This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.10.2003 at 15:47 #193092
AnonymousÉg er kominn með firðing…
Verð eiginlega að fara að prufa bílinn í snjó!! Þar sem að spáin fyrir helgina er svona allt í lagi…vantar mig smá upplýsingar!
Veit einhver hvernig jöklarnir hérna nær suðvesturhorninu eru?? Hef heyrt að Langjökull sé ekki sniðugur, þunnt snjólag yfir stórum sprungum. En hvernig er með Mýrdalsjökul eða jafnvel Snæfellsjökull.
kv. Stefán.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.10.2003 at 18:12 #479420
Fór upp að Snæfellsjökli s.l. Laugardag og það var ekki fögur sjón. Engin snjór á jökulhálsinum og engin snjór á jöklinum sjálfum, bara glansandi svell og sprungur.
Jökullinn hefur hopað og það sem kemur undan honum er stórgrýti. Komst ekki að honum að norðanverðu eins og venjulega, en að austanverðu hefði ég sennilega komist að honum en þar var hann svo sprunginn að ég reyndi ekki við hann. En þetta var á síðasta laugardag og það hefur eitthvað snjóað síðan. vona að þetta hjálpi eitthvað.
Kveðja Halli.
E-1339
30.10.2003 at 19:44 #479422
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já takk kærleg.
Ég heyrði álíka sögu af Mýrdalsjökli og Langjökli. Svo ætli maður verði ekki bara inní skúr að bóna um helgina.
Stefán.
30.10.2003 at 23:38 #479424Sæll,
Ég var að koma ofan af Langjökli. Ég ræð fólki algerlega frá því að reyna að fara á hann. Ég fór á vélsleða upp hjá Jaka (Húsafellsmegin), og keyrði hann norð-austur með viðkomu í Þursaborgum. Jökullinn við Jaka er MJÖG varhugaverður núna. Nokkur fjúksnjór er á honum sem rétt hylur sprungurnar og eru þær opið hyldýi, bæði djúpar og breiðar. Nokkur kúnst er að þræða jökulinn upp og helzt þarf að hafa augu í hnakkanum. Við Þursaborgir er svæðið ekkert til að hrópa húrra yfir. Opin sprungusvæði í austri og flatinn í vestri er ber klaki.
Með von um góðan vetur og mikið frelsi,
Björn O
31.10.2003 at 00:44 #479426Sæll Manitou,
Þú ert kaldur að fara þetta á vélsleða. Ég myndi nú frekar vilja vera á jeppa heldur en sleða þarna núna. Það er allavega hægt að vera í bílbelti.
kv,
heijo
31.10.2003 at 06:56 #479428Allt er breytingum háð. Nú er farið að tala um Þursaborgir (flt) en þegar ég man fyrst eftir (fyrir laaaangalöngu) var bara talað um Þursaborg í eintölu. Förum við þá ekki að tala um Péturhornin, Hyrningana, Fjallkirkjunar og svo framvegis? Er þetta kannski bara hluti af almennri gengislækkun orðanna?
kv.
ólsarinn
31.10.2003 at 06:58 #479430Ég hefði betur prófarkalesið þetta áður en ég sendi þetta af stað og lagað ritvillurnar. Þarna átti að sjálfsögðu að standa Péturshornin, Fjallkirkjurnar ……..
31.10.2003 at 09:31 #479432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Rétt Ólsari, á kortum er Þursaborg allavega í eintölu. Þetta er orðin býsna útbreidd villa og ég stóð í þeirri meiningu að fleirtalan væri rétt. Svo er greinilega ekki þannig að við ættum að leggjast á eitt og fækka þessum borgum niður í eina!
Kv – Skúli
31.10.2003 at 09:47 #479434
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eins er það með furðulegt fjall gjarnan kallað Skjaldbreið á þessum vef.
Hélt alla tíð að það væri Skjaldbreiður, en hef sennilega rangt fyrir mér, enda væri það að öllum líkindum fleirtöluorð ???
Torx
31.10.2003 at 10:09 #479436Fjallið heitir Skjaldbreiður. En hvernig er þolfallið? Talar maður um Skjaldbreið (eða Skjaldbreiði). Og maður sér til Skjaldbreiðar, eða hvað? Og fer maður ekki frá Skjaldbreiði?. Hvað segir Þorkell um þetta?
-Einar
31.10.2003 at 10:13 #479438
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skjaldbreiður
um Skjaldbreið
frá Skjaldbreiði
til Skjaldbreiðs
31.10.2003 at 10:17 #479440
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
öllu heldur Skjaldbreiðar (eins og Guðmundar)
bv
31.10.2003 at 11:16 #479442
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hver er uppruni nafnsins? Er nauðsynlegt að nafnið eigi að vísa í breidd?
Er öruggt að nafnið sé ekki fleirtöluorð ? Prófið að setja það upp í ykkur og smakka á…
31.10.2003 at 11:20 #479444
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
… gæti verið:
Skjaldbreiður
Skjaldbreiður
Skjaldbreiðum
SkjaldbreiðaHver er uppruninn ? Veit einhver ?
