Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Hverjir eiga ísland
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.08.2006 at 06:53 #198434
AnonymousÓneitanlega kemur þessi spurning upp í huga þeirra sem ferðast um landið, og verður þessi spurning sennilega ágengari með hverju árinu. Nú af hverju segja sennilega margir.
Það sem hefur breyst í ferðamennskunni er það að fleira og fleira er bannað. Eða fleiri og fleiri reyna að loka landinu fyrir ferðamönnum. Með girðingum, bannskiltum, læstum hliðum og fleiru í þeim dúr. Þarna eru á ferðinni tveir hópar ný ríkt hyski, sérstaklega af höfuðborgarsvæðinu og svo bændur sem hafa komist að því að hægt sé að græða á túristum. T,d með því að setja upp skilti sem á stendur TJALDSTÆÐI BÖNNUÐ og svo bjóða þeir upp á tjaldstæði hjá sér. Kannski ekkert óeðlilegt við það en ?.
Nú eru kannski umræður um þetta sérlega viðkvæmt mál, en engu af síður þarf að ræða þessi mál. Og skiptast á skoðunum um þau. Því það er nú einu sinn ekki hættulegt að ræða málin ef menn missa sig ekki í eitthvað skítkast. Nú eru mörg af þessum málum lögfræðileg og erfitt fyrir leikmann að átta sig á þeim, en þau eru einnig siðferðileg. Ég ætla að varpa fram nokkrum spurningum og væri áhugavert að fá komment á þær og hvað mönnum finnst, því þetta er að verða eitt helsta hagsmunarmál ferðamanna.1 Má girða yfir gamlar þjóðleiðir án þess að setja á girðinguna hlið.
2 Má setja læst hlið á slóða sem liggur niður að vatni.
3 Má banna tjaldgistingu á landareign sem ekki bíður upp á tjaldstæði
4 Hvar má og má ekki banna rjúpnaveiði.
5 Landeigandi, hversu djúpt á hann land niður í jörðina.
6 Hversu hátt upp í himininn á landeigandi.
7 Má landeigandi girða af og banna öllum að njóta t,d gamallar lauga sem hefur verið notuð í aldir. ( samanber laug að Reykjum í Fnjóskadal )
8 Getur landeigandi keypt Ódáðarhraun og girt það af og bannað öllum aðgengi að því.
9 Hefur landeigandi leifi til þess að láta ryðja stæði undir girðingu með jarðýtu án þess að fá til þess leifi. Þarna getur verið um að ræða girðingar, þvers og kruss í grónum fjallshlíðum. ( þetta gerðist í Dalasýslu, en það gæti verið að leifi hafi fengist til þess. Það veit ég ekki).
10 Ef landeigandi á land ex djúpt niður í jörðina og fuglanna sem flögra yfir, á landeigandi þá ekki allt annað sem berst inn á landareign hans. T,d það sem berst til hann með vatni og vindum. ( samanber strand góss ).
11 Ef landeigandi á vatnið á landareign sinni, ber hann þá ekki ábyrg á því ef vatn frá honum veldur flóðum hjá nágrannanum.Hér eru svona nokkrar af vangaveltum mínu, menn ættu nú að geta komið með komment á þetta og þurf menn ekki að vera lögfræðingar til þess. Heldur er það einnig spurningin um hvað mönnum finns réttlátt og sanngjarnt. Og hvernig umgengni á að vera um landið í framtíðinni og hvort við sættum okkur við það að smátt og smátt verði landi í eigu fárra og við verðum þá að þræða einhvern þröngan almenning.
