Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Hvernig á að skilgreina jeppa?
This topic contains 15 replies, has 8 voices, and was last updated by Rangur 10 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.02.2014 at 20:12 #452380
Góðan dag.
Ég hef oft velt fyrir mér þessari spurningu og rætt hana við jeppamenn. Er t.d. nóg að bíllinn hafi lágt drif? Líklega ekki þar sem Subaru fólksbílarnir voru með lágu drifi til að byrja með.
Hvað með lágt drif ásamt ákveðnum lágmarks aðhvarfs- og fráhvarfshornum? Værum við þá að útiloka jeppa, sem ná langt aftur fyrir afturhjól?
Þannig mætti sjálfsagt lengi telja. Mér þætti fróðlegt að fá álit allra sérfræðinganna, sem hér eru. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.02.2014 at 23:56 #452476
Góðan daginn Björgvin,
oft heirt talað um og staðið í þeirri meiningu að bílar eins og Súkkan sleppi því hún sé á grind og með hátt og lágt drif.
Kveðja Hjörtur og JAKINN sem vonandi skilgreindur sem JEPPI 😉
Það er að segja JAKINN
19.02.2014 at 08:22 #452487Menn hafa nú eitthvað verið að auglýsa bíla undir hnýfilyrðinu „borgarjeppi“, og eiga þá við einhverja gerfi-subaru.
Jepplingur er líka orð sem kemur upp í hugann.
Grind getur ekki verið skilyrði því að þá detta MMC Pajero og Jeep Cherokee út úr jeppaskilgreiningunni.
Gamli subaru var líka svolítið sér á parti.
Það er bara orðið svolítið erfitt að draga í dilka núorðið, en lága drifið og stærri dekk en 29″ er eitthvað sem ég myndi geta miðað við.
20.02.2014 at 20:21 #452699Mjög einfalt
ef það stendur JEEP á honum þá ertu með jeppa… restin er afrit af honum
kv JEEP maður
annars hafa aðrar skilgreiningar verið lágt drif…
20.02.2014 at 21:43 #452704Eru ss. torfærubílarnir flestir ekki jeppar eða Willys jeppinn hjá Sæma sterka þar hefur lágt drif yfirleitt ekki verið að þvælast fyrir. ;O)
20.02.2014 at 23:36 #452723jeep er síðan 1941 og byrjaði með því að willys jeppinn var smíðaður og fékk hann nafnið GP sem var stytting á „General Purpose“ sem þýðir að farartækið var til flestra nota. Þetta hljómaði sem Geep þegar það var sagt, fljótlega var orðið afbakað yfir í jeep og þar hefur það verið síðan.
Gaman að minnast kanski á þetta næst þegar ameríkanar sem þykjast vita allt um sína framleiðslu fara að dissa það á t.d. youtube síðum þar sem íslendingar eru að setja inn myndir af „superjeep“ jeppunum sínum, þá skal alltaf koma einhver redneck og segja að þetta sé ekki jeep heldur ford eða eitthvað svoleiðis. Skjóta þá á þá að þetta sé GP og sagt sem jeep 😛
21.02.2014 at 02:00 #452726Einu sinni var það grind, heilar hásingar og millikassi. RangeRoverarnir mínir uppfylla t.d. þau viðmið.
Það er hins vegar talsvert síðan þetta með grindina varð að láta undan síga enda t.d. hvorki hægt að segja að Cherokee eða Lada Sport (Niva) séu ekki jeppar.
Svo var þetta með heilu hásingarnar, það er talsvert síðan að framhásingarnar fuku undan ýmsum bílum sem ekki þótti þó fært að segja að væru ekki jeppar fyrir vikið. Sama gildir þó afturhásingin fyki líka.
Millikassinn lifir þó ennþá sem viðmið en það þarf svosem ekkert að vera um eilífð, hvað ættum við t.d. að kalla fyrirbæri sem kæmi með fjölþrepa sjálfskiptingu (þrepin/gírarnir eru orðin býsna mörg í sumum af þeim nýjustu) og lægstu þrepin væru það lág að við venjulegar aðstæður taki bíllinn af stað í t.d. fjórða en ekki fyrst eins og vant er? Gæti orðið flókið, ekki ólíklegt að merkið utaná hefði jafnvel áhrif á svarið.
En svo taldir séu upp (svona sem dæmi) nokkrir sem framleiðandi minna jeppa hefur rúllað út úr sinni verksmiðju:
Land Rover Defender (Hét bara Land Rover til 1989): Grind (ok samt ekki þannig að ‘hægt’ sé að boddýlifta en grind samt), heilar hásingar og millikassi = jeppi.
(Land Rover) Range Rover 1970 – 1995: Grind, heilar hásingar og millikassi = jeppi.
Land Rover Range Rover 1995 – 2002 (Stundum kallaður P38): Grind, heilar hásingar og millikassi = jeppi (einhverntímann fannst einhverjum að það gæti varla verið jeppi vegna loftpúðafjöðrunarinnar en það er löngu þagnað).
Land Rover Range Rover 2003 – : grindin og hásingarnar farnar en millikassinn enn til staðar = jeppi.