31.10.2003 at 11:45 #479446Ja, hérna, maður verður að fara varlega í það að nefna svona lagað. Ekki má neinn skilja mitt mál sem svo að ég þykist vera eitthvert átóritet í íslensku eða örnefnum. En varðandi fjallið fræga, þá heitir t.d. kvæði Jónasar Hallgrímssonar "Fjallið Skjaldbreiður". Mér var á sínum tíma kennt að þetta fjall héti SkjaldbreiðUR = líkingin ætti við hinn breiða skjöld, þjóðverjar kalla þessa gerð eldfjalla "Schildwulkane" Hinsvegar hefur fjalladrottningin eins og Mývetningar kalla Herðubreið, víst fengið hefð á kvenkynsmyndina, a.m.k. á síðari öldum. Hinsvegar má sjá í fornum ritum, að talað er um "Herðibreiðstungu" og hafa menn talið að þar væri átt við Herðubreiðarlindir. Það er nú kannski ekki alveg vísindalega sannað. Hafið þið lesið smárit, sem gefið var út á sínum tíma af Landvernd (minnir mig) eftir Jón Gauta Jónsson, landfræðing, umm rannsóknir á s.n. Biskupaleið frá Skjalfandafljóti austur yfir Ódáðahraun, sem gerð var undir forystu föður Jóns Gauta, Jóns heitins Sigurgeirssonar, frá Helluvaði? – Hinsvegar er kenning torx_69 um fleirtöluna og breiðurnar allrar athygli verð að mínu mati, a.m.k er hún frumleg, allavega hef ég ekki spurnir af því að menn hafi nálgast nafnið úr þessari átt þótt ég viti náttúrlega ekki neitt um þessi mál. Þetta minnti mig hinsvegar á umræðu sem varð um miðja síðustu öld í útvarpi um Breiðafjörð. Nefnifallsmyndina vildu nefnilega sumir hafa "Breiðifjörður", en dr. Halldór Halldórsson sýndi fram á að nafnið þýddi ekki "hinn breiði fjörður" heldur væru það breiðurnar (af eyjum líklega) sem hefðu lagt til nafnið. En, torx_69, gæti ekki verið, ef hugmynd þín er skoðuð, að eignarfallið ætti að vera Skjaldbreiðna?
31.10.2003 at 12:26 #479448Að fara rétt með örnefni er gott og blessað en ég hélt að við værum að tala um snjó. Eigum við ekki bara að byrja á öðru spjalli um örnefni í öðrum dálki en þessum.
Ekki það að ég sé að reyna að vera asni.
Haukur
31.10.2003 at 12:26 #479450
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Varðandi Herðubreið þá kemur það af kvenkynsorðinu herða. Herðan er s.s. sá hluti eggvopns sem er hertur og Herðubreið er því breið um Herðuna. Þessa skýringu heyrði ég allavega nýlega og þegar maður horfir á fjallið er vel hægt að sjá fyrir sér hvernig þetta er hugsað. Þetta er að vísu þvert á það sem þú segir ólsari um Herðibreiðstungur því þarna er komið karlkyn. Þar fyrir utan er auðvitað Hekla drottningin en það er önnur saga ;o)
Hvað Skjaldbreiður varðar veit ég hvar er rétt. Eigi nafnið að vísa til "breiðna" sbr. breiður af skjöldum, þá er spurning hvort það stemmi við landslagið. Annað varðandi þetta, skv. kortum heitir hraunið Skjaldbreiðarhraun, ekki Skjaldbreiðnahraun. En það er svosem ekkert sjálfgefið að Landmælingar hafi rétt fyrir sér.
Kv – Skúli H.
31.10.2003 at 12:28 #479452Ég átti við; erum við ekki að tala um jökla.
Haukur
31.10.2003 at 12:30 #479454
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þarna átti að standa "Hvað Skjaldbreið varðar veit ég EKKI hvað er rétt".
Annars er það allavega rétt að þráðurinn er kominn út fyrir efnið, en þetta er sígilt mál!
31.10.2003 at 13:04 #479456
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svona er það nú. Til sögunnar koma misvitrir menn eins og ég velta um þríhyrndum steinum og á endanum eru nafngiftir komnar í tóma vitleysu 😉
Ég er reyndar sannfærður um að eintalan kvenkyns sé það rétta. Þar ætti vísanin í hraunið að duga. Greinilegt þegar menn hafa ónógan starfa þegar þeir byrja á svona nokkru.
Þó fleirtalan væri raunin þá sé ég að ég yrði samt sem áður að éta ofan í mig eignafallsmyndina.Torx, sem ætlar sér sem fyrst upp á eintölufjallið Skjaldbreiði.
31.10.2003 at 13:48 #479458Sælir
Tók eftir að umræðan er kominn inná íslenku kennslu´,og þá fer maður að velta því fyrir sér hvenær algebra og jafnvel eitthvað annað fag kæmu,maður gæti þá verið búinn að redda glósubókinni fyrir næsta tíma.kv.JÞJ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.