Það væri einnig sérstaklega gaman ef landeigendur sjálfir svöruðu einhverjum af þessum vangaveltum. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.08.2006 at 07:47 #558546
"Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör" segir í Brekkukotsannál. Við sumum af spurningum Ofsa eru til svör í lagabálkum, við öðrum líklega ekki. Varðandi girðingar þá eru til sérstök girðingalög, en ég man ekki betur en í þeim séu sérstök ákvæði sem hindra að girt sé með þeim hætti meðfram ám og vötnum að það hindri eðlilega umferð, sem og sé þar komið inn á takmörkun heimilda til að loka fyrir leiðir, sem notaðar hafa verið til samgangna af öllu tagi. Sömuleiðis munu vatnalög skilgreina ábyrgð landeigenda varðandi flóðvatn. Enn munu ákvæði Jónsbókar í fullu gildi varðandi umferð ferðafólks og t.d. berjatínslu, svo eitthvað sé nefnt. Mig rámar í, – er þó langt frá því viss – að eitthvert mál varðandi það að landeigandi sléttaði fyrir girðingarstæði með jarðýtu, hafi komið upp ekki alls fyrir löngu. Þá hafi komið í ljós að sækja þurfi um leyfi yfirvalda til að gera slíkar ráðstafanir og meta þurfi í því sambandi, hvort slíkt verði til áberandi umhverfislýta, hvort það geti leitt til umhverfisskemmda, svo sem úrrennslis o.s.frv.
Mig langar til að bæta einni spurningu við það sem Jón telur upp, en það er hvort það geti ekki verið háð mati á umhverfisáhrifum, ef farið er út í verulegar breytingar á gróðurfari með stórfelldri sáningu trjáa og jurta. Þarna er ég ekki að tala um aðgerðir til að hefta uppblástur og sandfok, heldur t.d. þegar lúpínu er sáð í svæði með mólendis- lyng- og kjarrgróðri og svo e.t.v. þegar tekist hefur að eyða þessum innlenda gróðri er þessu fylgt eftir með því að gróðursetja innfluttar trjátegundir af einhverju tagi. – Ég vona að þetta frumkvæði Jóns Snælands veki upp þarfar umræður líkt og kvöldmessan hans fyrir stuttu.
24.08.2006 at 07:49 #558548Af því Ofsi talar um Ódáðahraun, þá hef ég grun um að stórir hlutar þess teljist í einkaeign nú þegar, t.d. má minna á land Reykjahlíðar, sem tengdafaðir Björgólfs Thors á. En þarna er maður líklega kominn inn á jarðsprengjusvæði, sem ekki borgar sig að ganga mikið á!!!!!
24.08.2006 at 08:30 #558550Friðlönd eru landsvæði sem mikilvægt er að varðveita vegna landslags, gróðurfars eða dýralífs. Markmið friðlýsingar eru mismunandi sem og reglur sem á svæðunum gilda.
Friðlönd eru í flestum tilfellum á landi í einkaeigu eða á afréttum og reglur um þau eru samkomulagsatriði milli rétthafa lands og Náttúruverndar ríkisins.
Síðast og ég vissi hafði 34 svæði á landinu verið friðlýst sem friðlönd.Nöfnunum á þessum lista er raðað í stafrófsröð.
Ástjörn við Hafnarfjörð
Bakkatjörn, Seltjarnarnesi
Blautós og Innstavogsnes í Akraneskaupstað
Búðahraun, Snæfellssýsla
Dyrhólaey, V-Skaftafellssýsla
Eldey, Reykjanesi
Esjufjöll, Breiðamerkujökli
Flatey í Breiðafirði
Friðland að Fjallabaki
Geitland í Borgarfirði
Grótta í Seltjarnarnesi
Grunnafjörður, Borgarfjarðarsýsla
Gullfoss
Herdísarvík, Árnessýslu
Herðubreiðarfriðland, Suður Þingeyjars
Hornstrandir, Norður Ísafjarðarsýsla
Hrísey, Austur-Barðastrandasýsla
Hólmanes og hluti Hólmaháls (fólkvangur og friðland)
Húsafellsskógur, Borgarfirði
Hvannalindir, Norður-Múlasýsla
Ingólfshöfði, Austur-Skaftafellssýsla
Kringilsárrani, Norður-Múlasýsla
Lónsöræfi, Austur-Skaftafellssýsla
Melrakkaey á Grundarfirði
Miklavatn, Skagafj.sýsla
Oddaflóð, Rangárvallasýslu
Pollengi og Tunguey í Biskupstungum
Salthöfði og Salthöfðamýri, Austur-Skaftafellssýsla
Skrúð, Suður-Múlasýsla
Stapi, Hellna, Ströndin, Snæfellssýsla
Surtsey
Svarfaðardalsá í Eyjafirði
Varmárósa, Mosfellsbæ
Vatnsfjörður
Vestmannsvatn, Suður-Þingeyjarsýsla
Þjórsárver við Hofsjökull[url=http://www.ust.is/media/Fridlysingakort//Island_fridlyst_svadi,_mai06.pdf:327g79a1][b:327g79a1]Pdf skjal – Kort af friðlýstum svæðum á öllu landinu [/b:327g79a1][/url:327g79a1]
Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um friðlöndin á heimasíðu Náttúruverndar ríkisins.
