Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvernig fór Götubílaflokkurinn ??
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Freyr Jónsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.07.2006 at 22:32 #198258
Veit einhver hérna hvernig Dabba Dekkjakóng gekk á Cherokee-inum sínum í torfærunni á Hellu ??
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.07.2006 at 22:55 #556518
Sæll Wrangler
Dekkjakóngurinn stóð sig mjög vel og var klúbbnum til sóma eins og allir hinir.
Ég er nú ekki með sætið hans á hreinu þeir voru nú bara fimm.
kv gundur
16.07.2006 at 23:30 #556520var að koma í bæinn áðan, þetta var alveg mergjuð veisla, fullt af gaman báða dagana en hætt var við sandspyrnuna í dag sem hefði verið gaman að sjá.
flokkurinn okkar var flottur, ég lenti í fjórða eða fimmta sæti,,, náði ekki dollu…. vantaði bara tvo sílendra….
Steingrímur Bjarnason var í fyrsta á willys,
Páll Pálson var í öðru sæti á willys,
Hrólfur Árni Borgarsson var í þriðja sæti á willys,
svo var ég og Ásgeir Jamil Allansson sem var flottur á Toyotu Landcruser 33" í neðstu tveim.Veðrið var ekki uppá marga fiska, hellirigning var en alhörðustu þraukuðu alla keppnina þrátt fyrir kulda og rok….
Held að fólk hafi gaman að sjá svona venjulega jeppa við hlið ofurbílana…. þá sést hversu öflugir þeir eru….
Gaman var að spjalla við útlendingana,,, mikið gekk á eftir fyrri daginn, brotin drif, millikassar, öxlar og heilu sjálfskiptiuppgerðir voru um nóttina en allir lögðust á eitt til að gera keppni daginn eftir skemmtilegri og eiga Ljónstaðir heiður skilið fyrir að redda varahlutum fyrir bæði útlendingana og okkur íslendingana….
frábær helgi, verð að mæta bara með tvo cyl. meir næst eða turbo…. hehehhe.
kveðja,
Davíð Torfærukall……
17.07.2006 at 07:15 #556522
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
davíð, það sem ég held að hafi aðalega þurft hjá þér voru stífari gormar, hann fjaðraði bara of mikið hjá þér og var hann alltaf að spyrna sér upp og misstir þú því alltaf allt grip á smá hæðum og hafðir því enga ferð og ekkert til að koma þér upp brekkurnar 😉
17.07.2006 at 13:34 #556524svo var ég í lága drifinu því ég hafði ekki afl í háa, en þegar ég var kominn upp í brekkurnar skipti hann sér ekki niður þótt ég var í botni… þarf að skoða pikkið fyrir skiptinguna þarf örugglega að stilla það….
kv.
Davíð Torfærukall
17.07.2006 at 15:18 #556526Í samb. við skiptinguna hjá þér þá ættirðu að ath hvort sjálfskiptitölvan fái straum. Þetta hefur komið upp hjá mér og þá var það sambandsleysi í öryggjaboxinu hægra megin í húddinu. Þar er 10 amp. öryggi sem fæðir tölvuna (hún er staðsett bak við neðsta hluta mælaborðsins undir hanskahólfinu).
Freyr
17.07.2006 at 18:48 #556528Takk fyrir það Freyr, ég kíki á strauminn fyrir sjálfskiptitölvuna… hann nefnilega var ekki svona…
hefði verið gaman að geta fengið meiri snúning á vélina þar sem hún er ekkert að gera neitt mikið á lágum snúning…kv.
Davíð Dekkjakall/torfærukall
18.07.2006 at 11:55 #556530Þegar þetta kom upp hjá mér þá skipti hann sér s.s. ekkert, tók af stað í 3. og var þar hvort sem ég setti stöngina í 3 eða D en ef ég setti hana í 1-2 þá var hann bara í 2. gír.
Reyndar var ég að sjá að þú ert með ’88 módel en sá sem lét svona hjá mér var ’91, s.s. H.O. vél og öðruvísi rafkerfi.
Freyr
18.07.2006 at 13:42 #556532Mér finnst liklegast að Þetta sé þekkt hugbúnaðarvandamáll í skiptingunni, hún hangir í lockupinu í 2 gír þangað til þú stígur á bremsuna eða sleppir inngjöfinni sem þíðir að þegar hún skiptir sé loks niður í 1. gír er það of seint því þar er ekkert lockup og stökkið því of mikið. Til að leysa þetta er einfaldast að tylla bara aðeins á bremsuna þegar manni vantar gírinn þá losnar lockupið og þú færð alveg ein gír á milli 2. og 1.
Það er líka hægt að setja handvirkan rofa á bremsuljósin og ýta á hann þegar bíllin fer að þyngjast í 2 öðrum. Takkinn er kannski betri því það er mjög erfitt fyrir sálartetrið að stíga á bremsuna þegar bíllin er að andast upp þunga brekku. Gamli bíllin þinn Freyr sem þú keyptir af Kidda hreins var með svona takka.
Guðmundur
18.07.2006 at 19:24 #556534takk fyrir þetta, mjög líklegt er að þetta sé að hjá mér, en þar sem æsingurinn var mikill á hellu steig maður ekki á bremsuna,,,
ætla kíkja á þetta.
takk,
Davíð Torfærukall
18.07.2006 at 23:06 #556536Ef til vill ert þú að miskilja mig aðeins davíð. Skiptingin eða talfan er ekki biluð, þetta var bara ekki betra en þetta á þessum árum.
gummij
19.07.2006 at 14:57 #556538hún er eitthvað slow miðaðvið vanalega, þar af leiðandi er hún biluð því hún var ekki svona lengi að pikka sig niður.
ég á eftir að skoða þetta,.
Davíð Torfærukall
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.