This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Georg Aspelund Þorkelsson 20 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir allir.
Ég má til með að deila því með ykkur að stór hluti hópsins sem fór i Setrið í nýliðaferðina er nú á leið til Hveravalla. (Ég komst ekki með vegna anna)
Hópurinn fór úr bænum kl. 8 í morgun, og vegna leiðinda veðurs var ákveðið að fara Kjalveg. Þegar komið var austur fyrir fjall var kominn blíða, og búin að vera í allan dag. Þæfingur var víst uppað Geysi, og þar var eitthvað hleypt úr lofti. 20 km. frá Geysi þurfti að sinna reglubundnu viðhali í einni Toyotu bíl, og það kostaði bið fyrir hluta hópsins til kl. 17.
Færið mun vera frekar þungt, mikill laus snjór. Uppúr kl. 17 var hluti hópsins kominn langleiðina uppeftir, en annar hluti kominn rétt uppfyrir Kerlingarfjalla afleggjarans. Þar er víst mun léttara færi.Þegar ég heyrði í heimildarmanni mínum, Eyþóri, fyrir klukkutíma, var aftasti hópurinn kominn rúmlega uppfyrir Árbúðir, og gekk frekar hægt vegna færisins, en skafið hefur í öll för. Í þessum aftasta hóp eru 3 eða 4 bílar, en þann sem bilaði varð að skilja eftir.
Ég heyri í þeim á eftir, og færi frekari fréttir.
Emil
You must be logged in to reply to this topic.