[url=http://www.ust.is/Natturuvernd/:327g79a1][b:327g79a1]Náttúruvernd[/b:327g79a1][/url:327g79a1]
24.08.2006 at 09:25 #558552Áreiðanlega eru margir betur að sér en undirritaður í að finna lög, en ef maður fer inn á vef Alþingis, althingi.is þá er þar leitarvél og ef maður slær t.d. inn leitarorðið "girðingar" þá fær maður fullt af tilvísunum sem nýtast varðandi það sem Ofsi er að geta um, svo sem vatnalögin, girðingalögin ofl. ofl.
24.08.2006 at 10:25 #558554Ekki að ástæðulausu að áhyggjur af þessum málum koma upp. Ég held að þegar árekstrar komi upp milli ferðafólks og landeiganda sé oftar en ekki ferðafólkið í fullum rétti, svo fremur sem menn séu að ganga vel um og sýna eðlilega tillitsemi. Nokkrar tilvitnanir í [url=http://www.althingi.is/lagas/126b/1999044.html:3g77gyhe]Náttúruverndarlög[/url:3g77gyhe] sem styðja það:
12. gr. Réttindi og skyldur almennings.
Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi.
Öllum er skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð þannig að henni verði ekki spillt.14. gr. Umferð gangandi manna.
Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.20. gr. Heimild til að tjalda.
-Við alfaraleið í byggð er heimilt, sbr. þó 2. málsl. 1. mgr. 14. gr., að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi, en leita skal leyfis landeiganda eða annars rétthafa áður en tjaldað er nærri bústöðum manna eða bæ og ætíð ef um fleiri en þrjú tjöld er að ræða eða ef tjaldað er til fleiri en einnar nætur.
-Við alfaraleið í óbyggðum, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld.
-Utan alfaraleiðar, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður göngutjöld nema annað sé tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um viðkomandi landsvæði.
-Á ræktuðu landi, sbr. 7. tölul. 3. gr., má aðeins slá upp tjöldum með leyfi eiganda þess eða rétthafa.
-Við tjöldun skal ætíð virða ákvæði 17. gr. um bann við akstri utan vega, svo og gæta fyllsta hreinlætis og varúðar á tjaldstað.Og svo í 23 greininni er allur vafi tekinn af varðandi það að lokað er fyrir fornar þjóðleiðir með girðingum:
23. gr. Girðingar.
Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna. Þegar girða á yfir forna þjóðleið eða skipulagðan göngu-, hjólreiða- eða reiðstíg skal sá sem girðir hafa þar hlið á girðingu eða göngustiga.Svo eru það þær greinar sem takmarka réttinn eða gera kröfu um almenna tillitsemi:
13. gr. För um landið og umgengni.
Á ferð sinni um landið skulu menn sýna landeiganda og öðrum rétthöfum lands fulla tillitssemi, virða hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, og fylgja leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum varðandi ferð og umgengni um landið.14. gr.
För um ræktað land, sbr. 7. tölul. 3. gr., og dvöl þar er háð samþykki eiganda þess eða rétthafa. Sama gildir um skógræktarsvæði í byggð sem ekki eru í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga, önnur en náttúrulega birkiskóga og kjarr. Sé skógrækt styrkt með opinberu fé skal kveða svo á í samningi við eiganda eða rétthafa lands að hann tryggi almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.Svo er þetta með tjaldsvæðin sem Jón spyr um:
21. gr. Takmarkanir á heimild til að tjalda.
Þegar sérstaklega stendur á getur eigandi lands eða rétthafi takmarkað eða bannað að tjöld séu reist þar sem veruleg hætta er á að náttúra landsins geti beðið tjón af.
