Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Hver stjórnar ?
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.07.2005 at 21:20 #196108
Er það satt sem ég heyrði að það er sömu stjórnendur að 4×4 klúbbnum og útivist.
Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja Eyþór. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.07.2005 at 23:31 #525040
EF svo væri þætti mér það miklir hagsmunaárekstrar þar að auki hef é ekki séð neitt um þetta á spjallinu, hvar heyrðir þú þetta Eyþór ?
22.07.2005 at 07:14 #525042Eyþór minn fór uppþvottalögurinn svona illa í þig í gær, ekki veit ég til þess að það sé sama stjórn í báðum deildum en ef svo er hlótum við að hafa keypt útivist og allt sem því fylgir
22.07.2005 at 10:06 #525044Það sem er hæft í þessu er að ég er starfsmaður Útivistar og starfa þar sem framkvæmdastjóri. Það má alveg velta því fyrir sér hvort það fari saman með formennsku í 4×4. Ég lít ekki á þessi félög beinlínis sem samkeppnisaðila, en auðvitað eiga þau ýmiskonar samskiptum og geta átt gott samstarf. Slíkt er hins vegar frekar á borði stjórnar Útivistar en skrifstofunnar. Ef reyndin sýnir að þetta skapi einhver vandamál er auðvitað ekkert annað að gera fyrir mig en að láta af formennskunni.
Kv – Skúli
22.07.2005 at 12:39 #525046Til hamingju með nýja starfið Skúli, ekki er ég í vafa um að þú eigir eftir að sinna því af sama eldmóð og dugnaði eins og þú hefur sýnt klúbbnum okkar, Það er mikill fengur fyrir Útivist að ég held að fá Skúla til liðs við sig.
Svo geta þeir þá loksins fengið einhvern til að kenna sér að ferðaast.
44" ferðakveðjur!!!!!!
Lúther (ferðast um á inniskóm ekki gönguskóm) enda á Patrol
22.07.2005 at 23:08 #525048Ég sé ekki neina hagsmuna árekstra í þessu dæmi,ég sé eingöngu mann sem er að vinna fyrir sér og sínum og hann á ekki að þurfa að segja af sér formennsku klúbbsins útaf vinnunni sinni.
Skúli ég óska þér bara til hamingju með starfið.
Kveðja
Jóhannes.
22.07.2005 at 23:17 #525050Til hamingju með djobbið Skúli
Nú er bara að látta þessa 2 klúbba vinna saman og styrkja þá enn frekar
Kv
Snorri Freyr
23.07.2005 at 10:33 #525052Ég hef sagt það áður og segi það en
þessi frábæru félög eiga að vinna saman.Jepparæktin og okkar ferðir geta vel þróað með sér samstarf báðum félögum til heilla.
kveðja gundur
25.07.2005 at 09:32 #525054Það hlýtur að vera kostur að vinna við áhugamálið sitt! Ég segi bara til hamingju með nyja starfið. Ég býst frekar við að þessi tengsl verði 4×4 til góða – og ekki síst Útivist!
Kv.
Soffía
26.07.2005 at 22:19 #525056Já margir hér að ofan hafa nefnt að þeir vilji frekari samstarf okkar við Útivist, ég hef að vísu ekki séð mikið samstarf þar á milli, og held reyndar að það verði ansi erfitt.
Ferðaklúbbur og Ferðafélag er hreint ekki sami hluturinn og sé ég fyrir mér að ansi mikið þurfi að breytast svo við getum runnið í eina sæng og fyrir mitt leiti er ég hreint ekkert spenntur fyrir því.
27.07.2005 at 09:35 #525058Sammála Lúther þarna. Þessi félög eru ólík í grundvallaratriðum þar sem Ferðaklúbburinn er félagsskapur fólks sem ferðast á eigin vegum meðan Útivist og FÍ eru ferðafélög sem standa fyrir og skipuleggja ferðalög fyrir félagsmenn sína og reyndar utanfélagsmenn. Hins vegar er fullt af sameiginlegum málum, sérstaklega mál sem snúa að hinu opinbera (reglugerðir o.þ.h.) og t.d. var ég talsvert í sambandi við formann jeppadeildarinnar um það mál.
Kv – Skúli
27.07.2005 at 10:01 #525060sagði Lúter, ég er sammála honum að mestu leiti. En þarna erum við að tala um félag og fyrirtæki og er það aðalega sem skilur á milli. Þó eigum við það sameiginleg að eiga og reka skála. En ég sé samt ekki fyrir mér nein stórmál þar sem við næðum saman enda enginn ástæða til þess. Það er allt í lagi að vinna saman að þeim málum þar sem við eigum sameiginlega hagsmuni en síðan ekkert þar fyrir utan. Við erum jeppafélag ekki göngu fólk einsog Útivist, þó félagar í 4×4 séu í göngum, vélsleðum og öðru slíku. Þá erum við fyrist og frems hagsmunafélag jeppamanna. Ég skil eiginlega ekki þessa umræðu um meiriháttar samstarf og sameiningu þrátt fyrir að Skúli skuli vera orðinn starfsmaður þarna og að fólk fagni því yfirleitt. ég lít frekar á þetta sem neikvætt fyrir 4×4. En menn verða auðvita að vinna til þess að eiga fyrir salti í grautinn.
27.07.2005 at 15:43 #525062Sælir.
