FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hvernig dekk ?

by Karl Hermann Karlsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hvernig dekk ?

This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Karl Hermann Karlsson Karl Hermann Karlsson 17 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.11.2007 at 00:37 #201195
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant

    Sælir. Ég á skát á 38″ Mödder , reyndar bara á 12″ breiðum felgum.

    Bíllinn viktar þannig, klár í ferð með mér að sjálfsögðu 2250kg.

    Mig langar svolítið til að breyta til og fá mér stærra.

    Eru menn með einhverjar tillögur um hvaða dekk væri sniðugast að fá sér? Var lengi búinn að spá í 44″ DC en ég var spurður að því í kvöld af hverju ég færi ekki bara á Irocinn .. veit ekki hvort hann er 41 eða 42.

    Einhverjir hljóta nú að hafa prófað eitthvað af þessu undir svipað þungan bíl og geta sagt sitt álit.

    Svo er spurning hvort að 38″ ætti að vera nóg ef ég færi í 14-15″ breiðar felgur.

    Eg geri mér grein fyrir að það eru skiptar skoðanir á þessu eins og flestu öðru , en það væri ágætt að fá einhver comment frá mönnum sem hafa prófað eitthvað svipað.

    Kv. Kalli

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)
  • Author
    Replies
  • 17.11.2007 at 01:54 #603708
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    berð ekki saman 41 eða 42 Irok við 44" dc það munar haug á floti og "overall" drifgetu. farðu bara beint í 44" dc.





    17.11.2007 at 03:04 #603710
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Fun Country-in fljóta betur og eru því betri kostur ef það eitt ræður, en annars þykir mér það leiðinda dekk- vondir aksturseiginleikar á vegum og gripið í þeim er ekki upp á marga fiska.
    .
    Irok grípa hinsvegar "alltaf" vel og mér þykir þau betri á vegi, svo ef ég væri ekki á því þyngri bíl og í vandræðum með flot þá kysi ég frekar Irok. Þar sem Scout-in hjá þér er ekki þyngri en þetta tæki ég hiklaust Irok.
    .
    tek það samt fram að ég hef átt hvorug þessi dekk en keyrt og verið í bílum á báðum gerðum.
    .
    Freyr





    17.11.2007 at 07:33 #603712
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Ég vil samt meina að menn meigi ekki vanmeta iroc-inn. Mjög gott grip og þau hreinsa sig vel.
    Félagi minn er mað patta á 41" Irco og er hann að virk svakalega vel. Flítur kanski ekki best en hann stoppar varla. Mokast áfram og áfram.





    17.11.2007 at 09:08 #603714
    Profile photo of Smári Sigurbjörnsson
    Smári Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 473

    Skelltu muddernum bara á 15-16" felgur og þá ertu í góðum málum á ekki þyngri bíl en þetta.
    AT 405 dekkin virðast einnig vera að gera góða hluti á sambærilegum felgum en ég hef þó ekki jafn mikla reynslu af þeim og muddernum sem ég er búinn að vera að nota í 15 ár.
    Á 12" felgum finnst mér þessi dekk alveg ónothæf.

    Kv. Smári.





    17.11.2007 at 11:47 #603716
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Mér finnst þessi umræddi Scout ekki þungur, þetta er svipað og eigin þyngd í venjulegum Pajero og hann er að spjara sig ágætlega á 38"
    En ég verð nú að segja eins og er, að 44" Fun Country frá Dick Cepek fá helvíti mikinn mínus hjá mér fyrir það að bílar eru nánast ókeyrandi á vegi á þessum dekkjum, auk þess þykir mér sem þau vanti ansi mikið grip. Svo er mynstrið ekki þykkt og dekkin í það heila tekið andskoti þunn.





    17.11.2007 at 12:57 #603718
    Profile photo of Einar Sveinn Sveinsson
    Einar Sveinn Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 82

    ég mundi segja að bíll sem fer yfir 2 til 2,2 tonn er of þungur fyrir 38 til að ganga alltaf vel ég mundi segja 44.





    17.11.2007 at 13:28 #603720
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er einmitt ástæðan fyrir yfirburðum 38" mudder og 44" DC dekkjanna í snjóakstri, hvað það er þunnt í þeim. Það er einmitt þynnkan sem gerir það að verkum þau þola að það sé ekið með lítið loft í þeim, án þess að þau ofhitni og eyðileggist, og án þess að þau éti upp óheyrilegt magn af orku og eldsneyti.
    Aðdáendur annara dekkja tala mikið um hvað þau séu góð á malbiki, en þetta eru þau dekk sem hafa reynst best í snjónum. Bíll sem er ekki nema 2.2 tonn að heildarþyngd, er áætlega settur á 38" mudder. Það kemur fyrir að hann væri betur settur á 44 tommum, en það kostar helling í auku viðhaldi og veseni, ásamt lakari aksturseginleikum.