Hafi eigandi lands eða rétthafi útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina fólki þangað og taka gjald fyrir veitta þjónustu þar.Þetta eru raunar býsna fróðleg lög og vel þess virði að lesa og jafnvel hafa afrit af þeim með í ferðalögum með merkt við þessar greinar. Ef menn hafa ekki gefið höggstað á sér í 13. greininni eða öðrum takmarkandi greinum með því að fara fram með yfirgangi, þá ætti rétturinn að vera alveg skýr. Þetta eru þó ekki allar greinar sem þetta varðar en nokkar af þeim mikilvægustu.
Þetta svarar samt ekki öllum spurningum Jóns og sumt sem er stundað er kannski í þversögn við þetta. T.d. með veiði, landeigandi á væntanlega landið en ekki loftið! Eða hvað? Og ef hann á ekki loftið þá á hann væntanlega ekki heldur fugla himinsins. Göngumenn mega ganga um landið, er þá hægt að banna þeim að hafa byssu á öxlinni og skjóta á það sem er í eðli sínu utan landareignarinnar (svo fremur sem veiðileyfið sé á hreinu).
Kv – Skúli
24.08.2006 at 12:20 #558556Nú veit ég sem veiðimaður að landeigendur eiga veiðirétt í sínum löndum sama hvort um er að ræða fugla himinsinns eða fiska hafsinns (vatnana). þetta flokkast undir hlunnindi jarða og einnig landreki af sjó svo sem rekaviður.
ef ég skýt fugl á flugi í því landi sem ég hef fengið veiðileifi í og fuglin nær að fljúga í andaslitrunum yfir í næsta land og deyr þar drottni sínum má ég lagalega ekki hirða fuglinn þar sem sá landeigandi sem á landið sem fuglinn lenti á, á nú bráðina.
einnig veit ég af fenginni reynslu að landeigendur mega ekki girða af vegi eða götur sem hafa verið lagðir af almannafé, svo sem sveitafélögum eða ríki. nema að lögð hafi verið ný leið að sama stað sem er þá opin í staðin. landeigendur mega loka leiðum sem þeir sjálfir hafa borið kostaðin af að leggja, sama hversu lengi þær hafa verið opnar almenningi. þetta hefur gert mörgum erfitt fyrir þarsem ekki eru til almenn gögn um hver lagði hvaða götu eða veg á sínum tíma, á eldri vegum og slóðum.
ríkið fór þá leið að reyna að njóta vafanns þegar kom að kortlagningu þjóðlendna á íslandi. lögðu þjóðlendulínur inná eignalönd þarsem ekki voru til almenn gögn um hvar landamerki lágu. landeigendur þurftu svo að höfða einkamál gegn ríki til að endurheimta sín lönd aftur ef þeir höfðu haldbær sönnunargögn um hvar land þeirra lá.
þetta hefur verið kallað fordæmi ríkis og hafa landeigendur margir hverjir gripið til sama ráðs þegar kemur að lokunum á vegum og slóðum. ríki þarf að höfða einkamál gegn landeigendum til að fá slóðana opnaða aftur ef ríki á haldbær gögn um að slóðinn hafi verið lagður af almannafé enn ekki landeigendum.
veiðimannakveðja siggias74 E1841
24.08.2006 at 21:06 #558558Auðvitað rétt hjá þér Siggi með veiðiréttinn, minn punktur er að þarna er þversögn við þennan almannarétt sem náttúruverndarlög kveða á um. Þú mátt labba yfir landið en ekki vera með byssu. Eða öllu frekar ef ég skil þetta rétt, ef þú skýtur fugl mátt ekki hirða hann upp eftir að hann lendir á landi landeigandans því hann á allt sem á landinu lendir.
En athyglisverður þessi síðasti punktur með að njóta vafans og að ef einhver lokar veg þurfi að leggja fram gögn um að vegurinn sé gerður fyrir opinbert fé. Þetta flækir málin allverulega því ekki er einu sinni víst að neitt fé hafi verið notað í veginn, ef þetta er slóði af einföldustu gerð.
