Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Hver þorir?
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.02.2006 at 14:00 #197312
Bílamiðstöðvar-rampurinn verður niðrí mörk á opnu kvöldi Fimmtudagskvöldið n.k.
Gaman væri að sjá einvígi milli bílategunda hver fari hæst.
Endilega komið með áskoranir á félaga að koma í teyguæfingar, hvaða bíla mynduð þið vilja sjá.kv.
Skemmda nefndin -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.02.2006 at 14:08 #542632
Ég legg til að bílum verði skipt í flokka: t.d.
A: þróuð fjöðrun að aftan og framan
B: Þróuð fjöðrun að framan
C: Rör á báðum endum.og að það verði veitt verðlaun fyrir hvern flokk.
Það þarf líka að muna að það er ekkert að marka, og getur verið sórhættulegt, að vera með læst drif þegar menn fara á rampinn. Því geta bílar sem eru með no-spin eða álíka, ekki verið með.-Einar
14.02.2006 at 14:27 #542634Ég hélt nú alltaf að rampurinn væri ætlaður til að mæla fjöðrun en ekki dekkjagrip? Þannig að ég skil nú ekki alveg hvað læsingar hafa með málið að gera.
Finnst að maður eigi að keyra eins langt upp og hægt er með öll fjögur dekkin á jörðinni, læst eða ólæst.
kv
Rúnar.
14.02.2006 at 14:37 #542636Rampurinn er hugsaður til þess að mæla fjöðrun. Breytleiki í dekkjagripi á þurru malbkiki er ekki mikill, meðan óvissa í mati á því hvenær dekk er komið á loft, og hvenær ekki, er töluverð. Það fást ekki sambæilegar niðurstöður fyrir bíla sem nota læsingar til þess að keyra upp á rampinn og bíla sem ekki eru með 100% læsingar. Ökumaður sér ekki hvenær dekk er komið á loft, þannig að aðferðin hans Rúnars krefst þess að aðstoðarmenn eða dómarar séu á staðnum.
-Einar
14.02.2006 at 17:27 #542638en eik þorir ekki, og því vill hann útiloka alla sem eru með no spinn. En hvað með þessa ballanstangarlausu Patta. Er ekki bara hægt að hafa einn opinn flokk sem allir geta tekið þátt í
14.02.2006 at 17:47 #542640Þannig að No-spinnarar fái a vera með er þá ekki málið að hafa þessa tvo flokka, með og án læsinga. Þeir sem eru með handstýrðar læsingar geta þá keppt í báðum.
Í öðrum er þá keppt hver kemst hæst og í hinum hver þorir hæst!!!
14.02.2006 at 18:57 #542642Mér vantar flokk fyrir hásing að aftan, ekkert að framan. Er ekki tilvalið að bæta einum svoleiðis við?
kv
Rúnar.
14.02.2006 at 21:48 #542644runar, eik skrifaði þetta í öðrum pósti.
Ég legg til að bílum verði skipt í flokka: t.d.A: þróuð fjöðrun að aftan og framan
B: Þróuð fjöðrun að framan
C: Rör á báðum endum.
þarna ætti þinn flokkur að vera, B
14.02.2006 at 22:34 #542646
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef menn eru að pæla í að setja upp flokka og einhverjar reglur, hvað þá með loftþrýsting í dekkjum.
Sami loftþrýstingur í dekkjum á sama öxli?
Gefur augaleið að hægt er að mjakast ofar ef t.d. haft er minna í dekki á ramp en fullpumpað í dekki á jörðu, eða er það ekki?
Björgólfur.
14.02.2006 at 22:50 #542648jæja já… verður ekki hægt að prófa rampinn utan við allar kepnir? ég er með mína typpastærð á hreinu og þarf ekkert að keppa við einn eða neinn, langar bara að sjá hversu mikið jeppinn minn teygir sig……….
14.02.2006 at 23:17 #542650
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki hægt að hafa flokk fyrir svarta bíla? …eða bara V8 flokk? Auðvitað á bara að vera einn flokkur fyrir alla og svo verða bara fjörugar umræður um það fram á vor hvers vegna sumir komast lengra en aðrir.
[img:bxbzogdv]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4003/28427.jpg[/img:bxbzogdv]
ÓE
14.02.2006 at 23:33 #542652Það er rétt leið til að gera þetta og hún setur alla bíla á sama jafnréttisgrundvöllinn. Sá sem kemst lengst upp rampinn er ekki endilega með bestu fjöðrunina, ef svo væri þá væri gamall F-350 strumpastrætó kóngurinn.
Rétta leiðin er að mæla hvað bíllinn fer langt upp rampinn þar til hann sleppir einhverju hjóli og deila í þá lengd með hjólabili bílsins sinnum 1000. Með þessu þá eru allir jafnir og ef að menn vilja hleypa aðeins úr þá er kanski rétt að minnast á það við hina.Hérna er listi sem ég fann yfir ýmsa jeppa, kemur á óvart hvað Hummer er slappur í þessu.