    -Einar





    17.11.2007 at 13:36 #603722
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Ekki hlusta á þetta bull um að bíllinn þinn sé of þungur fyrir 38". Ég hef ferðast um í gömlum Patrol (2500 – 2650 kíló farþegum tilbúinn í helgarferð) í mörg ár á 38" mödder (12" felgur) og komist flest allt sem mig langaði, oft verið að skáka öflugri bílum við vissar aðstæður. Hálf slitin Mödder eru einfaldlega frábær snjódekk. Ef þyngdardreifingin og fjöðrun er góð hjá þér þá á þessi bíll eftir að spjara sig fínt á þeim. það væri helst sniðugt fyrir þig að skoða 39,5" undir hann að mínu mati. Ég er líka mjög hrifinn af 38" Mickey Thomson MTZ undir aðeins þyngri bíla en þau eru reyndar nokkuð stíf.
    44" DC eru ekki vel framleidd dekk en það má þó með smá vinnu ballansera þau fínt. Dekkin sem ég er með undir núna eru fín og það er lítið hopp í þeim. Auðvitað hundleiðinleg í hjólförum hérna í bænum en mér er nokk sama um það. Álag á legur og drifbúnað eykst margfalt með 44 tommunni.
    kv
    AB





    17.11.2007 at 20:07 #603724
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Já ætli það endi ekki með því að maður annaðhvort fari yfir í breiðari felgur eða fari beint í 44"

    Eg geri mér grein fyrir að álagið eykst margfalt við bæði , en heldur minna við breiðari felgur.

    Og sjálfsagt ( vonandi finnur maður einhvern mun á að fara úr 12" felgum uppí breiðari ) En það eru alveg nýjar umræður :)

    Þetta er bara spurning um hvort það borgar sig. Það kostar jú talsvert að breikka felgur þar sem þessar felgur liggja ekki beint útum allt í réttri breidd.

    En eitthvað geri ég , það er á hreinu :)

    Ef einhver hér lumar á breiðari felgum , og eða 44" DC þá má sá hinn sami endilega hafa samband.





    17.11.2007 at 20:28 #603726
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Einu sinni skipti ég á Pattanum úr Möddernum yfir í nelgdan GH sem voru aðeins tilkeyrð og á 14" breiðum felgum. Ég var engan vegin sáttur við þessi skipti og var bíllinn að drífa mun minna að mínu mati en á gamla hálfslitna Möddernum á 12" felgunum auk þess sem mótstaðan jókst talsvert.
    Mér finnst skipta meira máli að vera á réttu dekkjunum en að vera með einhverja rétta breidd á felgunum.
    Hvet þig til að skipta bara beint í 44" ef þig langar, sérð ekki eftir því 😉
    kv
    Agnar





    17.11.2007 at 23:15 #603728
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Þú mátt ekki blekkja þig karl með því að heyra frá mönnum sem hafa breykkað felgu og allt í einu farið að drífa betur svo um munar. Það stenst bara ekki, eini munurinn er að dekkið leggst aðeins öðruvísi þegar hleypt er úr.
    Ég var lengi vel á 11" breiðum felgum með Dick cepek 38" (gamla týpan) og ég dreif alveg eins og fjandinn sjálfur. Ég breikkaði í 13" og eina sem batnaði var útlitið á bílnum… hann drífur ekkert meira, þó svo að hann drífi nú meira en flestir ;).

    Það sem gæti aukið drifgetuna væri að mýkja dekkin með því að skera í þau, það gefur þér aðeins meira forskot.

    Mudderinn , GH og Dick cepek eru öll framleidd fyrir 10 – 12" breiðar felgur…. sem segir okkur að við þá breidd af felgu fær dekkið bestu snertingu við jörðina. Of breiðar felgur valda því að dekkið fer að liftast upp í miðjunni þegar hleypt er úr, það má minnka þetta með því að skera í dekkin til að gúmmíið leggist meira saman og þjappist því minna í miðju dekksins.

    2150 kg bíll er of þungur fyrir 38" dekk til að fara allt… en auðvitað er vel hægt að ferðast á svoleiðis bíl… en það er bara ekkert gaman.
    Faðir minn er á 1950 kg grand Cherokee á 39.5 irok og hann er að svínvirka.

    Ég myndi mæla með 41" irok fyrir þig, þau eru nærri því jafn há og dick cepek, nema það að þú færð frábæra aksturseiginleika í leiðinni. Þá erum við að tala um Radial dekkin. Gleðigúmmíið er ágætt en ekki fara í það nema það sé nauðsyn.

    Jæja góðar stundir, ég sé að þú hefur hætt við að kaupa Raminn Græna :) .
    k kv
    Gunnar Ingi





    18.11.2007 at 00:30 #603730
    Profile photo of Hrolfur Árni Borgarsson
    Hrolfur Árni Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 878

    Talandi um raminn,hvaða verðhugmyndir eru í gangi með þann eða svoleiðis bíl?
    og er milligír í þeim bíl?
    og þá hvernig gír?
    og hvaða hlutföll?
    og hvernig læsingar?

    Einn forvitinn jeep gaur að spá í svipuðu dæmi.





    18.11.2007 at 06:57 #603732
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Skátinn er falur sko 😉





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.