Kv – Skúli
25.08.2006 at 08:15 #558560það þarf alltaf pening til að búa til slóða, það þarf olíu á traktorinn sem keyrir yfir túnið er það ekki, þá á bóndadurgurinn slóðann því hann lagði út fyrir olíunni,
25.08.2006 at 08:19 #558562Það gildir náttúrulega einu hvort um er að ræða slóða af einföldustu gerð eða þjóðveg 1, sá sem byggir veginn telst rétthafi hans sama hversu ódýr vegurinn er.
Og ég bý nú í sveit og hef oftar lent í því að ferðafólk sýni fulla tillitssemi en einnig eru menn sem ekkert virða. Til dæmis koma menn á bílum sínum og leggja þeim þvert á túninu heima og æða á vélhjólum um fjörur og móa án þess að tala við nokkurn mann.
25.08.2006 at 08:56 #558564eins og ég skrifaði skúli, þá átti ríkið fordæmi með því að njóta vafanns í þjóðlendukortalagningunni.
allir bændur sem mistu, sumir hverjir yfir 50 % af landareign sinni, þurftu að höfða einkamál gegn ríkinu til að endurheimta lönd sín, flestir lumuðu á gömlum landareignarpappírum þinglýstum og fínum, sem ríkið var löngu búið að tína. þessir bændu endurheimtu lönd sín með tilheirandi tilkostnaði sem málaferli er. sumir bændur endurheimtu ekki einn hektara og er stór hluti landa þeirra nú almenningseign sem þjóðlendur eru.
gott dæmi er stór hluti af þórsmörk. sem bændur undir eyjafjöllum töldu sig eiga. hefur þó verið fullnýtt af almenningi án vandamála við landeigendur undanfarinn 100 ár. þetta landsvæði er nú þjóðlenda. bændur þurfa nú að fara eftir tilmælum ríkis um hvenær þeir mega reka fé á beit t.d. og einnig þurfa þeir að fara eftir ráðum ríkis um fjallskil, gott ef þeir þurfa ekki líka að borga fyrir fjallskil líka til ríkis.
þetta mál er búið að vinda vel uppá sig og gera marga landeigendur sára og reiða og hika þeir ekki við að beita sömu tækni á ríkið í sambandi við slóðaeign.
beggi, þú skallt athuga að margir bændur eru meðlimir í þessum félagsskap, og að kalla ákveðin hóp af meðlimum okkar durga, er algjörlega óviðunnandi.
siggias74 E1841 bóndasonur
25.08.2006 at 09:48 #558566Var ekki Þórsmerkursvæðið afréttarland en ekki beinlínis eignarland einstakra bænda? Þori ekki að fullyrða um það en hef allavega staðið í þeirri trú. Síðan var landið falið Skógræktinni til umsjónar og beit lögð af og þau félög sem reka þarna skála og tjaldsvæði gera það raunar í umboði Skógræktarinnar. En allavega þá hefur almenningur haft góðan aðgang að þessu svæði og fengið að njóta þess í fjölda áratuga og engin vandamál með það. Það er hins vegar klárt mál að ef þetta væri eignarland og sú eign hefði lent í höndum ‘lögfræðinga að sunnan’ (vona að ég móðgi ekki lögfræðinga í klúbbnum, þetta lesist: peningamenn af höfuðborgarsvæðinu sem kaupa lönd og jarðir úti á landi) væri málum öðruvísi háttað þarna og ef það væri ekki beinlínis lokað fyrir almenning þá þyrfti væntanlega að greiða vel fyrir að horfa á náttúruna þarna. Þetta er eiginlega stóra hættan í þessum málum, en samkomulag ferðafólks og bænda held ég gangi í meirihluta tilfella vel. Auðvitað undantekningar þar sem til árekstra kemur og er það örugglega bæði um að kenna viðhorfum einstakra bænda og svo tillitsleysi ferðafólks, sbr. dæmið sem Vignir nefnir og fjölda annarra dæma.
En stóra hættan í þessum málum er þegar eignarlönd eru keypt upp af hvítflibbum sem hafa allt annan skilning á því hvað felst í að eiga land heldur en tíðkast til sveita. Þetta eru þeir aðilar sem harðast hafa gengið fram í því að loka og læsa, því í þeirra huga er ekki munur á garðinum í kringum einbýlishúsið í Arnarnesinu og heiðanna sem tilheyra jörðinni. Og ef við þurfum svo að sanna gagnvart þessum aðilum að vegslóðinn upp á heiðina sé ekki einkavegur, þá gæti nú farið að fækka leiðum til fjalla.
