Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Hver ræður ??
This topic contains 84 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 16 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.04.2008 at 21:37 #202324
Hver stjórnar lokunum á á vefsvæði ? og það án aðvörunar ?
Þorbjörn Gerðar R-3466
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.04.2008 at 01:06 #620838
Sæll Þekki þig ekki neitt en vona að veislan verði flott hjá þér. Mér er nokk sama hvort Tryggvi eða Stefanía séu að lesa eða ekki, þau fá örugglega rapport. ‘Eg hef bara ekki haft undan að lesa hvort það sé lokað eða ekki og þá hvenær ogfrv. Fullt að gerast. Ég dáist að því hvað sumir nenna að skrifa mikið um ekki neitt og láta í ljós álit sitt á einverju málefni sem er nano mikilvægt, sjá til dæmis mig, að eyða tíma í að svara svarinu frá þér sem gengur út á að tala um m.a. kleinubakstur en á móti get ég sagt að ég eyddi deginum í sólpallasmiíði, svona bara að segja þér. Hlýtur að vera miðaldurskreppa. Og er bara orðin nokkuð lúinn, verð að segja það en jæja, ljóðið er á enda og ég nenni ekki að röfla meira um þetta.
20.04.2008 at 01:18 #620840gústi sorry ég er kanski harð orður og fúll. En reynum að vera málefna legir, ég hef aldrei séð eða hitt stefaníu svo ég viti, en mér sárnar fyrir hennar hönd þegar þú kommentar svona á útlit hennar.
Og hvernig dettur þér í hug að fullorðinn maður eins og tryggvi láti einhvern vefja sér svona um fingur sér eins og þú segir hérna að ofan. Já það vita það margir að jón hefur sterkar skoðanir. En ekki segja að tryggvi sé það ósjálfstæður að geta ekki tekið sínar eigin ákvarðanir.
Þetta var kanski alltsaman húmor hjá þér sem ég misskildi svona hrapalega, og þú verður þá bara að fyrir gefa það ef ég er full kvass á þig …. í aðal atriðum verum kurteis.
20.04.2008 at 10:50 #620842Það er að alltaf koma betur í ljós menn eru með skoðanir á þessu bara gott mál.
—
En er karpað um lítið og ekki neitt
Svo skal teigja þetta og toga
Það var frekar smátt en orði feitt
Þetta er verða meiri hátta froða
.
kv,,, MHN
20.04.2008 at 18:45 #620844Þú veist að gústi er eins og stórt grílukerti.
Annars vill ég að það komi fram hér að ég hef akkúrat ekkert á móti Barböru né Eyþóri, hef engin samskipti við Eyþór og þekki hann ekkert og þau samskipti sem ég hef átt við Barböru hafa verið góð. Þau eiga bæði 1 ár eftir í sinni veru og geri ég klárlega ráð fyrir að þau klári það, að öðru leiti stendur það sem ég hef áður sakt og skrifað undir að ég styð Sveinbjörn í formann. Vissulega áskil ég mér þann rétt að breyta þessu bara eftir skapsveiflum hjá mér búi svo undir.
20.04.2008 at 19:59 #620846Vá þetta er alltaf jafn skemmtileg umræða, íslenska aðferðin notuð, þagað allt í hel.
En það er alltaf jafn merkilegt hvað svona mál verða að drama. Lokun á aðgangi vegna þess að einhver segir eitthvað sem misbýður eða kemur illa við stjórnendur á ekki að teljast sem tilraun til valdaráns og því að réttlæta lokun á aðgang og sviptingu réttinda.
Ég er nú einn af nokkrum moderatorum á stórum vef þar sem að meðal aldurinn er um eða yfir 20 árum hið mesta og verð að segja að vinnureglur skilmálar og allt sem viðkemur því er í betra ásigkomulagi en hér OG þeim er fylgt af stjórnendum og eigendum vefsins sem og notendum.