’96 Acura SLX: 506
’93 AM General Hummer: 385
’92 Chevrolet S-10 w/Rugged Trail 3.5-inch lift: 351
’81 Chevrolet K-5 Blazer: 653
’81 Chevrolet K-5 Blazer w/Rugged Trail 2.5-inch lift: 695
’92 Chevrolet K-1500 Blazer: 453
’92 Chevrolet K-1500: 421
’92 Chevrolet K-2500HD turbo diesel: 365
’92 Chevrolet K-3500 Crew Cab dually: 303
’94 Chevy S-10 ZR2: 420
’94 Chevy K-2500 Suburban: 401
’95 Chevy ZR2 Extended Cab: 336
’95 Chevy Blazer 2-dr:. 405
’96 Chevy K-1500 extended-cab: 376
’96 Chevy Tahoe LS: 433
’92 Dodge Ramcharger: 613
’92 Dodge Dakota Club Cab: 393
’92 Dodge W150: 526
’92 Dodge W250 Cummins: 372
’92 Dodge W250 Cummins w/Natl. Spring 3-inch lift: 406
’94 Dodge Ram 1500: 556
’95 Dodge Ram BR2500 Club Cab: 431
’92 Ford Explorer 4-dr.: 460
’92 Ford Explorer 4-dr. w/Superlift 4-inch lift :492
’92 Ford Bronco: 516
’93 Ford Ranger SuperCab: 416
’92 Ford F-150 Flareside: 471
’92 Ford F-150: 484
’92 F-350 Crew Cab w/Mac’s Spring Shop 2-inch lift: 405
’94 Ford Ranger SuperCab: 406
’94 Ford Explorer Limited 4-dr.: 443
’94 Ford F-250 SuperCab: 383
’95 Ford F-250 SuperCab: 406
’95 Ford Explorer 2-dr.: 391
’95 Ford Explorer 4-dr.: 352
’97 Ford F-150 SuperCab: 441
’92 GMC Sonoma: 354
’93 GMC Sonoma Club Coupe: 334
’92 GMC K-1500 Suburban: 342
’92 GMC K-3500 Crew Cab: 338
’95 GMC K-1500 Club Coupe: 387
’95 GMC Jimmy 4-dr.: 371
’93 Isuzu Rodeo LS: 435
’92 Isuzu Trooper LS 4-dr.: 497
’93 Isuzu Trooper LS 2-dr.: 508
’93 Isuzu Trooper RS 2-dr.: 529
’94 Isuzu Rodeo LS: 454
’96 Isuzu Rodeo: 464
’75 Jeep DJ-5D: 556
’92 Jeep Cherokee 4-dr.: 399
’92 Jeep Grand Cherokee: 458
’93 Jeep Grand Cherokee: 448
’93 Jeep Grand Cherokee: 439
’96 Jeep Grand Cherokee: 422
’96 Jeep Wrangler: 357
’96 Jeep Wrangler w/Pro-Comp 2.5-inch lift:532
’97 Jeep Wrangler:532
’96 Kia Sportage: 471
’94 Land Rover Defender 90: 580
’95 Land Rover DIscovery: 588
’94 Mazda B4000 Cab Plus: 409
’92 Mitsubishi Montero 4-dr.: 391
’92 Nissan Pathfinder: 511
’96 Nissan Pathfinder: 466
’92 Oldsmobile Bravada 4-dr.: 411
’92 Range Rover County: 670
’93 Range Rover County LWB: 588
’96 Range Rover 4.0SE: 600
’92 Suzuki Sidekick 4-dr.: 379
’96 Suzuki Sidekick Sport: 440
’96 Suzuki X-90: 441
’93 Toyota 4Runner:441
’93 Toyota Land Cruiser: 593
’93 Toyota T100: 407
’95 Toyota T100 XtraCab:369
’96 Toyota Tacoma: 435
14.02.2006 at 23:40 #542654Hugsunin á bak við flokkana var að bílarnir með þróaða fjöðrun ættu eitthvern séns. En það er svo sem óvíst að nokkur þeirra láti sjá sig.
En það verður snúnara ef menn fara að keyra á rampinn með læst drif. Þá er töluverð hætta á að menn velti bílunum, eða keyri fram af rampinum. Og ef það er tilgangurinn að mæla fjöðrun, þá er ekki einfalt að fá sambærilegar niðurstöður fyrir þá sem fara upp læstir og þá sem ekki nota læsingar.-Einar
14.02.2006 at 23:45 #542656Greinilega mikill áhugi og gott ef einhverjir eru ekki þegar farnir að udirbúa fáka sína fyrir kepnina, en eiginlega er ég sammála Óskari að hafa bara einn flokk og ef þú ferð minna enn hinn þá ert þú bara ekki með eins góða fjöðrun.