Kv – Skúli
25.08.2006 at 10:21 #558568fjarri því Skúli minn. Skil alveg hvað þú ert að fara. Og ég held að það sé rétt hjá þér að þetta landsvæði er afréttarland. Í flestum tilvikum sem um ræðir, þ.e. þau landsvæði sem vekja áhuga okkar, eru þetta afréttarlönd. Og í langflestum tilvikum eru afréttarlöndin ekki eignarlönd, þ.e. erfitt getur verið fyrir bændur að sýna fram á fullan eignarrétt á þessum landsvæðum sbr. svo margir dómar sem hafa fallið á sviði eignarréttar sl. 20 – 30 ár. Ég held ég muni aðallega eftir einum dómi úr lögfræðinni þar sem afréttarland taldist vera fullkomið eignarland, en í málum sem eru afsprengi umsvifa Landsvirkjunar t.d. hér sunnan jökla þá var iðulega stórt spurningarmerki um hvort landið væri eignarland eða ekki. Því þótt í einhverjum tilvikum væri kveðið á um í afsali að verið væri að afsala eignarlandi – þá virtist Hæstiréttur ekki á því að seljandinn hefði haft full eignarryfirráð yfir viðkomandi landssvæði. Jafnvel þótt seljandinn hafi verið kirkjan og viðskiptin hafi átt sér stað fyrir mörg hundruð árum. Og ég veit ekki ennþa´hvort búið er að leysa öll eignarréttarmál í kjölfar Blönduvirkjunar – rámar eitthvað í dóm HR um Auðkúluheiði og veiðirétt. Jamm, fyrir okkur ættu dómar á sviði eignarréttar að vera ansi áhugaverð lesning fyrir ferða- og útivistarfólk á hálendinu.
Kv.
Soffía
25.08.2006 at 10:53 #558570Þetta með þjóðlendurnar er mál sem hefur margar hliðar. Skúli H. Skúlason talar um þegar auðkýfingar, innlendir eða erlendir, eru að kaupa jarðir hér út um allt land, breytist margt. Dæmin um það eru ansi mörg til, t.d. kunna Snæfellingar og Mýramenn nokkrar slíkar sögur og sjálfsagt fleiri. Það var nú meðal annars hugsunin að því ég held hjá þeim þingmönnum, sem komu að lagasetningu um þjóðlendumálin á sínum tíma, að það yrði að tryggja að t.d. miðhálendið yrði ekki féþúfa fáeinna businessmanna á grundvelli oft óljósra eignarheimilda. Meiningin var ekki að koma þessum svæðum í frjálsa ráðstöfun Landsvirkjunar, þótt sumir vilji nú túlka þetta þannig.
25.08.2006 at 11:17 #558572Þetta eru fróðlegar vangaveltur og oft er þetta mikið hitamál.
Þjóðlendumálið er t.d. skýrt dæmi um það hvernig á ekki að fara í hlutina þetta er svona "skjóta fyrst og spurja svo" tækni, einhverjir prelátar hjá hinu opinbera drógu línu á korti og sögðu bara án athugunar "þetta á ríkið". Þ:að hefði verið nær að lhafa samráð við landeigendur því að eins og hér hefur verið bent á misstu sumir bændur rúmlega helmingin af sínu landi.
Ég er nú fæddur og uppalin í sveit og veit dæmi þess að bændur hafi reynt að takmarka umferð um slóða sem hafa verið lagðir að hluta með almannafé, þrátt fyrir það að það megi ekki, en þeir eru fáir kanski einn af hverjum hundrað, en öllu verra er þegar nýjir eigendur af mölinni koma á jarðirnar, þá er undantekningarlítið reynt að loka á alla umferð, þrátt fyrir að það sé ekki heimilt.Ég held að þessi mál verði alltaf umdeild og þau virðast meira að segja verða meira og meira umdeild, eftir því sem jarðarverð hækkar, en það hefur hækkað gríðarlega á síðustu 6-7 árum dæmi er um tíföldun á jarðaverði á þeim tíma
En útgangspunkturinn hjá mér er þessi.