Land Rover Range Rover Sport 2005 – 2013: Grind og millikassi = jeppi
Land Rover Range Rover Sport 2013 – : Millikassi = jeppi
Land Rover Discovery 1989 – 2003 (I og II): Grind hásingar og millikassi = jeppi.
Land Rover Discovery 2004 – (III og IV): Hásingar farnar en grind og millikassi til staðar = jeppi
Land Rover Freelander: Engin grind, engar hásingar, enginn millikassi en fjórhjóladrif = jepplingur
Land Rover Range Rover Evouque: Engin grind, engar hásingar, enginn millikassi en fjórhjóladrif = jepplingur (hann er víst fáanlegur bara með framhjóladrifi; veit ekki hvað maður ætti að kalla það skrípildi.
Að lokum má geta þess til gamans að Suzuki Jimny sem ég hef oft séð blaðamenn kalla jeppling er með heilum hásingum og millikassa (ekki viss um grindina en held hún sé þó ekki til staðar)
kv.
ÞÞ
ps. Ætli maður sér lengra aftur má t.d. nefna að einhverntímann var það skoðun margra að ef ekki væru blaðfjaðrir undir væri varla hægt að kalla viðkomandi ökutæki jeppa.
21.02.2014 at 09:51 #452732Tilvitnun
„ps. Ætli maður sér lengra aftur má t.d. nefna að einhverntímann var það skoðun margra að ef ekki væru blaðfjaðrir undir væri varla hægt að kalla viðkomandi ökutæki jeppa.“flatjárn er til að nota í smíðar,
ekki til að fjaðra á!
21.02.2014 at 14:57 #452756Skemmtilegar og fróðlegar umræður. Jimny og GV eru að mínu mati smájeppar eða amk minni jeppar en alls ekki jepplingar/slyddujeppar/sportjeppar vegna þess að þeir hafa millikassa og þ.a.l. lágt drif. Mér finnst það skipta einna mestu máli, enda til grindarlausir jeppar. Hins vegar er ég dálítið skotinn í því skilyrði að bíllinn sé upphækkanlegur fyrir stærri dekk en hann kemur með upprunalega.
Það er góður punktur hjá Þorsteini hér að ofan að etv verður millikassinnn ekki endilega skilyrði í framtíðinni vegna þess að fjölþrepa sjálfskiptingarnar gætu hugsanlega leyst þetta með lága drifhlutfallið. Þá er spurning hvort jeppaskilgreiningin verði ekki bara eftir smekk hvers og eins.
21.02.2014 at 15:35 #452759Það er náttúrlega hægt að þvæla öllum þessum skilgreiningum fram og til baka. Ég er t.d. sammála um að það sé fínt að kalla Jimny smájeppa en þá fer maður að velta fyrir sér hvaða aðrir jeppar eiga heima þar. Er stuttur Land Rover t.d. smájeppi? Og sé svo er hann þá ennþá smájeppi þegar hann er kominn á 38″+? Og ef út í það er farið; er ekki hægt að setja alla bíla á stærri dekk en koma orginal, bara mis mikið vésen?
En úr því minnst var á slyddujeppa, hvernig skilgreinir maður svoleiðis? Þegar ég heyrði það orð fyrst skildi ég það sem óbreyttan eða a.m.k. lítið breyttan jeppa (en samt jeppa, ekki jeppling). Nú heyrist mér að líklega sé ég sá eini sem skil það þannig.
kv.
ÞÞ
21.02.2014 at 20:45 #452771Hehe. Þar með er kominn nýr vinkill: Er munur á slyddujeppa og jepplingi? Hver er sá munur ef einhver?
22.02.2014 at 10:20 #452783Í svona „staðlalausu“ umhverfi þar sem erfitt er að hafa allt klippt og skorið er erfitt að draga í dilka. (Þó að það sé léttara að draga slyddujeppa og jepplinga). En mér hefur fundist lítill munur á orðunum slyddujeppi og jepplingur. Svo voru einhverjir að koma upp með enn eitt hnýfilyrðið og það er „borgarjeppi“. En ég hef hvergi fundið almennilega skilgreiningu á því.
„Dulbúinn strumpastrætó“ virðist þó eiga við nokkra þeirra.
22.02.2014 at 17:25 #452802Held að svona umræða hafi komið áður hér, en annars er ég á því að maður skilgreinir ekki jeppa, maður keyrir þá. En ef Jimny er ekki jeppi þá er gamli litli Jeep það ekki heldur og þá eru nú skilgreiningarnar komnar í hring.
22.02.2014 at 20:09 #452806Góður punktur
23.02.2014 at 01:24 #452809LIKE
24.02.2014 at 10:45 #452823Þar sem mínir báðir uppfylla skilyrði flestra til þess að kallast jeppar (grind, heilar hásingar og millikassi) verð ég líklegast að hætta að kalla þá slyddujeppa (sem ég hef stundum gert þar sem þeir eru óbreyttir).
Hins vegar eru þeir pottþétt og óumdeilanlega hlaðjeppar.
kv.
ÞÞ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.