Enn að sjálfsögðu verða menn á staðnum til að dæma og mæla, svo ekki nema til annars en að dæma menn úr leik…..
Enn eins og kemur framm í öðrum þræði hér var að fæðast nýr ÞORRI, skyldi hann þora og sýna:)
spurning hvort HUMMER hjá þóri leggist á hliðina…
enn að öllu gamni slepptu þá held ég að OFSI eigi að fá einhvern fyrir sig til að keyra RUNNER upp rampinn.
Samt spurning hvort þetta hefði ekki átt að vera eftir KVENNAFERÐINAElla er ekki hægt að hafa einhver verðlaun????
Lúther
14.02.2006 at 23:46 #542658Bílar með "þróaða" fjöðrun eins og bíllinn hjá mér fjaðra einfaldlega ekki eins vel og hásingabílar með gorma. Það þarf ekkert að ræða það neitt nánar en þeir fjaðra misvel sín á milli og ekkert eðlilegra að láta tölurnar tala sínu máli. Þá hafa menn líka eitthvað til að taka með sér heim og hugsa um.
15.02.2006 at 00:22 #542660Stebbi – Bíllinn hjá þér er ekki með Þróaða fjöðrun að framan – hann er með vindustangafjöðrun sem virkar ekki neitt í samanburði við sjálfstæða gormafjöðrun – og ég hef ekki enþá sest upp í hásingabíl sem er með skemmtilegri fjöðrun. Bíllinn hjá Gísla Þór er þó stórskemmtilegur í minningunni – en samt….
En Ég er hins vegar alveg klár á því að flestir – ef ekki allir hásingabílar ná að teygja sig lengra.
Vonandi kemst ég á fimmtudaginn til að prófa…
Benni
15.02.2006 at 00:47 #542662Greinilega mikil alvara hjá mönnum, svo frábært væri ef einhverjir sem kunna að mæla og vita hvernig þetta á að framkvæma gætu aðstoðað.
Stebbi-Óskar-Eik???Sjálfur mun ég taka myndir af öllum bílum og senda á eigendur þeirra.
Lúther
15.02.2006 at 01:40 #542664þegar að menn sjá að sér og setja "Þróaða" innan gæsalappa.
Kveðja.
Elli.
15.02.2006 at 05:35 #542666Benni, það er enginn eðlismunur á því hvort fjöðrunin notar vindu öxla eða gorma, þetta snýst einfaldlega um pláss. Svo er það bónus við vindufjöðrunina að hún er oftast stillanleg. En það má vel vera að þegar MMC og Toyota fóru að nota gorma í stað öxla að framan þá hafi það verið vegna þess að með því hafi verið auðveldara koma hlutunum fyrir með slaglengri fjöðrun.
[url=http://www.motorsm.com/motorsport/auto/F1/2005_cars.asp:2mf0ocew]Formula 1 bílar[/url:2mf0ocew] nota vindufjöðrun. Er sú fjöðrun kannske vanþróuð? Er fjöðrun eins og notuð er í nýlegum rúnkurum sú eina sem er þróuð?Lúther, ég er alveg til í að hjálpa til við mælingar.
-Einar
15.02.2006 at 10:48 #542668Ég veit vel að það er ekki mikill munur á uppbyggingu þessara tveggja gerða fjöðrunar – en hins vegar er virknin ekki sambærileg á nokkrun hátt – þá er ég eingöngu að tala um muninn á virkni á milli þeirra tveggja bíltegunda sem ég þekki með svona fjöðrun. Það er Pajeró eldri en árg. 2000 og yngri. (ég er búinn að eiga allnokkur stykki)
Ef þú þekkir þessa bíla eitthvað þá ættirðu að vita þetta – en það getur varla verið að þú sért að tala um eitthvað sem þú þekkir ekki að eigin raun er það ?
Formúlu 1 veit ég ekkert um og þar getur vel verið að slagstutt og stíf fjöðrun eins og oft fylgir vindustöngum sé málið….
Kveðja
Benni
15.02.2006 at 10:55 #542670Mæli með að einhver mæli hæðina á 200 lítra olíutunnu og sú hæð á rampnum verði skilgreind sem "Fullgildur".
Gaman væri líka að sjá muninn á bílum með "3-liða" framfjöðrun annarsvegar og svo "4-liða" hinsvegar.
Þó að gormur sé í raun ekkert annað en uppvafin vindustöng, þá er ég nú ekki viss að félagi eik hafi rétt fyrir sér að það sé engin eðlismunur á vindufjöðrun og gormafjöðrun. Kæmi mér ekkert á óvart að þegar búið er að skrúfa allt dótið saman þá sé nú einhver munur á þessu í raun
kv
Rúnar (hjólböruflokki).
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.