Það er ekki hægta að banna umferð gangandi fólks,nema um ræktað land og það er ekki hægt að banna umferð jeppa á slóðum seem kostaðir eru af almannafé.kv
Austmann
25.08.2006 at 12:20 #558574þarna kemur kannski skýringin.
að sama fólkið, lögfræðingar og aðrir háttsettir, eru að draga línurnar fyrir ríkið í þjóðlendumálinu og girða svo af götur og slóða á jörðunum sínum á sömu forsendum, þas. farið í mál ef þið eruð ósátt.
nei satt að segja held ég að efnamennirnir að sunnan girði ekkert frekar fyrir jarðirnar sínar heldur en bændur. girðingarnar hjá þeim eru bara sýnilegri af því þær eru svo nýjar fínar og uppistandandi, allar í svona skiltum sem stendur á að hitt og þetta sé bannað. bændurnir aftur á móti eru bara með gömlu lúgnu girðingarnar sínar sem þeir tjasla uppá á hverju vori svo að rollurnar séu aðeins lengur að brölta í gegnum þær, og þeir hafa engin skilti því þeir vita að rollurnar kunna ekki að lesa.
annars eru efnamennirnir að sunnan jafn misjafnir og þeir eru margir og því ver víðsfjærri að allir girði allt og banni öllum. margir fara þá leið að fá smá péning hjá landbúnaðarráðuneitinu og tengdum deildum, til að rækta nokkur tré á jörðinni sinni og kalla sig skógræktarbændur (það má). en til að fá þetta tiltekna fé til skógræktar, þarf að útiloka allan búfénað af því landi sem á að rækta, og skógræktarbændur fá líka styrki frá landbúnaðarráðuneiti og tengdum deildum til girða í kringum skóginn sinn (það má líka).
ójájá svona er nú þetta. og þið sem hélduð að efnamennirnir að sunnan væru bara að þessu til að eyða péningunum sínum í eitthvað, óneinei það klingir sko hressilega í ríkiskassanum þegar þeir byrja að kaupa sér jörð.
að lokum held ég að efnamenn komi líka að norðan, austan og vestan.
kveðja siggias74 E1841
25.08.2006 at 16:51 #558576Það er ánægjulegt hvað félagsmenn taka þátt mikinn þátt í þessum þræði. Því að miklu leiti er hér verið að fjalla um áframhaldandi tilvist, nokkuð frjálsar ferðamennsku. Það hefði verið hægt að varpa fram ýmsum spurningum, eða taka dæmi um hvernig þróunin er og hvernig hún gæti orðið. Nú er maður auðvita fjandans amatör í þessu og mikið snýst einmitt um lög og reglugerðir. Þess vegna er skemmtilegt að fá komment frá Soffíu og væri ekki verra að fá komment á þetta frá bændum eða afsalshöfum ( svo kallaðir landeigendur ) eins og ég vill kalla þá. Annars hafði ég ekki tíma til þess að lesa þessa doðranta en ætla að gera það á eftir helgi, enda að fara á fjöll eins og allir hinir. Þó ekki í Setrið. Heldur á að reyna við Austari-Jökulsá og kanna það, hvort hún sendi mann á brott með skottið á milli fótanna.
Kveðja Ofsi, frú Ofsi og Slóðríkur 2
25.08.2006 at 17:01 #558578svo af því að jón ofsi talaði um tiltekna girðingu í dölum þarsem búið er að riðja undir langt uppí fjallshlíðar og yfir annars ósnortið land, að þá er sá auðmaður sem á þá jörð einn af þeim sem ekki hafa meinað aðgang að jörð sinni heldur þvert á móti. á girðingunum eru fullt af hliðum og á þeim öllum eru skilti sem á stendur vinsamlegast lokið hliðinu. einnig eru manngengir prílustigar á mörgum stöðum yfir girðingarnar.
þetta tiltekna dæmi er ekki einsdæmi og er til fyrirmyndar.
25.08.2006 at 22:44 #558580Vill bara minna menn enn og aftur á stafsetninguna…
25.08.2006 at 23:37 #558582ég vil.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.