Bæði vantar hér á vefinn stjórnendur sem fylgja eftir reglunum sem og skýrari reglur um hvað má og hvað ekki og réttlát viðbrögð við brotum.
Túlkanir eftir atburðum er vonlaus leið í svona málum. Annars vegar hunsað eða hins vegar barinn með flugnaspaða eftir því hvaða tími mánaðarins er hjá ráðamönnum…
Hef annars enga skoðun á þessari tilteknu lokun, veit ekkert um málavexti…
20.04.2008 at 20:25 #620848Þú verður að fá þér einhver sterk geðlyf til að stemma skapsveiflurnar. Gengur ekki að koma svona hérna og kalla mig grýlukerti, þú getur sjálfur verið snjókarl. Ertu nokkuð á leiðinni suður?
20.04.2008 at 20:37 #620850en Gústi þetta er þó ekki jafn slæmt hjá mér og konunum þ.e reglulega einu sinni í mánuði…
20.04.2008 at 21:45 #620852þetta gengur á í bylgjum, er það ekki? Eins og einhver sagði þá áttu að bryðja prózak og tyggja kleinur. Þá verða víst allir vinir og lausir við skapsveiflurnar.
20.04.2008 at 21:53 #620854ég sé að það eru allir sáttir og enginn "ræður" við neitt
kv Heiðar U-119
21.04.2008 at 04:20 #620856Síðan ég skrifaði ofangreinda pistla er búið að taka til í þræðinum af vefnefnd og þurrka út vefslóðir. Líklega hafa það verið vefslóðir sem mér var hollast að sjá ekki.
Þetta lýsir einstakri staðfestu í ritskoðun og þöggun að hætti ávaxtalýðvelda. Séu þetta verk fráfarandi stjórnar er þetta ömurlegur legsteinn á stjórnarferil hennar. Megi hún hvíla í friði.
Ljóst er að þetta vefsvæði er ónýtt til skoðanaskipta fram yfir aðalfund – hið minnsta? Eða hvaða skoðun hafa þeir sem nú bjóða sig fram til stjórnar á þessu?
Ástæðan fyrir spurningunni er einföld – séu þetta almennt viðurkennd vinnubrögð er sjálfhætt í félaginu. Það er ekki lengur félag.
21.04.2008 at 08:25 #620858það ég eða er búið að taka alla linka á áskorunina og bréfið. Ég hef ekki fundið þá og ef það er þannig þá er vefnefnd og stjórninn algörlega búinn að skíta upp fyrir haus og ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. Þetta er til skammar og klúbbnum ALLS ekki til framdráttar.
Kv
Snorri Freyr
21.04.2008 at 08:39 #620860[Vefslóð fjarlægð – Vefnefnd]
21.04.2008 at 10:31 #620862Það er s.s ekki lýðræði í þessu klúbb!! Vefnefnd er búinn að staðfesta það.
Kv
Snorri Freyr
21.04.2008 at 10:53 #620864Ég tek undir með skrifum Óla. Ritstýring af þessu tagi er ekki boðleg og er þeim sem að henni standa til skammar. Eins eru bönn á Tryggva og Stefaníu óskiljanleg með öllu, en þeir sem að þeim standa gefa auðvita engin svör um af hverju þau voru bönnuð.
Hlynur
21.04.2008 at 12:46 #620866Snorri Freyr, heldurðu að það sé klúbbnum fyrir bestu að stjórn segi af sér í dag? ætlar þú að sjá um aðalfundinn? eða? Annars er ég allveg 100% sammála þér og hef sagt það hér áður að ég skora á stjórn að segja af sér og hætta strax í dag.
Ekki myndi ég vinna undir þessu og það ánægjunnar vegna.
Finnst ykkur ekkert athugavert að vera með link hér inná þessari síðu inn á undirskriftalista þar sem skorað er á stjórn að segja af sér ?
