Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvernig gps-tæki?
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 18 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.07.2006 at 22:49 #198288
Sælir félagar
Ég var að fá aðgang að þessum þræði furir u.þ.bil 10 mín. en ég hef fylgst með honum í 2 ár.
Ég var að spá hvernig GPS-tæki væri best að fá sér?
Kv. Gunnar Smári -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.07.2006 at 23:08 #556872
Sæll, ég er að spá í þessu sama og þú er svona næstum búinn að ákveða að kaupa Garmin 276C frekar enn Garmin 192. Það væri gaman að heyra frá einhverjum með reynslu af þessum tækjum.
Eða uppástungum um önnur tæki.
Kveðja
Óskar
26.07.2006 at 23:23 #556874Sæll og vertu bara velkominn á spjallið!
Ef þú ert að spá í tæki til að nota í jeppan á fjöll þá færi ég í 192c tækið, einig má skoða nýja Nuvi 350 hef ekki séð það nema bara á mynd og veit ekkert um það. En þú ert allavega í góðum málum með 192c ég sjálfur er með 182c sem er í raun sama og 192c og það hefur bæði bjartari og stærri skjá en 276
26.07.2006 at 23:30 #556876Þetta sem þið eruð að ítreka er einmitt það sem ég hef verið í vandræðum með? annaðhvort 276c eða 192.
Ps. það er ekki ég sem er að fara að kaupa heldur pabbi minn, ég er bara 13 ára.Með þökk
Gunnar Smári
26.07.2006 at 23:35 #556878Vilt þú stóran bjartan skjá ?
eða vilt þú vegleiðsögu sem nýtist í þéttbíli?
27.07.2006 at 00:02 #556880Sæll
Ég mundi skoða alvarlega að vera með tæki með góðum skjá. Ég er með 192c og það sést svakalega vel á skjáinn hvort sem það er mikil birta eða lítil birta úti. Ég hef líka reynslu af tæki sem er ekki með litaskjá, minnir að það hafi verið 172 tæki og það sást lítið á skjáinn þegar mjög bjart var úti.
Ég er mjög sáttur við 192c tækið, það tekur 3000 punkta 50 leiðir og einhvern slatta í track.
27.07.2006 at 07:51 #556882ég sá hjá Rikka um daginn tæki sem mér langaði í en það var street pilot með snertiskjá, minnir að það hafi heitið 300 eðe350 einhvað. Rikki ætlaði að prufa það til að sjá hvort það væri nothæft í jeppa á fjöllum. Það er reyndar með lélegu minni þannig að það var ekki hægt að geyma mikið af trökkum í því en spurning hvort væri hægt að tengja það við annað tæki sem geymdi trökk og fleira eins og við höfum verið að nota tölvurnar í. Hvað segir Rikki um þetta eða ÓE á ég eða á ég ekki. Plúsinn sem ég sá við þetta var að það var með snertiskjá og svo var mér sagt að röddin væri soldið sexy í þessu tæki ?
27.07.2006 at 09:04 #556884Ég er með svona 276C tæki og mjög sáttur með notkunarbreiddina í því. Götu-navigation í þéttbýli (sem víðar), marine-mode ef maður vill svoleiðis, USB-tengi (ekki serial…), handloftnet og batterí eru kostirnir. Batteríið er ekkert sem endist í einhverjar massagönguferðir en nóg til að láta það ganga við tölvuna inni meðan maður er að sækja/senda gögn. Ég er með rafmagnstengi og alvöru loftnet við svo það er ekki stórt vandamál að batteríið endist stutt (5klst?). Mínusarnir eru auðvitað stærðin (eða lack there of) á skjánum en það má vinna á móti því með tölvutengingu en smæðin hefur ekki angrað mig ennþá. Speglun og birta er etv meira vandamál og oft þarf að snúa tækinu örlítið á festingunni.
Það geymir líka 10.000 punkta í track log og 3.000 waypoints sem er allt í lagi og dugar ef maður kemst í að tappa af inn á tölvu annað slagið (eða alltaf…).Kannski algert aukaatriði en fyrst þetta er "hand-hæft-tæki" þá er það tryggt af innbústryggingum en ekki tryggingu ökutækisins eða öðrum sérstökum tryggingum á lausafé bifreiðarinnar (hjá VÍS, önnur tryggingafélög gætu haft aðra sögu að segja).
27.07.2006 at 11:09 #556886
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef aðeins fiktað í nuvi 350 tæki þegar ég var að aðstoða félaga minn að koma kortum inn á tækið hanns. Þetta eru ansi sniðug tæki sem eru mp3 spilari líka og hægt er að setja mynniskortið úr myndavélinni í tækið og skoða myndirnar (ef kortið er af réttri gerð). Tækið er mjög notendavænt og er snertiskjárinn stór hluti af því. Mér sýnist þetta vera láglendistæki til nota í byggð til að rata eftir gatnakerfi á korti og frábært sem slíkt. Tækið ætti að geta leiðbeint eftir slóðum sem eru á íslanskortinu sem fæst í þessi tæki. Eitthvað fannst mér vannta upp á að þetta henntaði almennilega í óbyggðaferðir en flott í byggð.
