingu, hlutföll, gorma, læstur að aftan, janvel að framan líka og eflaust eitthvað af tækjum með fyrir kannski 13-1400 kall.
Þyrfti ekki að hugsa mig um,þó sukurnar séu ágætar, þá eru þetta samt ekki bílar, littlir og þröngir, drífa ágætlega, en það er lágt undir þá.
Svona bíll eyðir jú meira en sukkur, en þú færð mikið skemmtilegri bíl. Bara spara gjöfina.
Svo er alltaf spurning, er sniðugt að vera reka jeppa með skóla, hann má kosta þetta og blbalab, má ekki eyða nema bara svona, hvað ætlarðu svo að gera ef það bilar eitthvað, eða kemur eitthvað uppá. Hvort sem það er stórt eða lítið. Ertu með fjárhagsáætlun sem stenst ef þú tekur þetta með inní??
Jónas
14.05.2004 at 22:27 #500962Sæll Kristmann
Þetta er nú allt athyglisvert. Ég er að mörgu leyti ósammála fyrri ræðumönnum. Verðið á Toyotum (hilux) er alveg svívirðilega hátt, sérstaklega ef þeir eru breyttir. Þar að auki eru þeir annaðhvort alveg kraftlausir (2,4 dísel) eða eyða mun meira en stór 8 cyl amerísk vél (3 lítra 6 cyl).
Hvort heldur sem er, þá ertu alltaf að spara pening með því að kaupa þér t.d. Suzuki Jimny á 33 – 35".
Jimny á 35" kemst meira en mjög margir bílar á 38" ef ekki flestir.
Þessir bílar eyða lítið sem ekki neitt og bila mjög lítið.
Nenni ekki að færa fleiri rök fyrir þessu núna því þetta segir sér eiginlega sjálft (þegar maður er í þinni stöðu), en mun gera það þegar svör berast inn…Kveðja
Izeman
14.05.2004 at 22:46 #500967Fyrir 1300Þ-1400Þ ert þú að fá góðan NISSAN PATROL 2,8 TURBO Dísel 38" sem er að fara með 12-17 lítra af Dísel—-
37-42 kr líter persónulega myndi ég velja Patrol
14.05.2004 at 23:58 #500973Humm…
Dísel virðist nú fara að verða óæskilegur kostur ef bíllinn eyðir meira en ca 12 hundraðið…
Þar að auki þá vill það nú gerast ef að Patrol svona gamall eins og Sll gefur til kynna þá bilar eitthvað frekar stórt (ef eitthvað bilar) það er annað en fyrrnefnd súkka…Kveðja
Izeman
16.05.2004 at 15:35 #500979Ef maður er ungur og vitlaus, fjölskyldulaus og svona, þá er málið að fá sér almennilegt leiktæki eins og Willys til dæmis.
16.05.2004 at 16:23 #500983Sælir félaga og kærar þakkir fyrir þessar góðu ábendingar.
ég er nú loksins búinn að selja volvoinn minn=)
og er nánast búinn að ákveða að fá mér jimny. Og verð ég að segja að Izeman sjái þetta í nákvæmlega sama ljósi og ég.
Ég er að pæla hvort maður á að drífa í þessu strax í sumar eða bíða þar til nær dregur næsta vetri.
Er jafnvel að pæla í að breita svona bíl fyrir 35 án hlutfalla en hafa hann á 33. Setja svo hlutföll og læsingar þegar nær dregur vetri.
Enn og aftur þakka ég góð viðbrögð.Kveðja Kristmann
16.05.2004 at 18:24 #500987fyrir þennan pening er hægt að fá gott eintak af 4runner á 33" 3 lítra túrbó dísel 120 hestöfl. Bilar mjög lítið og ódýrir varahlutir. Þú verður fljótt þreyttur á kraftleysinu sem súkkurnar bjóða uppá.
En ef þú ert ákveðinn í súkkumálunum þá mundi é ekki líta á neitt nema dísel súkkurnar en þær eru 115 hestöfl á móti 1.6 bensín sem er 96 hestöfl.Kv bjarni
30.05.2004 at 15:27 #500991Sælir félagar og vinir. Nú er allt að gerast og ég buinn að kaupa mér 99árg af suzuki jimny ekin aðeins 44000.
Þessi gripur er hvítur með spoyler og kastaragrind og buið að hækka um 4cm undir gorma að ég held. Kostaði þessi töffari ekki nema 650.000 sem ég tel vel sloppið. Ég er að pæla í að hækka hann fyrir 35 og þarf þá aðeins að hækka um 6cm á boddy og klippa úr og gera. síðan sé ég um dekk felgur og kanta sjálfur.
Veit einhver sirka hvað svona bodyhækkin og úrklipping gæti kostað? þá með öllum frágangi svo sem síkkun á stífum ofl.Kær kveðja: Kristmann
30.05.2004 at 17:20 #500995Það er nýlega búið að breyta einum Jimny fyrir 35" dekk, og það var gert hjá Breyti. Það voru lækkuð hlutföll í þeim bíl og ég held að hann hafi ekki verið hækkaður á boddy, bara á fjörunarbúnað og svo kliptur til. Best er fyrir þig að tala við Bigga í Breyti til að fá verðhugmyndir í þessa breytingu, en ég persónulega myndi reyna að losna við boddyhækkun. Eitt er það sem ég skil ekki er hvað fáum Jimny hefur verið breytt fyrir 33" eða 35" dekk, því þetta er kjörin efniviður til breytinga og mjög hagstæður jeppi til að nota daglega, rétt eins og gamli Foxinn.
Hlynur
31.05.2004 at 20:26 #500999Til hamingju með þetta!
Þú munt örugglega ekki sjá eftir þessum kaupum.Þekki nú ekki verðið á þessari breytingu en með réttum upplýsingum þá getur þú gert margt, ef ekki allt sjálfur ,fyrir ekki svo mikinn pening.
Kveðja
Izeman
31.05.2004 at 21:01 #501005Sælir félagar, ég verð nú bara að segja eins og er að ég er reyndar forfallinn hilux aðdánandi, ég er á hilux 38" breyttum og ég hef verið að þvælast með, vitöru á 35" og svona jimmy, sem reyndar var nú ekki nema á 33" örugglega.
Þessir bílar höfðu ekkert í hiluxana að gera.
Ég líka myndi persónlegu þegar í þessu sporti að vera að hugsa um einhverja eyðslu, það er miklu milljón sinnum skemmtilegra að hafa einhvern kraft í húddinu.
Enn mér reyndar finnst sjálfum fínnt að keyra þessa bíla og annað, í slyddu, enn myndi ekki nenna að fara í ferðir á þessu og lenda í miklu púðri.
Enn ég óska þér samt til hamingju með nýja bílinn og vona að hann reynist vel.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.