Getur einhver frætt mig um það hvað það er svona slæmt sem þessi stjórn hefur gert ?
bíðum eftir ársreikningi, en mig grunar að hann hafi aldrei sést eins góður, þó að Shell-samningurinn sé ekki með, sem skilar miklu bæði til klúbbsins og félagsmanna. Félagar fá meiri afslátt af eldsneyti en Trukkabílstjórar. Aldrei verið jafnmikil aukning á félögum. Aldrei verið eins mikil og góð samskipti við deildirnar út á landi. Nú erum við með flotta félagsaðstöðu sem við getum verið stolt af og notað. Svo hvað er svona svakalega slæmt við þessa stjórn ?
Kveðja Lella
21.04.2008 at 13:12 #620868Ég hef ákveðið að taka ekki afstöðu í þessu máli, mér þykir þetta vera komið út í algöra vitleysu, en mig langar þó að kasta fram einni spurningu til allra þeirra sem skilja ekki í því að það heyrist lítið í stjórn. Hvernig tækjuð þið því að liggja undir árásum svo mánuðum skiptir allstaðar að, og oft mjög svo ósmekklegum árásum? Ekki myndi ég logga mig inná netið og svara öllum þessum viðbjóði það er alveg á hreinu.
.
svo langar mig að stinga uppá því að allt spjall um innri starfsemi klúbbsins verði bannað á síðunni og þessi síða verði eingöngu notuð fyrir spjall um jeppa, breytingar, ferðir, hjálp og þessháttar hluti. Hún verður þá kannski skemmtileg aftur. Notum tölvupóst, símtöl mánudags og fimmtudagsfundi frekar til að koma þessum óánægjuröddum að. Það er ekkert annað en ósmekklegt og lélegt að standa í árásum trekk í trekk á netinu en geta ekki talað við menn undir fjórum augum.
.
Að lokum langar mig til að biðjast afsökunar hafi ég einhverntímann staðið í svona persónuárásum hér inná vefnum, ég hreinlega man ekki hvort það hafi gerst, þykir það nú líklegra en ekki (bölvaður skaphundur stundum eins og benni ) en ég held ég muni reyna mitt besta til þess að það gerist þá ekki oftar.
.
Eigið þið góðan dag.
kv Axel Sig… R-3099
21.04.2008 at 13:12 #620870Lella að ég hef altaf verið þeirra skoðunar að klúbburin í Reykjavík eigi að vera hýstur í tjaldi.
21.04.2008 at 14:05 #620872lýðræði fer þannig fram að menn með kostningarétt mæta á aðalfund og kjósa milli þeirra sem eru í framboði. það skiptir engu máli þó svo allir þeir sem eru í stjórn núna bjóði sig fram aftur, ef klúbbmeðlimir vilja þá ekki í stjórn þá kjósa þeir þá ekki.
undirskriftarlisti sem þessi (má ekki birta, spara vefnefnd vinnu) hefur ekkert með lýðræði að gera.
að fjarlægja ólýðræðislegan undirskriftalista er kannski ekki lýðræðislegt, en upprunalega átti þessi listi náttulega ekkert uppá pallborðið, enda ekkert með lýðræði að gera.
að loka á vefaðgang hundtryggs fyrrverandi stjórnarmanns, sem nota bene var einn af þeim fáu sem ekki var með ólýðræðislegt skítkast hérna í tengslum við umræðuefni undanfarinna daga, er náttulega fyrir neðan allar hellur, og merkilegt að stjórn, sem gefið hefur uppi þá ákvörðun sína að svara ekki á netinu sem einstaklingar, fyrr en rætt hafi verið málefnið í stjórninni allri, skuli geta tekið ákvörðun um að loka á vefaðgang án áður uppgefins umræðufrests. leyfa sér samt sem áður að halda áður uppgefnum umræðufresti til að svara ekki hér á netinu og freista þess að róa þessar annars niðurdrepandi og hundleiðinlegu umræðu.