Ég vil taka undir með honum Tryggva hér fyrir ofan, 276c er tækið sem fólk ætti að velja sér ef það sættir sig við stærðina á skjánum. Þeir sem ætla að tengja tækið við kortaforrit sem eingöngu hefur Serial tengingu (ekki USB) gætu lennt í vandræðum, fyrst einöngu er USB tenging á tækinu.
Ég er sjálfur með 172c og 60cx í bílnum og það sést mjög vel á 172c tækið í mikilli birtu, þá er skjárinn á 60cx tækinu er orðin nokkuð dökkur. Skjárinn á 172c er mjög góður þó svo aðrir skjáir kunni að vera enn betri við viss skilyrði.
Kostirnir sem 172c hefur fram yfir 192c .í mínu tilfelli eru:
– 172c tækið hefur track-mynni sem er fjófalt stærra í 192c tækinu (10.000pt).
– Stærðin á tækinu passaði betur.
– Verðið var mun betra.ÓE
27.07.2006 at 11:22 #556888Ég náttúrulega bara bulla eins og ég veit ekki hvað… Það er líka hægt að tengja 276C yfir serial með [url=http://shop.garmin.com/accessory.jsp?sku=010%2D10514%2D00:torpuovz]öðrum kapli[/url:torpuovz] hann fylgir ekki með. Svo má örugglega redda sér á [url=http://tolvulistinn.is/goto.asp?go=product&code=82bbbe9df5b4b8363e1de1f72f73e48156dc90d01fe03d1afd7ba5780ee93af8&level=2&top=%EDhlutir&s=usb/fire/blue&hilite=87744:torpuovz]USB-to-RS232[/url:torpuovz] (sem eru þó frekar leiðinleg tæki, mæli ekki með þeim).
Kannski smá útúrdúr en hvernig eru menn að stilla track hjá sér? á ákveðinn metrafjölda eða tíma?
27.07.2006 at 13:49 #556890Sæll Mr.T
Til dæmis:
Þú ferð í Edit – new track – og velur þar filter þá færð þú möguleika til að leika þér með.
Ef þú ert með track fyrir sem þú vilt laga þá hægri smellir þú á trackið og velur track properties og ferð það í filter…
27.07.2006 at 13:57 #556892Mr B.
Jú vissulega en var nú að spá í hvað nýttist manni best. Mér finnst "lógíst" að taka á X metra bili (t.d. 5,10,15…) en fór svo að spá í að kannski vill maður fá þéttari punkta þegar maður fer hægar yfir (þá er oftast eitthvað "sniðugt" að gerast).
Kannski er þetta algerlega óþörf pæling ef maður er að tracka beint inn á tölvu en á tækinu sjálfu getur maður stillt distance eða tíma og þá metra/sek millibil. Ég er reyndar búinn að finna tölvugarminn í þetta en á enn eftir að finna henni pláss í bílgarminum.Kv
Mr. T
27.07.2006 at 14:19 #556894Hef notað 192c með mjög góðum árangri og þetta er alveg frábært tæki og það er gott að sjá á skjáinn.
27.07.2006 at 15:00 #556896
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Á gömlu 126 og 128 tækjunum sem gátu vistað mjög fáa track-punkta eða um 1200 (engin fartölva), fannst mér koma ágætlega út að hafa stillt á 35 – 45 sek. á milli punkta. Ef maður síðan vildi ferla nákvæmar ók maður bara hægar eða stoppaði alveg í 20-30 sek. og tækið "negldi" niður punkt.
ÓE
27.07.2006 at 15:42 #556898Tryggvi – ég fór þá leið að hafa lappann á borði aftur í (er bara með fjóra stóla í bílnum) og snertiskjá í loftinu framí til að stýra honum. Svo er ég reyndar með lyklaborð ofan á mælaborðinu kóaramegin ef eitthvað þarf að lemja inn (hvort sem það er skáldsaga eða staðarnafn sem á að stefna á).
Kosturinn við þetta fannst mér að losna við tölvuna úr mælaborðinu, enda var hún bæði fyrir og einnig hættuskapandi þar.
Og svona snertiskjáir eru ekkert fáránlega dýrir í dag…
EE.
27.07.2006 at 17:43 #556900Verð á GPSMAP 478 – 1,285 $ og Gpsmap 492 – 943 $
http://www.garmin.com/marine/compare.jsp
http://www.garmin.com/marine/products.h … rtplotters
28.07.2006 at 13:15 #556902Hvernig er það á ekkert að fara að setja inn myndir svona þegar allt er að verða klárt? Væri gaman að sjá árangur allrar vinnunnar (sem er mjög vel skjöluð í myndasafninu hans Lilla…).
Kv
Mr T.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.