Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Hvernig finnst þér vefurinn?
This topic contains 22 replies, has 10 voices, and was last updated by Pétur Friðrik Þórðarson 9 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.06.2015 at 19:00 #780044
Sæl.
Nú er búið að vinna mikið í vefnum við að einfalda hann og gera hann hraðvirkari. Myndasíðan var endursmíðuð og spjallið hreinsað. Spurning hvað finnst ykkur um vefinn endilega komið með kommennt hvort sem þið eruð ánægð eða ekki.
Eina hafið þetta á íslensku svo ég skilji það ég er enginn tölvusérfræðingur, vill bara að vefurinn virki og sé notendavænn.
Kv.
Sveinbjörn Halldórsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.06.2015 at 21:10 #780052
Ég held að mestu framfarirnar séu hreinlega þær að maður geti yfir höfuð svarað einhverju á spjallinu hérna.
Það getur þá bara vel verið að ég kíki aftur á vefinn.
Uppsetningin á spjallinu er samt sorp og algjörlega vonlaust að nota það eða reyna að finna nokkurn skapaðan hlut.
Það verður samt að segjast að það finnst alveg hvað vefurinn er snarpari og léttari í keyrslu.
02.06.2015 at 22:27 #780057Sæl.
Guðni Þór takk fyrir svarið.
Mig langar svoldið að heyra hvernig hægt væri að bæta það sem lélegt er, ef hægt væri væri gaman að fá smá hugmynd frá þér um hvernig gott væri að setja spjallið þá upp. Núna á að fara fram lagfæringar á spjallinu þar sem vefurinn er kominn með þann hraða sem hann á að vera með og búið að hreynsa út alla bögga sem við vissum um.
Spjallinu verður ekki breytt en sennilega tekið til í því og það gert auðveldara í notkun.
Persónulega finnst mér leiðinlegt að stofna nýjan spjallþráð og vill reyna að auðvelda þá leið.
Ef þið hafið hugmynd eða eitthvað sem ykkur finnst þúrfa að bæta endileg akomið með kommennt á það.
Kv.
Sveinbjörn Halldórsson
03.06.2015 at 08:09 #780058Það mætti enn bæta myndasíðuna, það er ekki enn hægt að bæta myndum við albúm eða eyða úr albúmum þannig að auðvelt sé. Maður þarf að búa til nýtt albúm í hvert skipti.
03.06.2015 at 09:40 #780059Sæll Jón.
Þatta er hægt en er falið svo enginn finni. Svona tenglar eiga að sjálfsögðu að vera efst á síðunni. Neðst á síðunni eru skipanir eins og sést á viðhenginu. Þarft að sjálfsögðu að vera innskráður eins og þú veist.
Smella á „Breita“ og þá er leiðin skýr. Ég reyndi ekki hvort hægt væri að eyða mynd en það var hægt fyrr.
Kv. SBS.
04.06.2015 at 20:18 #780069http://www.jeppaspjall.is/index.php
þessi tvö eru mjög þægileg og stæðsti kosturinn er sá að á annari þeirra ertu með valmöguleikann að sjá eingöngu nýja pósta sem þú ert ekki búinn að sjá.
Á hinni getur þú flett nokkrar síður eingöngu með nýjustu póstunum.
þarna þarftu ekki að fara inn í hvern einasta flokk til að sjá hvort eitthvað nýtt sé í boði, allt þetta nýja er bara þarna og þarf ekki að leita að því.
Ekki vera með stóra reiti fyrir hvern þráð því þá rúmast fáir þræðir á hverri síðu og hundleiðinlegt að skrolla niður ásamt þvi að við hvern þráð virðist vera hellingur af upplýsingum sem mann vantar ekkert að vita svo það verður einhvernvegin bara pirrandi að skrolla yfir þetta.
Þessi listi getur verið endalaus og það á ekkert að þurfa að lista hann upp.
Nóg er bara að horfa á spjallið og reyna að rifja upp einhverja aðra spjallsíðu sem er eins óaðgengileg og þessi og í svipin þá man ég ekki eftir neinni síðu.