fyrir þá ykkar sem skortir minni til lengri tíma, sökum elli, eða geðrænna sjúkdóma, þá byrjaði þessi hundleiðinlega umræða og skítkast á því að nokkrir aðilar gagnrýndu stjórn harkalega fyrir að birta ekki fullnægjandi lista hérna á spjallinu um framboð og eftirsitjandi stjórnar og nefndarmeðlimi. sú sem harðast fór frammi með þá gagnrýni, notaði það sem ástæðu að hún vildi bjóða sig fram til einhverja nefnda, en vildi ekki vinna með hverjum sem er og yrði því að fá slíkar upplýsingar. hefur klúbbur sem þessi eitthvað að gera með manneskju í nefndum sem ekki er í stakk búinn að vinna með nefndarmönnum. ég er allavega á þeirri skoðun að það yrði ekki klúbbstarfinu til framdráttar að hafa slíka manneskju innanborðs.
eftir þessa langloku mína skora ég á stjórn að opna fyrir netaðgang þeirra aðila sem lokað hefur verið á að undanförnu, og vinna í því af heilhug að lægja hér öldurnar með góðu en ekki illu. einnig skora ég á stjórn að sitja fram að næsta aðalfundi, sem er ekki nema tvær vikur. og vinna að heilhug að því að bæta ímynd klúbbsinns með því fyrst og fremst að lægja hér öldurnar.
ég þakka stjórnarmeðlimum, bæði núverandi og fyrrverandi fyrir samstarfið á starfsárinu sem senn fer að ljúka því margt gott hefur gerst á þessu starfsári þóg svo að það slæma hafi ávallt verið ýtt uppá yfirborðið og gert sýnilegra en það góða.
eigum góðar stundir
kveðja Sigurður Ásmundsson E 1841 ritnefnd
21.04.2008 at 17:55 #620874Ég átti nú kannski ekki við að segja af sér hér og nú þar sem að það er stutt í aðalfund, en ef ég skil þetta rétt þá eru sumir sem eiga eftir að sitja í stjórn og nefndum í 1 ár til viðbótar og er því ekki kosið um sæti þeirra nú.
Hins vegar finnst mér að það ætti að kjósa í ÖLL sæti núna á næsta aðalfundi, s.s. allir sem eiga eftir að setja í 1 ár til viðbótar að það eiga ekki við á þessum aðalfundi. Ef kosið yrði í ÖLL sæti nú, bæði í stjórn og nefndir þá eru það félagsmenn sem kjósa þessa menn og þeir sem ekki mæta á fundinn geta þá ekki tuðað yfir því hverjir eru í stjórn og nefndum á næsta kjörtímabili.
Reyndar þekki engan sem er í stjórn og er ekki á móti neinum persónulega. EN hins vegar er ritskoðun ekki af hinu góða og ef menn eru með skítkast hér á ákveðna aðila þá á bara að leiða þá hjá sér, að mínu mati á ekki að loka á þá eða þá sem setja þennan umtalað [url=http://b2.is/?sida=tengill&id=280669:n889lo0u][b:n889lo0u]link[/b:n889lo0u][/url:n889lo0u] hér.
Reyndar held ég að ritskoðun á ísland brjóti í bága við lög(leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér)
Eins og ég hef sagt áður þá er þetta ekki neinum til framdráttar og er þetta þegar farið að spyrjast út, ég var spurður að því í morgun í skólanum hvort að ég vissi hvaða skítkast væri í gangi í þessum klúbb og um þetta spönnuðust umræður í tíma hjá mér og þá heyrði ég það að menn hefðu annað hvort sagt sig úr klúbbnum eða eru hugsum að segja sig úr honum eða hættir við að ganga í hann útaf svona skítköstum.
Vinar kveðja
Snorri Freyr
21.04.2008 at 18:08 #620876Þetta er snilld Snorri, ráðlegg öllum að fara inn á linkinn og skoða það sem þar er vel og vandlega.
Viss um að allir verði glaðari á eftir og verði búnir að steingleyma afhverju allt er í háalofti.
Kveðja Lella
Öll dýrin í skóginu eiga að vera vinir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.