This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Ólafsson 14 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir jeppakallar, ég er nýr á þessu spjalli og vonast til að geta leitað til ykkar með ýmis ráð. Ég er fjárbóndi á Molastöðum í Fljótum og fékk nýlega í hendurnar Nissan Terrano mod. 2000. Hann er óbreyttur, á 16 tommu felgum og með bensínvél. Gripurinn er 3 dyra. Mig langar gjarnan til að setja stærri dekk undir hann því á þessum slóðum gerir líklega mestan snjó á byggðu bóli hér á landi. Hvernig er best að koma 33″ dekkjum undir svona bíl ? Á að hækka á boddíi og/eða fjöðrunarbúnaði ? Eða kannski skera úr brettum ? Er vænlegra að setja undir hann 15″ felgur?
Allar ábendingar eru vinsamlega þegnar.Kveðja
Halldór
You must be logged in to reply to this topic.