Mér fannst alveg frábær setning sem einhver sagði á jeppaspjallinu í tengslum við þetta spjall en hann sagði „Heimasíður eru eins og brandarar, ef það þarf að útskýra hann þá er hann ekki góður“
05.06.2015 at 01:09 #780070Góðan daginn,
ég trúi ekki að þið væntið viðbragða, um daginn var verið að reyna að gera góða síðu en eitthvað fór úrskeiðis og þeir fáu sem eftir voru hér á þessari síðu nentu þessu ekki meir og fóru. Alla vega einhverjir þeirra. Þá var uppi á spjallinu þráður um ýmislegt sem betur mætti fara. Af hverju er ekki tekið mið af því, þar voru margar úrbætur viðraðar sem ekki hafa skilað sér !!Þar nefdi ég t.d. að ef fyrirsögn á auglýsingu eða spjalli er það löng að rúmist ekki í einni línu. Þá áttaði maður sig ekki á alltaf hvað var verið að auglísa eða spjalla um og varð þá að opna auglýsinguna til að vita hvað stóð í fyrirsögninni. Áður var nóg að halda bendinum yfir fyrirsögninni þá byrtist öll fyrisögnin og maður sá hvort einhver áhugi var fyrir viðkomandi þráð eða ekki, og fyrisögnin hvarf svo þegar maður færði bendinn eitthvað annað. Sparaði manni þann tíma að vera kannski að opna eitthvað sem var svo eitthvað ómerkilegt drasl.
Einnig nefndi ég þá hvursu asnalegt það væri að ef maður stofnar auglýsingu eða spjall þá hvarf sá möguleiki að breyta þræðinum eftir að maður hafði breytt honum eða leiðrétt hann eftir 3 – 4 skipti. Það hefur bara versnað ég setti hér inn á spjallið nýlega þráð sem ég svo sá strax að í var villa sem ég breytti. Hvarf þá möguleikinn til frekari breytinga !! Sem ég nauðsinlega hefði þurft.
Nei maður hefur ekki endalausan skilning og strax í framhaldi af því umburðalyndi gagnvart svona og svo mörgu öðru í sambandi við þassa blessuðu síðu.Kveðja Hjörtur og JAKINN
Bíðum nú við nú er ég búinn að breyta þessu innleggi mínu 6 sinnum og get enn breytt því
Það er þá búið að að laga það
05.06.2015 at 16:33 #780074Sæl.
Hjörtur og Guðni takk kærlega fyrir innlegginn ykkar.
Þið verðið að afsaka en ég hef ekki verið að fylgjast með gömlum þráðum vegna vefsins því ég var að vona að það væri búið að fara yfir þau mál.
Margt hefur breyst og það til batnaðar á vefnum en margt má lagast. Næsta skref verður að lagfæra spjallið. Gera það einfaldara í notkun, stitta ferlið við að útbúa nýjan spjallþráð og fl. Við komum til með að lagfæra hluti en ekki skipta út. Þetta umhverfi verður eins og það er en að sjálfsögðu eitthvað lagfært. Allt fer þetta eftir kostnaði og fl. Netheimar sem sjá um vinnuna við vefinn eru búnir að vinna rosalega mikið í vefnum bæði hvað varðar hraða, uppsetningar og myndasíðu. Allt flott unnið og fagmannlega. Ef spjallið verður jafn flott og myndasíðan þá verður þetta glæsilegt. Við munum skoða þessi tilmæli og vona að hægt verði að kippa þessu í liðinn.
Kv.
Sveinbjörn
07.06.2015 at 00:49 #780094Góðan daginn,
hvernig væri að gera bara góðan vef sem ALLIR eru ánægðir, þó það kosti miljóninni meira eða tveim og málið steindautt svo dautt að myndi vekja furðu og menn myndu flykkjast á vef F4x4.En það er annað sem ég var að taka eftir í myndaalbúminu………….. Það virðist ekki vera gert ráð fyrir að menn skrifi neitt við myndirnar. Hvað sé verið að gera, hvað fjallið heitir eða neitt. Ef rétt er þá er það KLÚÐUR
Kveðja Hjörtur og JAKINN
07.06.2015 at 16:34 #780095Sæl.
Það er nýlega búið að taka myndaalbúmið í gegn og lagfæra það. Við lagfæringuna datt út valmöguleikinn að skrifa við myndina en að sjálfsögðu skoðum við það ef það er það sem menn vilja. Þetta myndaalbúm styður ekki skif um myndir en auðvita skoðum við það. En fyrst verður farið í að laga spjallþræðina, setja myndaflettingu á forsíðu , laga nefndarsíður og deildarsíður. Þetta eru markmið sem við settum okkur og þurfa að klárast fyrir næsta haust. En ef menn hafa hugmyndir þá er mjög gott að fá ær frá ykkur.
Stundum líka um það sem er gott, það lagar móralin hjá þeim sem eru að vinna í vefmálunum
Sveinbjörn
10.06.2015 at 14:44 #780129Hef kannski ekki miklar skoðanir á hvernig vefurinn er, held að hann sé ágætur og hef ekkert undan honum að kvarta.
En það er eitt sem ég tek eftir þegar ég fer á þennan vef sem er annað en hjá flestum öðrum og það er hve síðan er lengi að loadast hjá mér (hvort sem ég er heima eða í vinnunni). Getur verið að hraði hjá þjónustuaðila sé ekki nægjanlegur?