Ég held að þessi samtök geti átt ýmislegt sameiginlegt. Ég hef ferðast nokkuð með báðum og er félagi í báðum félögum. ( Þá á ég við jeppaklúbb Útivistar ). Það eru tvö atriði sem mér finnst að menn ætti að skoða. Fyrsta er að félagar í 4×4 sem ferðast með Útivist hafa þurft að borga fullt gjald fyrir gistingu í skálum 4×4 þrátt fyrir að hafa geta sýnt skírteini. Þetta er einfallt að laga fyrir nýjan framkvæmdarstjóra. Annað sem er slæmt er að Útivist er með vhf rás, sem síðan er ekkert notuð því til að fá hana þá þurfa menn að vera félagar í Útivist, en það er alltaf eitthvað um að fólk sem er að ferðast með Útivist sé ekki félagar. Þarna mætti Útivist koma til móts við félaga 4×4 og hugsanlega öfugt þannig að þessar rásir verði almennari og þannig náist að fjölga talrásum, sem ekki er vanþörf á. Fleira mætti nefna t.d. sameiginleg námskeið og kynningar o.sv.frv.
eie
27.07.2005 at 16:32 #525064Dagana 5-7 Ágúst er Útivist með fjöldskylduferð í Bása þar sem gist verður í skála alla helgina, þetta er svona týpisk ferð sem við í 4×4 klúbbnum þekkjum vel, enda höldum við einnig svipaða fjöldskylduhátíð.
Verð í Útivistarferðina er rúmar 9000 krónur pr. mann fyrir félagsmenn útivistar
fjöldskylduhátið 4×4 kostar undanfarin ár ca 3000 á bíl.
Helgarferð með Útivist kostar að meðaltali 8000 pr.mannHvort ættum við að lækka verð á Útivistarferðum eða hækka ferðir 4×4 klúbbsins?
27.07.2005 at 19:22 #525066Ef ég væri bankastjóri landsbankans og stjórnarmaður íslandsbanka og símamær í spron það finnst mér mjög svipað því bankar berjast um viðskiptavini eins og 4×4 klúbburinn er í bullandi samkeppni um nýja félagsmenn við önnur ferðafélög.
Annars hefðum við ekki þurft að gefa út súper setur sem var einmit til að fá nýja meðlimi.
þannig að ég get ekki séð hvernig þetta á að virka.Kveðja Eyþór.
27.07.2005 at 20:32 #525068Þetta er nokkuð merkilegur þráður.
Skúli til hamingju með nýja starfið það er frábært að vinna við það sem maður hefur áhuga á og ég efa það ekki að þú komir til með að sinna þessum störfum báðum vel en ég get ekki séð hvernig stjórn í áhugafélagi og fyrirtæki á svipuðum markaði getur gengið án þess að verði hagsmunaárekstrar og hvorum megin við borðið ertu þá Skúli?
Þessi félög eiga að hafa meiri samvinnu í baráttumálum en mér finnst að þau eigi að starfa algjörlega óháð hvort öðru.
Kveðja Lella
27.07.2005 at 21:17 #525070Einhvernveginn hef ég aldrei litið á Útivist og Ferðafélag Íslands sem fyrirtæki heldur klúbba áhugafólks um útivist (yfirsást mér eitthvað?) þannig að ég get ekki skilið að hér geti verið einhverjir hagsmunaárekstrar.
28.07.2005 at 00:14 #525072Eyþór, til að bæta gráu ofan á svart er ég félagsmaður í FÍ og Landróver klúbbnum og dauðlangar líka Jörfís. En reyndar óvirkur í þessum félögum, en finnst sjálfsagt að eiga þessi skíreini. FÍ og Útivist eru sjálfsagt í samkeppni um félagsmenn en tæpast 4×4 og Útivist, til þess eru þetta of ólík fyrirbæri. Þú færð einfaldlega ólíka hluti með félagsaðild í þessum félögum. Eins og ég segi, annað er ferðaklúbbur fólks sem ferðast á eigin vegum, hitt er ferðafélag sem stendur fyrir skipulögðum ferðum í stórum stíl.
Það má samt vel vera að það geti komið upp mál þar sem hægt er að tala um hagsmunaárekstra. Það er hins vegar líklegt að þá séu þau mál á borði stjórnar Útivistar og þá er hægt að víkja sæti í stjórn 4×4 meðan þau eru tekin fyrir. Slíkt ætti þó ekki að vera algengt, allavega kom ekkert slíkt upp á síðasta starfsári. En ef ég hef rangt fyrir mér með það að þetta sé ekkert vandamál, þá þarf hreinlega varaformaður að taka við. Hér að ofan er svo hins vegar bent á góðar hugmyndir um samstarf og reyndar er samstarfssamningur í gangi um VHF sem mætti víkka út.
Með verð á ferðum Lúther, þá skýrist munurinn í fjölskylduferðunum á því að rúta er innifalin í verðinu hjá Útivist. En þar fyrir utan byggir verðlagning í ferðir hjá Útivist á því að tekjur standi m.a. undir kostnaði fararstjóra og reyndar þar fyrir utan höfum við í 4×4 alltof oft verið að tapa eða borga með ferðum og uppákomum. Nægir að nefna þorrablót sem dæmi þar. Verð hefur alltof oft verið keyrð niður úr öllu þannig að ekkert má klikka til að ekki sé komið tap. En það er kannski annað mál, en samt slæmt mál.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.