Ef maður er fjótur að browsa á milli þá skiptir minna máli þó maður þurfi að leita en hraðinn (eða skortur á honum) veldur því að ég nenni oft ekki að kíkja hér inn.
Hvort vandamálið sé hjá mér og mínum vinnustað eða þjónustuaðila vefsins veit ég ekki en munurinn við aðra vefi er töluverður.
20.06.2015 at 21:50 #780351Frekar leiðinlegur og nenni almennt ekki lengur á þessa síðu.
20.06.2015 at 23:49 #780352Held því miður að þessi síða sé bara búin, spjallið og auglýsingarnar, búið!
Flott að hafa síðu með öllu þessu helsta. Upplýsingum og öðru tengdu klúbbnum. En myndaalbúm, spjall og auglýsingar. Þarna eru menn að eltast við eitthvað sem nær sér ekki á strik og væri nær að eyða fjármunum klúbbsins í eitthvað annað en nýja og nýja vefsíðu eða endurbætur. Leikurinn er tapaður búin að vera í helvíti mörg ár. Það er alltaf verið að reyna finna gamla tíma sem koma ekki aftur.
Sá tími er liðinn og tíminn hefur breyst ansi mikið!!
kv,
22.06.2015 at 22:17 #780358Sæll Kristján.
Þakka þér fyrir póstinn. Þetta er nokkuð rétt hjá þér. Við höfum átt í basli með þessi vefsíðu-börn okkar. Þau hafa verið misjöfn. Örfá góð, önnur sæmileg og svo léleg. Öll hafa þau yfirgefið heimaslóðir. Nú er örverpið loksins fætt og ekki gengur að yfirgefa það eða að gefast upp við þroska þess. Oft er að það sem síðast fæðist verður mesta hörkutólið þegar fram í sækir. 😉
Þetta tekur langan tíma og þarf mikla þolinmæði. Ég verð að viðurkenna að stundum er ég komin á fremsta hlunn og nánast að gefast upp á þessu. Sem dæmi þá fóru hjá mér upp undir 30 tímar í síðustu viku í vinnu fyrir klúbbinn við að útbúa talningu á gestum og heimsóknum á allar síður vefsíðunnar. Svo eru margir sem leggja mun meiri vinnu á sig og erfiðari en ég geri.
Mér þætti nú vænt um að menn væru dálítið líflegri hér en er og tækju þátt í spjalli og settu inn auglýsingar. Auglýsingar eru töluvert skoðaðar samkvæmt talningu og spjallið líka. Hér er pláss fyrir alla.
Deildar, nefndar og skálasíður eru ónothæfar og steindauðar í talningunni. Það er fædd hugmynd af þeim og þarf að vinna. Ætti að vísu að vera fyrir löngu komið. Landsbyggðin er alveg að sniðganga síðuna sem skiljanlegt er. Mesta virknin er hjá Suðurnesjadeild síðan Vesturlandsdeild og svo Eyjafjarðardeild.
Kv. SBS. Vefnefnd.
03.07.2015 at 15:24 #780417Það virðist að þegar umræða er ekki lengur nýjust í sínum flokki eða hverfi úr yfirlitinu „Nýjustu umræður“ á forsíðunni verði hún óaðgengileg sbr. nýstofnaðan þráð minn þar um.
03.07.2015 at 16:46 #780423Það er ekki enn hægt að eyða myndaalbúmum og það er of auðvelt að villast ef maður ætlar að bæta inn í albúm en ekki stofna nýtt.
26.07.2015 at 10:58 #915580Og nú er ekki einu sinni hægt að hlaða myndum inn!
26.07.2015 at 11:48 #915618Sæll Jón.
Hvað er að stoppa þig í innsetningu mynda? Ég var að setja inn prufu og virtist það ganga þótt ég hafa ekki vistað möppuna. Ég veit að það er ekki hægt núna að draga myndir úr möppum og inn á „Hlaða inn myndum“ en það er hægt að smella á „VELDU SKRÁR“ og sækja þær þannig.
Kv. SBS.
26.07.2015 at 13:34 #915713Núna gengur að setja myndirnar inn en albúmið birtist ekki…
26.07.2015 at 13:50 #915717Sæll Jón.
Þetta er komið. 😉 Það þarf að fara í gegnum Myndasíðuna. Svona böggar ganga ekki.
Kv. SBS.
31.07.2015 at 08:41 #920759Nú er röðunin á umræðuþráðunum alveg í steik, ég setti inn tvö innlegg í eldri þræði og þeir koma bara einhversstaðar inn í miðja umræðuna en ekki neðst!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.